Þjóðviljinn - 10.01.1959, Side 7

Þjóðviljinn - 10.01.1959, Side 7
-----Laugardagur 10. jlanúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN (7 Guðgeir Jónsson: Qóðtemplarare / Sigfús Sigurhjartarson, stórtemplar 1931-1934 og í framkvæmdanefndinni til dauðadags. ,,Mjór er mikils vísir“ er orðtak, sem vel á við um stofnun Góðtemplarareglunnar á íslandi. Það var 10. janúar 1884, að tólf menn komu saman í húsi Friðbjarnar Steinssonar á Akureyri. Fund þennan boð- aði norskur skósmiður, Ole Lied að nafni, sem um þær mundir starfaði að iðn sinni á Akureyri og hafði hann afl- að sér umboðs frá stórstúku Noregs til að mega stofna Góðtemplarastúkur á íslandi. Á þessum umrædda fundi stofnaði 01 e Lied fyrstu Góð- templarastúkuna á íslandi og hlaut hún nafnið Isafold nr. 1. Þessi stúka starfar enn þann dag í dag, að vísu heit- ir hún nú tveim nöfnum, vegna þess að stúka, sem síð- ar var stofnuð og bar nafnið Fjallkonan, sameinaðist henni og heitir hún síðan Isafold FjaJlkonan nr. 1. Ekki alllöngu eftir stofnun stúkunnar fór Ole Lied aftur heim til Noregs og er úr þess- ari sögu, en um þetta verk útbreiða Regluna annarsstað- ar, að vísu í smáum stíl,. sem eðlilegt var um svo fáa menn, sem þurftu að sinna sínum daglegu störfum sér til lífs- viðurværis. Strax á fyrsta starfsárinu stofnuðu þeir nokkrar stúkur norðanlands Ásgeir Sigurðsson, einn af stoí'nendum ísaioldar og ötull silarfsmaður heunar; uniboðsmaður liátemplars þar til stórstúkan var stofnuð. hans á við orðtakið, að „merk- ið stendur þótt maðurinn falli.“ Hini'r fáu frumherjar lögðu ekki héndur í skaut, þeir fengu fleiri til liðs við sig í stúkuna og hófu fljótlega að a / Islanai ~15 ara Jóhann Ögmundur Oddsson átti sæti í framkvæmdauefnd Stórstúkunnar 1915-1954, að undanteknuin þremur árum sem framkvæmdanefndin var á Akureyri. Gegnir enn störf- um fyrir Góðtemplararegluna. og Ásgeir Sigurðsson síðar stórkaupmaður og ræðismað- ur, sem mun hafa verið yngst- ur stofnendanna, fór alla leið til ísafjarðar og stofnaði stúku þar. Árið eftir ákvað stúkan ísafold að leggja fram kr. 100.00, sem þá voru miklir peningar í ferðakostnað handa Birni Pálssyni til Reykjavíkur í þeim erindum að reyna að stofna stúku í höfuðstaðnum. Þetta gekk að óskum og 3. júlí stofnaði Björn stúkuna Verðandi nr. 9, sem einnig starfar ennþá. Þann 2. ágúst sama áh, var svo stúkan Morgunstjarnan nr. 11 stofn- uð í Ha.fnarfirði og 17. nóv. sama ár stúkan Einingin nr. 14 í Revkjavík. Þessar stúk- ur starfa einnig ennþá. Barna- og unglingastúkan Æskan nr. 1, sem enn starfar, var stofn- uð 10. maí 1886. Þann 24. iúní 1886 var svo Stórstúka Islands stofnuð í Alþingishús- inu, en Stórstúkan er sam- ba.nd allra stúkna á landinu. Eftir stofnun Stórstúkunnar hafa höfuðstöðvar Reglunnar verið í Reykjavík, að undan- teknum þrem árum, 1924— 1927, en þau ár var fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar á Akureyri. Áður en Góðtemplararegl- an kom til Islands höfðu ver- ið stofnuð bindindisfélög á ýmsum stöðum, en þau urðu rnörg skammlíf, enda voru þau einangruð, nema á ein- staka svæðum, þar sem reynt var að koma á sambandi milli þeirra, eu þau munu mörg hafa verið nokkuð los- araleg og erfitt að fá í þau verulega festu. En