Þjóðviljinn - 21.01.1959, Qupperneq 4
4)
ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 21. janúar 1959
Ncrskií kvikmy n d a gerðarmenn yekja
athygli á alþjóÖlegum vettvangi
í einni ai' síðustu kvikmyndunum, sem iranska þoklea-
gyðjan IJrigitte Bardot liefur leikið í, er liinn snjalli
og kunni leikari Jean Cabin aðalinótleikari hennar.
Sjást þau liér bæði í eimi atriði kvikmyndarinnar.
Af norskri kvjkmyndagerð
hafa ekki farið sérlega mikl-
ar sögur til þessa. Þó hafa
fáeinar norskar myndir vakið
allmikia athygli á undanförn-
um árum, sumar jafnvel hlot-
ið alþjóðiega frægð eins og
til dæmis kvikmyndin Níu
líf, sem lýsir ótrúlegri þrek-
raun Norðmannsins Jan
Baalsrud á stríðsárunum síð-
Arne Skouen Ieikstjóri vakti
]»egar niikla athygli með
fyrstu tveim myndum sínum:
„Götustrákum“ (fullgerð
1949) og „Nauðlendingu“
(1952). Myntlin hér fyrir ofan
er úr síðarnefndu kvikmynd-
inri.
Ústu, en Baaisrud þessi komst
einn iífs af úr för skæruliða-
flokks, sem sendur var til
að vinna skemmdarverk á
mannvirkjum Þjóðverja i
norðurhluta Noregs. Hann var
þá 2G ára gamall.
★ Gírúleg þrekraun
A fyrsta degi flóttans varð
Baalsrud að ryðja sér braut
gegnum varðgæzlustöðvar
þýzku nazistanna , og særðist
þá á fæti. Hann komst um
síðir undan sporhundum Þjóð-
verja og lagði þó særður værj
tjl sunds yfjr einn af hinum
ísköldu fjörðum Norður-Nor-
egs. Landi náði hann hjnum
megin fjarðarjns, en svo ör-
magna var hann þá, að hann
varð að halda kyrru fyrir um
nóttina þar í fjörunni.
Næsta dag lagði Baalsrud
af stað i áttjna til sænsku
landamæranna. Kalblettir
höfðu myndazt á fótum hans
og sárið eftir byssukúlu Þjóð-
verjans hafðist mjög illa við,
svo að. hann tók út óskapleg-
ar kvalir við hvert skref sem
honum miðaði áfram. Og ekki
varð veðrið þarna á regin ör-
æfum til að flýta ferð hans. I
þrjú dægur hafðist Baa’srud
við í skjóli kletts meðan vcð-
urofsinn var sem mestur og
í fjóra daga drógst hann síð-
an, haldinn snjóblindu, yfir
f jallgarðinn. Einn daginn
lenti hann í snjóflóði. Hann
komst þó að bjálkakofa einum
þarna á fjallinu og þar-leynd-
ist hann í vikutíma; skár þá
af sér allar lærnar, sem kal-
ið hafði og drep var hlaupið
í. og notaði til þes.s veiðihnif
sinn. Enn liðu vikur, óbæri-
lega kvalafullar, en loks var
Jan Baaisrud kominn til
byggða í Svíþjóð, nær dauða
en lífi.
★ Önnur frásiign frá
hernámsárunum
A slíkri nótt heitir önnur
norsk kvjkmynd, sem nýlega
hefur verið lokið við og þykir
mjög góð, á köflum jafnvel
. afbarðasnjöll. Efni myndar-
innar, eins og þcirrar sem áð-
ur er getið, er sótt til her-
námsáranna; sögð sagan um
það hvernig 10 börnum af
Gyðjngaættum var hjálpað á
flótta yfjr sænsku landamær-
in. Lcikstjórinn heitir Sigval
Maartmann-Moe og þó að A
slíkri nótt sé aðeins önnur
kvikmyndjn sem hann gerjr
hefur honum nú þegar verjð
skipað í hóp snjöilustu kvik-
myndagerðarmanna á Norður-
löndum. Aðallejkendumir í
myndinni eru. Anne-Ljse
Tangstad, J. Iloist-Jensen og
Lalla Cárlsen, tvejr þeir síð-
astncfndu gamalkunnir norsk-
ir leiksviðs- og kvikmyr.da-
leikarar. Klutverk tveggja
þýzkra hershöfðingja i kvik-
myndinni eru leikin af Þjóð-
verjunum Ottokar Panning og
Gúnther Húttman.
