Þjóðviljinn - 22.04.1959, Side 11

Þjóðviljinn - 22.04.1959, Side 11
BUDD SCHULBERG: Undarlegast af öllu var að þetta var ekki svo afleitt hjá stráknum. Hann hafði vit á því að stela ekki tvisvar frá sama rithöfundi. Hann var sleipur. Og hann notaði sína eigin brandara. Tilfinningar mínar í garð Samma Glick höfðu gengið í gegnum mörg stig, en nú var svo komið að ég fyrirleit hann svo mjög að ég var næstum farinn að dást að honum. Hinir sendlarnir á skrifstof- unni voru ekkert annað en beztu strákar. Og værirðu að bogra við eitt og annað, þá myndú þeir áreiðanlega biðja þig að standa upp og líta við áður en þeir rælcju þig í gegn. En Sammi Glick var að leiða mig í ýmsan sann- leika um heiminn. Auðvitað hafði ég ekki komizt að því, hvað rak hann áfram og sem betur fór fyrir hann, hafði ég enga hugmynd um hvert hann var að hlaupa. Hefði ég vitað það, má gera ráð fyrír að ég hefði eytt því sem eftír var ævinnar bakvið lás og slá fyrír ofbeldisverk. Og það þýðir ekkert að blekkja sjálfan sig. Samma hafði einhvem veginií tekizt að hagnast á því eins og öllu öðru. Það leit út fyrir að Sammi Glick hefði heiminn í hendi sér. Sem blaðamaður hafði Samma enga samvizku af því að setja á prent það sem hann heyrði. Honum tókst alltaf að verða málkunnugur einkariturum. Hann hafði góðan hæfileika til að kreista fréttir út úr fórnarlömbum sínum með þvd að láta sem hann hefði þegar heyrt þær. Hann hikaði ekki við að birta það sem hann vissi að var lygi á áberandi stað, og þirta síðan sannleikann eftir einn eða tvo daga neðst í dálki sínum þar sem lítið bar á. Hann hafði jafnvel lag á að gera sér mat úr sjálfum leiðréttingunum. Ef einhver stórlax kom og heimtaði leið- réttingu, kallaði Sammi hann einhverju gælunafni og sagði: „Fyrirgefðu, Jock“ eða Pudge“ eða „Deac“ og þökk fyrir hjálpina." Hann lærði að leika á hugi manna, nema hinna tortryggnustu, eins og hörpu. Hann var mjúk- máll, gaf loforð og gerði smágreiða. Honum tókst að komast í námunda við þá beztu og ýmislegt fréttnæmt hafði hann út úr hinum verstu. Hann sigraðist á þeim vanda að hafa enga þjálfun í að beita penna, með því að finna upp stíl, sem allir villtust á og töldu sérstæðan og nýstárlegan, en var í rauninni ímynd fáfræðinnar. En öll þessi afrek hurfu í skuggann af hinum mikla hæfileika, hæfileikanum til að blása í sinn eigin lúður. Hann blés svo hátt í hann, svo lengi og svo oft, að enginn gat trúað því að einn einasti maður stæði fyrir því, og allir fóru að trúa því í raun og veru að nafn Samma Glicks væri á allra vörum. Svo kom afmælisdagur Samma, sem var líka árs afmæli útvarnsbáttar hans (þótt ég hefði hann alltaf grunaðan um að slá bessu tvennu saman til að fá úr því betri sögu)'. Það hafði ekki verið neitt sérstakt vinfengi með okkur Samma um alllangt skeið, en einn daginn kom hann til mín þar sem ég sat hiá Bleeck, með tíu senta vindil í munnínum (það var ný viðbót við hinn vaxandi persónu- leika Samma Glicks) og sagði: „Halló, Al, má ég gefa , drvkk?“ Mér var ekki um að láta hánn gefa mér drykk, svo að ég lagði til að við klúnsuðum um reikninginn, og ég - tapaði. Það er ástæðulaúst að ég sé að pera mig að hetju í sambahd’i við þettá. Eg var að áliti flestra ó- krýndur meistari'í klúnsi hjá Blee'ck, ög mér líkaði ekki hvernig Sammi var farinn að bursta mig. Þegar ég var búinn með drykkinn, sýndi ég á mér fararsnið, en Sammi varð fvrri til. „Heyrðu, Al,“ sagði hann. „Eg á afmæli á mánudag- inn, og eiginlega yarst það .bú sem komst undir mig fót- unúm, svo mér datt í hug: að þú vildir borða méð mér og vinkonu minni á Algönkuin.