Þjóðviljinn - 20.02.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.02.1959, Blaðsíða 4
I!) —: ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20. febrúar 1959 ?. Árni Björnsson, stud. mag.: Heimsmót æsku og stúdenta íyrir friði og vináttu 4. ágúst 1959 Dagskrá mótsins Hún verður mjög umfangs- mikil að venju. Má fyrst nefna ýmsar almennar samkomur eins og opnunarhátíðina, sem ævinlega er mjög mikilfengleg, Þá er sérstök hátíð helguð friði og vináttu, sérstök hátíð til stuðnings nýlenduæskunni, önnur helguð sveitaæskitnni, þá er sérstakur stúlknadagur, m.a. með tízkm og þjóðbún- ingasýningu, og loks á að halda griðarmikið æskuiýðskarnival einhvern siðustu dagana. í öðru lagi eru ýmsir fund- ir. l>ar skal fyrst nefna hina svokölluðu vináttufundi 2ja sendinefnda í einu. Ef við t.d. höfum sérstak* löngun til að kynnast Indónesíumönnum eða Mongólíumenn hafa sér- stakan áhuga á að kynnast okkur, þá er komið á slíkum fundj_Hann stendur ekki nema svo sem 2—3 tíma, og þarna blandast fólk og spyr hvert annað um það. sem því leikur forvilni á, það er skipzt á minjagripum o.s.frv. Það segir sig sjálft, að eftir slíkan fund veit maður ekki alla skapaða hluti um viðkomandi þióð, en e.t.v. veit maður eitthvað meira en áður. Og hér er kom- ið að einu aðalatriðinu varð- andi þessi mót. Ef þau eru Vínarborg 26. júlí — ingu kjarnorkunnar, og um hlutverk háskóla og stúdenta- samtaka. Þá verða haldnir stuttir fundir (ca. 1 dag) stúd- enta í sömu námsgrein, sér- stakur stúdentadagur verður lialdinn, og loks á að starf- rækja alþjóðlegan stúdenta- klúbb allt mótið. í honum á að þarna keppa, t. d. fékk Marina Jashvílí, sem hingað kom í haust, fyrst alþjóðlega viður- kenningu á 6. mótinu í Moskvu. Þarna keppa og jassleikarar, og er skammt að mjnnast þess, er hljómsveit Gunnars Ormsl- ev hlaut gullverðlaun á Moskvumótinu. — Dómnefndir allar eru skipaðar liinum fær- ustu mönnum. í 6. lagi verður háð alþjóðleg kvikmyndasamkeppni ungra höfunda. f 7. lagi verður alþjóðleg list- sýning, alþjóðleg ljósmynda- sýning og fleiri sýningar. Að lokum skal nefna hina geysimiklu íþróttakeppni, þar sem keppt verður í frjálsum í- þróttum, sundi, borðtennis, blaki, körfuknattleik, knatt- spyrnu, hjólreiðum, grísk-róm- fleiri og víðtækari samlök sem undirbúa þátttökuna í hverju landi, því meiri trygging er fyrir því, að svo verði. Þetta hefur verið mjög upp og ofan hjá hinum ýmsu þjóðum, en hefur þó stöðugt þróazt í rétta átt hin síðari ár, og á seinasta móti sýndu margar sendinefnd- ir mjög svo góðan þverskurð af æskunni heima fyrir, einkum hópar frá Asíu, Afríku og S- Ameríku, og af V-Evrópulönd- um má sérstaklega nefna Bret- land, Finnland og Frakkland. Hér á íslandi hefur verið, og verður auðvitað enn, litið á ferðir á þessi mót fyrst ,og fremst sem skemmtiferðir, og er út af fyrir sig ekki nema gott eitt um það að segja. Við höfum á undanförnum 3 mót- um átt langstærstu sendinefnd- lslendin.gar og Indverjar á vináttufundi í Varsjá 1955. Síðari hluti vel heppnuð, þ.e. ef sendinefnd hvers lands sýnir sæmilegan þverskurð af æskunni heima hjá sér, geta mót þessi verið e.k. heimur unga fólksins í hnotskurn. Á einum stað á þá að vera hægt að komast í per- sónuleg kynni við þó ekki sé nema brot af flestum þjóðum heims. Aðrir fundir eru t.d. milli fólks úr sömu starfsstétt. ís- lenzkur fjósamaður getur t.d. haft gaman af að hþta arg- entinskan fjósamann, og