Út úr myrkrinu nefnist ein
nýjasta kvikmyndjn, sem lok-
ið hefur verið við í Noregi.
Fjallar hún um vandamál geð-
sjúkdóma og hvaða læknisað-
gerðum helzt verði við komið
á því sviði. Aðalpersónan í
myndinnj er ung stúlka, sem
verður geðveik en nær ful'ri
heilsu aftur, lcikin af Urdu
Arneberg, Fær iejkkonan
mjög (lof]cga dórri£>. um ■
sinn, en í heild þykir kvik-
rriyhdin þó misheppnuð, enda
þótt n.argt gott sé annars um
hana að segja. Út úr myrkr-
Bæjarbíó í Ilafnarfirði hefur
nú sýnt síðustu kvikmynd
Cliaplins „Kóng í New York“
síðan á aiwian í jólum við
mjög mikla aðsókn. ViII þátt-
urinn eindregið livet.ja alla
þá sem enn hafa ekki séð
þessa snjöllu mynd meistar-
ans að taka sér ferð suður í
Hafnarfjörð og sjá hana —
sú ferð svíkur engan. '
inu er fyrsta kvikmyndin
sem gerð er undir stjórn Ar-
ild Brinchmann, en hann er
einn af hinum ungu og upp-
rennandi kvikmyndagerðar-
mönnum í Noregi.
Vr Mynd um Asbjömsen
og Moe
Arne Skouen, sá sem stjórn-
aði gerð kvikmyndarinnar
Níu lif sem áður var getið,
er nú kominn vel á veg með
næstu mynd sína, e'n hún á
að i efnast Jarnian presíur
snýr aftur. Fjallar mynd
þessj um skipsprest einn, sem
snýr aftur til heimalands síns
eftir margra ára. fjarveru og'
dvöl r eriendum hafnarborg-
um, og lýsir vandamálum
þeim sem mæta lionum vjð
heimkomuna. Prestinn leikur
Henki Koistad, einn af vin-
sæiustu leikurum Norðmanna,
en aðalkvenhlutverkið er í
höndum Henny Moan, sem
hlotið hefur ágæta dóma fyr-
ir leik sjnn í Níu Iífuin.
Myndatökustjóri er Finn
Bergan, en tónlistina við
myndina hefur samið Gunn-
ar Sonstevoid, sem nú er eitt
af kunnustu samtímatónskáld-
um Norðmanna.
Ivo Caprino, ncrski kvik-
mýndaleikstjórinn sjm kuhn-
astur er fyrir léikbrúðumynd-
ir sínar (um skeið nemandi
tékkneska snillingsi-ns Jiri
Trnk'a), hefur í hyggju að
gera kvikmynd fullrar lengd-
ar um hina frægu norsku
þjóðsagnásafnara Asbjörnsen
og Moe. í kvikmyndinni verð-
ur að sjálfsögðu brugðið upp
svipmyndum úr nokkrum af
ævintýrunum eða þjóðsögun-
um úr söfnum þeirra. Þetta
verður að nokkru leyti leik-
in mynd og að nokkru leyti
brúðumynd. Nafn hennar
verður Einu sinni var, en gert
er ;-áð fyrir að hún verði full-
gerð eftir tvö ár. Kvikmynd-
in verður í litum.
GÓLFTEPPI — EitasaSa — Moitusafa
í dag og næsíu daga seljum við
moííur og búta
með nioursettu verði
TEPPl b.L
Aðalstræti 9 — Sími 14190