Þjóðviljinn - 26.09.1958, Blaðsíða 12
Friðrik Ólafsson kom heim
í gœr effir frœkiiego för
— Hefur verið ákveðið, hvar
og hvenær kandidatamótið verð-
ur haldjð?
— t>að hefur ekki verið ákveð-
Hlaut bæði stórmeistaranaínbót og rétt til ið eIlii senniiega verður það
þátttöku í næsta kandidatamóti ?™ *yii“ ?
r sumar. Til grema koma aðallega
tvö lönd til þess að halda það,
Júgóslavía og ísland.
I gær kom Friðrik Ólafsson skákmeistari heim eftir
þriggja mánaða keppnisför erlendis, en hann tefldi fyrst
á heimsmeistaramóti stúdenta og síðan á millisvæða-
mótinu í Portoros. Og úr þessari för kemur hann ekki
tómhentur, því að hann hefur bæði hlotið stórmeistara-
nafnbót og öðlazt rétt til þátttöku í næsta kandidata-
móti.
Þótt Friðrik hafi áður gert
marga góða för á skákmót er-
iendis, er þessi tvímælalaust
hans frækilegas'ta, enda þyrptust
fréttamenn blaða og útvarps á
heimili hans, strax og fréttist
um komu hans.
•—- Ertu ekki ánægður með ár-
angur þinn í Portoros? var
fyrsta spurningin, sem frétta-
maður Þjóðviljans lagði fyrir
Friðrik
•— Jú, ég er það.
— Áttirðu von á því fyrir
mó'tið, að þú myndir ná svona
góðum árangri?
Ja, ég vonaði, að með
heppni gæti ég slampazt á að ná
rétti til þátttöku í kandidata-
mótinu, en það er alltaf þezt að
vonast ekki eftir of miklu.
Er þetta ekki erfiðasta mót,
sem þú hefur tekið þátt í?
— Jú, sterkasta og erfiðasta.
Eg hef að vísu áður tekið þátt í
ems fjölmennu móti, en ekki
jafn sterku. Og t d. mótið í
Dallas tók mikiu skemmri tíma,
þótt keppendur þar væru sterkir.
— Hvernig var aðbúnaðurinn
og mótstjórnin?
— Aðbúnaðurinn var góður
og skipulag mótsins allt mjög til
fyrirmyndar.
— Hvað telur þú, að hafi kom-
ið mest á óvart á mótinu?
—■ Árangur Fischers. Það var
að vísu vitað, að hann væri góð-
ur skákmaður, en að hann væri
orðinn svona geysisterkur bjóst
enginn við. Annars kom röð
efstu mannanna ekki mjög á
óvart, það er þá helzt að Bron-
stein skyldi ekki komast upp.
En þegar keppendurnir eru
svona jafnsterkir ræður tilvilj-
unin miklu og það, hver er
sterkastur á taugum.
— Var ekki spenningurinn
mikill síðast á mótinu?
— Jú, sérstaklega fyrir síð-
ustu umferð, það 'gat.,svo margt
gerzt.
• — Það hefur verið nokkuð
talað um það hér heima, að þú
náðir betri árangri gegn sterk-
ari mönnunum. Hvað viltu segja
um það?
— Já, það er greinilegt. Eg
hef hugsað mikið um orsakir
þess og veit ekki fyrir víst
hverjar þær eru. Kannski hef ég
farið of geyst í sakirnar gegn
veikari mönnunum.
— Hvernig segir þér hugur
um kandidatamótið?
— Eg get ekki spáð neinu um
sæti, en ég reyni að gera mitt
bezta, hvað langt sem það nær.
Fulltrúar bif-
vélavirkja
Félag bifvélavirkja kaus full-
trúa sína á Alþýðusambands-
þing í gærkvöld. Kjörnir voru
Árni Jóhannesson og Sigur-
gestur Guðjónsson og til vara
Pétui* Guðjónsson og Kolbeinn
Guðnason.
— Hvort mundi þér þykja
betra, að mótið yrði haldið hér
heima eða erlendis?
— Eg er ekki búinn að gera
það upp við mig. Það hefur
Annars eru þessir „stóru“ skák- marga galla að tefla hér heima,
menn ekki eins sterkir og maður en líka sína kosti. Annars yrðu
hefur haldið. I Framhald á 5. síðu.
Föstudagur 26. september 1958 — 23. árgangur — 217. tbL
' *;(»-*•• • í >>
Bókmensifakynnlng Máls
oo nienni
Minnzt verður hundrað ára aímælis Þor-
steins Erlingssonar skálds !
Bókmenntakynning Máls og menningar í lrundraö ára
minningn Þorsteins skálds Erlingssonar veröur í kvöld
í Gamla bíói og hefst kl. 9.
Friðrik Úlafsson á heimili íýnu í gær ásamt foreldrum sínum
Sigríði Simonardóttur og Ólafi Friðrikssyni.
