Þjóðviljinn - 26.03.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.03.1959, Blaðsíða 11
E r n e s t JK. G a n n a *-Vjí "« c’C 84, dagur. missirðu af því öllu saman og innst inni fyrirgefurðu a'ldrei að þú hættir við það.“ „Eg hætti af frjálsum vilja.“ „Nei, alls ekki, og ef þú gerðir það í raun og veru, eru tveir menn sem aldrei fyrirgæfu þér — .... og Keith.“ Hann sneri sér við og horfði reiðilega á hana. Lucille vissi að hann hafði aldrei fyrr langað til að slá hana. „Eg vildi að þú hefðir ekki sagt þetta!“ „Ástin mín, ég veit að það er eins og ég sé rugluð, en þegar ég giftist, giftist ég líka öllum bræðrum þínum. Það sagðirðu sjálfur. Og ég er farinn að skilja hve míkla þýðingu flugið hefur fyrir þig. Eg vil ekki að neitt eyðileggi það. Kannski er flugið með vaxtarverki, rétt eins og Keith fær með tímanum — ef það verður drengur. Tad g'afst ekki upp og þú gefst ekki upp heldur. Fluvð verður stórkostlegt einn góðan veðurdag .... stór- kostlegra en þig og Roland eða jafnvel Gafferty hefur nokkurn tíma dreymt um ....... og það eru rrtenn af þínu tagi sem hafa gert það slíkt.“ Þá vissi hún að hún var að sigra. Hann greip um hönd hennar og smátt og smátt færðist bros yfir andlit hans. Hánn leit stríðnislega á hana. ..Þetta var aldeilis ræða. Eg held þú sért afbrýðisöm.“ ,,Eg er hræðilega afbrýðisöm. En flugið er alveg eins mikill hluti af þér og ég. Það skipti ekki neinu máli hversu mjög það tæki þig frá mér — ég verð að hafa samvinnu við það. Þú verður að halda áfram að fljúga, ástin mín .... hvað sem fyrir kemur!“ Hún kyssti hann innilega á munninn. „Haltu áfram að brosa. Eg er að deyja úr hungri. Farðu með mig út að borða og kauptu dálítið vín handa mér og farðu svo með mig hingað aft- ur og sofðu hjá mér! Fljúgðu svo ferðina þína samkvæmt áætlun á morgun ...... og láttu mig aldrei framar heyra þig tala um ábyrgð!“ Hún kyssti hann einu sinni og þaut inn í baðherbergið og læsti á eftir sér, og þegar þangað kom gat hún varla opnað varirnar — þær skulfu svo ofsalega af gráti. XVIII. kafíi Roland gekk stórum skrefum inn í vöruhúsið með svip manns, sem er staðráðinn í að framkvæma erfitt verk. Hann hafði tekið Fleska Scott með sér til hjálpar, og það var ekki fyrr en lyftustúlkan leit tortryggnislega á þá og spurði hvert þeir ætluðu, að mesta loftið fór úr þeim. \ 11, 11 Roland. Fleski Fimmtudagur 26. marz 1959 kihkaði kolli „Ungbarnaföt“ sagði með alvörusvip. Stúlkan virti þá fyrir sér frá hvirfli til ilja og sagði: „Á fimmtu hæð.“ Þeir stigu varlega út úr lyftunni og skálmuðu vand- ræðilega yfir teppalögð gólfin og gegnum heil völundar- hús af bleikum kvennærfatnaði sem lá á borðunum og enn bleikari flíkum sem héngu á grindum. Þarna voru allmargar konur með hatta á höfðum og þær sneru sér til á alla vegu og lyftu upp bleikum flíkum, horfðu á þær girndaraugum meðan þær hristu þær úr brotunum. Bakvið borðin voru hattlausar-konur og horfðu á Roland og Fleska með óduldum áhuga sem á ekki sinn líka í annarri starfsgrein. Þegar karlmennirnir tveir höfðu fengið að standa og bíða hæfilega auðmýkjandi tíma, lét ein kvennanna bakvið borðið svo litið að orða það að hún gæti ef til vill orðið þeim að liði. Roland togaði í buxnastrenginn og sama gerði Fleski, alveg eins og Ás «nmssynii: HÍLJ í Listasaíni ríkisins í Þjóðmi’iiasaíninu er opin virka daga kl. 13—22, og lielgi- og hátíðisdagana írá kl. 10—22. Aðgangur ókeypis. Reykjavík — Hsfnarjörður Ferðir Hafnartjarðarvagna um páskana verða sem liér segir: Skírdagur: Ferðir hefjast kl. 10:00. Siðasija i'erð kl. 00:30. Föstudagurinn langi: Ferðir hefjast kl. 14:00. Síðaslja ferð kl. 00:30. Laugardagur: Ferðir liefjast kl. 07.00. Síðasfja ferð ki. 00:30. Páskadagur: Ferðir hefjast kl. 14:00. Síðasjja l'erð kl. 00:30. Annar páskadagur: Ferðir hefjast kl. 10:00. Síðaslja ferð kl. 00:30. LANDLEIÐIR h.L Þ J ÓBTVIL JINN — (Sfc Minningarorð Framhald af 4. síðu sama, mynd af góðum drcng. Ég þekki eagin fegurri orð eða önnur, sem myndu lýsa. þér betur. Þú hefur eflaust ekki verið gallalaus fremur en aðrir menn, en galla þína þekkti ég ekki. