Þjóðviljinn - 30.12.1958, Page 12
Þingfundum frestað til 5, janúar
Daufleg koma hinnar ný}u rikisstjórnar
þJÓÐVILJINN
Þnðjudagur 30. desember 1958 — 23. árgangiir — 296. tbl.
Fundir voru í gær í báðum deildum Alþingis og sett-
ust nýju ráöherrarnir í stóla sína án nokkurrar viöhafn-
ar. Voru tvö mál afgreidd sem lög á fundum deildanna
1 gær: Bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði og breyt-
ingar á tryggingarlögunum, varðandi hækkun bóta.
Höfðu bæði frumvörpin verið flutt að tilhlutan fyrrver-
andi stjócnar og íóru í gegn ágreiningslaust.
Á fundi neðri deildar kvaddi
Eysteinn Jónsson sér hljóðs ut-
an dagskrár, og minnti á að
venja væri að ný ríkisstjórn
kynnti sig þingheimi og léti
eitthvað uppi um stefnu sína
og lýstu þá oft aðrir flokkar
afstöðu sinni til hennar. Nú
væri brugðið út af þeirri venju,
en hann vildi engu að síður
segja nokkur orð um afstöðu
Framsóknarflokksins. Teldi
flokkurinn miður farið að Emil
Jónsson skyldi ekki hafa reynt
myndun fjögurra flok'ka þjóð-
stjórnar er einbeitti sér að
jausn efnahagsvandamálanna
og þrautreyndi á næsta ári
hvort ekki væri hægt að leysa
kjördæmamálið án þess að
stofna til stórátaka um það.
Forsætisráðherra, Emil Jóns-
son, svaraði og kvaðst hafa
komizt á þá skoðun með við-
ræðum við forystumenn þing-
flokkanna að ekki væri nema
um tvo kosti að velja til
stjómarmyndunar, utanþings-
stjórn eða minnihhvtastjóm.
Hann hefði t&lið að minni-
hlutastjórn, sem hefði meiri-
hluta Alþingis að baki sér, ætti
að hafa meiri möguleika að
koma málum fram en utan-
þingsstjórn. Sér væri það hins
vegar ljóst að núverandi stjórn
væri einungis bráðabirgðastjórn
til þess að freista að leysa
vanda efnahagsmálanna nú um
áramótin og kjördæmamálið
fyrir vorið. Sér hefði orðið
það Ijóst við tilraunimar til
stjómarmyndunarinnar að ein-
mitt kjördæmamálið stæði eins
og fleinn í holdi allra þing-
Rausnarleg gjöf
til Hringsins
Þann 19. desember s. 1. var
fomianni Kvenfélagsins Hrings-
ins afhent stórgjöf til Barna-
spítalasjóðs Hringsins, að upp-
hæð kr. 100.000.00 — Var
gjöf þessi til minningar um
systurnar Sigríði og Ingunni
Þorkelsdætur frá Hamri i Ár-
nessýslu.
Minningargjöf þessi er gefin
af föður systranna, Þorkeli
Þorsteinssyni, Reykjavík, og
sonum hans sex.
Kvenfél. Hringurinn þakkar
þessa stórhöfðinglegu gjöf og
þann skilning og hlýhug í
garð Barnaspítalamálsins, sem
gjöf þessi ber vott um.
Stolin bifreið
fannst á hvolfi
f fyrrakvöld var fólksbifreið-
inni R-552 stolið af bifreiða-
stæðinu við Ttríbólíbíó. Síð-
degis í gær frétti svo rannsókn-
arlögreglan, að bifreiðin hefði
fundizt á hvolfi suður undir
Krisuvík.
flokkanna og yrði að fá á því
máli varanlega lausn ef eðlileg
samvinna flokka á milli ætti
að geta tekizt um lausn ann-
arra brýnna úrlausnarefna.
Eysteinn Jónsson tók aftur
til máls og taldi ólíklegt að
þessi stjórn ætti auðvelt að
koma fram skynsamlegum
lausnum á vanda efnahagsmál-
anna með kosningar rétt fram-
undan og það tvennar kosn-
ingar ef stjórnin kæmi fram
vilja sínum um stjórnarskrár-
breytingu. Sér væri kunnugt
um að tilraun hefði verið gerð
til myndunar fjögurra flokka
stjórnar.
