Þjóðviljinn - 17.04.1959, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 17. apríl 1959
Nýia kjjördæmaskipunin
Framhald af 7. síðu.
miðjan marz og þar lét hún
samþykkja svohljóðandi boð-
ekap til alþýðunnar í kjör-
dæmamálinu:
„Flokksþingið telur að
•stefna beri að því að skipta
landinu í einmenningskjör-
dæmi utan Reykjavíkur og
iþeirra kaupstaða annarra,
sem rétt þykir og þykja
kaim að kjósi fleiri en einn
þingmann. Með hæfilegri
fjölgun kjördæmakjörinna
þingmanna falli niður uppbót-
arlandskjörið. Telur flokks-
þingið að einmenningskjör-'
dæmi sem aðalregla sé örugg-
astur grundvöllur að traustu
stjórnarfari".
Þessi samþykkt Framsókn-
arforustunnar var ekki aðeins
fjandskaparyfirlýsing við allt
Jýðræði, —- svipað og hjá
fasistum Frakklands, — og
pólitísk blihda slík að furðu
sætir, — heldur er hún og
hnefahögg í andlit íslenzkrar
verkalýðshreyfingar. Þetta er
yfirlýsing Framsóknarforingj-
anna um að þeir eigi aðeins
neiti verkalýðnum um endur-
bætur frá því, sem nú er, og
jafnrétti, — heldur hóti og
að svipta hann öllu því, sem
hann hefur áunnið í 25 ára
lýðræðisbaráttu: landsk jör-
inu og auknum hlutfallskosn-
ingum. Þetta er yfirlýsing
Framsóknarforustunnar um
að hún vilji ekki við verka-
Jýðinn semja, heldur aðeins
knésetja hann og kúga.
íslenzk alþýða lætilr
ekki kúga sig
En íslenzk alþýða lætur
ekki kúga sig. Um þann rétt,
sem Framsókn neitar henni
um semur nú verkalýðs-
hreyfingin við sjálfan höf-
uðardstæðing sinn, flokk
Reykjaviþurauðvaldsins, Sjálf-
stæðisflokkinn, — í þriðja
sinn á 28 árum, — á þeim
grundvelli, sem við óskuðum
eftir fyrir 17 árum.
Þessa andstæðinga hefur nú
nú Framsóknarforustan enn
einu sinni barið saman í
blindu sinni. Það er vissulega
tími til kominn að bændur ís-
lands og vinstrimenn í Fram-
sókn rísi upp til að velta af
sér þessari misvitru forustu.
Islenzkir bændur og ærlegir
vinstrimenn sveitanna verð-
sku’da vissulega betri forustu
en þetta glórulausa afturhald,
sem aldrei getur lært.
Það vantar aðeins eitt til
þess að fullkomna þetta ör-
vita afturhald. Framsóknar-
forustan sagði ’44 að með ný-
sköpun atvinnulífsins og kaup-
unum á nýsköpunartogurunum
og bátunum sem settu góðan
grundvöll undir atvinnulíf
dreifbýlisins, væru kommúnist-
ar að „vinna markvíst að upp-
lausn og eyðileggingu ríkjandi
þjóðskipulags." Það vantar
aðeins sanna að Framsóknar-
f orustan segi nú að nýja kjör-
dæmaskipunin séu vélabrögð
kommúnista til þess að eyði-
leggja jafnrétti, mannréttindi
og lýðræði á íslandi!
Og sjáið til: Einnig það
mun koma!
Það er engin firra svo fá-
ránleg að rökþrota menn grípi
ekki til hennar, þegar þeir
þurfa að verja ranglæti sitt
og forréttindi í þjóðfélaginu.
Forréttinii Framsóknarfor-
ustunnar eru að þrjú atkvæði
með henni gilda eins og átta
atkvæði með Alþýðubandalag-
inu. — Það er þetta ranglæti,
sem Framsóknarforustan er
að verja með blekkingum sín-
um í kvöld. — Og það er
þetta ranglæti, sem íslenzk
alþýða ætlar ekki að þola
lengur. Islenzk alþýða afnem-
ur það í ár.