Bókmenntakynningin hefst
með því að Jóhannes úr Kötl-
um flytur erindi um Þorstein,
síðan les Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir leikkona upp . úr 1 jóðum
skáldsins, barnakór undir
stjórn Guðrúnar Pálsdóttur
söngkennara syngur lög við
barnakvæði Þorsteins Erlings-
sonar, Gísli Halldórsson leikari
les upp úr bók Bjarna Bene-
diktssonar f!rá Hofteigi um
skáldið, þá syngur Sigurður
Björnsson lög við ljóð Þor-
steins og að lokum les Þor-
steinn Ö. Stephensen leikari
upp úr Ijóðum skáldsins.
flBarnakórinn, sem syngur í
Gamla bíói í kvöld, er skipaður
8—11 ára gömlum bömum úr
Melaskólanum. Sigurður
Björnsson, sem syngur einsöng
er taíinn einn af efnilegustu
Sprengingar í
skipunt á Kýpur
Sprengingar urðu í fyrradag í
skipum í höfnum Famagusta og
Paphos á Kýpur. Ekkert mann-
• tjón varð.
söngvurum hér á landi. Hann
hefur áður komið nokkrum
sinnum fram á söngskemmt-
unum og við ýms tækifæri,
m.a. sungið með Karlakór
Reykjavíkur og einnig farið
Þorsteinn Erlingsson:
með hlutverk í Pilti og stúlku
i Þjóðleikhusinu. Sigurður hef-
ur síðustu tvö árin verið við
söngnám í Þýzkalandi, hjá hin-
um heimsfræga söngvara Ger-
hard Hiiss.
Bretar bjóðast nú til að skjóta land-
helgismálinu fyrir Haagdómstólinn(!)
Eftir aS þeir hafa hrotiS rétt á Islendingum og beitt
þá ofbeldi og vopnavaldi vikum saman
Selwyn Lloyd, utanríkisráöherra Breta, nefndi land-1
helgisdeiluna í ræöu sem hann flutti í almennri um-
ræðu allsherjarþings Sameinuöu þjóöanna í New York í
gær. Hann lagði þar til a'ö.málinu yröi nú skotiö til
alþjóðadómstólsins í Haag og skyldi hann látinn skera
úr því hvort íslendingar hefðu haft rétt til þess aö
stækka landhelgina, — en hins vegar minntist ráö-
herrann ekki einu orði á aö dómstóllinn yrði látinn fjalla
um ofbeldisverk og yfirgang Breta hér viö land.
Nichol flotaforingi, hermála-
fréttaritari brezka útvarpsins,
skýrði í gær frá ummælum
Lloyds utanr.ikisráðherra um
landhelgismálið. Hann sagði að
Bretar hefðu einir allra þjóða
haldið fast við þá almennu
grundvallarreglu að engin þjóð
geti einhliða stækkað land-
helgi sína, enda þótt margar
þjóðir hefðu lýst sig andvíg-
ar ákvörðun íslendinga. Engu
ríki sé heimilt að brjóta gerða
samninga með einhliða ákvörð-
unum sem brjóti í bága við
alþjóðalög (!).
tBretar hefðu einnig haft for-
göngu um að fá fslendinga til
samningagerðar og hefðu gert
til þess ítrekaðar tilraunir og
Lloyd lagði áherzlu á að Bret-
ar hefðu jafnan viðurkennt sér-
stöðu fslendinga sem væru svo
mjög háðir fiskveiðum. Þeir
hefðu einnig ævinlega verið
reiðubúnir til samninga um
verndun fiskstofnsins við Is-
land. (Sbr. löndunarbannið sem
þeir settu á íslenzkan fisk
þegar uppeldisstöðvunum í
Faxaflóa var lokað fyrir tpg-
urum.)
Lloyd minntist á yfirlýsingu
brezku stjórnarinnar 1. sept-
ember s.l. þar sem hún gerði
grein fyrir tilboðum þeim sem
hún hefði gert íslendingum, en
þa.u tilboð hefðu „tryggt fs-
lendingum ríflegan (!) hluta
alls fiskafla á ölluni miðunum
við stendur fslands“.
Ágreiningurinn er allur um
það, sagði Lloyd, hvað fslend-
ingum sé heimilt að gera lög-
um samkvæmt. Bretland og
önnur ríki eru andvíg því að
nokkurt ríki eigni sér. einu
réttindi sem allir hafa áður
haft. En byggi íslendingar
Framhald á 11. síðu.
Er í ráði að Tröllafoss flytj
sprengjur iyrir herinn
Þjcðviljinn fréttí í gær að
í bígerð væri að Tröllafoss
tæki sprengjuíarm fyrir her-
námsliðið liér, sem sökltva
ætti í sjó einhversstaðar á
liai'i útí. Fréttámaður snéri
sér þá fyrst til Ehnskipafé-
lagsins og var honum tjáð
að þetta hafi komið til orða
og verið athugað en síðan
verið liætfc við það.
„Varnannáladeildin“ kvaðst
ekkert vita nm jietta nieð
vissu — a.m.k. væri málið
ekki komið á það stig að á-
stæða væri að gefa blöðun-
um neinar upplýsingar. Sjó-
mannafélag Reykjavíkur, sein
mun hafa haff pata af þessu,
hafðj snúið sér tii Dagsbrún-
ar og spurzt fyrir um það
hvað sjómönnum, sem kæmu
til með að vinna við að kasta
sprengjufarminum útbyrðis,
bæri að hafa í áhættuþókn-
un.
Eins og af framangreindu
má sjá, jiá liefur hernámsliðið
í hy.ggju að losa sig við eitfc-
hvað af liergagnabirgðum
a'num (skotfæri munu víst
ekki þola langa geymslu) og
þá auðvitað reynt að fá js-
len/.ka sjómenn til að taka
á sig áliættuna við að koma
þeim í sjóinn, enda þót.t þeir
hafi hér sérstök skip i för-
um í sína þágu.