Þjóðviljinn - 26.03.1959, Side 12
11
Vonum að heimséknin verði framlag
til eflingar vináttu og friði
Kvennasendinefnd frá Sovétríkjunum hefur heimsótt
ísland í boSi Kvennadeildar Menningartengsla íslands
og- Ráöstjórnarríkjanna og annarra kvennasamtaka.
Jíefndin hefur dvalið 10 daga á íslandi.
Við brotfförina lét fornraður
nefndarinnar E. Khakhalina í té
eftirfarandi umsögn um dvölina
hér:
Tilgangur fararinnar var að
kynnast starfi kvennasamtaka í
landinu og menningarlífi höfuð-
staðarins.
Á meðan nefndin dvaldist á
íslandi fékk hún tsekifæri til að
kynnast ýmsum samtökum
kvenna og heimsótti margar
menningarstofnanir.
Menntamálaráðherra Hr. Gylfi
Þ. Gíslason og borgarstjórinn í
Reykjavík, herra Gunnar Thor-
oddsen veittu nefndarkonum
víðtöku og sýndu beim aðra vin-
semd.
Fundir og samtöl við fullfrúa
kvennasamtaka fóru fram í
anda vináttu og einlægni. Helzta
umræðuefnið var framtíð bam-
arina og aukin kynni á milli
þjóða okkar, kvenna og kvenna-
samtaka fslands og Ráðstjórnar-
ríkjanna.
Von okkar er að heimsókn
f Oræfa-
ferð Páls
; PáJI Arason Ieggur af stað í
lúna árlegu páskaferð austur í
Öræfi kl. 8 árdegis í dag — og
hað er ekki að sjá að farþegar
Iians óttist að komast ekki leið-
ar sinnar — það voru 121 sem
ætluðu að fara með honum.
Páll Arason hefur farið aust-
Ur í Öræfi um páskana nokkur
undanfarín ár og hafa ferðir
þeSsar orðið mjög vinsælar.
Guðmundur Jónasson hefur
einnig farið þessa leið á sama
tíma, en samkvæmt frásögn Vís-
is í gær hætti hann við förína
vegna þess að vatn hefur vaxið
í jökulsánum á Skeiðarársandi.
Páll kveðst ekki ráða við nátt-
úruöflin, en við förum eitthvað
áleiðis — svo langt sem við
komumst, sagði hann í gær. Og
121 maður ætlaði að leggja af
Stað með honum áleiðis austur
í morgun.
þessi verði framlag til efling-
ar málstaðar friðarins í heim-
inum.
Skákþingið:
Ingi R. og Ingvar
Ásmundss. jafnir
Fjórða umferð á Skákþingi
Islands var tefld í fyrrakvöld.
I landsliðsflokki fóru leikar
þannig að Ingi R. Jóhannsson
vann Benóný Benediktsson,
Ingvar Ásmundsson vann Hau'k
Sveinsson, Ingimar Jónsson
vann Jón Kristjánsson, Halldór
Jónsson vann Jón Guðmunds-
son, en Kári Sólmundarson og
Ólafur Magnússon gerðu jafn-
tefli, Biðskák varð ihjá þeim
Reimari Sigurðssyni og Þóri
Sæmifndssyni.
Biðskákir voru tefldar í gær-
kvöldi og var þessum skákum
lokið: Ólafur Magnússon vann
Reimar Sigurðsson, Ingvar Ás-
mundsson vann Kára Sólmund-
arson og Þórir Sæmundsson
vann Reimar Sigurðsson,
Efstir eftir 4 umferðir eru
Ingi R. Jóhannsson og Ingvar
Ásmundsson með 4 vinninga
og Ingimar Jónsson með 3
viniiinga og biðskák. Halldór
Jónsson er með 3 vinninga.
Fimmta umferð verður tefld
í Breiðfirðingabúð kl. 2 í dag
og sjötta umferð í kvöld M. 8.
Meðan Sovétkonurnar dvöldu
hér ferðuðust þær austur í
Hveragerði og heimsóttu þar
m. a. Gunnar Benediktsson
rithöfund og var myndin tek-
in í þeirri heimsókn. Gunnar
Benediktsson. Valdís Hall-
dórsdóttir kona hans og son-
ur þeirra eru þai*na með gest-
um sínum.
þlÓÐVILIINN
Fimmtudagur 26. marz 1959 — 24. árgangur — 71. tölublað.
