Þjóðviljinn - 26.04.1959, Blaðsíða 7
Stmnudagur 26. april 1959 — ÞJÓÐVILJTNN •— (7
Enska herstöðin Gíbraltar á suðurodda Spánar hefur tengt
• hagsmuni brezka heimsveldisins við Franco.
Sigurinn, er samtök Alþýðu-
fylkingarinnar á Spáni unnu
í febrúarkosningunum 1936,
afstýrði þvi, að afturhaldsöfl
landsins fengi aftur náð full-
um völdum að þingræðislegum
ihætti. Verkamenn, bændur og
hinar frjálslyndu millistéttir
Spánar höfðu fylkt liði til
vemdar hinu si>ánska lýðveldi
og haft betur í átökunum við
hið. skuggalega afturhald. Að
þingsíetatölu hafði sigurinn
oi-ðið mestur meðal borgara-
legra lýðveldissinna, er höfðu
158 þingmönnum á að skipa.
Sósíalistaflokkurinn fékk 88
þingmenn og kommúnistar 17
(höfðu áður 1.) Aiþýðufylk-
ingin var upprunalega aðeins
kosningabandalag og var eftir
kosningar enn æði laus i reip-
unum. Fyrsta stjórn Al-
þróazt eftir, sínum ‘sporbraut-
um og leyst vandamál sín á
friðsamlegan hátt. En friður-
inn stóð ekki lengi. Hinn 17.
júlí hóf spánski herinn upp-
reisn í Marokkó og stuwiu sið-
ar logaði uppreienin í flest-
um setuliðsborgum Spánar.
Herhöfðingjamir höfðu lagt
eld að húsum hins spánska
lýðveldis og stofnað til blóð-
uguetu borgarastyrjaldar, sem
heimssagan hermir frá.
Borgarastyrjöldin á Spáni
er einhver mesti harmleikur
okkar aldar. Hún var háð með
dæmalausum tryllingi í þrjú
ár, og svo mannskæð, að fáu
verður við hana jafnað. Þeg-
ar henni lauk lá 1 milljón
manna eftir í valnum —
naiismann í Evrópu og þoldi
allar þær þjáningar, sem öðr-
um þjóðum álfunnar voru
búnar innan stundar. Þær
máttu minnast þessa oft síð-
ar á næstu árum, er þær voru
hirtar af. refsinomum sögunn-
ar. Því að spánska lýðveldis-
ins var hefnt með miskunn-
arlausu réttlæti, sem sættir
mann á stundum við söguleg
afglöp mannanna.
Hinni vinstrisinnuðu lýð-
veldisstjóm virtist koma upp-
reisn herforingjanna mjög á
óvart. Forsætisráðherrann,
Casares Quiroga, taldi upp-
reisnina staðbundna við Mar-
okkó og kvað engan mann
vera svo örvita, að hann efndi
til heruppreisnar á Spáni.
Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur:
FYRIR MINNISBLÖÐ OR SÖGU . ALDARINNAR
20
ÁRUM SPANN III.
Verkamenn andspænis böðlum Francos. Myndin var gerð þegar
verkalýðsieiðtoginn Gregario Lopez Eaimundo var handtekinn
eftír verkföllin iniklu í Garcelona 1951, en hún er táknræn
fyrir alla baráttu spönsku þjóðarinnar.
þýðufylkingarinnar var ein-
göngu skipuð mönnum úr
flokki vinstrisinnaðra lýðvgld-
ismanna, sósíalistar þóttust
svo illa sviknir af fyrri þátt-
'töku í ríkisstjórnum lýðveLd-
isins að þeir höfnuðu ráð-
herraembætti. Hún lét verða
það sitt fyrsta verk að af-
nema ýmis lög, sem sett
höfðu verið eftir októberupp-
reisnina 1934 og skert lýð-
ræðiflréttindin í’ landinu,
lej’sti pólitiska fanga úr tugt-
húsum og gerði atvinnurek-
endum skylt að taka aftur
verkamenn, sem reknir höfðu
verið úr'vihnu vegná pólitískr-
ar starfsemi, Þá reyndi stjórn-
in að bæta nokkuð kjör-kot-
bænda og sveitaverkamanna,
en að hætti alla fyrri lýð-
veldisstjórna Spánar skaut
hún sér undan því að skipta
lénsgóssunum með hinni jarð-
næðislausu sveitaalþýðu. Svo
virtist sem þessi lýðveldis-
stjórn mundi ekki ætla að af-
plána erfðasynd spánskrar
sögu. En þrátt fyrir þetta
naut ríkisstjómin hylli og
fylgis lýðsins, enda áttu al-
þýðusamtökin nú kost á að
starfa í fullu frelsi eftir að
þrælalögum hinnar fyrri
stjómar hafði verið af létt.
