Þjóðviljinn - 17.04.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.04.1959, Blaðsíða 12
Tillaga Guðmundar J. Guðmundssonar: I vií fiifofna verði storaukið Þegar verSi seffar hryggjur Wð Granda- garS og komiS upp neySarsima Á fundi bæjarstjórnar í fyrra flutti Guömundur J. Guðmundsson tillögu um að komiö væri upp stigum á hafnarbryggjumar, einkum bátabryggj urnar og enn- fremin’ almenningssímum við höfnina. Á fundi í gær flutti hann enn tillögu mn sama efni, {3ar sem hafnarstjórn hafði ekkert framkvæmt 1 málinu frá þvi í fyrra. Tillaga Guðmundar J. í gær vjar svohljóðandi: „Bayarstjórn felur hafn- arstjóra að gera ráðstafanir til þess að auka nú þegar öryggi við Grandagarð með því að koma fyrir stigum á garðinum og bátabryggj- lim og að setja að minnsta kosti upp einn neyðarsima“. í framsöguræðu minnti hann á tillögu sína um sama efni á s.l. ári. Þeirri tillögu var v£sað til hafnarstjórnar — en ekkert hefur verið framkvæmt enn til aukins öryggis. Guð- mundur kvað nauðsyn að hafa nokkra stiga á hverri bi’yggju í höfninni, og þó nauðsyn- legast við bátabryggjurnar á Granda.garði, en þar væru engir stigar! Þegar lágt væri í sjó væri illgerlegt að komast út í bátana og uppúr þeim. Sjó- menn hefðu sjálfir verið að reka nagla í bryggjustaurana og jafnvel negla þar kassafjal- ir, til þess að fá eitthvað til að fóta sig á. Þarna liafa allar öryggisráðstafanir verið van- rælctar, sagði Guðmundur. Eg veit vel að margt annað er áfátt við höfnina og margt sem þyrfti að laga, og ástæða væri til að ræða um, en þetta tvennt, stigar og simi eru mest aðkallandi, og því vonast ég til að bæjarstjórn geti öll ver- ið ásátt um að samþykkja Sósíalistafélag Akraness Munið kvöldvökuna í Bað- stofunni í kvöld (föstudag) kl. 9 fyrir félaga og gesti. Mætið stundvislega. Nejþidin. þessa tillögu mína, Varðandi simann er rétt að geta þess að enginn sími er við höfnina, og á kvöldum og nóttum því hvergi hægt að komast í síma þar; ti] þess þurfa menn að fara uppí bæ. 1 fiskibátum er yfirleitt ekki vaktmaður og því oft enginn maður við bryggjumar eða nokkursstaðar nærstaddur ef slys kemur fjTÍr. Margir sjó- menn og verkamenn liafa látið í ljós við mig að nauðsyidegt væri að hafa vaktmenn á Grandagarði. sagði Guðmund- ur að lokum, um leið og hann ítrekaði ósk um að bæjarstjórn samþykkti tillögu sína — og léti framlcvæmdir ekki dragast því reynslan hefur sýnt að slysahættan þarna er mikil. Friðrik tapaði fyrir Simagin í 8. umferð á skákmótinxi í Moskvu tapaði Friðrik Ólafs- son fyrir Simagin. Aðrar skák- ir fóru svo, að Smysloff og Portisch gerðu jafntefli sömu- leiðis Mileff og Bronstein, Vasjúkoff og Lútikoff, Spasskí og dr. Filip, Aronin og Larsen. Portisch vann biðskákina við Larsen úr fjórðu umferð, en ibiðskák þeirra Friðriks og Larsens er enn ótefld. Staðan á mótinu er nú þessi: Bronstein, Smysloff og Spass- kí 5 vinninga, Filip og Portisch 41/2, Mileff og Simagin 4, Ar- onin og Vasjúkoff 3y2, Friðrik 3 og foiðskák, Larsen 2y2 og biðskák og Lúti'koff 2Y> vinn- ing. í 9. umferð hefur Friðrik svart gegn Portisch. Rón fann nauðstatt suður í Kafi skip Rán, flugbátur landhelgisgæzlunnar, fann í gær hol- lenzkt skip í