Þjóðviljinn - 10.01.1959, Qupperneq 3
Laugardagur 10. janúar 1959
ÞJÓÐVILJINN
(3
Landssambanáið gegn áíengisbölinu:
Áíengisverzlimin verði lögð niður
Drekka íslendingar áfengi fyrir 100 kr. á
hvern landsmanna á ári?
Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu hefur ósk-
aö birtingar á ávarpi því til þjóðarinnar sem hér fer á
eftir. Landssamband þetta kemst a'ö þeirri niðurstöðu aö
útgjöld landsmanna fyrir áfengi séu 5 þúsund krónur
á 5 manna fjölskyldu á ári, — og krefst sambandiö þess
aö „öll áíéngisverzlun verði lögö niÖur“. Ávarp sambands-
ins er svohljóðandi:
rp-m
Þriðja þing Landssambandsins
gegn áíengjsbölinu, haldið í
Reykjavík dagana 8. og 9. nóv-
ember, 1958, vill vekja athygli
allra landsmanna á því ískyggi-
lega ástandi í áfengismálum
þjóðar vorrar, sem enn ríkir og í
vaxandi mæli.
Sífellt hækka þær upphæðir
stórkostlega, sem þjóðin ver til
áfengiskaupa, og iítur út fyrir,
að ekki verði langt að biða, að
sú fjárhæð fari fram úr hálfu
öðru hundraði milljóna króna á
ári. ,;a' : "-j v : ■ ■; ' "1: '
Vantar þá ekki orðið mikið á,
að til áfengiskaupa fari þúsund
krónur á hvert mannsbarn á
landinu, eða 5000 kr. á fimm
rnanna fjölskyldu, og sé meðtahð
það fé, sem fer fyrir smyglað
áfengi, mun ékki fjarri sanni.
að. þessi sé áfengisskatt-
ur þjóðarinnar orðinn í dag, og
þó ekki nema sá hluti hans, sem
greiddur er . í peningum til að
iafla þess. Ótaiið er þá allt hið
gífurlega tjón, sem áfengið veld-
ur með glötuðum vinnustund-
um, slysum, sjúkdómunr og
beinni sóun efnisverðmæta. Allt
er þetta þó aðeins ytrá borð
áfengisbölsins, og hitt enn geig-
vænlegra, sem birtist í siðferð-
islegri upplausn, glataðri heim-
ilishamingju, glæpum og töpuð-
um manndómi. Þegar á allt
þetta er iitið, verður ekki of-
anælt, enda mál margra vitrustu
manna meðal menningarþjóða,
að áfengið sé sá versti bölvald-
ur, sem nú herjar mannkyn-
ið. Fyrir því má enginn loka
augunum né varpa frá sér á-
byrgðinni í þeirri sérgóðu sjálfs-
blekkingu, að þetta sé honum ó-
viðkomandi og gagnslaust um
það að fjasa. Sagan hefur sýnt,
að áfengisnautnin hefur komið
heilum þjóðum á kné, og er enn
að gegnsýra svo sumar þekkt-
ustu menningarþjóðir heims, að
það veldur leiðtogum þeirra
mjög alvarlegum áhyggjum.
Ilér þarf íslenzkt almennings-
álit að rísa á móti voðanum,
áður en iengra verður farið á
þessari braut. Þjóðin þarf að
vakna til meðvitundar um, að
það er hverjum manni vansæmd
að skerða vit sitt og heilbrigði
með áfengisnautn. Iiver maður
á að hafa gát á því, að sóa ekki
dýrmætum fjármunum sinum og
þjóðarinnar fyrir mannspill-
andi nautnalyf, og verða um leið
valdur að enn meiri sóun and-
legra og efnislegra verðmæta.
Hver þegn þjóðarinnar er ábyrg-
Ur í þessu efni gagnvart sjálf-
um sér og þjóðarheildinni. En
um leið ber að gera þær kröf-
ur til ríkisvaldsins, að það gefi
ekki spillingunni undir fólinn
með síaukinni sölu áfengra
drykkja.
Stefna ber að því staðfastlega,
að losa ríkissjóð við það að vera
háður tekjum af áfengisverzlun,
með það takmark í huga, að öll
áfengisverzlun verði niður lögð.
