Þjóðviljinn - 05.02.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.02.1959, Blaðsíða 4
 4) ÞJÓÐVILJINN — ~ Fimmtudagur 5. febrúar 1959 Útvarpssagan — Pósturinn símalaus — Engir nýir símar til NÝLEGA hófat lestur nýrrar útvarpssögu í útvarpinu. Það er raunar ekki ný saga, held- ur vafalaust mörgum kunn, sem sé Viktoría eftir Knut Hamsun. — Eg hef lesið þessa sögu oftar en einu sinni og að mfg minnir heyrt hana lesna í útvarp áður, en samt hlusta ég á hana núna. Mér þykir vænt um söguna, tók, ef svo mætti segja, ástfóstri við hana, þegar ég las liana fvrst. Þýðingin á þessari sögu er meistaralega vel gerð (eins og raunar á sögum Hamsuns yfirleitt), en hana gerði Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og frú Ólöf Nordal les hana einkar þægiíega, þannig að manni er ljúft að hlusta á þessa gömlu uppáhaldssögu sína einu sinni enn. — Póst- ur og sími eru oft nefndir í sömu andránni, enda eiga þær stofnanir í ýmsu sammerkt, og lúta m.a. stjórn eins og sama manns, póst- og síma- málastjóra. Hinsvegar er póst- urinn (þ.e. bæjarpósturinn) símalaus um þessar mundir, og finnur heldur betur til þess að póstur og sími geta tæplega hvor án hins verið. Það er nefnilega tilfellið, að ýmsum leikur oft hugur á að ná símasambandi við póstinn í tilefni af einhverju, sem þeir vildu koma á framfæri, en það er sem sé ekki á vís- an að róa með að ná; í hann í síma, þar eð hann hefur, ekki aðgang að síma heima. | Sömuleiðis kemst pósturinn oft í stökustu vandræði, þeg- ar hann ■ er setztur við. að skrifa heima hjá sér á kvöld-^ in. Þá vantar hann iðulega ] nánari upplýsingar um hitt og þetta, upplýsingar, sem hægt mundi vera að fá símleiðis, en j maður veigrar sér við því að hlaupa út í sjoppu, sem a'la jafna er troðfull af skvaldr- andi unglingum, og hringja þaðan; málinu er þá heldur sleg:ð á frest í bili. Pcsturinn talaði við sérlega almenniieg- an mann hjá Bæjarsímanurn! um mög’Peika á því að fá nýjan síma, en fékk það svar, að slikt væri utiiokað um sinn, aðallega vegna þess að tækin væru ekki til, leyfi (innflutn- ingsleyfi?) fyrir þe:m hefði ekki fengizt enn. Pósturinn hefur því fremur litla von um að úr símaleysinu hans ræ.tist í. br-áð. • ; Bendir á niSurlagningar- og niBursuBu- verksmiS'ju er ynni úr sild Verkamannafélagiö Þróttur á Siglufiröi hélt fund 24. f.m. til aö ræða atvinnumálin og geröi fundurinn eftir- farandi samþykkt varöandi úrbætur á atvinnuleysi því, sem á SiglufirÖi ríkir þrjá vetrarmánuöina: „Eins og verkalýðsfélögin á: Siglufirði hafa áður staðfest, er það chrekjanleg staðreynd að vfir a.m.k. þrjá mánuði ár hvert býr verkafólk staðarins við verulegt atvinnuJeysi. Yfir desember, janúar og fe- brúarmánuð, þegar verkamönn- um finnst einna erfiðast, að sjá sér og sínum farborða, eru | togarar Bæjarútgerðar Siglu- fjarðar einna helzt látnir sigla með afla. sinn á erlendan mark- að. Við hvern togarafarm sem fluttur er út óunninn, tapast vinnulaun sem nema hundruð- um þúsunda úr liöndum verka- fólksins. Verkamannafélagið Þróttur hefur fallizt á það sjónarmið að ekki væri hægt að hætta ■siglingum skipanna með öllu, meðan slíkt fyrirkomulag er viðhaft hjá öðrum skipum sem stunda sömu veiðar, hinsvegar vill félagið benda á nauðsyn þess, að afla hráefnis af öðr- um skipum til vinnslu h.