Mikil pólitisk ólga rikti samt
í lar.dinu, en ekkert virtist
vera þvi til fyrirstöðu, að
spánska lýðveldið mundi geta
nokkru meira en nam mann-
falli alls brezka heimsveldis-
ins í styrjöldinni 1914—1918.
Hún klauf hið spánska þjóð-
félag að þveru og endilöngu
og veitti því slík svöðusár,
að seint munu gróa. En hún
var ekki aðeins borgarastyrj-
öld Spánverja. Hún skipti
mönnum í flokka um allan
lieim. Það var tæpast til það
land á öllum hnettinum, að
menn skipuðu sér þar ekki í
fylkingar með öðrum hvorum
stríðsaðila þessa hildarleiks.
Öll ríki veraldar tóku þátt í
þessari borgarastyrjöld, hvert
með sinum hætti. Spánn hafði
um langan aldur legið utan
við þjóðbraut sögunnar. Menn
höfðu horft forvitnislega á
nautaat spánska lýðveldisins á
árunum 1931—1936 án þess
að verða sérstaklega upp-
næmir. En þegar herforingjar
Spánar hófu uppreisnina í
júlímánuði 1936 og lagt var
til atlögu um tilveru spánska
lýðveldisins, þá vaknaði allur
heimurinn við það, að hér var
ekki lengur um heimilisrifrildi
að ræða, að borgarastyrjöldin
á Spáni var ekki einkamál
Spánverjá, heldur málefni er
varðaði allan heiminn, mig og
þig í öllum löndum.
Milli loka borgarastyrjald-
arihnar á Spáni og upphafs
hinnar síðari Iieimsstyrjaldar
liðu aðeins fimm mánuðir,
Hér er þó um annað og meira
að ræða en tímatengsl. Borg-
arastyrjöldin á Spáni var
beinlinis forleikiír heimsstyrj-
aldarinnar bæði að formi og
inntaki. Spánska lýðveldið
háði 'fyrstu styrjöldina við
Daginn fyrir uppreisnina,
hinn 16. júlí, hafði ritari
Kommúnistaflokksins, José
Diaz, lýst þvi yfir í fasta-
nefnd þingsins, að herforingj-
arnir hyggðu á uppreisn og
krafðist ráðstafana stjórnar-
valdanna gegn henni. En þeg-
ar lýðveldisstjórnin áttaði sig
loks á því, að til væru svo
,,örvita“ menn á Spáni, að
þeir stofnuðu til uppreisnar
munaði minnstu að hún gæfi
upp alla vörn þegar í stað.
Manúel Azana, sem nú var
orðinn forseti lýðveldisins, fól
einum flokksmanna sinna,
Martinez Barrio, að mynda
ríkisstjórn er skyldi reyna að
ná samkomulagi við uppreisn-
arherforingjana.