“ „Kom ég undir þig fótúnum!" sagði ég. „Eg gerði allt sem ég gat til að spilla fvrir þér.“ „Vertu ekki að þessu, Al,“ sagði hann og lét þetta hrina a'f sér. „Eg veit að afmælisý^izlur eru gamaldags, en mig langar til að þú borðir með okkur á mánudagskvöldið.“ „Mánudagskvöld,“ sagði ég. „Mér þykir það leitt, Samml, ég verð að vinna. Eg þarf að sjá sýningu á-mánú- dagskvöld.'4 Miðvilkudagur 22. apríl 1959 — ÞJÓÐVILJIUN — (II Eg mundi ekki eftir neinni sýningu á mánudagskvöld,. en ég ætlaði sannarlega að hafa upp á einhverri. „En á sunnudaginn?" sagði Sammi. „Það er skemmtilegra að halda veizluna á sjálfan afmæl isdaginn,“ sagði ég, „og þið ættuð bara að sleppa mér? Eg — ég get verið með ykkur í anda,“ sagði ég hálf- vandræðalega. En Sammi var of raunsær til að láta sér slíkt lynda. „Nei,“ sagði hann. „Eg gæti ekki hugsað mér að halda veizlu án þess að vinur minn A1 væri viðstaddur, og ég hef hana bara á sunnudagskvöldið í staðinn." Við hittumst í anddyri Algonkuin. Sammi stóð hjá spóa- leggaðri, magurri, náfölri og hræðslulegri stúlku. Hún hefði getað litið út eins op engill, en andlitið á henni var málað eins og á dansmey í Fjórtándu götu, dökkrauður varalitur og augnskueéi, rauðgulur kinnalit- ur og of mikið púður. Mig laneaðj til að taka vasaklút- inn minn og þurrka þetta allt í burtn. Aumingja litla stúlkan. Bláu augun, fínlegur vöxtimlnn og angurvær fegurðin voru hennar eign. Það var gróður í gjósti. „Ungfrú Rósalía Goldbaum,“ sagði c^mmi. „Þetta er herra A1 Manheim sem hefur næs<a dni1- vnð mig.“ „O, herra Manheim, Sammi hefur sagt mér svo mikið um yður,“ sagði ungfrú Goldbaum. Sammi tók undir handlegginn á Gold- baum og leiddi okkur gegnum anddvrið inn ( veitinga- salinn. Honurn fórst faglega að láta ■'dirþjóninn koma auga á sig. Hann brosti niður með vindlinum sínum. Fyr- ir þetta sérstaka tækifæri hafði harm keynt sér svarta glæsiskó á sjö og hálfan dollar í London skóbúðinni. Kvöldverðurinn var í rauninni víðburðalaus. Sammi var af önnum kafinn við að leita að frægu fólki til að sinna okkur að neinu ráði. Ungfrú Goldbaum var feim- in, hreinskilin, einkenndist af vandræðabrosum og þögn- um. Nema þegar hún var að tala um Samma. Og ég ýtti undir hana. Því að hjarta hennar var svo gagntekið af Samma, að ég fór að velta því fyrir mér, hvort mér hefði sézt yfir einn af kostum hans. Kannski var þetta ný hlið á honum: hann var góður og umhyggjusamur elskhugi og hægði á sér meðan hann fylgdist með ung- frú Goldbaum. „Eg skal segja yður, herra Manhei|i,“ sagði hún, „að Sammi hefur meiri áhuga á ýmsu öðru en skrifa þenn- an dálk.“ „Auðvitað," sagði ég. „Þeir þvinguðu hann til þess.“ „Hann gerir það bara til að vinna fyrir sér,“ sagði hún. „Það er synd og skömm,“ sagði ég, „að þessi efnis- hyggjuheimur skuli tortíma svona göfugri sál.“ „Það er það nefnilega," sagði hún. „Vegna þess að hann getur skrifað svo dásamlega. Eg veit að hann verður ein- hvern tíma mikill rithöfundur. Hann er nefnilega skáld.“ „Hann er mikill maður,“ sagði ég og bjóst við að reiði guðs slægi niður í mig á hverri stundu. „Þú ert lánsöm stúlka.