Jafnframt verður að gera þá
kröfu til ríkisvaldsins, að það
hagi ekki þannig úthlutun er-
lends gjaldeyris, að það leiði
beinlínis til áfengissmygls, eins
og reynsla síðustu tíma bendir
til. Og meðan leyfð er lögleg
meðferð áfengis í landinu, verð-
ur einnig að krefjast þess, að I
stranglega sé gælt allra lagafyv-,
irmæla um þau efni, og hvergi
séð í gegn um fingur við ólög-
íega áfengissölu, heldur tekið
með festu og vægðarlaust á öll-
um áfengislagabrotum.
Þessum kröfum ský.tur þingið
til allra landsmanna. og mælist
til þess, að þeim verði sem víð-
ast og oftast á lofti haldið, ekki
aðeins í samþykktum funda og
félaga, heldur einnig manna á
milli af hverjum einstaklingi við
öll tækifæri.
Hei'tir Landssíambandið á
Framhald á 4. siðu
Mynd þessi var teldn s.l.
þriðjudag af flaki flugvélar-
innar, sem fórst á sunnu-
daginn. Vængir vélarinnar
voru brotnir af, einnig hægra
hjól og skíði. Að framan var
vélin mjög brotin og m.a.
liafði hreyfill vélarinnar
snúizt alvég við. Slysstaður-
inn var í Fjósatungufjalli i
760 m hæð, um það bil 2
km sunnan Bíldsárskarðs.
Braltið úr vélinni var dreift
um stórt svæði. — Fot: Guð-
mundur Gunnarss. Reykjum.
Mergjuð grein um land-
helgismál í esperantoblaði
Tímarit Sambands íslenzkra esperantista,
„Rödd íslands”, kemur nú út á ný
Komiö er út nýtt hefti af tímariti Sambands íslenzkra
esperantista, er nefnist „Voco de Islando“, en það þýðir
„Rödd íslands“.
Sambandið gaf út fyrir
nokkrum árum vandað og
myndskreytt tímarit með þessu
nafni. Vakti það athygli víða
um heim og varð hin bezta
landkynning. Þar voru greinar
Ung dœgurtagasöngkona fró
Londion róðin að Hótel Borg
Ung- ensk dægurlagasöngkona, Mary Marshall, heíur
veriö ráðin til að syngja meö danshljómsveitinni á líót-
el Borg á kvöldin næstu fjórar vikurnar.
Mary Marshall, sem oft erlá Hótel Borg er nú Björn R.
um íslenzka atvinnuvegi, ís-
lenzka náttúru og síðast en
ekki sízt þýðingar á íslenzkum
skáldverkum, í bundnu og ó-
bundnu máli.
Á síðastliðnu ári hóf Sam-
band íslenzkra esperantista á
esperantistaritum.
Ritstjórn þessara liefta liafa
þeir annazt Ólafur S. Magnús-
son kennari og Baldur Ragn-
arsson. Skrifar Ólafur í nýrra
heftið mergjaða grein um land-
helgismálið sem mikill fengur
er að, því esperantoblöð fara
ótrúlega víða.
Þetta tímarit er tilvalið fyr-
ir þá esperantista sem vilja
senda vinum sínum og kunn-
ingjum erlendis eitthvað um fs-
land og íslandsmál. Vonandi
heldur Samband íslenzkra es-
perantista útgáfunni áfram og
gaman væri að sjá tímaritið
taka á sig að nýju jafnásjá-
iegan frágang og var á fyrstu
árgöngunum tveimur.
kölluð „Kiss Girl“ í heimalandi
sínu, er 24 ára gömul og hefur
Einarsson, sem leikur á básúnu
og harmoniku. Aðrir í liljóm-
sveitinni eru: Steinþór Stein-
grímsson píanóleikari, Erwin
Köppen bassaleikari og Torfi
Baldursson gítarleikari.
ný útgáfu tímaritsins, sem er
nú í minna broti, en það flytur
sams konar efni og fyrr. Komu
tvö hefti út á árinu og eru í |
þeim m.a. frumsamin ljóð eft-,
ir Baldur Ragnarsson, kynning
á rithöfundunum Guðmundi G.
Hagalín og Jóni Dan og þýdd-
ar smásögur eftir báða. Þýðir
Ölafur Þ. Kristjánsson sögu
eftir Hagalín og Stefán Sig-
urðsson kennari sögu eftir Jón
Dan. Jón er sjálfur esperant-
isti og hefur birt frumsaminn
skáldskap og greinar um ís-
lenzkar bókmenntir í erlendum
Margir hjálpnðu tii að gera
joliiB á wGrumiY' áaaægjuleg
Mary Marshall
stundað dægurlagasöng um sjö
ára skeið. Hún hefur sungið á
ýmsum þekktum skemmtistöð-
um í Englandi, t.d. hinum kunnu
næturklúbbum í London: Stork-
club og Keyhole; einnig sungið
á skemmtunum bi’ezkra her-
manna á Kýpur.