Hvernig stendur á afstöðu
S jálf stæðisf lokksins ?
En hvernig stendur á því
að Sjálfstæðisflokkurinn, —
flokkur Reykjavíkurauðvalds-
ins, skuli reynast frjálslynd-
ari í samningum við verkalýð-
inn í þessu máli en Framsókn-
arflokkurinn?
Vart er það af hugsjónaást
hans á lýðræðinu einu sam-
an. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur vissulega undanfarinn ára-
tug — alveg eins og Fram-
sókn — ágirnzt að ná moiri-
hluta á Alþingi með minni-
hluta hjá þjóðinni. Kosn-
ingar eftir kosningar hef-
ur Sjálfstæðisflokkurinn skor-
að á kjósendur að gefa
sér meirihluta á Alþingi með
því að bæta við sig 300—400
atkvæðum í réttum kjördæm-
um, þá hefði hann meirihluta
á Alþingi með 40% kjósenda!
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
líka á undanförnum áratug
verið að dekra við hugmynd-
ina um eintóm einmennings-
kjördæmi á íslandi. T. d. 17
einmenningskjördæmi í Rvík.
Það var á tímum helminga-
skipta hans og Framsóknar.
— Það átti þá að' eyðileggja
þingræðislega möguleika verk-
lýðsins eins og nú er gert
í Frakklandi. — Það voru
vissulega helmingaskipti milli
Ihalds og Framsóknar um
hugmyndir ranglætisins þá,
— en til allra hamingju pöss-
uðu helmingarnir aldrei sam-
an.
Og nú er Sjálfstæðisflokk-
urinn snúinn til betri vegar
— til fylgis við hlutfallskosn-
ingar og stór kjördæmi. —
Af hverju?
Ég he’d af því að hann
býst við að geta unnið meiri-
hluta á Alþingi án þess að
hafa rangt við, unnið meiri-
hluta þjóðarinnar til fylgis
við sig.
1 því liggur það að Sjálf-
stæðisflokkurinn fylgir stefnu
verkalýðshreyfingarinnar í
þessu máli í dag. — Og i
þessari von hans urn að ná
meirihluta þjóðarinnar felst
líka hættan, sem vofir yfir
þjóðinni í dag.
En þeirri hættu verður ekki
afstýrt með því að viðhalda
rangri og úreltri kjördæma-
skipun. Sá, sem hefur meiri-
hluta þjóðarinnar, á að hafa
meirihluta á Alþingi. — ls-
lenzk alþýða sigrar ekki
Reykjavíkurauðvaldið með því
að hafa rangt við í þeim leik-
reglum borgaralegs lýðræðis,
sem við nú heyjum baráttu
vora undir. — íslenzk alþýða
sigrar auðvaldið aðeins með
því að vinna af því það fylgi
alþýðustétta, sem það hefur
aflað sér, — aðeins með því
að sameinast öll á móti því
og reka djarfa og viturlega
pólitík gegn því, þegar alþýð-
an getur haft áhrif á stjórn
landsins.
Þessvegna semur alþýða ís-
lands hiklaust við íslenzka
auðvaldið í dag, um að koma
á réttum leikreglum í stað
rangra í alþingfiskosningum
á íslandi, — í öruggri vissu
um það að að lokum verður það
alþýðan sem sameinast um
lífshagsmuni sína í þeim átök-
um milli stéttanna sem allar
alþingiskosningar eru — og
ber sigur af hólmi, af því
hún er yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar og málstað-
ur hennar er málstaður fram-
fara, frelsis og velferðar vinn-
andi stéttanna.
Hvað um Alþýðu.
floltkinn ?
En hvað með Alþýðuflokk-
inn. — Af hverju stendur
hann nú með stjórnarskrár-
breytingunni ?
