Þjóðviljinn - 29.10.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.10.1958, Blaðsíða 7
— Miðvikudagur 29. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Lelkfélag Beykjavikur | Allir synir mínir ettir Athur Miller Leikstjóri: Gísli Halldórsson Það mun sízt ofmælt að flutningur Leikfélags Reykja- vikur á „Öllum sonum mín- um“, hinum átakanlega og mátt- uga sjónleik Arthurs Miilers, sé mikill og minnisverður sig- ur, gleðilegur vottur um sókn- arhug og markvissa listræna viðleitni þeirra sem starfa í leikhúsinu gamla við Tjöm- ina. Og gestirnir sýndu að þeir kunna gott að meta, lófaklapp- ið var langvinnt og samtaka, hrifningin óskipt og innileg. Það voru „Allir synir mínir“ sem fyrst gerðu Arthur Miller frægan um heiminn, áður var mafn hans óþekkt austan hafs- ins. Að baki hinnar skyndilegu frægðar lágu mörg ár þreng- inga, náms og margvísiegrar reynslu, en lærifaðir Millers var Henrik Ibsen öðrum fram- ar, enda ber bygging þessa leiks auðþekkt ættarmót hins norska stórskálds. Þegar tjald- inu er lyft skín sól í heiði yfir laufgaðan friðsælan garð að húsabaki, allt virðist leika í lyndi. En áður en varir dregur bliku á loft, blæjum er svipt af fortíð fólksins sem þarna býr, við kynnumst smám sam- an meinlegum örlögum, leynd- um afbrotum, sekt og sálar- kvölum; loks dynur refsingin yfir, hörð og óumflýjanleg. Og vandamál samtímans kryfur Miller til mergjar að hætti meistara síns, hið einarða skáld hefur jafnan kennt til í storm- um sinna tíða. Ádeila hans béinist að þessu sinni að stríðs- gróðamönnunum — á meðan hermennirnir láta lífið fjarri ættjörð og vinum sitja þeir heima og maka krókinn í erg og gríð, græða á múgmorðum Anna (Helga Bachmann) og hörmungum ófriðarins; dauði eins er dollar annars. Striðsgróðamaðurinn í leikn- um heitir Joe Keller og á litla verksmiðju, hversdagsgæfur maður, umhyggjusamur heim- ilisfaðir og góður borgari, en fégjarn og skilningslaus á ann- arra hagi; hann kýs heldur að seija sprungna flugvélahluti en verða af gróðanum. Með glæpsamlegu skeytingarleysi sínu veldur hann dauða fjöl- margra flugmanna, en tekst að forða sér undan hegningu með því að koma sökinni á meðeig- anda sinn; hinn ístöðulitli fé- lagi hans er dæmdur í fjögurra ára tukthús og ber þess aldrei bætur. Joe Keller hylur eigin- girni sina og hugleysi un«lir skikkju föðurástari*iar, telur sér trú um að hann verði að búa í haginn fyrir syni sína Joe Keller og leikbróðir hans Brynjólfur Jóhannesson og Ásgeir Friðsteinsson <$>■ hvað sem það kosti — það er lífslygi hans. En við lifum í mannlegu samfélagi, öll berum við ábyrgð á heiminum fyrir utan, á æskunni sem er að vaxa upp í landinu. Fánýt er ein- strengingsleg barátta fyrir hags- munum heimilis og bama og ekki annað en dulbúin sín- gimi, og glæpsamleg ef hún er öðrum til tjóns. „Þeir voru allir synir mínir“ segir Joe Keller að lokum þegar blekk- ingarskýlunni er svift frá aug- um hans óvænt og harkalega, en þá er allt um seinan, sund- in lokuð og sjálfsmorðið eina úrræði hans. — Arthur Miller er sem endranær boðberi fé- lagshyggju og sannrar mann- ástai-, orð hans varða okkur öll. Harmleikur hans bregður Ijósi á mikil víðerni, beinir huganum að innstu orsökum þeirra blóðsúthellinga og ógna sem flekkað hafa feril mann- kynsins frá því í árdaga, Stjórnandi leiksins Gísli Halldórsson hlaut almennt lof fyrir „Browningþýðinguna“ eigi alls fyrir löngu og mjög að verðleikum, og eykur mjög orðstír sinn með þessari á- hrifamiklu, fallegu og gagn- vönduðu