Þjóðviljinn - 22.04.1959, Side 7

Þjóðviljinn - 22.04.1959, Side 7
Miðvikudagur 22. apríl 1959 — ÞJÓÐVIUINN — (7 Leikíélag Reykjavíkur: Túskildmgsóperan eftir Bertolt Bredit og Kurt Weill Leikstjóri: Gunnar EyjóHsson Eertolt Breclit var snjall- astur þýzkra leikskálda á 1 okkar öld og sá er dýpst spor 1 hefur markað í eögu leik- ' rænna mennta, verk hans eru ' sýnd, rædd og dáð víða um heim og enn munu áhrif þeirra víkka og stækka. I>að er undarlegt til þese að vita 1 að leikrit slíks skálds skuli ókunn á landi hér, en hitt 1 mun fáum á óvart koma er Leikfélag Reykjavíkur ryður brautina og eýnir háðleik þann sem skóp frægð höfund- arins fyrir þremur áratugum og enn er vinsælast af verk- um hans. Skáldskapur hans, epísk etefna og umdeildar og byltingarsinnaðar kenningar ' um leiklist verða í engu ræ>dd- ar að þessu sinni, til þess eru hvorki tök né rúm, en bent ' skal á grein Sigurðar A. 1 Magnúesonar í leikskránni. Bertolt Brecht var svarinn 1 verklýðssinni alla ævi, víg- reifur ástungumaður og ýtti 1 flestum betur við samtíð sinni, en umfram allt mikill ög frumlegur listamaður. Það er kunnara en frá þurfi að eegja að „Túekildings- óperan" er reist á öðru ágætu skáldverki réttum tveimur öldum eldra, „Betlaraóperu" Johns Gay, hinni listilegu og síungu skopstælingu á íburð- armiklum söngleikum Hánd- els. En þótt efnisþráður, um- hverfi og fólk séu hin sömu er leikrit Brechts sjálfstætt verk og annars eðlis, enda gagnsýFt félagslegu og póli- tísku ölduróti síns tíma, dög- um Weimarlýðveldisins þýzlca. Það vakti storma og strið þegar það var frumsýnt árið 1928 og öðlaðist þegar al- mannahylli, orð skáldsins fóru um landið sem eldur í sinu, , söngvarnir komust á allra varir. Áhrifavald þess er ekki jafnmáttugt nú sem þá, enda hefur margt breytzt í heiminum, en leikritið er engu að síður sígilt orðið, hafið yfir stað og stundu. „Túskild- ingsóperan“ er napur háðleik- ur og sárbeitt ádeila á arðrán auðstéttarinnar og skopið svo mergjað að undan svíður; en orðin oftlega tvíræð, ádeilan ' annarleg og umhverfið kyn- legt og framandi, það er Soho í Líundúnum um aldamótin; Brecht beitir undirhyggju og margvíslegum brögðum. Það er ruslaralýður og dreggjar stórborgarinnar sem hann 1 ieiðir fram á eviðið, betlarar, 1 skækjúr, þjófar og morðingj- ar, en um leið og hann hrind- ir upp dyrum hinna óhugnan- legu litsterku undirheima ríf- ! ur hann grímuna af yfirstétt- . inni, sviftir hana allri ytri •. fágun, þvær framan úr henni , farðann vandlega og vægðai- laust. Við uppgötvum áður en varir að. líf þessa skuggalega tötralýðs. er ekki annað en afskraemd spegilmynd ger- spillts borgaralegs þjóðfélags, þar sem sömu lögmál ráða, áþekkar skoðanir og siðgæði. Peachum gamli, hinn út- smogni konungur betlara og letingja, lifir á því að braska méð eymdina, lítur á örbirgð og lesti sem hverja aðra vöru, sannur kapitalisti, samvizku- laus og harður í hom að taka. En hetjan í leiknum er Makki hnífur, glæsibúinn bófi með hvíta glófa, morðingi, mellu- dólgur og stigamaður — hon- um leyfist allt, konur idá hann í blindni og falla honum til fóta, sjálfur fógeti Lund- úna er vinur hans og félagi og þiggur sinn skerf af ráns- fengnum. Peachum hatar hann af einkaáetæðum og tekst loks að koma snörunni um háls honum, en allt kem- ur fyrir ekki, honum er bjarg- að á síðustu stundu af sendi- boða ejálfrar drottningarinn- ar, veitt heiðurslaun og haf- inn til aðalstignar. Hringurinn lokast, samstarf bófans og valdsins er fullkomnað. Margur beizkur sannleiki er sagður í leiknum, en jafnan með óbeinum hætti, persón- urnar em málpípur smáborg- aralegra hleypidóma og þröngsýnna kenninga, ekki skáldsins sjálfs. Maðurinn hlýtur að lifa á óbótaverkum, gerspilltur frá rótum og á sér ekki viðreisnar von, á- standinu verður ekki breytt til hins betra—enginn skyldi Þó að „Túskildingsóperan“ sé ekki ópera nema að nafni verður hlutur' tónskáldsins vart of hátt metinn, lögin hljóta að fylgja leiknum á leiðarenda. Kurt Weill var kommúnisti eins og Breeht og skildi til hlítar anda og efni leiksins, honum tekst jafn- meistaralega að lýsa fólki, at- burðum og umhverfi með tón- um og skáldinu með orðum. Tónlist hans býr yfir undar- legum göldrum og nær manni á vald sitt nauðúgum viljug- um áður en varir, lögin márg- breytileg, sterk og hreimfög- ,ur, og fersk og örvandi enn þann dag í dag. Af eýningu Leikfélagsins er það skemmst að segja að hún vakti