Alþýðuflokkurinn greip þó
til ranglætis til að reyna
að bjarga sér inn á Alþingi
í síðustu kosningum og sveik
með því alla stefnu sína í
mannréttindamálum frá upp-
hafi vega, — en evikin reynd-
ust honum samt flotholt nóg.
Nú dregur aftur að kosning-
um. Skuldadagamir nálgast.
Og nú á þessi launalækkun-
arflokkur enn yfir sér þá
hættu að fá makleg málagjöld
launalækkunarinnar með því
að detta út úr þinginu. —
Og þá sér hann á síðustu ‘
stundu að réttlætið, sem hann
sveik 1956, er það eina, sem
getur bjargað honum inn. Og
sjá — nú aðhyllist liann jafn-
réttið af sömu hvötum og
hann braskaði í misréttinum
1956.
Styðst við liið trausta
í þjóðveldinu forna
En er Jressi kjördæmaskip-
un, sem nú skal upp tekin
ekki óþjóðleg, brýtur hún ekki
niður dýrar erfiðir og forn-
ar venjur?
Við skulum atliuga.
Fj'rir 1030 ámm skópu for-
feður vorir hér á landi eitt
merkilegasta stjórnskipulag
mannkyns6Ögunnar, — löguðu
hið forna, alþjóðlega ætta-
samfélag að sérstökum stað-
háttum og þörfum hinnar
ungu íslenzku þjóðar.
Fyrir tæpum 1000 ámm,
líklega árið 965, tóku þeir upp
skiptingu landsins í fjórðunga^
og sú skipting hélzt allar ald-
ir þjóðveldisins.
Hver er sú skipting lands-
ins, sem vér leggjum til að
framkvæma nú, 1000 ámm
síðar?
Höfuðdrættir skiptingarinn-
ar í frumvarpi því, er hér
liggur fyrir em þessi:
(1.) Vestfirðingafjórðungur
skal hafa 10 þingmenn í tveim
kjördæmum.
(2.) Norðlendingafjórðung-
ur skal hafa 11 þingmenn í
tveimur kjöndæmum.
(3.) Austfirðingafjórðung-
ur skal hafa 5 þingmenn í
einu kjördæmi.
(4.) Sunnlendingafjórðung-
ur skal hafa 11 þingmenn í
tveimur kjördæmum.
(5.) Reykjavik sem tákn
hins nýja Lslands, borganna
er upp rísa, — skal hafa 12
þingmenn í einu kjördæmi.
Og 11 landskjörnir þing-
menn skulu jafna metin milli
flokka, stétta og skoðana, svo
sem unnt er.
Hin nýja skipan styðst við
það skipulag sem traustast
var í hinu forna þjóðveldi, ■—
fjórðungaskipaninna — og það
mun sýna sig að fjórðungarn-
ir og fólkið, sem í þeim býr
verður sterkara og samheldn-
ara fyrir.
I hinu forna þjóðveldi gátu
,,þingmenn“ kosið sér ,,goða“
hvar sem var innan sama
fjórðungs, — eða með nútíma
oralagi: gátu kjósendur kosið
sér þingmann hvar sem var
innan sama fjórðungs.
Með þeirri skipan sem nú
er upp tekin er stígið stórt
spor í sömu átt: kjósendur
geta kosið sór þingmenn innan
fjórðungs eða fjórðungshelm-
ings hvern er þeir vilja, en
eru ekki bundnir við sýslur
þær, sem á komust eftir að
þjóðveldið féll.
Það er því með þeirri
stjórnarskrárbreytingu, sem
nú er lagt til að gera verið að
stíga stór spor í áttina til
þess að samræma kjördæma-
skipunina því traustasta í
vorri fornu þjóðarhefð þjóð-
veldisins sjálfs og kosninga-
réttinn þeirri kröfu til jafn-
réttis allra manna sem ein-
kennir lýðræðisstefnu nútím-
ans.
Þörf á meiri samvinnu
fólksins
En hvað er það í hinu nýja
Islandi sem knýr oss fram til
stærri heilda, þrýstir á, að
stækka kjördæmin, auka jafn-
réttiskröfunnar og möguleika
stéttanna til sameiningar?