jap- anskan fiskimann getur fýst að hitta íslenzkan starfsbróð- ur sinn. Menntaskólanemar um heim allan geta komið saman og rætt hina eilífu baráttu við kennara og námsbækur. — Þá eru fundir fólks með sömu á- hugamál, t.d. frímerkjasafnara, Ijósmvndara o.s.frv. — í raun- inni eiga allir, hversu sérvitr- ir sem þeir eru, að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. í þriðja lagi er stúdentadag- skráin. Drögin að henni voru samin í S+okkhólmi af fulltrú- um eftirtalinna landsambanda: Stúdentasambandinu í Sviss, Súdan, Fi-akklandi. Chile, Tún- is, Samband Afríkustúdenta í Frakklandi. — og IUS. Gert er ráð fyrir 3 námskejðum um aL- mennan rétt til æðri menntun- ar, um friðsamlega hagnýt- verskri glímu, handknattleik og skák. íslenzk þátítaka Eins og þráfaldlega hefur verið minnzt á, er æskilegast, að hver sendinefnd gefi sem sannasta mynd af æskulýð síns heimalands og kynni það, sem helzt má telja einkennandi fyr- ir menningu þjóðar sinnar. Því vera veitingasalur, salur fyrir- skemmtiatriði og fyrirlestra, upplýsingamiðstöð, herbergi fyrir einkaviðræður, herbergi til að leika í skák, borðtennis o. fl. og danssalur. í fjórða lagi eru þau fjöl- breyttu skemmtiatriði, sem hinar ýmsu sendinefndir sýna. Sumt af þessu eru sýningar, sem aðgöngumiðar væru án efa seldir á tvö- og þreföldu verði^____________________________ hér í Þjóðleikhúsinu t. d. En þær eru ærið mismunandi og' ALLA ÞJÓÐINA eetur hljóða. Þrír tugir vaskra drengja á bezta aldri eru horfnir með skipi sínu. Nær fjórir tugir barna hafa misst feður sína, tólf konur orðið ekkjur, ein kona syrgir unnusta sinn; foreldrar og fósturforeldrar syrgja vaska eyni. Nítján ára, fyrirvinna móður sinnar; átti sex böm, foreldra og fóstur- foreldra á lífi; átti foreldra á lífi, var einkasonur þeirra. Þannig heyrðum við þrjátíu nöfn lesin í útvarpinu á þriðjudagskvöldið, en þá var talið yonlaust að frekari leit bæri árangur. Kannski geng- ur okkur misjafnlega vel að setja okkur í epor aðstand- endanna, skynja harm þeirra og syrgja með syrgjendum, en allt það fólk, sem hér á um sárt að binda, á áreiðanlega óskipta samúð hvers íslenzks hjarta. Sjómennskan er erfitt og áhættusámt starf, ekki sízt siglingar á fjarlæg mið að vetrarlagi. þegar allra veðra er von. íslenzku sjómennirnir hafa líka löngum getið sér mikinn og góðan orstír fyrir dugnað sinn, harðfengi og þrautseigju við að færa dýr- mæta b.iörg í þjóðarbúið. Það er og löngum viðurkennt £ orði ina í hlutfalli við fólksfjölda, og þess vegna hafa jafnan ver- ið í hinum íslenzka hópi full- trúar margvíslegustu stétta og skoðana og meðlimir í hinum ólíklegustu félögum, en þeir hafa yfirleitt ekki verið til þess kjörnir af sínum samtök- um. Því hefur það að mestu leyti verið fyrir tilviljun eina, hve hinar íslenzku sendinefndir hafa þó verið góð sýnishom af Lslenzkri æsku. En það fer ekki millj mála, hversu góð þátt- taka er tryggari, ef hún er skipulögð af sem flestum æsku- lýðssamtökum landsins. Alþjóðasamvinnunefnd ís- lenzkrar æsku boðaði til um- ræðu- og upplýsingafundar um 7. heimsmótið 29. janúar s.I., og bauð til hans öllum æsku- og íþróttasamtökum í Reykja- vík og nágrenni. Að gefnu til- efni er rétt að taka fram, að Alþjóðasamvinnunefndin telur sig ekki hafa neinn einkarétt á slíku né lítur á sig sem neinn sjálfsagðan forustusauð í þess- um undirbúningi; það hefði hver sem var getað boðað til þessa eða