Þjóðviljinn - 18.11.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.11.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. nóvember '1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Atlanzhafsbandalagid hefur ekki getað verndað okkur fyrir sjálfu sér ur fyrir árás af há!fu eins helzta forusturíkis þess marg- nefnda bandalags. Sem sagt, Atlanzhafsbanda- lagið hefur ekki einu sinni get- að verndað okkur fyrir sjálfu sér, — hvað þá meira. Góðir áheyrendur. Eg hef fyrirhitt menn, fleiri en tvo og fleiri en þrjá, sem vilja í alvöru halda því fram, að við íslendingar e-igum aldrei um aðra leið að velja, en samn- ingsleiðina gagnvart stórveld- unum, vegria þess hve við sé- um fáir og smáir, aðeins 160 þúsundir, eða eins og íbúar einnar meðalgötu í Lundúnum eða New York. Og vegna smæð- ar okkar verðum við að taka fegins hendi við því sem að okkur sé rétt, en mögl sé sama og sjálfsmorð og sjálfsákvörð- un sama og fíflalæti. Og þessu er haldið fram, að- eins og einvörðungu af þeim mönnum sem alltaf sjá sólina í vestri og virðast trúa á nótt- lausa Natóveröld undir náð og miskunnsemi Dullesar og doll- arans. En á hvað trúa þessir menn? Hvar er traustið? Hvar er sanngirnin, göfuglyndið og góðmennskan? Fyrir hvað höf- um við að þakka, og hvar eig- um við að leita halds og trausts, ef þessir margrómuðu vinir vorir, segjum Bandarík- in, sem hafa troðið her inn í land okkar, — eða Bretaveldi, sem hefur sent flota sinn, grá- an fyrir járnum til að berjast við okkur upp á líf og dauða, ef þessir aðilar, og forustu- og flaggríki hins vestræna banda- lags, Atlanzhafsbandaiagsins, taka af okkur öll gögn og gæði, hvort sem við játum eða neit- um? Um hvað er þá að semja? Já, allt talið um góðvildina og drengskapinn í þessu tilliti er lygi, og allt skrafið um ,,vemdina“ sem okkur verður auðsýnd, er blekking. „Svo langt kemst mannúð manna, sem matarvonin nær“, sagði Örn Arnarson. Góðvild og- drengskapur Bretans kemst jafn nærri okkur og þorskur- inn, sem þeir fá að veiða ó- áreittir upp við íslenzka land- steina. Ameríka verndar okkur fyrir óvinum, sem ekki eru til, en „víeí" okkar, sem herja á ís- landsmiíum sér hún ekki, — og þegar brezk herskip ösla inn á leguna í Keflavík, svo að segja upp í nefið á Nató- „verndurunum“ og svívirða landhelgi og lögsögu íslands, þá blindast allar byssur og rat- sjár á Keflavíkurflugvelli, og allur Herinn horfir í aðra átt sennilega á hraunið á Reykja- nesi, sem brann í upphafi og brann aftur í sumar til dýrð- ar Dullesi. Hefði 'þeini gengið betur að koma auga á Rússa í sömu fjarJægð? Eða sjá ratsjár Atl- anzhafsþandalagsins ekkert nema Rússa? Hér eftir höfum við rökstuddan grun um það. En þótt við séum fáir. og smáir, þá þurfum við aldrei að segja já við öðru en þvi sem okkur sýnist og er fyrir . beztu. Svo fremi að við ger- um það| höldum við virðingu okkar og heiðri. Vinir okkar jafnt sem andstæðingar geta vitaskuld sagt jú þegar við segjum niei, — en þeir um það. Þedr getá toeitt okkur valdi og tekið það af okkur sem þeim sýnist, og þeir líká um það. Það er annað að verða að þola ofbeldi, en að þiggja það með þökk og auðmýkt. Við höfum ekki annað vopna og viljum ekki hafa en rétt- inn til að lifa og starfa í þessu landi. Látum Bandaríkin hafa Ræðu þessa ílutti Rósberg G. Snædal rit- höfundur á fundi ,Frið- lýsts lands' á Akureyri fyrir nokkru. hér her, ef .