Stjórnin á Islandi er fyrst
og fremst orðin stjórn á þjóð-
arbúskapnum. Nútíma at-
vinnurekstur krefst víðast
hvar sameiginlegs reksturs í
stórum stíl. Sýslur, bæir, hálf-
ir og heilir fjórðungar þurfa
að vinna saman af víðsýni
og samheldni til þess að ráð-
stafa aukinni fjárfestingu í
byggðarlögunum rétt, svo þau
bæti í sífellu lífskjör íbúanna.
Nútíma stórrekstur þolir ekki
fjötra hreppapólitíkurinnar.
Samvinna fólksins í heilum og
hálfum f jórðungum er það afl,
sem mun tryggja byggðarlög-
in gegn landeyðingarstefnu
Framsóknar og annarra her-
námsflokka og lyfta fjórðung-
unum, sem eyðingin vofði yf-
ir, með stórhuga nýskSpun at-
vinnulifsins upp til þeirrar
velsældar, sem bíður alþýðu
alls Islands, ef þjóðarbúskapn-
er stjórnað með hag fólksins
sjálfs og fólksins a!!a fyrir
augum.
Misréttið i'ar — j>g er
ógæf uva Idurinn
Islenzk alþýða!
Þessi kjördæmabreyting
skapar að vísu ekki fullt jafn-
rétti kjósenda allstaðar á
landinu, — en hún er etórt
spor í áttina til þess að skapa
veikamannastéttinni sem heild
og íslenzkri alþýðu jafnrétti
til áhrifa á við aðrar stéttir.
— Eftir að þessi kjördæma-
ekipun er komin á, þarf ekki
lengur 8 verkamenn í Reykja-
vík eða annarsstaðar til þess
að vega upp á móti 3 Fram-
sóknarforstjórum.
Starfandi stéttir íslands til
sjávar og eveita. Þessi nýja
kjöi-dæmaskipun gefur ykkur
möguleika til að skapa með
ykkur sterkari og meiri ein-
ingu en nokkru sinni fyrr.
Þessi nýja kjördæmaskipun
veitir ykkur jafnrétti á við
aðrar stéttir, sem þið liafið
ekki notið hingað til.
Fylkið ykkur þétt saman
um þessa. kjördæmaskipun!
Hún er ykkur dýrmætt vopn
í lífsbaráttunni, í frelsis- og
mannréttindabaráttu vinnandi
stéttanna.
Og um leið og þið aflið
ykkur þessa vopns þá sýnið að
þið kunnið að beita því:
Sameinizt gegn því launa-
ráni, sem þegar er fram-
kvæmt! Sameinizt gegn. þeirri
réttindaskerðingu, sem þið
hafið verið beittar! Samein-
izt gegn hernámi og land-
evðingunni!
Sameinizt gegn þeirri geng-
islækkun og því atvinnuleysi,
er yfir vofir, ef sameiginleg
stefna hemámsflokkanna
þriggja nær fram að ganga!
En nú umfram allt!
Sameinizt um að knýja
fram það jafnrétti, þau mann-
réttindi, sem í þessu stjórnar-
skrárfmmvarpi felast.
Gerið ísland að ríki þar sem
verkamannastéttin er ekki
sett skör lægra en allir aðrir
hvað kosningaréttinn snertir!
Sigur þessa máls er mikill
sigur mannréttinda og lýðræð-
is á Islandi. Og okkar iiýru
þjóðarerfð hefur aldrei stafað
hætta af því að allir menn
væru metnir jafnt í þjóðfélag-
inu. Það er misréttið — ekki
jafnréttið — sem var ísiands
ógæfuvaldur fyrr á öldum. En
það er manngildið og jafnrétti
allra íslendinga, sem mun
gera þjóð vora gæfusama í
framtíðinni.
Byggingarfélag alþýðu í Reykjavík.
Aðalf undur
félagsins verður haldinn þriðjudaginn 21. þ. m.,
kl. 20:30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
STJÓRNIN.