álíka fundar. En þar sem Samvinnunefndin hefur undirbúið þátttökuna á 3 síð- ustu mót, og veit, að ekki má seinna vera að undirbúningur hefjist, var ák'veðið að halda þennan fund, sem var sóttur af yfjr 50 manns, þ. á. m. voru trúar frá Heimdalli, Skólafé- lagi Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, Skólafélagi Menntaskól- ans í Reykjavík, Stúdentaráði Háskóla íslands og Æskulýðs- ráði fslands. Þess er að vænta, að sem fyrst verði hægt að stofna und- irbúningsnefnd og sem flest samtök eigi fulltrúa í henni. Þess rná og geta, að hvaða fé- lag sem er getur sent áheyrn- arfulltrúa til mósins, þótt það sé ekki aðili að undirbúnings- nefndinnj, Nokkrar upplýsingar: Þátt- takendur í mótinu verða alls 15—17000. Frá íslandi mega koma 80—100. Hentugasta ferð- in verður með Gullfossi 18. júlí, heim frá Höfn 8. ágúst. Kostnaður er áætlaður 7—7500 kr. á mann fyrir þá, sem kom- ast á 2. og 3. farrými, aðrir verða að greiða hærra verð. Ætlazt er til að íslenzki hóp- urinn búi í tjöldum í VLn, sem búin eru nauðsynlegum þæg- indum. Hörmulegir atburðir — Tvö sjóslys horínir 42 menn Merki mótsins kennir margra grasa. Sumar þjóðir hafa með sér heila ball- ettflokka eða kammerhljóm- sveitir, aðrar hafa með sér sirkusflokka o. s. frv. En eitt er þó sameiginlegt, að hver sendinefnd reynir að koma fram með nokkuð það, sem teljast má einkennandi fyrir menningu þjóðar sinnar. Skotar spila á sinar sekkjapípur, Kín- verjar á sínar lútur, Frakkar koma með sinn bendingaleik og Tékkar með sín brúðuleikhús, Brasilíumenn, Afríkunegrar og Ukraínumenn dansa sína trylltu þjóðdansa o. s. frv. í fimmta lagi er hin alþjóð- lega keppni ungra listamanna, sem allir geta auðvitað fylgzt með. Það er keppt í yfir 30 greinum, þ. á. m. söng, píanó- leik, fiðluleik, gítarleik o. m. fl. Og það eru engir skussar, sem illi þakkarskuld við sjómenn- ina okkar, hve nauðsynlegt það er að búa þeim sem bezt kjör, meðan þeir etunda hið áhættusama en þýðingarmikla starf. Sá hryggilegi atburður, sem nú hefur gerzt, ætti að verða okkur hvöt og áminn- ing um að gera enn betur við sjómennina okkar, og ékki að- eins hvað kaup og kjör þeirra sjálfra snertir, heldur þarf^ framtíð og afkoma f jölskyldna þeirra að vera örugglega tryggð, ef þeirra missir við. Og nú rétt í því að þessar línur eru skrifaðar, berst okkur önnur harmafregn: — Vitaskipið Hermóður hefur farizt á leiðinni frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur, Á Hermóði var 12 manna á- höfn. Ég veit ekki, hve mörg börn hafa bætzt í hóp hinna föðurlausu, veit ekki hve margar konur í viðbót hafa — hve við öll stöndum í mik- orðið ekkjur. Hitt veit ég, að 42 mannslíf eru mikil og til- finnanleg blóðtaka lítilli þjóð. Stórt skarð hefur verið höggv- ið í sjómannastétt okkar, djúp sorg ríkir á mörgum heimilum, alla þjóðina setur hljóða. 1 djúpri þögn vottar hún hinum horfnu sjómönnum þökk sína og virðingu og að- standendum þeirra öllum inni- legustu samúð. Prestsefrið á Borg Framhald af 12. síðu nokkrar skemmdir munu hafa orðið þar af reyk. Björn Guðmundssan, slökkvi- laðsstjóri í Borgamesi, meidd- ist nokkuð er hann vann að slökkvistörfum. Tognaði hann í fæti, er hann var að klifra brunastiga og mun þurfa að liggja rúmfastur nokkurn tima. Til allrar mildi var veður stillt og gott hér í gær; £ stormi hefði brunatjónið orðið mun meira en það varð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.