Þjóðviljinn - 05.02.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1959, Blaðsíða 1
s INNI f BLAÐiNII: Fífamleiðslukapphlaupið mikla gengur Sovétríkjunum £ vil. Erlend tiðindi . 6. síða. Fimmtudagur 5. febrúar 1959 — 24. árgangur — 29. itölub^að. Heildarstjórn á þjóðarbúskap íslendinga Einar Oigeirsson flytur á Alþingi frumvarp fil laga um áœtlunarráö rikisins isins Einar Olgeirsson ílytur á Alþingi „írumvarp til laga um áætlunarráð rík- Er þar lagt til að ríkisstjórnin skipi íjögurra manna neínd er nefn- ist áætlunarráð ríkisins og haíi það verkefni að semja heildaráætlanir um þjóðarbúskap íslendinga í samráði við ríkisstjórn. Gert er ráð fyrir tvenns konar áætlunum: Heildaráætlunum um þróun at- vinnulífsins og fjárfestingu þjóðarinnar fyrir 5—10 ára tímabil, og áætl- unum um eitt ár í senn um allan þjóðarbúskapinn. Frumvarpið er í tiu greinum og er birt hér í heild. I ýtar- legri greinargerð rekur flutn- ingsmaður tilraunir sem gerð- ar hafa verið til svipaðra ráð- stafana áður og rökstyður þörfing á áætlunarbúskap. Greinargerðin er birt á 7. síðu blaðsins í dag. Frumvarp Einars er á þessa leið: 1. gr. Rí'kisstjórnin skipar fjögurra manna nefnd, er nefn- ist áætlunarráð rikisins. 2. gi’. Hlutverk ráðsins er aö semja heildaráætlanir um þjóðarbúskap Islendinga, er gerðar skulu í samráði við ríkísstjórn. Áætlanir þessar skulu vera tvenns konar: 1. Heildaráætlanir um þróun abvinnulífsins og fjárfestingu íþjóðarinnar fyrir 5—10 ára tímabil. 2. Áætlanir um eitt ár í senn um allan þjóðarbúskap- inn. 3. gr. Heildaráætlanir þær, sem um ræðir í 1. tölulið 2. gr., skrulu miðaðar við eftirfarandi: 1. Að öll framleiðslugeta landsmanna sé hagnýtt til fulls og öllum verkfærum mönnum tryggð næg og örugg atvinna. 2. Að auðlindir lands og þjóðar verði sem bezt hagnýtt- ar i þágu þjóðarheildarinnar til þess að auka velmegun tryggja afkomu þjóðar og ein* staklinga. 3. Að atvinnuvegir lands- manna verði efldir og nýir skapaðir, til þess að þjóðin eignist sem fjölbreytilegast at- vinnuTíf, en þó einbeitt að því að efla fyrst og fremst þær atvinnugreinar, er veita í seitn beztu hagnýtingu á auðlindum þjóðarinnar, mestu afkastagetu landsmanna og beztu nýtingu fáanlegra markaða og skapa þannig forsendur fyrir sem beztum Tífskjörum þjóðarinnar. ísraelsmenn drepa konnr og börn Yfirstjórn eftirlitsliðs Sam- einuðu þjóðanna á Gaza-svæð inu hefur tilkynnt að ein af sveitum þess hafi í gær rek ■ izt á flokk vopnaðra ísraels- manna sem komnir voru inn á egypzkt landsvæði. ísraelsmennirnir höfðu skotið á borgara í egypzku Beidúína- þorpi með þeim afleiðingum, að kona og barn biðu bana en önnur kona særðist. I þessum heildaráætlunum skal áætluð þróun hverrar at- vinnugreinar, eins og bezt sam- rýmist heildarhagsmunum þjóð- arinnar, svo og hver höfuð- atvinnutæki, samgöngutæki, byggingar og annað þurfi til sjávar og til sveita til þess að tryggja, að þeim tilgangi, sem vinna skal að samkvæmt þessari grein, verði náð. Áætlunarráðið skal og gera áætlanir um, hvar tækin skuii staðsett, og tillögur um bygg- ingar, byggðarþróun og aðrar framkvæmdir í því sambandi. 4. gr. Áætlanir þær, sem um ræðir í 2. tölulið 2. gr., skal gera um allan rekstur þjóðar- öúskaparins fyrir ár hvert, bæði rekstur og þróun hinna einstöku atvinnugreina innan- íands og viðskipti þjóðarinnar út á við. Áætlanir þær, sem fjalla um tekjur og gjöld þjóðarinnar í viðskiptum við önnur lönd, skulu gerðar í samráði við ráðherra þann, sem fer með viðskiptamál, og skal síðan leggja þær til grundvallar fyr- ir viðskiptin á næsta ári. Þess’ ar áætlanir skulu gerðar með það mark fyrir augum að ná sem hagstæðustum viðskipt- um og greiðslujöfnuði við önn- ur lönd, skapa þjóðinni öruggt fjárhagslegt sjálfstæði út á við og gera henni kleift að fram- fylgja. heildaráætlunum um uppbyggingu atvinnulifsins og þeim fyrirætlunum um örugga og batnandi lifsafkomu al- mennings, sem unnið er að liverju sinni. Á sama hábt skal áætlunar- ráð og við samningu áætlana sinna hafa samráð við hin ein- stöku ráðuneyti um liinar ýmsu atvinnugreinar, er undir þau heyra. Áætlunarráðinu ber hins veg- ar ætið að hafa heildanliags- muni þjóðfélagsins fyrir aug- um og gæta þess,. að í öllum áætlunum þess sé fullt sam- ræmi, svo sem bezt fullnægir þeim tiigangi, er þvi ber að vinna að. Er ráðið því alls ekki bundið við tillögur hversr ráðuneytis i áætlunum sínum. 