Þjóðviljinn - 17.04.1959, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. apríl 1959 — ÞJÓÐVILJIXN — (11
B U D D SCHULBERG
helmingi eldri en þú, þegar hann hrökk upp af fyrir
mörgum árum.“
„Fyrirgefðusagði ég. „Eg vona að ég særi þig ekki
með því að rifja það upp. En ég þykist þó vita hvað hann
segði, ef hann sæi þig í dag. Hann segði: „Sammi, þegar
til lengdar lætur kemstu betur áfram með því að vera
góður við annað fólk. því að þá verður það gott við þig,
þegar þú þarft á að halda.“
Þið hefðuð átt að siá svipinn á Samma og hlátur hans.
„Herra Manheim,“ sagði hann. „Þetta er viðeigandi lík-
hringing yfir þeim gamla. Þetta segði hann alveg áreið-
ardega við mig. Á ég nefnilega að segja þér hvað kom
þeim gamla fyrir kattarnef? Heimska.“
„Mér þykir þú tala fallega um hann föður þinn,“
sagði ég.
„Get ég' nokkuð gert að því þótt hann hafi sálazt úr
heimsku?“ spurði Sammi. „Hann hafði ekki vita á að forða
sér inn úr rignirigunni, og hann dó úr sjúkdómi sem
virðist vera ættgeng'ur í minni fjölskyldu — heimsku.“
„Þetta er nú varla hávísindaleg sjúkdómsgreining,"
sagði ég.
„Til fjandans með vísindin,“ sagði hann. „Eg veitj,
bara að sá gamli hrökk upp af vegna þess að hann kunni
ekki að nota heilann, og mamma gamla og hálfvit-
inn hann bróðir minn þjást af sama sjúkdómi."
Mér var ljóst að á þessu tali var ekkert að græða.
Flestar gyðingafjölskyldur meta mikils ást milli föður og
sonar, en Sammi var alls ekki það sem kalla mætti elsk-
andi sonur. Og ég reyndi aðra aðferð.
„Sámmi,“ sagði ég alvarlegur í bragði. „Þjóðfélagið
er ekki bara hópur einstaklinga. Sem félagi í þjóðfélaginu
er maðurinn samábyrgur, ekki sjálfstæður. Lífið er of
margbrotið til þess að sú regla gildi lengur, að hver sé
sjálfum sér næstur. Við höfum sameiginleg not af ýms-
um þjóðfélagsstofnunum, svo sem. sjúkrahúsum, lög-
reglu og sorphreinsun, svo að eitthvað sé nefnt. Já,
meira að segja samræður eru þjóðfélagslegt fyrirbæri.
Við getum ekki lifað í þessurn heimi eins og mannætur
sem bíða þess að gleypa hver aðra í sig. Ef við lærum
að taka tillit til annarra, þá verðum við öll langlífari.“
Eg var býsna ánægður með sjálfan mig eftir allt
þetta, því að ég var sannfærður um að ég hefði aldrei
sagt neitt jafn skjmsamlegt. En ég hefði eins getað verið
að tala við steinvegg. Það hefði jafnvel verið betra. Hann
hefði þó ekki svarað mér.
Svar Samma var þetta: „Ef þú vilt bjarga sálum,
ættirðu að reyna í Kína.“
Eg býst við að ástæðan til þess að ég var að brjóta
heilann um Samma hafi verið sú að hann var útsmogn-
asti og um leið takmarkaðasti náungi, sem ég hafði nokk-
urn tíma fyrir hitt. Hann hafði skarpa greind, sem hann
gat einungis notað til framdráttar Samma Glick. Og
þess kpnar greind hefur takmörkun í för með sér, og þar
sem annað fólk hafði ef til vill blindan blett, var heili
Samma ein benda af blindum blettum, og einn ein-
asti ljósgeisli beindist beint fram á við.
En ég var uppþrunginn af umburðarlyndi eins og
kvekari og var staðráðinn í að' sígr'á Sámmá' rireð g'oð-
mennsku. Eg átti tvo miða á „Eg syng um þig,“ og ég gaf
honum þá og sagði honum að taka mömmu sína með sér
eða vinkonu sína.
„Vinkonu," hvæsti hann. „Þú sérð mig aldrei með
neinni vinkonu.“ í ■
„Það er mikill skaði fyrir hitt kynið,“ sagði ég.
„Hvaða gagn hefði ég af stelpu?“ sagði hann. „Mað-
Ur eyðir bara í þær tíma og peningum og ef þær lenda
í vandræðum, æpa þ^r á mömmur sínar.“
„Þú ert þá með öðrum orðum yfir ástalíf hafinn,"
sagði ég.
„Nei, svei mér þá,“ sagði hann. „Eg á kunningja sem
reddar mér á hverju laugardagskvöldi. Ókeypis."
„En hvað það er rómantískt.“ Eg raulaði fyrir munnl
mér stef úr dægurlagi. „En fyrst það er upplýst, viltu þá
ekki miðana samt sem áður? Þú gætir komið móður þinni
á óvart með þeim.“
„Mamma gamla á söngleik?“ sagði Sammi. „Hún
hefur aldrei komizt nær söngleik en þegar hún heyrir
forsöngvarann kyrja „Elía, Elía“.“
„Þá ættirðu að gera henni dagamun,“ sagði ég.