ér, er bætt gæti það tjón sem hlýzt af siglingum skipanna. Skorar félagið því á stjórn útgerðarinnar og eigendur skipanna, bæjarstjórn Siglu- fjarðar, að gera sitt ýtrasta til að ná samkomulagi við eigend- ur sunnienzkra togara, um landanir hér, og þó' sérstak- lega yfir ofangreint tímabil. Verkamannafélagið vill enn- þá einu sinni benda á, að svo fremi að starfrækt væri hér iðjuver, sem ynni að fullu sjáv- arafurðir (niðurlagning, niður- suða) þótt ekki væri í stórum stíl, múndi slík starfsemi a.ö.l. geta breytt núverandi atvinnu- ástardi stóriega og komið í veg fyrir, að fólk flyttist úr bænum, eða byggi við ófull- nægjandi atvinnu. Treystir félagið því, að stjórn ASÍ vinni að því svo sem hún getur, ásamt þingmönnunum Áka Jakobssyni og Gunnari Jó- hannssyni, að tillögur sem fram koma um lausn þessara vandamála nái.fram að ganga. FLUGFREYJUSTÖRF Ákveðið hefur verið að ráða nokkrar stúikur til flugfreyjustanfa hjá félaginu á vori komanda. Umsækjendur þurfa að hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun og staðgóða kunnáttu í ensku ] ósamt einu Norðurlandamálanna. Lágmanksaldur umsækjenda skal vera 20 ár. Sérstök umsóknareyðublöð vefða afhent í ; fgreiðslu félagsins, Lækjargötu 4, næstu daga og þurfa þau að hafa bonzt félaginu aftur ásamt mynd af umsækjanda, eigi öíðar en 10. febrúar. F f • SALTENDUR HROGNA Að geínu íileíni vill Útílutningsneínd sjávaraíurða vekja athygli á því, að bann- að er að nota annað en nýjar og hreinar tunnur undir söltuð hrogn. Framvegis verða útflutningsleyfi* íyrir hrognum bundin þessu skilyrði. Útflutningsnefnd sjávarafurða. Þá skorar félagið á milli- þinganefnd þá sem kosin var á síðasta þingi ASÍ til sam- starfs við verkalýðsfélögin um atvinnumál, svo og nefnd skip- aða af iðnaðarmálaráðherra fyrrverandi stjórnar í sama augnamiði, að vinna að lausn hiima erfiðu atvinnumála Siglu- fjarðar, og hafa þar til hlið- sjónar tillögur þær sem verka- lýðsfélögin þar, Þróttur og Brynja, hafa sent atvinnu- tækjanefnd ríkisins, og iðnaðar- málanefnd um þessi mál“. Dagsbrunarmaður kom í skóbúð í fyrradag keypti sér skó. Verðið á þeim var 416 kr., en maðurinn greiddi, sagði kaupmaðurinn: Og það verðlækkunin nýja — og reiknaði út að sam- kvæmt verð lagsákvæð- unum nýju ættu skórn- ir nú kosta kr. 411,50. Rétti hann manninum því til baka kr, 4,50 með þeim um- mælum að þetta græddi hann á nýju ráðstöfunun- um. Þegar maðurinn kom heim fór hann að hugleiða þessi viðskipti. Hann hafði að vísu fengið kr. 4,50 til baka hjá kaupma.nninum vegna nýju efnahags- laganna —. en hvað hafði kaupið hans verið skert með þessum sömu lögum? Hann fór að reikna og sá íljótlega að sú.vinna sem áður færði honum kr. 416 í kaup, færir honum nú aðeins kr. 360,40. Lögin höfðu þannig skert það kaup sem áður dugði fyrir. skóm. um kr. 55,60 en hann hafði fengið kr. 4,50 endurgreiddar í lækkuðu skóverði, Kaupmáttur hans gagnvapt þessu pari aí skóm hafði þannig verið skertur um kr. 51,10 eða 12,3%. Dæmið má einnig setja öðru vísi upp. í janúar var þessi Dagsbrúnarverkamaður sem næst 17 klukkutíma og 26 mínútur að vinna fyrir skóm sem kostuðu 416 kr. Nú er Dagsbrúnarverkamaður sem næst 19 klukkustundir og 54 mínútur að vinna fyrir sömu skóm þótt þeir hafi verið lækkaðir í kr. 411,50. Efnahagslögin nýju mæla þannig svo íyrir að verka- maður skuli vinna í 254 tíma aukalega til þess að eignast nýja-skó á fæturna. EINKAUMBOD: MARS TRADING COMPANY KlAPPARSTlG-20 SlMI 1 73 73

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.