óblandna ánægju og hrifningu leikgesta, en.da leysti félagið hina marg- slungnu og erfiðu þraut með fullum heiðri þegar á allar aðstæður er litið. Ekki er auðratað um ókunnar slóðir, og sem að líkum lætur nægja kraftar félagsins ekki til að sigrast á öllum vanda. Hlut- verkin eru fjölmörg og sum hinna smærri að sjálfsögðu falin algerum byrjendum og hlaut það að eetja nokkurn viðvaningsbrag á sum atriði; og ekki er það öllum gefið að geta leikið og sungið jöfn- um höndum, en þá kvöð legg- Brúðlijónin Polly Peachum og Hagalín og Jón andrúmslofti og ærnu seið- magni. Þar eiga margir góðan hlut að máli, en Gunnar Eyj- ólfsson framar öðrum, hinn atorkusami og glöggsýni leik- stjóri, vökull og úrræðagóður í hverri raun. Hann gengur beint og hiklaust að verki, metur og skUur viðfangsefni sitt rétt að mínu viti; og fjarri er það honum að fegra neitt eða draga undan og gæla þannig við smekk al- mennings. Átökin eru harka- leg sem vera ber, orðaskipti snögg og óvægin, skýr og Frá hóruhúsinu í Turnbridge: Guðrún Ásmundsdóttir, Steinunn Bjamþdóttir, Auróra Ilall- dórsdóttir, Baldur Hólmgeirsson, Guðrún Stephensen og Hólmfríður Pálsdóttir. ætla að það séu skoðanir Bertolts Brechts. Og f jarri fer því að leikurinn sé á- deila eingöngu, það var skáld- inu ekki nóg að hæða hina betri borgara, hann vildi skemmta þeim úm leið og það að marki. „Túskildingsóper- an“ er auðugt verk og flétt- að úr ýmsum þáttum — réyf- arakennda rómantík er þar viða að finna, létt gaman og ósvikið skop um mannlega náttúru, enda hafa allar stétt- ir haft af því mikið yndi að litast um í hinum óviðjafn- anlega spéspegli. ur „Túskildingsóperan" túlk- endum sínum á herðar. Og svo þröngt var um leikinn á hinu litla sviði að það var eins og hann ætlaði að sprengja utan af sér stakkinn, en til þess að birta eymdina og spillinguna í öllu eínu veldi þarf mikið rými á allar hliðar. Óþyrmilegast bitnuðu þrengslin á leþpabúð Peach- ums og skrúðgöngunni í lok- in. En þótt sumu yrði að fórna og annað nyti sín ékki til fulls er eýningin sterk og lif- andi heild, þrungin sérstæðu jafnvel óþarflega hávær á stundum; og ekki fæ ég ann- að séð en gamni og skopi, á- deilu og alvöru sé gert jafn- hátt undir höfði. Búningar og tjöld eru verk Magnúsar Páls- sonar, og faila mjög vel að efni leiksins; hugkvæmni hans og vandvirkni fá sem áður miklu orkað, og sterka iiti sparar hann ekki. Margir eru búningar hans verðir at- hygli, sumir minna helzt á lok nítjándu aldar, aðrir á síð- ári tíma — þanmg er óspart skopazt að hlægilegri stutt- kjólatízku eftirstríðstimans Machenth kafteinn: Sigríður Sigurbjörnsson. fyrri og kvenhöttujn þeirrá daga. Fortjaldið er ágætt og ánægjulegt að kynnast hinum ýmsu sviðsmyr.dum, hesthúsi, pútnahúsi, fangelsi; með því að nota fasta grind og lausa fleka ganga hin tíðu svið- ekrpti hratt og greiðlega. Söngstjóri og hljómsveitar er Carl Billich og vinnur verk sitt með ágætum. En misjafn- lega njóta söngvarnir sín sem vænta má og er ýmsu um að kenna, á meðal annars ófull- komnum textum. Óbundna ræðan nýtur sín vel í ná- kvæmri og vandaðri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, en um suma söngvaca gegnir öðru má’i, eigi sízt þá veiga- mestu, Vegna hrapallegs tima- skorts hefur þýðandinn orðiö að láta þá frá sér fara ó- stuðlaða og ófullgerða; en söngurinn um Makka hníf og ýmsir aðrir sýna að hann er fær um að vinna þetta tímafreka og torsótta verk. Allir starfa leikendurnir af lífi og sál, og miklu varðar það að máttarstólpar ieiksins, þeir Macheath og Peachum, eru í traustum og öruggum höndum. Jón Sigurbjöi-nsson skortir hvorki reisn né radd- gæði í h’utverki Makka hnífs, hann er glæsimenni hið mesta, málsnjall og þóttafullur og kvenuagull frá hvirfli til ilja, gæddur karlmennsku Og ó- sveigjanlegri i-ó og kann ekki að hræðast; og söngur hans ber af sem vænta má. En það sterdur ekki alltaf nógu mik- il ógn af honum, við skynjum ekki ncgu skýrt skefjalausa varmennsku þessa brosmilda erkibófa; liann er stundum of geðfelldur eða jafnvel góð- mannlegur, ekki sizt í faug- elsinu, en einmitt þar ætti rándýrseðli hans að birtast í glærustu ljósi. En hvað sem því líður hlýtur Makki huifiir enn að auka vinsældir hins mikilhæfa leikara. Brynjólfur Jóhannesson lýs- ir betlarakónginum og brask- aranum J. J. Peachum af ærn* um ágætum, leikurinn iátlaus og sterkur og mikil mann- Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.