, Ekkert í heiminum er eins gaman og skemmta fólki
sem er óvant slíku.“
„Almáttugur, hvað þú ert tilfinningasamur,“ sagði
Sammi. „Flestir júðarnir sem ég þekki eru að gera mig
vitlausan, því að þeir eru alltaf að rembast við að
vera svo góðir. Atliða sé ekki óeðlilegt?“
„Mundu hvað ég sagði þér,“ sagði ég. „Ef þú segir
„atli“ máttu búast við að vera á skrifstofu til eilífðar.“
„Lítil hætta á því,“ sagði Sammi og flýtti sér burt.
Þegar ég sá Samma daginn eftir, minntist hann ekki
einu orði á leiksýninguna, svo að ég varð að lokum að
spyrja hann.
„Eg ætlaðist ekki til að þú þakkaðir mér fyrir þessa
miða,“ sagði ég, „en mér finnst þó að þá gætir sagt
mér hvernig þér líkaði.“
„Ágæt sýning,“ sagði hann.
„Ágæt sýning,“ æpti ég. „Þetta e- «v-HMrert merk-
asta leikrit sem skrifað hefur verið í Bandaríkjunum,
og þú segir bara „ágæt sýning“.“
„Mér þætti ekkert að því að hafa eittb^að af bví sem
Kaufman og Ryskind hafa,“ bætti hann við.
Þetta var nær lagi, hugsaði ég. „Eg gæti líka látið
mér nægja helminginn af hæfileikum þeirra,“ sagði ég.
„Eg átti ekki við hæfileika,“ sagði Sammi. „Eg var
að hugsa um ágóðann. Þeir hljóta að þéna grimmilega á
þessum sýningum.“
„Hypjaðu þig héðan,“ sagði ég. „Burt með þig.“
Nokkru seinna rakst ég á einn af prófarkalesurunum,
Osborne, við drykkjarhanann. -Hann var elskulegur, gam-
all gráhærður náungi, sem var smátt og smátt að vinna
Lótusbúðin
1 dag er tízkan Teddy-
klæði.
er vandlátra val.
Hafnarfirði.
róítir
Framhald aí 9. síðu.
æfingum stutt vseri hægt að
byggja ofan á þjálfunina frá
ári til árs, og þá fyrst væri von
til þess að árangur kæmi í vax-
andi mæli.
Karl kvað æskilegt að gefið
væri út tímarit um knattspyrnu,
þar sem gefnár væru bendingar
og leiðbeiningar um þjáliun og
annað það sem mættj verða til
eflingar knattspyrnunni, til-
kynna nýjungar í þjálfun og
breytingar á lögum o. fl.
Hann upplýstj ennfremur sð
.gerðir hefðu verið þjálffíma-
seðlar sem sendir verða út til
félaganna. Áleit hann mörg
verkefni bíða knattspymu-
(Meira).
Skrautið á skónum er mjög ] myndinni eru dálítið oddmjóar,
mismunandi, spennur, hnappar,' en von er á beinum tám og á-
slaufur og stungur. Tærnar á, valari tám.
Voi- og sumacskérnii með lágnm hælum og beinni
tá. T-reimarnar hreikka og styðja fétinn betur
2-3ja sm hæll.
Stærsta breytingin hefur órð-
ið á hælunum. Margar stúlkur
fagna áreiðanlega lága, egglaga
hælnum sem er bæði þægilegri
og betri gönguhæl'Þien hái stil-
et-hællinn. Háir hælar eru að
vísu. enn æ skóm með ítölskum
svip, en sjálfsagt verður það
lági hællinn, 2-3ja sm. sem
eignast flesta áhangendur.
Tálögunin hefur líka breytzt
mjög. Itölsku skórnir eru að
vísu enn mjög oddhvassir, en
beina táin ; og sú ávala hafa
báðar komið fram á sjónar-
sviðið aftur. Breiðú beltin sem
nú eru notuð bæði við kjóla
og kápur hafa líka haft áhrif
á skóna. T-reimarnar hafa sém
sé breikkað, þannig að þær
styðja nú fótinn í stað þess
að vera eingöngu til skraúts.
krossaumur, spennur og hnapp-
ar en allt í hófi.
Margir tízkulitir.
Fallegur vorskór úr möttu
leðri. Lági hællinn er fallega
lagaður og flestir hafa fallegra
göngulag á -svona hæl en.mjög
háum hrd.
finna v C.elgar.di lit við kápu
eða dragt því að litirnir eni
ótal margir, bæði eldrauðir,
apríkósulitir, sæfroðugrænir,
olívugrænir og prímúlugulir.
Ennfremur fjöimörg blá lit-
brigði og hlutlausari litir, svo
sem ijcsbrúnt, drapplitt, fíla-
beinsguit og gráhvítt.
Loks má geía þess að iiskór
alls konar virðast ætla að
verða mjög. vinsælir í -sumar,
Það verður ekki erfitt að ibæði á börn og fullorðna.
Skemmtilegur ilskór úr
Annars er skrautið með ýmsu hvítu leðri með reim á milli
móti, bæði slaufur, reimar, tánna. Búizt er við að svona
skór verði mjög í tízku, þar
sem þeim verður við komið.
Reimin er úr „gulli“.