5. gr. Til þess að ná þeim Framhald á 10. síðu. 11 kr. sparnaður á mánuði! Auk þess sem getið var í blaðinu í gær hafa kom- ið til framkvæmda nokkrar nýjar lækkanir. Fransk- brauð, rúgbrauð og norin- albrauð hafa verið lækkuð um 10 aura, vínarbrauð um 5 aura, tvíbökur um 45 aura lúlóið, kringlur um 30 aura kílóið, kaffi um 20 aura pakkinn, vlnarpylsur og bjúgu um kr. 3.80 kíló- ið og kjötfars urn kr. 2.50 kílóið. Samkvæmt grundvelli nýju vísitölunnar, sem nú hefur verið lögfest, nema þessar lerðlækkanir kr. 131.87 á ári fyrir 4-5 manna fjöl- skyldú. Sparnaðurinn er þannig sem næst 11 kr. á mánuði. Hins vegar er lækkunin á mánaðarkaupi Dagsbrúnarverkamanns, er vinnur 8 dagviunutíma og einn eftirvinnutíma til jafn- aðar, kr. 757.75 á mánuði. Kveðja ber sendiherra fslands heim til að mótmæla ofbeldi Breta Allirþingflokkarnirtelja Valafellsatl)urðinn mjög alvarlegt mál Sest enn við þcsS samcs í gcerkvöld Er Þjóðviljinn hafði samband við Landlielgis- gæzluna á tólfta tíman- um í gærkvöld hafði enn .ekkert ger/.t í máli brezka > eiðiþjófsins Valafells. Þór og brezki tundurspill- irínn héldu sig í námunda við togarann og duflið sem sett liafði verið í sjó á þeim slóðum er Valafell var staðið að ólöglcgum veiðuin á sunnudaginn. — Brezka útvarpið minnt- ist ekkert á atburðinn í fréttasendingum sínum í gær. Allir þingflokkarnir telja ,,Valafells“-atburöinn við Loðmundarfjörð mjög alvaríegt mál, og tóku Eysteinn Jónsson og Bjarni Benediktsson eindregið urvdir þá kröfu Einars Olgeirssonar á Alþingi í gær, að utanrík- ismálanefnd verði tafarlaust kvödd saman til aö ræöa hvernig svara skuli þessu síðasta ofbeldisverki Breta. Einar Olgeirsson lýsti yfir aö hann teldi rétt að kalla sendiherra íslands í London heim í mótmælaskyni. 4ður en gengið var til dag-á íslenzkt varðskip, og býggist skrár á fundi sameinaðs þings í gær kvaddi Einar Olgeirsson sér hljóðs, og flutti þá fyrir- spurn til dómsmálaráðherra hvað rikisstjórnin hyggðist gera vegna atburða þeirra sem nú væru að gerast úti af Loð- mundarfirði, þar sem brezk her- skip hóta að beita íslenzkt varðskip vopna-valdi og hindra að það nái að framfylgja ís- lenzkum lögum gegn landhelg- isbrjót, sem staðinn var að verki meira að segja innan gömlu markalínunnar. Einar minnti á, að þetta væri í annað skipti síðan í liaust að brezk herskip hóta að skjóta hann við að ' allir þingmenn væru sammála um að ríkis- stjórnin yrði að sýna brezku stjórninni hve alvarlegum aug- um íslendingar líta á slílcar að- farir. Teldi hann brýna nauð- syn að kveðja utanríkismála- nefnd saman til að fjalla um máliö. Við eigum að svara með því að kalla tafarlaust heim ís- lenzka sendiherrann í London, sagði Einar, svo brezka stjórn- in viti að Isieiulingar láta ekki bjóða sér slíkt. Nú hefur brezka stjórnin látið íslenzk stjórnar- völd bíða í tvo sólarhringa eftir því, að því er virðist, að hún sé að þinga um hvað gera skuli. íslendingar verða að hafa fulla gát á að þeir skemmi ekki fyrir málstað sínum með óvið- eigandi aðgerðarleysi i máli eins og þessu. Dómsmálaráðherra Friðjón Skarphéðinsson kvaðst ekki geta svarað á aðra lund, en að svo komnu máli væri ekki ann- að gera en bíða átekta. Hann gerði ráð fyrir að úr því feng- ist skorið alveg á næstunni hvernig með málið færi, hvort brezku herskipin slepptu tog- aranum við 'islenzka varðskip- ið eða hindruðu að íslenzk lög næðu yfir það að ganga. Að svo komnu he.fði ríkisstjórnin ekki tekið aðra ákvörðun en þá að bíða átekta og sjá hvern- i'g þessum þætti málsins lykt-- aði. Eysteinn Jónsson kvaðst því samþykkur og livetjandi þess að ríkisstjórnin tæki upp fund- arhöld í utanríkismálanefnd vegna þessa alvarlega máls og til að ræða hvernig skuli með mál þessi fara yfirleitt. Ríkis- stjórninni bæri að hafa fullt samráð við alla þingflokkana um hvað gera skuli. Bjarni Benediktsson kvaðst mjög vilja táka undir það að Framhald á 10. síðu. 65íórust í flug- slysiíUSA Bandarísk farþegaflugvél með 08 farþega og 5 manna áhöfn innanborðs hrapaði til jarðar í fyrrinótt í Austurá við New York. Flugvélin var að koma frá Chicago. Aðeins 8 menn komust lífs af úr flugslysi bessu, en hin- is 65 fórust.. Rigning og þoka var þegar flugvélin kom að flug- vellinum og er talið að hún hafi ekki séð ljósmerki frá flugvell- inum. 20 lík höfðu fundist í gær- kvöld en slæmt veður hamlaði leitinni að þeim sem fórust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.