Þjóðviljinn - 26.09.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.09.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 fCröfynrii um brottför hers- ins vex fylgi um land allt AtburSirnsr i iandhelgismálinu hafa opnað augu margra fyrir haldleysi hernámssfefnu — Það er auðfundið að atburðirnir í landhelgismál- inu hafa opnað augu almennings fyrir eðli þessa skot- íélags sem nefnist Atlanzhafsbandalag. Fólk hefur nú íengið að þreifa á því sjálft hvert hald okkur er í því að vera í slíkum samtökum. Og hvarvetna um land er þess nú krafizt af vaxandi þunga aö ríkisstjórnin standi án tafar viö fyrirheit sín um endurskoðun her- námssamningsins og brottför bandaríska hersins af Tslandi. Þannig komst Jónas Árna- son rithöfundur að orði þegar Þjóðviljinn átti stutt viðtal við hann um fundi samtakanna „Friðlýst land“ fyrir austan og norðan að undanförnu. — Hvað hélduð þið marga f undi ? — Við héldum sex fundi á átta dögum; á Höfn í Horna- firði, Norðfirði, Eskifirði, Húsavík, Siglufirði og Akur- eyri. — Og hvernig var aðsóknin ? — Hún var góð og sumstað- ar alveg prýðileg. T. d. sótti talsvert á annað hundrað manns fundinn á Hornafirði, eða um það bil sjötti hver full- orðinn maður ; bænum. Á Húsavík sóttu fundinn einnig á annað hundrað manns. — Ykkur virðist þannig al- menningur hafa mikinn áhuga á hemámsmálunum ? — Á 'því er ekki nokkur vafi. Og það er auðfundið að atburðimir í landhelgismálinu hafa einmitt orðið til þess að opna augu margra fyrir því hversu lánlaus sú stefna er að binda okkur við hernaðar- bandalag, þar sem andstæðing- ar okkar ráða lögum og lofum, og ljá land okkar undir her- stöðvar manna sem nota fyrsta tækifæri sem gefst til að aug- lýsa að þeir em hér sízt af öllu til að ,,vernda“ okkur. Yfirleitt má finna það að menn era mjög svo uggandi um efndirnar á loforðum ríkis- stjórnarinnar um brottför hers- ins, þar sem nú eru að verða síðustu forvöð að standa við fyrirheit á þessu kjörtímabili — það verður að gerast þegar í haust því uppsagnarfrestur- inn er 18 mánuðir. En það verð- ur auðsjáanlega ekki gert nema ríkisstjórnin finni þunga almenningsálitsins hvíla á sér. Þess vegna hefur það mikla þýðingu sem gert var í álykt- un hins ágæta fundar á Akur- eyri, að skora á verkalýðssam- tökin og önnur félagssamtök Eimskip kynnir málstað Islend- inga erlendis Eimskipafélag fslands h.f. hef- Ur nýlega sent öllum umboðs- mönnum sínum erlendis bækling ríkisstjómarinnar um íslenzku fiksveiðiiögsöguna, ásamt bréfi þar sem málstaður íslendinga er frekar skýrður og umboðs- mennirnir beðnir um að kynna sér hann og ef kostur er vekja athygli annarra, opinberra aðjla, almennings og blaða, á honum. Þess skal getið, að umboðsmenn Eimskiþafélagsins erlendis eru nú nær 200 talsins, flestir að sjálfsögðu í Evrópu, einkum í Danmörku, Bretlandi, Noregi, Þýzkalandi og Belgíu, en einnig í Norður- og Suður-Ameríku, Af- ríku og Asíu. Jónas Arnason að taka án tafar hernámsmál- in til umræðu og gera svo snarpa hrið að ríkisstjórninni að hún dirfist ekki að svíkja ]and. fyrirheit sín lengur. En til þess þarf skjótar aðgerðir, því þing kemur saman eftir hálfan mán- uð. — Ætlið þið að halda fleiri fundi á næstunni? — Já, ætlunin er að efna til funda á Vestfjörðum nú um helgina. Einnig vinnum við nú að því að bjóða