Þjóðviljinn - 21.12.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.12.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 StefánfráHvíta- dal Framhald af 3. síðu. Heil fylking skálda — Það er fjarri því að öll ljóð Stefáns og Davíðs sem ég hef þýtt, séu birt í bókunum sem út hafa komið. Það verður að velja úr. Einnig hef ég verið að þýða eftir mörg önnur íslensk skáld: Tómas, Snorra Hjartar, Jón Helgason, Guðmund Böðvars- son, Jóhannes úr Kötlum, Stein Steinarr. Guðmund Frímann, Sórad.d:;Gtiðmundsson o. fl. — en ekki; þó yngstu skáldin: — og mjög lítið eítir eldri skáldin frá 19. öld; Þau skáld hefur annar Norð- maður þýtt: Hans Hylen. Hann er nú 82ja ára gamall, en gaf út ljóðabók í haust. Hann er ákafur íslaridsvinur og eftir hann kom út safn ljóðaþýðinga eftir íslenzk skáld. Hann hefur m. a. þýtt eftir Bjarna, Jónas, Grím, Matthías, Einar Ben. og mörg fleiri skáld. Nýnorskan eina málið — Nýnoirkan er eina málið sem hægt er að þýða á, þannig að íslenzk Ijóð njóti sín á erlendu máli. Það er að vísu engin sér stök tilfinmng fyrir stuðlasetn- ingu í norsku. Þó hef ég haldið stuðlasetningu í Aðfangadags- kvöldi jóla. Hún kyssti mig er einnig nær fullstuðlað. Þó skoðun manna um mál sé mismunandi j Noregi, þar sem ríkismálin éru tvö, þá meta allir ljóðavinir nýnorsk ljóð, — sum okkar beztu ljóðskálda yrkja á nýnorsku, og er hún óumdeild sem fagurt, blæbrigðarikt og sterkt skáldskaparmál. — Hefði ég þýtt þessi ljóð á ,,bókmálið“ hefðu þau orðið svo „útvötnuð“ smbr. ljóðabýðingar úr íslenzku á dönsku, þó eru þessi mál fyrir sitt leyti góð ritmál. Nýnorskan er ferskt, auðugt og sterkt mál, einmitt þessvegna getur hún varðveitt í þýðingu kjarnan í íslenzkum ljóðum. Bók um Stefán — Og nú hefur þú skrifað bók um Stefá'n? — Já. Til embættisprófs skrif- aði ég yfirlitsritgerð um íslenzka ljóðagerð fiá Bjarpa Thþraren- sen til'Einái? Benediktssonar, að báðum: lúeðíöjdum: Og nú hef ég skrífað ítárlega ritgerð og skilað til Iláskóla íslands, um Stefán frá Hvítadal, lif hans og starf fram að og með Söngvum förumannsins. Þar rek ég áhrif þau sem hann varð fyrir af norskum bókmenntum og þróun hans sem skálds fram að fyrstu bók hans, Ég ætla einnig að skrifa um síðari bækur hans og líf til æviloka, og hef raunar > þegar lokið því að mestu. Ef l>ú ferð til Islands einu sinni.... li — Og hvernig stóð á því að þú fékkst upphaflega áhuga fyr- ir ísiandi og íslenzkum skáldum? — Það var þegar ég var að lesa norsku við háskólann í Osló. Þá varð ég að lesa íslendinga- bók o. fi. gamlar bókmenntir. Séi’staklega hafði ég gaman af Snorraeddu hjá prófessor Önnu Holtsmark, — ög námið verkaði allt þannig að mig langaði til íslánds. Prófessor Magnús Olsen mælti með því að' ég' tfæri hingað, — og ' hann sagði að eí' ég færi ' einu sinni þaiigað þá myndi mig ævihlega lánga tíl íslands aftur! Og þetta hefur reynzt orð að sonnu., Likltga get ég aldrei slit- ið mig héðan — jafnvel þótt ég fíyttist','éitthvað annað. e ld! Þ rjár á þrotum! Metsölubók ársins 1958. Skemmtileg, fróðleg 6. Árnabókin eftir Armann Kr. Einarsson Á þrotum Spennandi unglingabók. Á þrotum IJppseld Á þrotum Metsölubók ársins 1957. 3. prentun fæst enn. Sígild. ÞETTA MERKIÁ AÐ VERA YÐUR TRYGGING FYRIR GÖÐRI OG SKEMMTILE GRI BÓK. Bókaforlag Odds Björnssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.