Alþjóðleg samkeppni um nýjar
tónsmíðar ungra tónskálda
íslenzki; þáfttakendur þurfa að hafa sent verk
til Tónskáldafélags íslands fyrir 20. april
í sambandi viö æsku- og stúdentamót, sem haldið verð-
ur 1 Wien 26. júlí til 4. ágúst verður efnt til alþjóð-
legrar samkeppni um nýjar tónsmíðar ungra tónskálda.
í dómnefndinni munu eiga
Brúðuleikhúsið 2 páskad:
Hans og Gréta
Æskulýðsráð Reykjavíkur efn-
ir til leikbrúðusýningar fyrir
böm, í skátaheimilinu við
Snorrabraut, annan páskadag kl.
1,30 e. h. Aðgöngumiðar á 5
krónur verða seldir við inngang-
inn.
f þetta sinn verða sýnd æv-
intýrin Hans og Gréta, og Eld-
færin.
Leikbrúðugerð og sýnþigar
bafa náð hylli víða um lönd og
eru talin til sjálfsagðra þátta
í lífi þjóðanna. Hér á landi er
þetta ung listgrein sem á sífellt
vaxandi vinsældum að fagna.
Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur
gengizt fyrir námskeiðum í leik-
brúðugerð og sýningum, í sam-
vinnu við Jón E. Guðmundsson.
stofnanda Hins íslenzka brúðu-
leikhúss.
sæti m. a. hið heimskunna tón-
skáld Dmitri Schostakovitsch
og belgíiski músíkprófessorinn
Emile IBosquet.
Eftirtaldar verkteg. koma
til greina:
1) Einsöngslög og kórlög. 2)
Hljómsveitarverk, kantödur og
óratóríur. 3) Tríó, kvlartettar
og kvintettar fyrir strok. og
blásturshljóðfæri (líka með
píanói). 4) Píanóverk eða tón-
smíðar fyrir önnur sólóhljóð-
færi, með eða án pianóundir-
leiks. 5) Dansmúsík..
Höfundar skulu ekki vera
eldri en 35 ára. Hinsvegar er
ekkert aldurstakmark sett
þeim, sem vilja senda einsöngs-
og !kórlög, tileinkuð fyrrnefndu
alþjóðamóti. Dómnefndin mun
veita verðlaun og opinbera
viðurkenningu fyrir beztu verk-
Batista allsstaðar
Söfnunin orðin á
fjórðai milljén
Enn eru að berast gjafir í söfn-
unina til styrktar aðstandenda
sjómannanna er fórust með
togaranum Júlí og vitaskipinu
Hermóði. Samkvæmt upplýsing-
um, er blaðið fékk í gær, nam
heildarupphæð söfnunarinnar
þá kr. 3 millj. 230 þús.
Páskavaka ]
Páskavaka kirkjukórs Laug-
arneskirkju verður skírdags-
kvöld kl. 8.30. Á efnisskránni
er kórsöngur, einsöngur, ávarp,
erindi og upplestur.
böm munu lesa ævintýri og
söngljóð. — Aðgangur að
páskavökunni er ókeypis og öll-
um heimill.
Mæðiveikin komin i Reykhólasveit
Mæöiveiki er nú komin upp í Reykhólasveit, en fjár-
skipti hafa aldrei farið frarn í því hólfi. Líklegt er talið
að veikin hafi borizt norðan úr Strandasýslu.
s. 1. hausti á Harrastöðum í
Mið-Dölum.
Kristmann var
höfundurinn
Eins og menn munu minnast
gaf Almenna bókafélagið ný-
lega út geimferðasögu, er nefn-
ist Ferðin til stjarnanna.
Nefndist höfundurinn Ingi
Vítalín og var það dulnefni.
í gær skýrði AB síðan blöðum
og útvarpi frá því, að hinn
kunni rithöfundur Kristmann
Guðmundsson væri höfundur
sögunnar. Mun það vafalaust
koma mörgum á óvart, að
Kristmann skuli einnig vera
geimferðasagnaskáld.
uthýst
Svissneska etjórnin hefur
neitað Batista fyrrverandi ein-
ræðisherra á Kúbu um landvist-
arleyfi. Áður höfðu allmörg
önnur lönd, sem hann hafði
leitað til, neitað honum um
landvist, en Batista hefur dval-
izt í Dominikanska lýðveldinu yrðu að eiga viðræður við
hjá vini síiium Trujillo einræð- Krústjoff á fundi æðstu mamia
isherra síðan Fidel Castro og tjl þess að reyna að ná ein-
fylgismenn hans steyptu ein- hverju samkomulagí í Þýzka-
ræðisseggnum af stóli. landsmálunum
in. Æskilegt erí að píanóút-
setning fylgi hljómsveitarverk-
um. Verði söng- eða kórlag
fyrir vali, hlýtur ljóðhöfundur
einnig verðlaun.