þrátt fyr- ir lijað munu þessi bindindis- störf, sem ahtaf öðruhverju skutu upp kollinum, á víð og dreif um landið, ef til vill allt frá dögum Jóns Árnason- ar biskuns, er fyrstur manna hóf baráttu fyrir aðflutnings- banni á áfengi til íslands, hafa plægt akurinn að meira eða minna leyti jafnvel á þe'm stöðum, er þau störfuðu ekki, því menn hafa haft fregnir af þeim og þess vegna verið móttækilegri fyrir bindindis- boðun Góðtemplarareglunnar en þeir hefðu, ef til vill ann- ars verið. En þrátt fyrir þenn- an undirbúning verður það að teljast undravert hversu ört Reglan breiddist um land- ið, þegar þess er gætt hve allar samgöngur voru erfiðar á þeim árum. Ég hygg að því hafi eink- um valdið fjórar ástæður: I fyrsta lagi, að forystu- mönnum Reglunnar tókst, með ötulu starfi og blaða- skrifum að vekja verulegan bindindisáhuga meðal almenn- ings. I öðru lagi, að Reglan er með öðru sniði en almenn fé- lög, hún hafði, frá upphafi, föst fundarsköp, form og siði, sem áður voru óþekkt hér á landi. I þriðja lagi, að hver stúka var þátttakandi í a'þjóðafé- lagsskap, sem barð’st fyrir sömu hugsjónum. Góðtemnl- arareglan var fyrsti alþjóða- félagsskapurinn, er festi ræt- ur á íslandi. I fjórða lagi, að Reglan var á þeim árum eini félagsskap- urinn, sem alþýða manna átti aðgang að, jafnt konur sem karlar, og höfðu jafnan rétt. Hver hefur svo eftirtekjan verið ? Því verður, að sjálfsögðu, aldrei fullsvarað, en ýmislegt er óhætt að fullyrða. Fjö'damörgum mönnum, sem ánetjazt hafa áfengisnautn- inni, hefur með aðstoð Regl- unnar tekizt að losa sig úr þeirri ánauð og orðið á ný frjálsir menn, fjölskyldum sínum til óumræðilegs fagn- . Björn Pálsson, fyrsti stórtemplíir. Friðbjörn Steiusson, einn he’.ztí frumkvöðull Gáð- templarareghmnar. aðar og þjóðfélaginu til ómet- an'egs gagns og hagnaðar, bæði andlega og f járhagslega. Þá eru það allir hinir, sem fyrir veru sína í Reglunni hafa losnað við alla þjónustu við Bakkus. Enginn veit hversu margir þeir eru og enginn veit hversu mikil verð- mæti hafa þar bjargazt fyrir þá sjálfa og þjóðina aila. Þegar Géðtemp’arareglan kom hingað til lands var Hér fátt um skóla og félagsstörf voru flestum framandi, það hefur verið ótölulegur fjöldi manna, sem hefur hlotið fé- lagslegt uppeldi innan Regl- unnar, hlotið þar fræðslu um Ottó N. Þorláksson brautryð.jandi í bindindis- og verkalýðslireyfingunni, fyrsti forseti Alþýðusambandsins, átti um skeið sæti í fram- ltvæmdanefnd Stórstúkunnar. marga hluti og hvatningu til að afla sér enn meiri fróð- leiks. Það mun óhætt að full- yrða að Reglan hafi um langt skeið verið alþýðuskóli þjóð- arinnar, þar hafa verið flutt erindi um margháttuð efni og bau síðan rædd frá ýmsupr sjcnarmiðum. Marg’r hafa þeir verið, bæði lærðir og leikir. sem á stúkufundum lærðu að koma fyrir sig orði, eins og það er kallað, menn æfðust í að flytja mál sitt á prúð- mannlegan og skipu’egan liátt. Margt fleira mætti telja Góðtemplarareglunni til gildis. en út í það skal ekki farið frekar í þetta sinn. Fyrir rúmum 14 árum gat ég þess. í öðru sambardi, að mér virtist Akurevri hafa öðr- um kaupstöðum fremur valizt til að veita erlendum menn- ingarstraumum viðtöku; þar Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.