Þjóðviljinn - 01.02.1959, Side 6

Þjóðviljinn - 01.02.1959, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunmidagur 1. febrúar 1959 þlÓÐVILJINN ÚtKefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Bósíailstaílokkunnn Kitstjorax Magnus KJartansson, Sigurð,ur Guðmundsson (áb.). Fréttarltstjóri: Jón BJarnason. - Elaðamenn: Ásmundur SigurJónsson, Guðmundur Vigfússon. ívar H Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. Slgurður V FriðbJóf8son. — AuglýsingastJóri: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn, af- «relðsla. auglýsingar. prentsmlðJa: Skólavörðustig 19. Sími: 17-500 (Ö línur. — Askriftarverð kr. 30 á mánuði — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Þrír kaupránsflokkar 17'erkamenn, launþegarnir, * eiga að bera byrðarnar, þeir eiga að færa fórnirnar. Þarf frekari sönnunar við að íhaldið er aftur komið til valda í landinu ? Með þeim ummælum Alfreðs Gíslasonar, í síðustu ræðu verkamanna- fulltrúanna á Alþingi gegn kauplæikkunarfrumvarpinu, er sagður sá sannleikur, sem nú fyrst er að verða ljós öllum }x>rra a’þýðumanna. Það er ekki stjórn hins hrösula og óstvrka Alþýðuflokks, eða levfa hans skreyttum láns- fjöðrum Framscknar, ssm landinu st.jórnar. Það er íhald- ið, S.jálfstæðisflokkurinu, hinn opinberi fulltrúi afturhalds cg ofsagróðamanna, hinn yf- irlýsti fja.ndi allrar verka- lýðshreyfingar, fiokkurinn sem barizt hefur gegn öllum kjarabótum og réttindaaukn- ingu alþýðufóiks á Islandi, og ráðizt gegn lífskjörum fólksins hvenær sem hann hefur talið sér það fært, það er hann sem kominn er til valda á íslandi. Og svo gagn- ger er vesalmennska forystu- i.tanna Alþýðuflokksios orðin, að þeir láta íhaldið bera fl.okksræksnið fyrir sig, láta Alþýðuflokkinn vinna í allra augsýn skítverkin og óliappa- verkin sem Sjáifstæðisflokk- urinn vill að unnin séu. Þetta varð áberandi við afgreiðslu kauplækkunarfrumvarpsins í efri deild. Þar biðu nokkrir stólpakjaftar íhaldsins, Sig- urður Bjarnason, Gunnar Thoroddsen og fleiri efti-r hví, að fá að láta ljós sitt skína, biðu eftir að fá að hælast um, að nú væri Sjá'fstæðis- flokkurinn orðinn ráðandi í landinu, að verið væri að framkvæma hina einu sönnu stefnu hans og úrræði, og þó ekki nema fyrsta áfanga þeirra. En þeím var skipað að halda sér saman, að ljúka ekki sundur hvopti við allar þrjár umræður kauplækkun- armálsins í deildinni. Alþýðu- fWkkurinn skyldi fá að standa i skítverkunum og launaárás- inni, þar skyldu ráðherramir svonefndu fá að engjast í sviðljósinu allan tímann, að þeim skyldi reiði fólksins beint, en gróðahítir Sjálf- stæðirflokksins fá sitt án þess að þingmennirnir gerðu neitt annað en að segja nei og já á réttum stöðum í atkvæða- greiðs'unni. Þessi feluieikur Sjálfstæðisflokksins er hon- um þó aiveg gagnslaus. AI- þýðan á Íslandí þekkir fortið Sjálfstæðisflokksins, hún veit að úrræði hans hafa alltaf verið þau, að láta fátæfkasta fóQkið bera byrðamar, láta þá landsmenn fóma, sem minnst .hafa fyrir sig og sína að leggja. / dýragarSinum Bidstrub teiknaði; f^að er orðin söguleg stað- * reynd, lað Alþýðuflokkur- inn hefur tekið að sér að framkvæma þessa íhalds- stefnu fyrir fjóra ráðherra- stóla. Hitt er mjög lærdóms- ríkt að sjá Framsóknarflokk- inn taka á sig fyllstu sam- ábyrgð með st.ómarflokkunum á þeirri svívirðilegu árás1 á launastéttir landsins, sem kemur til framkvæmda í dág. Framscknarflokkurinn hefur lýst því með sterkum orðum hvílíkt ábyrgðarleysi sé að afgreiða efnahagsmálin með þeim hætti sem stjórnarflokk- arnir gera með kauplækkun- arfmmvarpinu. Þingmenn Framsóknar og blöð hafa meira að segja fuilyrt að með frumvarpinu sé hlutur bænda gerður verri en annarra. Samt láta þeir sig haía að gerast samábyrgir um afgreiðslu þess. Með sameiginlegum meirihluta í efri deild Alþingis hefðu Framsóknarflokkui-inn og Alþýðubandalagið getað liindrað afturhaldsárás Sjálf- stæðisfloMcsins, fellt kauo- lækkunarfrumvarpið. I stað þess tryggja