sýningu. Einbeittni hans, glögg heildarsýn og skilningur á hverju atriði hafa ekki jafnmiklu orkað öðm sinni, hann lætur sér ekki nægja neitt hálft eða skert, neytir til hins ýtfrasta krafta þeirra og fánga sem hann á yfir að ráða; svo vel njóta leik- endurnir sín undir myndugri stjóx-n hans að ýmsir þeirra hafa aldx'ei leikið jafnvel eða betur. Hér er slegið á marga atre^igi, stundum leikið öxv veikt, stundum mjög sterkt, kyrrð og stormar skiptast á; en við heyiaim ekki hjáróma rödd, ekki svikinn tón. Raunsæjar lýsingar skáldsins verða þróttmiklar og sannfær- andi í höndúm leikstjóra og leikenda, við trúum til fulls því sem við sjáum og heyrum á sviðinu,vandkvæði þessa fólks ganga okkur nærri hjarta. Sviðsmynd Magnúsar Pálsson- ar á ólitinn þátt í sigrinum, enda eitt af beztu verkum hins snjalla málara. Við finn- um ekki til þess að sviðið er naumt á alla vegu, Magnúsi tekst að koma bar fyrir tveggja hæða húsi, skuggasælum lauf- skála og hávöxnum trjám; garðurinn er þröngur eins og sjónarmið Kellerhjónanna, tákni-ænn fyrir líf hinnar ham- ingjusnauðu fjölskyídu. Þýðing Jóns Óskars skálds er mjög ná- kvæm og rituð á góðu máli. Auðug og alkunn sköpunar- gáfa Brynjólfs Jóhannessonar nýtur sín til hlítar í stói'brotnu og kröfuhörðu hlutverki Joe Kellers, túlkun hans er fersk og ný, sannfæi’andi og Ijóslif- andi í hverju atriði. Hann er mjög amerískur í útliti og framgöngu og ber greinilegt mót þess manns sem litla sem enga menntun hefur hlotið en hafizt til vegs af eigin ramm- leik, hvítur fyrir hærum, á- sjónan rist djúpum rúnum, geðslegur og gamansamur ná- ungi. Brynjólfur lýsir meistara- lega hans ytra manni, en ekki síður því sem inni fyrir býr •— kátina Joe Kellers er ekki annað en gríma, hann fel- Anna og Georg (Helga Bach- mann og Guðmundur Pálsson) ur séktarkennd og örvæntingu undir glaðværu og viðfeldnu yfirborði. Hann er sifellt á varðbergi og hugui’inn eins og opin kvika, en óbilgjarn og ó- snnngjarn þegar því er að skipta. Örlög þessa óhappa- manns speglast jafnan i ásjónu leikarans, hreyfingum og orð- um, brenna sig inn í hugskot á- horfenda: sannmannleg túlkun, margslungin og rik að blæ- brigðum. Þróttmikíll og heilsteyptur leikur Iíelgu Valtýsdóttur mun engum á óvart koma, hún hef- ur áður lýst taugaveikluðum og móðursjúkum konum með sér- stökum ágætum. Frú Keller lætur sig sök eða sakleysi litlu varða, synirnir og heimilið er henni eitt og allt. Hún missti annan sona sinna í stríðinu og er síðan vart með réttu ráði, Hlý bók um kalda staði Pálmi Ilannesson: Frá ó- byggðum. Ferðasögur og landlýsingar. — 325 blað- síðuri — Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1958. Síðara bindið af útgáfu Menn- ingarsjóðs á ritgerðum Pálma Hannessonar skiptist i tvo meginkafla. Hinn fyrri, sem er miklu meiri, nefnist Frá ó- byggðum; og er heiti bókarinn- ar þangað sótt. Hinn seinni kallast Úr dagbókum, og fjalla þeir þættir einnig um óbyggð- ir. Jón Eyþórsson veðurfræð- jngur hefur búið þá til prent- unar, en allar ritgerðir fyrri meginkaflans hafa áður birzt á prentj. í dagbókarþáttunum segir frá ferð í Heljargjá og Botnaver, flugferð að Græna- lóni og annarri að Hagavatni, frá Skeiðarárhlaupinu 1945, og loks eru kaflar úr minn- isblöðum um Heklugos. í fyrrihlutanum eru ýtarlegar fi’ásagnir og lýsingar af Arn- arvatnsheiði, Kili og Eyvindar- staðaheiði; þá er sagt frá ferð í Vonarskai'ð, iöng ferðasaga frá Brúaröi'æfum, lýsing á Fjallabaksvegi nyi'ðri, tvær litlar gi'einar: Leiðin upp í Botnaver og Umgengni