hingað til lands heimskunnum forustu- mönnum úr friðarhreyfingunni til fyrirlestrahalds, til þess að opna augu þjóðarinnar fyrir nauðsyn þess að við skipum okkur í sveit hlutlausra ríkja á ný og vinnum þannig að friði í heiminum, eflum öryggi annarra um leið og við treyst- um öryggi okkar eftir megni. — Hvernig farið þið að því að standast kostnað af þessari starf semi ? — Einfaldlega þannig að við göngum milli manna og söfnum peningum. Okkur hefur orðið ágætlega ágengt, og það er enn eitt merki þess hvern hug al- menningur ber til þessarar við- leitni. Alstaðar þar sem við höfum komið hefur verið tekið ein- staklega vel á móti okkur; við höfum yfirleitt ekki þurft að greiða fæði eða húsnæði. Þá hafa einstakir menn lagt fram mikið og fórnfúst starf, og vil ég sérstaklega nefna séra Rögnvald Finnbogason í Bjarnarnesi, sem lagði til bíl sinn og ók sjálfur í öllu ferða- laginu um Austur- og Norður- Starfsfólk hiunar nýju kjörbúðar KRON, talið frá vinstri: Jónína Eiríksdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Jónas Jóhanns- son, Jón Helgason, Dóra Magnúsdóttir og Lovísa Eyþórsdóttir. F0aribær iðja að berja iteininn11 Vísir kreíst aðildar Kína að SÞ og gagn- rýnir framferði Bandaríkjanna harðlega í gær — daginn eftir aö fulltrúar íslands á þingi S.Þ. urðu sér enn til minnkunar meö því aö sitja hjá um aöild Kína aö alþjóðasamtökunum — birti Vísir mjög afdráttarlausan leiðara, þar sem hann gagnrýnir harölega framferði Bandaríkjanna á Formósusundi og krefst þess aö stjórnin í Peking fái aöild aö Sameinuðu þjóðunum. Lýðræðishugsjón íslendinga og jafnréttiskennd vekja athygli segir Ermoshin ambassador Sovétríkjanna sem nú hefur tekið við öðrum störfum Ambassador Sovétríkjanna, Pavel K. Ermoshin, og kona hans eru nú farin frá íslandi, en Ermoshin amb- assador hefur veriö kvaddur til starfa í utanríkisráöu- neyti Sovétríkjanna, Ermoshin sendiherra og kona hans hafa dvalizt hér á landi siðan í apríl 1954, og á þeim tíma hafa þau eignazt marga vini hér. Ermoshin sendiherra hefur einnig átt ríkan þátt í því hver vinsamleg samskipti ís- lands og Sovétríkjanna hafa auk- izt á undanförnum árum, bæði menningartengsl og verzlunar- viðskipti. í stuttu viðtali sem Þjóðviljinn átti við Ermoshin, áður en þau hjón fóru, sagði hann að þeim hefði fallið mjög vel að dveljast hér á landi. Um- fram allt féll mér vel við fslend- inga sjálfa, sagði hann, alúðlega framkomu þeirra og einlægni. Það hefur vakið sérstaka athygli okkar hversu rótgróin lýðræðis- hugsjónin er og hversu sjálfsagt jafnrétti allra manna þykir á íslandi. Við höfum átt þess kost að ferðast um landið, og ýmsir stað- Jr munu aldrei líða okkur Ur minni, t d. Mývatn; náftúrufeg- urðin þar og hin djúpa þögn höfðu rík áhrif á mig, það var eins og að heimsækja ósnortið land, áður en mannkynið kom til sögunnar. Eg vil gjarnan biðja Þjóðvilj ann að skila kveðjum okkar hjóna til allra vina okkar hér á landi og þakka þeim hin beztu samskipti. Það er fullvíst að við munum ævinlega minnast dval- ar okkar hér með ánægju, og hvar sem við eigum eftir að dveljast munum við kappkosta að halda tengslum við vini okk- ar á íslandi. Eftirmaður Ermoshins verður A. M Alexandroff. Hefur hann starfað í utanríkisþjónustu Sov- étríkjanna í Búlgaríu, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Mun hann væntanlegur upp úr mánaða- mótunum. Vísir segir að það láti ,,hlá- lega í eyrum“ að fjölmennasta þjóð heims skuli ekki eiga aðild að SÞ, bendir á að Bretar og Norðurlönd (nema ísland) líti svo á „að ekki hafi verið stætt á öðru en viðurkenna kinversku stjórnina, hvort sem þeim lík- aði betur eða verr. Og er nokk- uð annað að gera?