Framsóknar- mennirnir, allir sem einn, framgang þess með því að sitja hjá. Sýnilega er enn allsráðandi i flokknum sú eindæmia þröngsýni og þursa- háttur Eysteins Jónssonar sem fékk því ráðið í haust, að Framsckn setti verkalýðs- hreyfingunni úrslitakosti um stórárás á laun verkafólks og aðrar afturhaldsaðgerðir og sprensrdi á þvi stjórnarsam- starfið. fkg því fer fjarri að Fram- ^ sóknarfloikkurinn undir forystu Eysteins Jónssonar vilji missa af þeim „heiðri“ að vera og verða talinn einn af kauplækkunarflokkunum. Bæði Eysteinn og Hermann' Jónasson lýstu þvi yfir, hvor í sinni þingdeild, að Framsókn vildi ekki bregða fæti fyrir kauplækkunarfrumv. vegna þess að meginatriði þess væri að talia aftur af verkamönn- um og öðrum kauphældtan- irnar á s. 1. sumri! Vegna þessa gcfuga tilgangs Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, að hrifsa aftur af launþegum kjarabæturnar, sem allir játuðu að væru sann- gjamar, gerist Framsóknar- flokkurínn samábyrgur! Ey- steinn hefur hvað eftir annað lýst yfir hvað Framsókn vildi gera. Þegar verðhækkanimar skullu á fyrir aðgerðir Fram- sóknar, átti einfaldlega að „kippa vísitölunni úr sam- bandi“, hætta að láta verka- menn og aðra launþega fá bættar verðhækkaniraar að Skáldaþáttnr Ritsljóri: Sveinbjörn Beinteinsson Hvatt kveða hræra Grotta hergrimannstan ekerja út fyr jarðar slkauti eylúðurs níu brúðir, þær er lungs fyr löngu, lýðmeldur skipahlíðar baugskerðir barði ból Amlóða mólu. nokkm. Þessi var hugsjón Eystéins Jónssonar. 17’auplækkunarflokkamir, all- IV ir þrlr. hafa sýnt hvað þeir vilja. Það hefur komið skýrt fram, að einungis einn þingflokkanna, Alþýðubanda- lagið, vill og telur sér skylt að leysa efnahagsmálin í fyilsta samráði og samvinnu við verkalýðssamtökin. Laun- þegar munu h|fa þessa fram- komu flokkanna í minni er þeir ganga að kjörborði í vor. Vel gæti þó svo farið að kauplækkunarflokkamir þrír fengju ráðningu fyrr. Þeir hafa misnotað vaid sitt á Al- þingi til ósæmilegrar árásar á verkalýðshreyfinguna. Hitt eiga þeir eftir að sanna, að aiþýðan eiri fjötmm svo blygðunarlausrar löggjafar. Þessi fomeskjulega vísa er eignuð Snæbimi Galta, þeim sean fyrstur gerði tilraun að taka sér bólfestu á Græn- landi. Vósan mun ort nálægt hálfri sjöundu öld áður en Shake- speare samdi Hamlet. Am- lóðasagan er ævagömul, en ein elzta heimild urn hana er þessi vísa Snæbjamar. 1 Danasögu Saxa Gramma- tieus era langar frásagnir af Amlehtus sem íslendingar nefndu Amlóða eða Ambales; oft skrifað Ambáles. Á 17. öld, þegar íslendingar tóku að stunda fornmenntir með nýjum áhuga og að til- hlutun annarra þjóða, var leitað hér eftir Ambalessögu, en hún fannst engin. En þá komu fram Ambales- rímur og era þær taldar vera eftir Pál Bjarnason í. Unn- arholti i Hmnamannahrepp. Rímumar munu ortar nálægt 1680. Saga var skrifuð og samin eftir rímunum ■ og reyndar fleiri en ein. Páil virtist hafa stuðst við út- lendar bækur þegar hann orti rímur iþessar, og í mansöng 21. rímu segir hann; Mig því bresta mærðarföng að mæta skáldum góðum, þessi er sagan þrautalöng að þylja hana aila í ljóðum. Hvar sem með hana höndlað er, haldist rétt ég kenni; enginn meini ýkt af mér né aukið neitt í henni. Sjaldan hljóta lygamar lof lítil veita gæði; vera mun heldur vant en of vegið mærðar sæði. Sanna ég kann ei soddan betur en sýnir orðabrjálið; sögunnar ekki sá ég letur sett í móðurmálið. Að sönnu téðan sagnaþátt sá ég lítt að vana; í þýzku máli eg hef átt áður forðum hana. Minn þó feili minniskraft úr mætu efni að smíða, lítil deili hef ég hiáft úr henni rétt að þýða. Þjófnaðargallinn þegna þjóð þrálega leikur hnefcki; í þann er fallinn sagan sjóð, svo að ég veit hana ekki. Bókinni hefur sem sagt veríð stolið frá honum. Þarna kemur ve-1 í ljós fróðleiks- hneigð alþýðumanns, þótt í kröppum kjömm sé.. Páll hef- Ur ekki verið neitt stórskáld en greindur maður og athug- Framhald á 10.. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.