þau virða orð okk- ar einskis, en segjum aldrei já. Og látum Breta veiða í land- helgi okkar, með tvö eða þrjú herskip á togara hvern, mánuð- um og árum saman, eða svo lengi, sem brezk drenglund hefur efnj á því, — en segj- um aldrei: „Gerið svo vel“ v$>- Neiið okkar getur orðið sterkt nei. Heimurinn, í austri og vestri, tekur eftir því, hvort við játurn eða neitum. Fólkið, hinn stríðandi og friðelskandi fjöldi í Ameríku, Asíu, Evrópu og Afríku, sem eru bandamenn okkar og neibræður gegn vald- inu, dollaranum og pundinu, tekur undir við okkur. „Sú böðulshönd, sem sem höggið greiðir, hæfir aldrei það sem mest er vert“. Neikvæði okkar leiðir lífsstefnuna til sigurs að lokum, hversu lengi og mjög, sem á hlut okkar er gert, í skjóli valds og vopna stórveld- anna. Það er þessi réttur okk- ar, rétturinn til að segja nei, sem er okkar sverð og skjöld- ur. Á það vil ég sérstaklega benda í þessum örfáu orðum mínum: Bandaríki N-Ameríku hafa hér her og vilja hafa hér her. Nokkrir ófyrirleitnir og skammsýnir stjórnmálamenn sögðu já við því á sínum tíma, og þóttust eiga með það, en við — og allur fjöldinn, höfum aldrei talað það já. Og nú eig- um við að segja nei og segja það oft og lengi, þar til síð- asti dátinn frá Keflavík flýgur vestur um haf. Og það verður. Bretland hefur eitt allra þeirra ríkja, sem fiskveiðar stunda við íslarid, háfið beina styrjöld við okkur Vegna út- færzlu landhelginnar. Allar hinar hafa viðurkennt ótvíræð- an rétt okkar til landgrunnsins, annað hvort með yfirlýsingum eða í verknaði. Það er visulega þyngra á metunúm, en yfir- gangur Breta, og strákslegar hótanir. Við höfum þegar unnið sig- ur í þessu stóra og lífsriáuð- synlega máli, þ.e. að segja, ef við komum fram gagnvart óvini okkar, eins og sæmir okkur sem sjálfstæðri þjóð. Ef við bognum ekki fyfir brezka ljón- inu nú, þá knýjum við það á flótta. Anderson á Eastbourne og allt það lið hrekst til sín heima með fyrirlitningu allra frjálsra manna og íslenzk fjöll munu bergmála okkar nei og hlátur heimsins að baki þeirra. En þetta skeður aðeins, svo framarlega- að við komum fram sem fullvalda og einhuga þjóð, og semjum ekki við ofbeldið. Við höfum ekki byrjað að troða neinar iilsakir við Breta, fremur en aðrar þjóðir, og okk- ur hefur verið sagt, og við nöf- um jafnvel trúað því, að þeir væru okkur vinveittir, enda kaOaðir, af sjálfum sér og sum- um öðrum, „verndarar smá- þjóðanna“. Sá sem ekki er með okkur, hann er á móti okkur, — og Bretland er sannarlega á móti rétti okkar nú. Þess vegna höfum við ekkert' við þá að virða. Við eígum ekki að láta ambassador okkar í London, Akureyringinn dr. Kristin Guðmundsson, sitja veizlur enskra út í London, á sama tima og brezki flotinn beítir ofbeldi við okkar land- gæzlulið og fangar íslenzka þegna. Við eigum að kalla liann heim strax og áttum að vera búrir að gera það fyrir löngn. Við eigum líka að biðja ambassador Bretaveldis bér, að axla sín skinn í flýti og fara heim. Þetta er engin frekja eða dólgslæti af okkar hendi, þetta eru sjálfsagðir hlutjr, diplómat- ískar aðferðir allra annarra þjóða, undir sömu kringum- stæðum, því Bretar fara að okkur með ófriði og eiga í stríði við Islendinga. Á sama degi og Bretar viður- kenna okkar sjálfsagða rétt. sem fullveðja þjóðar erum við aftur vinir þeirra, og óskum að það verði sem fyrst. Við getum enganveginn dæmt vini okkar eða óvini af öðru en verkum þeirra og framkomu í okkar garð. Nú höfum við séð það svart á hvítu, að stjórnendur Stóra- Bretlands og Bandaríkja Norð- ur-Ameríku hafa brugðizt svo hrapalega trausti því, sem sumir íslendingar settu á þessi bandalagsríki okkar. Herliðið í Keflavík, verndararnir, lífvarð- arsveit, sem Ameríka sendi okkur á vegum Atlanzhafs- bandalagsins, hefur ekki getað og ekki reynt til að verja okk- íslendingar frábiðja sér líf- verði, sem sitja á svikráðuni við lif þeirra og rétt. Er nokkur íslendingur á öðru máli? Og því verða íslendingar að segja NEI, mörg og sfiór nei, — og hreinsa með því iand sitt og bjarga lieiðri sín sjálfs. Hreinsa Keflavík, Hvaifjörð, Aðalvík, Langanes, Hornafjörð af her hernaðartækjum, slíta stjóm- máiasambandi við Breta, þar til þeir hafa tekið upp manna- siði í umgengni við okkur, segja ísland úr ölium tengslum við Atlanzbafsbandalagið, þar sem félags- og