Væntanleg verk íslenzkra
höfunda má senda til „Tón-
skáldafélags íslands“, Freýju-
götu 3, Reykjavík. Skulu þau
'hafa borizt ekki síðar en 20. .
april.
Þjóðhátíðar-
dagur Grikkja
í gær var þjóðhátiðardagur
Grikkja, en þennan dag árið
1821 hófu Grikkir frelsis-
baráttu sína gegn Tyrkjum.
Dagurinn var nú í fyrsta
sinn haidinn hátíðlegur á Kýp-
ur, og var slíkt ákveðið í samn-
ingunum um stofnun lýðveldis
á eynni.
Grivas, hinn frægi foringi
EOKA á Kýpur var ekki sjáan-
legur í hátíðahöldunum í Aþenu
og var heldur ekki við hátiðar-
guðsþjónustu í kirkju erkibisk-
ups í Aþenu.
De Gaulle ógnar
Framhald af 1. síðu
Hvenær lækka olía og benzín?
Stöðugí ný dæmi um verðhækkanir
Veikin er í fé á bænum Mið-
húsum. Bóndinn þar, Sveinn
Guðmundsson skýrði frá því að
veila hefði verið í fé hans á s.l.
haustf. Nýlega fór dýralæknir
vestur til að rannsaka féð; var
tveim grunuðum kindum slátr-
að og lungun rannsökuð og kom
þá í ljós að um mæðiveiki var
að ræða.
Mæðiveiki varð síðast vart á
Konur athugið!
Kvenfélag sós;íalista minn.
ist 20 ára afmælis síns með
samsæti í Tjarnarcafé föstu-
dagiiui 3. apríl n. k. Fjöl-
breytt skemmtiatriði. Góð-
ar veitingar. Nánar tilkynnt
síðar.
Skemmtinefndin.
* Þjóðviljinn hefur nokkrum
sinnum borið fram þá fyrir-
spurn hversvegna söluvörur
mestu auðfélaga landsins, ol-
ía og benzín, lækki ekki í
verði þrátt'íyrir ákvæði kaup-
ránslaganna. Gylfi Þ. Gísla-
son viðskiptamálaráðherra
svaraði því að lo'kum til að
þessar vörur liefðu lækkað —
en lækkunin rynni í sérstak-
an sjóð! Sú ráðstöfun er þó
næsta undarleg, því verð-
iækkunin átti einmitt að vera
til þess að bæta almenningi
upp lcaupránið, og almenning-
ur hefur ekkert gagn af því
þótt honum sé sagt að ein-
ihver óskilgreind upphæð sé
látin renna í einhvern dular-
fullan sjóð. Er þess a.ð tænta
að ríkisstjórnin breyti þessu
fyrirkomulagi án tafar og
láti lækkun. á olíu og benzíni
koma til framkvæmda í verki;
ekki veitir af.
En það er margt fleira
sem hefur hækkað að undan-
jförnu. Þannig hefur ríkis-
stjórnin heimilað meisturum
að hækka álagningu sína á
útselda vinnu — á sama tíma
og kaup sveinanna lækkar
eins og annarra launþega. Þá
hefur ýmislegt byggingarefni
hækkað 'í verði, með þeim af-
leiðingum að vísitala bygg-
ingarkostnaðar lækkar aðeins
um 1% þótt iaunákostnaðar-
liðurinn væri lækkaður um
5,4%. Hæklcanirnar á öllum
álögum Reykjavíkurhæjar
hafa áður verið raktar hér
í blaðinu, en þær hafa m. a.
valdið því víða að húsaleiga
hefur verið hæklcuð. Og
minna má á að með valda-
töku núverandi rikisstjómar
hækkaði aðgangseyrir að
Þjóðleikliúsinu um næstum
því helming. Daglega verða
húsmæður einnig varar við
hækkanir á ýmsum innflutt-
um vörum í verzlunum án
þess að tilgreint sé hvernig
á þeim verðhæ'kkunum standi.
Allt gerist þetta á sama tíma
og kaup er lækkað um nær-
fellt sjöunda hluta og at-
vinna er að dragast saman
vegna vaxandi sölutregðu.