Þegar þessi tíðir.di spurð-
ust þusti lýðurinn út á göt-
ur Madrídborgar og krafðist
vopna til að verja lýðveldi
sitt. Alvarez del Vayo, einn
af fremstu stjórnmálamönn-
um spánska lýðveldisins úr
flokki Sósialista, vottar það
í endurminningum sínum, að
hinn óbreytti múgur í stórborg-
um Spánar hefði bjargað lýð-
veldinu á þessari örlaga-
stundu. Menn réðust með tóm-
um höndum og berum hnúun-
um á hermannaskálana og
bældu niður uppreisn herfor-
ingjanna í Madrid, Biareelona,
Valencíu, í Astúríu og Baska-
iándi. Meirihluti flotans hélt
trúnað við lýðveldið, háset-
amir skutu liðsforingja sína
og lýstu vfir hoílustu við
lýðveldisstjornina. í Marokkó
og Sevilla á Suður-Spáni og í
borgunum Burgos, Pámþlona
og Zaragoza á Ncrður-Spáni
tókst herforingjunum að
hrifsa til sín völdin. En liðs-
sveitir uppreisnarmanriá vom
einangraðar og í Marokkó
komust sveitir Mára og út-
lendingahersveitin ekki fetið
vegna þess að þær höfðu eng-
an skipakost og spánski flot-
inn gat stöðvað herflutninga
frá Afríku til Spánar. Upp-
reisn hinna spánsku herfor-
ingja var fyrirfram dæmd til
að fara út um þúfur, ef Spán-
verjar væru einir í leiknum.
Alþýða Spánar gat auðveld-
lega ráðið niðurlögum upp-
reisnarmanna, þótt ekki væri
hún vel búin vopnum. Hún
reis upp um allan Spán til að
verja þetta lýðveMi, sem lifað
hafði af öll tilræði afturhalds-
ins í fimm umhleypingasöm
ár. En á þeirri stundu er hún
átti alls kostar við hina eiri-
angruðu herforingjaklíku,
gengu tvö stórveldi fram á
vígvöllinn grá fyrir jámum
og breyttu spánsku bprgara-
styrjöldinni í Ermópustyrjöld.
Þýzkaland og ítalia hófu á
Spáni þá styrjöld, sem síðar
átti eftir að berast vestan frá
Ermarsundi austur á Volgu-
bakka, frá Norðurhöfða í Npr-
egi suður á Krítarey.
3
Herforingi sá, sem reyndi
þegar árið 1932 að kála.
spánska lýðveldinu, Sanjurjo,
fór til Berlínar i febníar 1936,
dvaldist þar í nokkrar vikur
og samdi við foringjalið naz-
ista og þýzka iðjuhölda um
vopnasendingar. 1 maímánuði
eru haldnir fundir með upp-
reisnarforingjunum og fulltrú-
um Þjóðverja og Itala og síð-
asta hönd lögð á allan undii-
búning uppreisnarinnar. Það
var ætlunin, að Sanjurjo yrði
leiðtogi uppréisnarinnar, en
hann fórst í flugvél frá Port-
úgal hinn 20. júlí, er hann
va. á leið til stöðva s;nna.
Forustan féll þá í hendur
Francisco Franco hershöfð-
ingja. I-Iann hafði alið allan
aldur sinn í nýlenduher Spán-
ar og átt hugmyrdina að því
að senda Márasveitir og út-
lendingaherdeildina til Astúríu
1934 til að brjóta verka-
mannauppreisnina á bak aft-
ur. Franco hafði vérið skip-
aður yfir herdePdu’ Spánverja
á Kanaríevjum eftir stjómar-
skiptin 1936, en nú flaug
hann til Marokkó í enskri
flugvél ásamt háttsettum
embættismanni þýzku leyni-
þjónustunnar.
1 júlímánuði flutti eitt af
stórskipum Þýzkalands fiug-
vélar og þýzka flugmenn til
Cadiz, sem var í höndum upp-
reisnarmanna og á skömmum
tíma báru þessar flugvélar
15.000 hermenn Mára óg ó-
grynni vopna og hergagna
yfir til Spánar. Þetta var
upphaf að hinum stórkost-
legu hergagnasendingum frá
Þýzkalardi. I nóvemberm’n-
uði sama ár voru hinar þýzku
sveitir flugmanna og tækni-
sérfræðinga skipulagðar í hina
svonefndu Condorherdeild ei'
barðist á Spáni allt til loka
borgarast.vrjaldarinnar.
Þegar í byrjun borgarastyrj-
aldarinnar má greina aðskýra
verkask:ntingu með Þjóðverj-
um og. ítölum. Göring játaði
það fyrir herdómstölhurn í
Framhald á 10. siðu.