sjávarháska, á stað þar sem aðrar flugvélar höfðu leitað árangurslaust. Hollenzka skipið Henry Denny, sem er á leið frá Liverpool til Reykjavíkur til að taka fisk, Alþýðubandalags- menn á Selfossi! Framhaldsaðalfundur Al- þýðubanidalagsins á Sel- fossi verður haldinn í kvöld (föstudagskvöld), kl.’ 8.30 í iðnaðarmanna- húsinu, Selfossi. Aiþýðu- bandalagsmenn eru hvatt- ir til að fjölmenna á fundinn. sendi út neyðarskeyti klukkan sjö í fyrrakvöld. Sagði skip- stjórinn að skipverji væri slas- aður og skipið í hættu. Skip og flugvélar fóru strax til leitar og leituðu frameftir degi í gær, en árangurslaust þangað til Rán fann skipið, þar sem björgunarflugvélar af Keflavíkurflugvelli höfðu leitað áður, um 120 mílur undan Vestmannaeyjum. Svo var að sjá að skipið Væri lítið brotið, en sjór liafði komizt í stjórnklefa og siglinga- tæki eyðilagzt. Veður var enn slæmt á þessum slóðum. í gærkvöldi var von á veður- skipinu India hollenzka skipinu til lijálpar. I»eir gætu brotnað! Einar Thoroddsen sagði fulla þörf á stigum við bátabryggj- umar, en hafnarstjóri lieldur að þeir geti brotnað (!), sagði hann. Hitt veit ég að er skylda: að stigi sé um borð 'í hverjum báti, — en er í engum. Seint í fyrrasumar var sam- þykkt I hafnarstjóm að setja upp 7 síma við höfnina, en þJÓDVILJINN Elöstudagur 17. apríl 1959 — 24. árgangur — 86. töiublað. Hershöfðmgarnir fara sínu fram Bretar mótmæla ögrunarflugi tii Berlinar Ágreiningur er kominn upp milli stjóma Bretlands og flugi bandarískra herflugvéla til Bandaríkjamia útaf Bexiínar. Hood lávarður, sendifullfrúi Sovétríkin telja þetta hámarks- simamálastjóri kvaðst með Bretlands. í Washington, ræddi flughæð á leiðinni en Vestur- en gu móti geta út\Tegað þá né sett þá upp fyrr en í ágúst í sumar! Framhald á 11. síðu Hvar verður ráðhúsið reist? Tillaga um að endurskoða staðarvalið Á bæjarstjómarfundi í gær flutti Alfreð Gíslason tillögu um að fela foæjar- ráði að láta fara fram end- urskoðun á staðsetningu ráðhúss bæjarins. Bæjarstjóm samþykkti í árslok 1955 að byggja ráð- hús í norðurenda Tjarnar- innar. Þótt samþykktin væl'i samhljóða voru marg- xr bæjarfulltrúar andvígir staðai-v'alinu og létu gera ýmsar bókanir um það, þeirra á meðal voru tveir þekktir fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins: dr. Sigurður Sigurðsson og Geir Hall- grímsson. Þótt liðið sé á 4. ár — og í gær í síma ríð Herther, settan veldin mótmæla því. Um dag- utanríkisráðherra, um flug inn lofaði Bandaríkjastjóm bandarískra flugvéla til Vestur- brezku stjóminni, að banda- Berlínar í J’fir 3300 metra hæð. rískar flugvélar skyldu hætta flugi í meiri hæð en 3300 m. Taldi brezka stjómin það ögr- un, sem spillt g'æti fyrir yænt- anlegum stórveldafundi. í síðustu viku og . aftur í fyrradag flugu bandariskar her- flugvélar enn í mikilli hæð til Berlínar. Sovézkar orustuflug- vélar fylgdust með þeim. Skipzt hefur verið á mótmæla- orðsendingum útaf atburðum þessum. foorgarstjói-inn sé formaður ráðhúsnefndar — hefur bæjarstjórn ekki verið látin í , té nein vitneskja um störf nefndarinnar! Við umræðumar um ráð- húsmálið vai’ð borgarstjór- inn einna áþekkastur rjúpu sem hrökklast upp af hreiðri. Æsti hann sig mjög upp og lauk máli sínu með því að hálfhrópa: „Við Vonarstræti SKAL ráðhús- ið rísa!