Forsætisráðherra kvaðst ekki
trúa því að óreyndu að flokkar
og þingmenn fengjust ekki til
að taka eðlilfga og ábyrga
afstöðu enda þótt kosningar
væru í nánd. Hann áréttaði
fyrri ummæli þannig, að segja
mætti að ekki hefði verið gerð
formleg tilraun til myndunar
fjögurra flokka þjóðstjórnar.
En fyrir hefði legið alveg af-
dráttarlaus yfirlýsing frá for-
ystumönnum Siálfstæðisflokks-
íns, Ólafi Thórs og Bjarna
Benediktssyni, að flokkur
þeirra myndi ekki taka þátt í
neinni stjórn sem ekki leysti
kjördæmamálið fyrir vorið og
efndi til kosninga í vor, og
hins vegar jafn afdráttarlaus
Minnisbók 1959
Blaðinu hefur borizt Minnis-
bók 1959, sem Fjölvís gefur út
og kom í bókabúðir fyrir jólin.
Eins og í fyrri minnisbókum út-
gáfunnar eru í bók þessarí ýms-
ar handhægar upplýsingar, auk
almanaks 1959. Fremst í bókinni
er t.d. skrá um ýms fyrirtæki og
verzlanir, og er skránni skipt
niður í efnis- og vöruflokka
margskonar til hægðarauka fyr-
ir lesandann. Þá er stutt yfirlit
um minnisverð tíðindi á innlend-
um og erlendum vettvangi frá
1. sept. 1957 til 1. okt. 1958, upp-
lýsingar um strætisvagnaferðir í
Reykjavík og nágrenni, ásamt
fjölda uppdrátta af akstursleið-
um, útdráttur úr nýju umferð-
arlögunum, upplýsingar um flug-
fargjöld, afgreiðslutíma benzín-
sölustöðva, póst- og símagjöld,
mannfjölda á íslandi, sendiráð
Islands erlendis, skipan Alþing-
is og bæjarstjórna, helztu kosn-
ingaúrslit; birtur er útsvarsstigi
í Reykjavík, sagt frá álagningu
skatts, lífeyri, kaupi nokkurra
starfsstétta, ýmsar handhæga’r
tölur, birt kort af landhelgi fs-
lands og upplýsingar um hana,
kafli um orðasöfnun o.m.m.fl.
Aftast í bókinni er skrá um
ýmsar stofnanir hér í bæ og upp
lýsingar um helztu vegalengdir
hér á landi — Minnisbók 1959
er prentuð í Prentsmiðju Þjóð-
viljans og hin vandaðasta að frá
gangi að sjá.
yfirlýsing frá Hermanni Jónas-
syni og Eysteini Jónssyni að
Framsóknarflokkurinn tæki
ekki þátt í myndun neinnar
ríkisstjómar sem afgreiddi
kjördæmamálið á árinu 1959.
Hefði hann því talið að fjög-
urra flokka stjórn kæmi ekki
til greina,
Að loknum deildarfundum
óskuðu forsetar þingmönnum
gleðilegs nýárs og voru þær
óskir endurgoldnar í sömu
mynt. Boðað var að næstu
fundir þingdeildanna yrðu að
öllum líkindum mánudaginn 5.
janúar.
Hafin er framleiðsla á rjómaís
sem almennri neyzluvöru
ísborg h.f. hefur nýlokið við að reisa rjómafsverk-
smiðju í Eskihnð við Miklatorg og verðúr aðalfram-
leiðslan riómaís i pökkum.
Verksmiðjan getur með fullum
afköstum framleitt 3-4000 1 af
rjómaís á dag og mun því auð-
veldlega fullnægja allri eftir-
spurn eftir rjómaís á næstu ár-
um. Rjómaísinn er að hráefnis-
verðmæti 95% innlendar rjóma-
afurðir; hefur skapazt þarna
nýr markaður fyrir offram-
leiðslu mjólkur.
ísinn er framleiddur með ým-
iskonar bragðbæti og síðar er í
ráði að blanda niðurbrytjuðum
ávöxtum saman við ísinn. Auk
Effli eitt dauðaslys á dráttarvél
Ungur bóndi í Árnessýslu beið bana er
dráttarvél sem hann ók valt
Á laugardaginn var varö emveitt banaslys á dráttar-
vél. Ingimundur Ingimundarson, bóndi á Reykjavöllum
í Biskupstungum, varð undir dráttarvél og beið bana.