bandalagsbugtak ckkar nær ékki yfir illsakir og árásir, og því kuiuium við ekki að meta þá „verndaia" scm si'ija á hlut okkar og fara að okkur með vopnuni. íslenzk stjórnarvöld verða hér að segja ákveðið NEI, og þjóðin öll verður að samein- ast í baráttunni fyrir þvi að það NEI VERÐI SAGT. Og þó við séum fámennir, eða ekki fleiri en íbúar eins ögnstrætis í Lundúnum, verður vissulega tekið eftir því, þegar ísland segir NEI við Ameríku og Atlanzhafsbandalagið. Mmningartónleikar um dr. Urbancic í kvöld Dr. Vjctor Urbancic er öllum íslendingum kunnur af list- störfum sínum. Hann helgaði tónmenntalífi íslendinga nærri helming ævi sinnar, enda var Dr. Victor Urbancic hann löngu orðinn íslendingur, þótt, hann væri fæddur i Vín- arborg af júgóslavneskum ætt- um. Fimmtíu og fjögurra ára varð hann, fæddur 9. ágúst 1903, dáinn 4. apríl 1958. Mikil stoð varð hann voru fátæklega tónlistarlífi. Hann flutti hér í fyrsta sinni hin miklu kórverk meistaranna, oratorium og guðspjallaverk. Hann var einn þeirra, sem lögðu grunninn að hinni vax- andj hljómsveit hérlendis. Hann var mikill organleikari og þjón- -aði hinni kaþólsku kirkju hér til dauðadags. Hann leiðbeindi og kenndi og æfði með söngv- urum 02 allskonar tónlistar- fólki. Sem vanur óperustjórn- andi varð hann brautryðjandi fyrir óperuflutning á íslandi og vann oft margra manna verk við undirbúnirig að söngleikja- sýningum Þjóðleikhússins. Urbancic var orðinn kunnur maður erlendis áður en hann fluttist til Islands. Hugur hans hneigðist mjög að tónsmíða- vinnu, en önnur störf hans urðu til þess að skyggja á þá hlið listar hans. Eftir hann liggja mörg verk hinna mis- munandi tegunda, og eru sýn- ishorn þeirra flutt á tónleikum Ferðafélapð Framhald af 3. síðu Reykjavíkur á s.l. hausti og leið- beindu þeir Jón Eyþórsson og Hallgrímur Jónasson þar urn ferðlög. Til þess að unna íslandi þurfa menn að þekkja það Ýmsir fleiri tóku þarna til máls. Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi sýslumaður minnti á að ýmsir beztu inenn félagsins hefðu nú fallið frá, og aðrir væru að gerast gamlir. Því yrði að fá nýja áhugasama menn til að halda uppi landkynningar- starfi og stefnu félagsins og slaka í engu frá því markmiði. Hallgrímur Jónasson kennari sagði m, a.: Til þess að unna ís- lahdi þurfa menn að kynnast því, þékkja það. Að því hefur Ferðafélagið unnið. Þetta furðu- lega og dásamlega land okkar er þannig áð yið þekkjum það aldrei . til fulls, hve oft sem við komum á sama stað, svo mikil er fjölbreytni þess. þessum. Hann öð’.aðist mikinn skilni.ng á íslenzkum þjóðiög- um, safnaði þeim og setti fyr- ir blandaðan söngflokk. Tónskáldafélag Isiands minn- ist þessa félaga sins nú me5 sérstökum tónleikum, og er það í annað skipti, sem félagið minnist látins tónskálds. Fyrir nokkrum árum stjórnaði ein- mitt Dr. Urbancic tdjómleikum félagsins til minningar um Emil Thoroddsen. Tónskáldafélagið þakkar stjórnanda, hljómsveit, söng- flokki, einsöngvurum og ein- ieikurum aðstoð og mikla vinnu að undirbúningi þessara tónleika, sem eru þakklætis- vottur til hins látna fórnfúsa og vinsæla listamanns. jl. Mjög harður árekstur í gær Framhald af 12. síðu. föst. Tveim stórum dísilbíhtm tókst að lokum að draga stræt- isvagninn til, svo umferðar- teppan leystist. Einn lítill drengur, sem var í strætisvagninum, mun hafa skorið sig lítilsháttar við á- reksturinn, en aðra farþega mun ekki hafa sakað. Einn far þega var með ljósakrónu og mun hún hafa brotnað. Farþegarnir munu flestir hafa verið viðbúnir árekstrin- um, en stjórnandi strætisvagns- ins slökkti öll ljós áður en á- reksturinn varð. Veðrið var mjög slæmt, aus- andi rigning' og rok. Lögreglan i Hafnarfirði sagði að stjórnandi fólksbifreiðar- innar hefði komið hið bezta fram og verjð mjög prúður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.