“ Niðurlagið á leiðara Vísis er orðrétt á þessa leið: „Rök Mr. Dulles eru meðal annars þau, að hefta beri út- breiðslu kommúnismans í Asíu, og til þess sé það ráð vænlegast að berja höfðinu við steininn og viðurkenna ekki Pekingstjórn- ina. Þá sé kínverska stjórnin of- beldisstjórn, seni engan rétt eigi á sér þess vegna. Vitaskuld er það rétt, að það er óskemmtileg tilhugsun, að fjölmennasta þjóð heimsins sé undir stjórn komm- únista. En eins og málum er hátt- ar í heiminum, er ógerlegt að neita .að viðurkenna tilteknar rík- isstjórnir fyrir þá sök eina, að þær séu komúnistískar. Væri það rétt, yrði líka að afturkalla viðurkenningu á Sovétstjórninni og ríkisstjórnum Austur-Evrópu- þjóðanna, og það myndi tæpast gerlegt, ekki sízt þegar þess er gætt, að Sovétríkin voru meðal stofnenda Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna hefur flestum Vestur-Evrópumönnum þótt sýnt, að finna þurfi einhvern mögu- leika á því að halda áfram að vera til í nábýli kommúnista- ríkjanna, finna einhvern „modus vivendi", eins og það er kallað á alþjóðamáli. Þess vegna hlýtur að reka að því, iað Kína verði viðurkennt sem aðili að Sam- einuðu þjóðunum, þótt ekki væri nema fyrir þá sök, að auð- veldara væri að semja við það ríki um ýms mál, til dæmis Formósumálið, innan vébanda Sameinuðu þjóðanna, þá mætti jafnframt fella niður hið til- breytingarsnauða og heimsku lega tal fallbyssnanna á Form- ósusundi. Það er vægast sagt óþolandi fyr- ir alla hugsandi menn í heiminum, að stjórn Sjang-kai-séks á Form- ósu, skuli leyfa sér að lýsa hafn- banni á fjölmennasta ríki heims og halda fyrir því eyjum undan ströndinni, sem óumdellanlega eru kínverskar. Þetta hljóta Is- lendingar að hafa góð skilyrði til þess að skilja. Sé það rétt, að vér eigum tólf mína land- helgi, talið frá eyjum og annesj- um, hlýtur það að vera jafnrétt. að Kínverjar eigi Quemoy og Matsú. í bili sýnist ekki önnur lausn vænlegri á deilunni á Formósusundi en að Mr. Dulles tjái Sjang-kaisék, að hann flytji þegar í stað herafla sinn frá eyjum þessum, sem hann á eng- an rétt á, og létti þar með af heiminum þeim ugg, sem nú grúfir yfir vegna yfirvofandi stríðshættu. Þá ætti Mr. Dulles að beita sér fyrir því, að Kína fengi að- ild að Sameinuðu þjóðunum, og taka í því máli sömu aðstöðu og Bretar, Danir, Norðmenn og Svíar; svo að einhverjar þjóðir séu nefndar, sem telja það óarð- bæra iðju að berja höfðinu vi5 steininn.“ Minningarathöfn Jarðneskar leifar Torgeirg Anderssen-Rysst verða fluttár frá íslandi til Noregs með ís- lenzkri flugvél í fyrramálið. Utanríkisráðuneytið, fyrir hönd. ríkisstjórnar Islands, sér uni minningarathöfn, sem haldin verður á flugvellinum. Verður fyrst sungið sálmalag, síðan flytur séra Bjarni Jónsson vígslubiskup minningarræðu og loks verða sungnir þjóðAngvar Islands og Noregs. Athöfnin fer fram við flugskýli Flug- félags íslands. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.