ferða- manna — og loks væn ritgerð um Boi'garfjarðarhérað, land- fræðilegt yfirlit og jarðfræði- leg sköpunarsága. Bókin er að meginefni landa- fræði og jarðfræði. Ritgerðirn- ar eru samdar með það fyrir augum, að lesandinn viti síðan sem ljósust deili á stöðum og sköpun þeirra land- svæða sem fjailað er um. Pálmi gerði fyrstur manna ýmsar þær vísindalegu athug- anir, sem héf eru greindar; og Pálmi Hannesson munu þær hafa varanlegt gildi. í annan tíma tekur hann okkur við hönd sér, leiðir okkur um öræfin, kennir okkur nöfn fjallanna, bregður upp mynd- um af hamförum náttúruafl- anna, segir okkur af upptökum fljótanna og vatnsmagni ánna. En Pálmi er ekki aðeins fjölvis trúix- þvi statt og stöðugt að hann sé enn á lifi og heimtar að allir aðrir beygi sig fyrir sjúkri ímyndun hennar og þrá- byggju. í meðförum Helgu er frú Kellsr virðuleg kona, svipmikil og móðurleg, hún lýs- ir af jafnmiklu innsæi djúpri sorg hennar, umhyggju fyrir sifjaliði og vinum, óhugnanlegu hamsleysi og sturlun; sár þján- ing hennar er áhrifamikil og átakanleg i túlkun hinnar mik- ilhæfu leikkonu. Hlutur sonarins er ekki síður mikilsverður o" vandasamur, en Cnris Kel’er er vel borgið í öruggum höndum Jóns Sigur- björnssonar, Chris togast milli tveggja skauta, sonarskyldunn- ar og heiðarleikans, hann er einlægur hugsjónamaður, þráir sannara iif og auðugra, hann hefur óljósan grun um að ekki sé allt með felldu en vill ekki bregðast föður sínum. Jón lýsir vandkvæðum hans af miklum innileik og rikri samúð og skilningi, hann er maður drengi- legur og karlmannlegur, en hik- ■i r andi og vúðkvæmur í lund, mjög geðfeTdur í sjón og raun. Túlkun hans er þróttmikil og lifandi, fullkomlega látlaus og gersneydd al'ri tilgerð og leik- brögðum, hrein og bein. Chris Keller er vafalaust rnesta af- rek Jóns fram að þessu, fhiri munu á eftir koma. Anna dóttir hins sakfellda meðeiganda var unnusta son- arins sem fórst, nú lofast liún þeim sem eftir lifir; liún er einnig stödd í mik'um vanda. Helga Bachmann skipar torfyllt Framhald á 11. síðu. landfræðingur og glöggskyggm jarðfræðingur; hann er líka skáld. Og þessvegna reynir hann ævinlega að hafa fossa- hljóð í landafræði sinni: skapa fegurð í lýsingum sinum, gæða náttúruna lífi — ógn og yndi. Hann er rithöfundur; og fyrir þá sök verður ýtarleg leiðar- lýsing á Fjallabaksvegi lifandi ferðalag, persónuleg reynsla. í ritgerðinni um Brúaröræfi seg- ir hann á einum stað: „Héldum við því hestunum til gangs og nutum ferðariimar. Nú var nótt lægst, og blátt rökkur grúfði yfir öræfunum eftir heilan dag. En í austri yfir hulu húmsins lýsti tindur Snæfells likt og draumamynd, lýsti í annarleg- um Ijóma við silkibláan h:m- in, stráðan fáeinum stjörm-m. Hestamir töltu, og blærinn 1 ák í fangi. Á slíkum stundum óska menn einskis framar og fyllast fögnuði yfir því að hafa fæðzt á þessu landi“. Bókin fly-ur mikla hlutlæga fræðslu; en hún sýnir einnig margsinnis inn í hugskot höfundarins' — hvort sem hann hrifst af yndi náttúrunnar eða undrast < gn hennar. En i ritmennsku hens er það mest um vert að hann snertir aldrei svo við nokl ru efr^, að lesandanum sé það ekki kærara eftir en áður. Pálmi Hannesson fóstrar les- anda sinn við hugarhlýju. í bókinni eru tuttugu myndir úr öræfaferðum höfundarins, svo og nokkrar teikningar til skýringar texta. Hún er einnig að öðrti leyti vel úr garði gerð og útgáfunni til sóma. Þetta er að heita Menningar- sjóður og vera það. B. B. •V 'T*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.