Hótel Borg hefur ráðið Mary
Marshall til að syngja með
danshljómsveitinni sex kvöld í
viku (milli kl. 9 og 11,30 á
kvöldi) fram í febrúarbyrjun.
Syngur ungfrúin allskonar
dans- og dægurlög, auk þess
sem hún sýnir stutt kabarett-
atriði á hverju kvöldi.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
Samkvæmt frásögn Gísla Sig-1
urbjörnssonar, forstjóra Elli-j
lieimilisins Grunclar, urðu niarg-
ir til að gleðja vistfólkið áj
heimilinu um jólin og gera því,
hátíðina sem ánæg julegasta.!
Frásögn Gísla um jólin á Grund
fer liér á eftir:
„Um jólin var mikið um að
vera á fjölmennasta heimili
landsins einsog að líkum læt-
ur. Heimilisfólkið fékk margar
jólakveðjur og gjafir, heimsókn-
ir og heimboð. Átthagafélög,
kvenfélög og Blindravinafélag-
ið, sendu vistfólkinu gjafir og
kveðjur. Fimmtíu vistmenn
fengu rausnarlega peningagjöf
frá manni hér í bæ — einsog
svo oft áður. Varnarliðið sendi
sælgæti, ávexti, spil, töfl og
fjóra hjólastóla, sem komu i
góðar þarfir. Allar þéssar gjaf-
ir, og ýmsar fleiri, er mér
Ijúft og skylt að þakka. Einnig
þakka ég heimsóknir og
skemmtanir ágætra gesta, sem
hingað komu. Lúcíurnar komu
og glöddu vistfólkið með söng
sínum. Sigurður Ólafsson
skemmti með söng, en undir-
leik annaðist Skúli Halldórs-
son tónskáld. Á gamlársdag, að
lokinni messu séra Þorsteins
Björnssonar, söng Fríkirkju-
kórinn, söngstjóri Sigurður ís-
ólfsson, á sjúkradeildum og
gladdi með því marga.
Ungu skólastúlkunum, sem
komu til okkar fyrir jólin og
buðust til að hjálpa — þær
vissu að erfitt var að fá starfs-
fólk og að annir voru miklar,
þakka ég ágæta og kærkomna
aðstoð.
Öllu þessu fólki, sem á ekin
eða annan hátt hjálpuðu til
að gera jólin á Grund ánægju-
leg, glöddu og skemmtu vist-
fólkinu, þakka ég af alhug.
Þetta voru 25. jólin mín á
Grund og tveggja annarra
starfsmanna. Þessum sam-
starfsmönnúm mínum, sem og
hinum hundrað, þakka ég á-
nægjulegt eamstarf og öll
störfin, sem eru oft þreytandi
og erfið —- en sem em unnin
af starfsfólkinu með gleði, á-
nægju og trúmennsku“.
Barnaspítalasjóður
Hringsins
1208,90 kr. til
béka- og leik-
fangakaupa
fVíinninciiarqjöí um Mörtu
Maríu Nielsdóttur á
álítanesi
• Barnaspítalasjóði Hringsins
liefur borizt gjöf aö uppbæð
tólf þúsund króuur. Er það
íninningar.gjöf um Mörtu Mar-
íu Nie'.sdóttur húsfreyju á
Álftanesi í Mýrasýslu, í tilefui
af 100 ára afmæli liennar,
Marta María Nielsdóttir var
ifædd 18. nóv. 1858 og er lái-
in fyrir 17 árum. Gefendur eru
eftirlifandi síðari maður henn-
ar, Haraldur Bjarnason tyrr-
um bóndi á Átftanesi, börn
hennar og tengdabörn.
Það er ósk gefenda að þess-
ari upphæð verði varið til þesa
að stytta börnum stundir á
meðan þau dvelja í spítalanum,
t.d. með þvi að koma upp
vísi að bóka- og leikfangasafni,
sem yrði við liæfi barna á öllum
aldri. — Kvenfélagið Hving-
nrinn hefur beðið blaðið að
færa, gefendunum hjartanlegar
þakkir fyrir þessa kærkomnu
Síöf- _____,
Sósíalistaíé-
lag Képavogs
Félagsfunclur verður halðinn
n.k. mánudag.
Fundarefni: Bæjarmál.
Stjórnin