Slys þetta skeði á móts við'
bæinn. Fell, en Ingimundur var
á leið að Fellskoti þegar slys-
ið varð. Hann var einn á ferð,
og því enginn til frásagnar
um hvernig slys þetta bar að
höndum. Aftan í dráttarvélinni
var vagn, og þegar að var
komið lá drátta.rvélin fyrir ut-
an veginn. Hafði Ingimundur
lent undir henm og hálsbrotn-
að; mun hann hafa látizt þeg-
ar við byltuna.
Alvarleg slys á dráttarvél-
um gerast nú svo tíð hér á
landi að óhjákvæmilegt er að
gera ráðstafanir til að koma í
veg fyrir slíkt. Hefur m. a.
verið rætt um að lögbjóða að
sterk hús eða skýli s'kuli vera
fyrir ökumanninn. — Dráttar-
vélar eru verðmæt tæki, en
mannslífin eru þó dýrmætari.
Mótmæli gegn eldflaugastöðvum
Fjölmargir félagar í samtökunum „Baráttan gegn kjarn-
orkustyrj<ild“ fóru eigi alls fyrir löngu í mótmælagöngu til
þess að mótmæla byggingu leynilegrar eldflaugastöðvþr á
Austur-Englandi. Talið er að nóta ei.gi eldflaugastöð þessa til
þess að skjóta frá henni „Thori'-eldflaugum, sem horið geta
kjamasprengjur. Eins og sjá má á myndinni, gekk lögreglan
hart fram gegn kröfugöngufólkinu. Beindu lögreglumenn að
því vatnsstrókum úr brunaslöngum og drógu fólk upp úr
forarpollum.
Forystumenn samtakamia hafa nú verið handteknir, sakaðir
um ólöigleg fimdarhöld.
þessa verður framleitt rjómaís-
kex, íspjnnar, rjómaís í köku-
formum o.fl. Einnjg verður hafin
framleiðsla á is er nefnist
sherbet. Eftir áramótin er vænt-
anlegur hingað danskur sérfræð-
ingur á þessu sviði og mun hann
sjá um alla framleiðsluna.
ísborg h.f. ráðgerir að hafa
vörur sínar á boðstólum í mörg-
um matvörubúðum og mun leit-
ast við að stilla verði og smá-
söluálagningu mjög í hóf, þar
sem hér er um almenna neyzlu-
vöru að ræða.
Framkvæmdast.iórar íyrjrtæk-
isins eru Pálmi Jónsson og Stein-
þór Þórisson.
Eegir togarar
í landhelgi
síðan á jóladag
í gær voru engir brezkir
togarar að ólöglegum veiðum
í fiskveiðilandhelginrJ.
Er Landhelgisgæzlunni ekki
kunnugt um að ólöglegar tog-
veiðar hafi verið stimdaðar
hér síðan á jóladag, en þá var
einn brezkur togari að veiðum
stutta stund á verndarsvæð-
inu útaf Austurlandi.
Brezka flotadeildin heldur
sig einsog áður útaf Austur-
jandi.
Brezkir togarar á íslands-
miðum veiða nu alllangt útaf
Austurlandi, 20 til 30 sjómílur
útaf Eystrahorui og á uiiðum,
sem nefnd em Gullkistan' og
eru djúpt útaf A’ustfjörðUm.
Fyrir Vestfjörðum hafa
nokkrir erlendir togarar verið
að veiðum, en í dag hefur
verið hvassviðri og slydduél á
miðunum. Voru flestir togar-
anna í vari.
Enginn þessara togara. er
brezkur.
Fræðsla í notkun
ásdic-tækja
Á aðalfundi LÍÚ var eftirfar-
andi samþykkt:
„Aðalfundur LÍÚ 1958 .skorar
á Fiskifélag fslands að hald.a á-
fram fræðsju sinni 02 námskeið-
um fyrjr skipstjóra og stýri-
menn til fræðslu í notkun aedic-
tækja og annarra fiskileitar- og
öryggistækja.
Jafnframt skorar fundurinn á
Fiskifélag ísiands að lá'ta útbúa
í samráði við umboðsmenn
tækjanna leiðarvísi á íslenzku
um meðferð þeirra.
Felur fundurinn stjórn LÍÚ að
hafa . samvinnu við Fiskifélag
íslands um þessj mál.‘‘ .