“ „Það veit enginn betur en ég,“ sagði hún. Það varð þögn. Sammi starði yfir salinn og á George Ondyke, sem þrisvar hafði fengið Pulitzer verðlaunin. Eg ætlaði að fara að segja að hann hafi verið niðursokkinn í hugsanir sínar, en Sammi var aldrei verulega niður- sokkinn og hann hugsaði aldrei beinlínis, því að það gefur til kynna djúpa íhugun. Hann var að reikna út. Ungfrú Goldbaum mjakaði vannærðri, hvítri hönd sinni inn í lófa hans. Sammi lék sér að henni, viðutan, eins og hún væri silfurskeið eða gaffall. « í ■ ■ i ■. U C U Fjárlagafrumvarp Framhald af 1. síðu. huga á slíkum spamaði helóur, einn þeirra, Eysteinn Jónsson, greiddi hreinlega atkvæði gegxi henni ásamt stjómarliðinu I - I Vestmannaeyingum og Vest- fjrðingum einnig gefnar g.fafir Mikla athygli mun það vekja á Vestfjörðum og í Vestmamia- eyjum að hvorki Sjálfstæðís- flokkurinn né Alþýðuflokkurirtn gat hugsað sér að myndarlegt frjárframlag yrði veitt til flug- vallargerðar í Eyjum og á Jsa- firði. Tillaga Alþýðubaiidalags- ins, flutt af Karli Guðjónssyni, um 1 500 000 króna framlag til þessara flugvalla heggja, felidi stjórnarliðið, Vestmannaeýjatil- lagan féll með 26 atkvæðum gegn 14, og greiddu þar átta Framsóknarmenn atkvæði með Alþýðubandalagsmönnum. Til- löguna um þetta ríflegt frarn- lag til ísafjarðarflugvallap felldi Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn með 26 gegn, átta atkvæðum. Feild tillaga um fiski- rannsóltnarskip Ein þeirra tillagna esm stjórnarflokkarnir felldu, var tillaga Lúðviks Jósepssonar iim hálfrar annarrar milljón kr. framlag til hyggingar á físM- rannKÓknarskipi. Vegna þee« hve áhuginn virðist oft bremr- andi fyrir þessu máli í hátiða* ræðum íhaldsins og í blöðmn þess, þykir rétt að birta hér nöfn þeirra Alþingismanna sem felldu þessa tillögu, en þeir voru þessir: Emil Jóns-son, Friðjón Skarphéðinsson, Fri3- jón Þórðarson, Guðmundur L Guðmundsson, Gunnar Thor* oddsen, Gylfi Þ. Gíslason, Ing- ólfur Jónsson, Jóhann Hafstein, Jón Kjartansson, Jón Sigurðs- son, Kjartan J. Jóhannssoa, Magnús Jónsson, Ólafur Björns son, Pétur Ottesen, Pétur Pét- ursson, Ragnhildur Helgadóttir, Sigurður Ágústsson, Sigurður Bjarnason, Sigurður Ó. Ólafs- son, Steingrímur Steinþórsson, Áki Jakobsson, Benedikt Grön- dal, Bjar-i Benediktsson, Egg- ert G. Þ"-s' ■'^sson, Jón Pahmat- son. T'" bingmenn Alþýðu- band-’-" :ins og Framsóknar- flokksins greiddu þessari til- lögu atkvæði. ★ IJér hefur einungis verið’ gr;pið niður á nokkrum þillög- um í fiárlagaafgreiðslunni og min færi gefast að minnast á fleiri þætti hennar síðar. Skyrtukjóllinn enn á ferðinni Skyrtukjóllinn hefur skotið upp kollinum með „éðli- legu“ línunni. Til að fylgja fyr- irmælum tízkunpar hefur kjóll- inn á myndinni fengið breitt foelti og ermasaumurinn er hafður neðar(ega. Efnið í kjóln. um er 55% terylene og 45% kamgani og það er ótrúlega sterkt og auðmeðfarið, en er samt lipinl og fellur vel. Efni af þessu tagi eiga áreiðanlega eftir að ná miklum vinsældum í liversdags- og vinnuflíkur. Handkn&ttleiksiið Framh. af 3. siðu Fyrsti leikur Þjóðverjanna hér í iþróttahúsinu að Háloga- landi verður n.k. þriðjudag. en þá leika þeir við styrkt Uð gestgjafanna, Ármann. N. k. fimmtudag keppa Þjóðverjarnir enn við KR, miðvikudaginn 6. miaí við FH og föstudaginn 8 maí við Reykjavíkur-úrval. Auk iþess-- munu hinir erlendu gestir Ánrmnns taka þát.t i hrað- keppnimóti, sem fram fer um aðra helgi. Orðsending;. . ,.j...; f.... .lr, frá Kvenfélagi sósíalista , Munið bazarinn sem ákveðið er að yerði p, maí. Náuai- ^giýst síðar. Nefitdia.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.