®' Frávísunartillaga borg- arstjórans við tillögu Al- freðs var samþykkt með 12 atkv. gegn 3. — Verður ýtarlega sagt frá þessu máli í næsta blaði, White, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að bandaríska herstjómin í Vestur-Þýzkalandi réði því, í hvaða hæð hún léti fljúga til Berlínar. Fréttaritan brezka útvai’psins í Washington sagði, að auðsætt þætti að utanríkisráðuneýtið væri að reyna, að réttlæta gerð- an hlut herstjómarinnar. Full- yrt væri að Herther væri flugi þessu andvígui’, en herforingj Framhald á 11. síðu Verklýðsfélag Akraness mótmællr ein- róma á aðalfundi gerræði útvarpsráðs Benedikt Gröndal fœr verSuga hirtingu fyrir a<S stySja ekki beiSni Al þýBusambandsins í fyi’rakvöld vax haldinn fi’amhaldsaöaifundui’ í Verk- lýðsfélagi Aki-aness og var þar á dagski’á ineðal annars undii'búningur að hátiðahöldunuin 1. maí. Var á fund- inum samþykkt eini’óma eftii'fai’andi ályktun: „Aðalfundur Verklýðsfélags Akraness haldinn 15. apr- íl 1959 mótmœlir eindregið peirri ákvörðun meirihluta útvarpsráðs að synja Alþýöusavibandi íslands um hlut- deild í dagskrá útvarpsins 1. maí, hinn löghelgaða hátíð- is- og frídag verkalýðsins um allan heim. Tehvr fundurínn að alþýðusamtökunum sé með þessu gerð sú óvirðing og sá óréttur, aö þeim beri að sam- einast um kröftug mótmœli gegn slíku og berjast fyrir því að það endurtaki sig ekki.“ Talsverðar umræður urðu um mál þetta og voru menn þungorðir í garð þeirra, er urðu til þess að beiðni Alþýðu- sambandsins var synjað í út- varpsráði. Beiðni Alþýðusam- bandsins var eins og kunnugt er sú, sð Alþýðusamhandið fái til umráða kvölddagskrá út- varpsins liinn 1. maí. Tillaga um að verða við beiðni Alþýðusambandsins var felld með jöfnnm atlcvæðum,' þar eð 2 fulltrúar ílialdsins greiddu atkvæði gegn henni en fulltrúi Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins greiddu henni atkvæði, enda flutti fulltrúi Alþýðubandalags-* ins tillöguna. Á þennan ftmd útvarpsráðs va.ntaði formanninn, Benedikt Gröndal alþingismann, sem ihringdi utan úr Alþingishúsi og hað menn afgreiða málið að sér fjai’verandi og brást á þann drengilega hátt við beiðni Alþýðusambandsins. Benedikt Gröndal er hús- ibóndahollur og gildir einu hvort hann el’ í vist hjá í- haldinu ieða Framsókn. Ihaldið bannaði að orðið-yrði við beiðni Alþýðusambandsins og þvi banni varð þénarinn að hlýða. Verklýðsfélag Akraness er allsherjarfélag verklýðsins á Akranesi. Aðalfundur félagsins talar til þingmannsins og það eru þung órð. Forustumaður Alþýðuflokksins á Akranesi, forseti bæjarstjórnar, Hálfdán Sveinsson er formaður verk- lýðsfélagsins, en hann stjómaði aðalfundinum og greiddi at- kvæði með hirtingartillögunni. Þykja það mikil tíðindi, ekki síst þegar enn er óráðið um framboð Alþýðuflokksins í Borgarfjarðarsýslu og þrálátur orðrómur gengur um harðnandi andstöðu við framboð Bene- dikts í sýslunni. KÖPAVOGUR Sósíalistaiélag Kópavogs Ársliátið félagsiiLs verðúr haldiu í Félagsheiinili Kópavogs miðvikudagiim 22. þ.m. (síðasta vetrardag.) Nánar auglýst síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.