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en glöðum og reií'um, trúum og sönnum. Koma þín á heimili mitt var fjölskyldu minni ætið gleði- efni. Ég minnist þess, er börnin þutu upp til handa og fóta, er þú birtist í dyrunum. Kiddi var kominn, og litlir handleggir lögðust um háls- i:in á þér, frændi minn. Þá þótti mér vænzt um þig. Börn- in finna betur en við, hin fullorðnu, þá hlýju, sem til þeirra stafar. Ég minnist þín, er við sátum saman og rædéh um um heima og geima. Þú hafðir heilbrigðar skoðanir á mönnum og málefnum, og lastmæ!gi var þér fjarri. Ég minnist einnig þeirra stunda, er við sátum einir og þögðum. Þögr. er hrjúf og óþægileg í návist sumra manna, en ljúf í nærveru annarra. Þín þcgn var mild og hlý. fítarf þitt hin síðari ár \’ar einkum á sjónum, eins og svo margra annarra íslend- inga, Ég þekkti þig ekki í starfi af eigin raun, en mér er fullkunnugt um, að þú tókst það alvarlega og á- vannst þér traust og vin- sældir vinaufélaga þinna. Þar varstu sami sanni drengurinn og endranær. En nú ertu horfinn, Ægir gamli bjó þér hvílu. Eftir er minningin, sem auðgar okkur sem eftir lifum öðru fremur. Ég er guði þakk-> látur fyrir það, að þín nauí: þó við þessi .fáu ár, þaikklát- ur fyrir þá birtu og þann yl, sem þú veittir inn á heimili mitt, þakklátur fyrir börnin mín, sem þú varst svo góður. Foreldrum þínum, Ingirlði Grímsdóttur og Friðbirni Ein- arssyni á Vopnafirði, syst- kinum þínum öllum og nánum skyldmennum votta ég inni- legustu .hluttekningu mína í sorg þeirra. Vertu sæll, Kiddi minn, kæri vinur og frændi, þakka þér fyrir allt. G. M. H. Jarðarför föður okkar HALLDÓRS ÞÓRÐARSSONAR, fer fram þriðjudaginn 31. marz — kl. 1,30 frá Fossvogskapellu. Fyrir oltkar hönd og annarra skyldmenna, Guðbjörn S. Halldórsson, Bjarni Þ. Hhlldórsson. Við þökkum af hjarta öllum nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall eiginmanns míns, föður og sonar okkar SI EINBJARNAR FINNSSONAR, stýrimanns, sem fórst með vitaskipinu Hermóði þ. 18, febr. s.l. Sérstaklega þökkum við konum í Hrönn fyrir þeirra vinsemd. Biðjum. guð að blessa ykkur öll. Agnes Egilsdóttir, Finnur Sveinbjiírnsson, Halla Halldórsdóttir, Finnur Sveinbjörnsson. r HEIMILISÞÁTTURJÍ Svörtu sokkarnir vinna á Að undanförnu hafa sézt næ- lonsokkar í næstum öllum regn- bogans litum og þó virðast svörtu sokkarnir hafa náð einna mestri útbreiðslu, eink- um meðal ungra stúlkna. Ef maður kærir sig ekki um að beina alhyglinni að fótleggjum sínum, er auðvitað fi'áleitt að ,klæða sig í svarta sokka, því sá litur er sérlega áberandi á sokkum. En hann getur verið skemmtilegur á ungri stúlku, sem er ef til vill í- hvítum kjól sem stingur hressilega í stúf við svarta sokkana- og t.d. eld- rauða skó. Hafi maður samt sem áður hugsað sér að geva þessa djörfu tilraun og hætta við holdlitu sokkana, er rétt að aðgæta vel í búðinni hvort svarti liturinn er vel jafn. Litunin misheppn- ast nefnilega stundum og eink- um sést það oft á saumlausum sokkum að þeir eru með dálít- ið misdökkum rákum. Mjúkar ífalskai línai v Skemmtileg, ítölsk þlússa úr hinu mjúka og yndislega ca- chemis-efni. Blússan liggur í mjúkum föllum um hálsinn og ermarnar eru út í eitt. Pilsið er úr þykku moliair með breiðu, stungnu foelti, skreyttu tveim hnöppum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.