Þjóðviljinn - 26.04.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.04.1959, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Simnudagur 2t>. apríl 1959 Svart: Sveijm ABCDEF' GH „Lærið ctð tefla" Svo nefnist kennslubók í skák eftir þá Friðrik Ólafsson og Ingvar Asmundsson, er út kom fyrir síðast liðin jól og 1 Menningarsjóður gaf út. I>ætt- inum hefur borizt bók þessi til umsagnar og hefur í því skyni blaðað nokkuð í henni ' undanfarna daga. Þetta er ekki ýkjastór bók, aðeins 168 bls. í heldur litlu broti en smekkleg að frágangi. Ekki er um auðugan garð að gresja í íslenzkum ekák- bókmenntum og allra sízt þeim sem að beinni skák- 1 kennslu lúta. Fyrír nokkrum áratugum kom út kennslukver ’ í ekák eftir Pétur Zophonías- ' son sem að visu var gagnlegt á sínum tima en bæði úrelt nú orðið og með öllu ófáan- ! legt. Það má því segja, að það væri löngu timabært að gefa út nýja kennslubók í skák, og á Menningarsjóður þakkir skilið fyrir framtakið. Og hvernig hefur svo þess- um ungu mönnum farið verk sitt úr hendi? Þótt þeir séu báðir þaul- reyndir skákmenn, þá eru þeir báðir byrjendur í að semja ' ritverk, þótt eklci sé nema kennslubók í eigin fagi. Mátti 1 vænta þess að reynsluleysis ! gætti nokkuð við samningu ' bókarinnar, enda er þess ekki ' að dyljast að með tiltínslu- 1 semi má finna ýmsa galla á bókinni, en flestir eru þeir smávægilegir. 1 Höfundarnir reyna -sum- ' staðar og raunar allvíða að gæða kennsluna humorísku lifi, sem er auðvitað góðra gjalda vert ef vel til tekst. Slíkt má þó aldrei trufla eðli- lega framrás og framsetningu efnisins heldur verður að falla áreynslu- og tilgerðarlaust að sjálfum efnisþræðinum. Sé þess ekki gætt, þá er verr farið en heima setið og strangi, virðulegi kennslublær- mn skárri. Víða fer hinum ungu höfundum þetta vel úr hendi en annarsstaðar er nokkur misbrestur þar á. Nokkur fleiri byrjendamörk má finna á bókinni og hirði ég ekki að tína til dæmi, enda eru þau óvíða til verulegs baga. Bókinni er skipt í sex meg- inkafla. Nefnast þeir: Mann- taflið, Nokkrar reglur og vís- bendingar, Byrjanir, Leik- fléttur, Endataflið og Skákir. 1 fyrsta kaflanum er kennd- ur manngangurinn mjög ýtar- lega svo öllum á að vera meinfangalaust að læra hann af því, sem þar er framsett einu saman. í öðrum kafla eru lesenidur leiddir nokkru lengra og ýms- ir strategiskir og taktiskir undirstöðupunktar kynntir og heilræði gefin. Meðal annars er þar kennt, hvemig hinir ýmsu menn, verða bezt stað- settir og hvernig gildi þeirra getur breytzt eftir liinum ýmsu etigum skákarinnar. Þannig eru t.d. drottning og hrókar sterkust í endatafli, o.s.frv. í næsta kafla eru skákbyrj- anir teknar til meðferðar. Þar er sýndur Spánskur leikur, Sikileyjarvörn, Frönsk vörn, Phildervörn, Þriggja riddara- tafl, Drottningarbragð o.s.frv. Og langi menn til að kynn- ast hinum fræga fjalaketti, þá er hann þarna að finna. Þá er komið að hinni list- rænu hlið skákarinnar og leik- fléttan tekin til meðferðar. Er þar byrjað á frægri fléttu, sem Guðjón heitinn Sigurðs- son strengdi eitt sinn að hálsi höfundar þessa þáttar. Með þvi að fléttan er bráðsnotur, þótt einföld sé, tek ég hana hér upp sem sjmishorn. mzm*m *■" JJt..Hl*i ■ 1 BS ABCDEF GH Ilótt: Guðjón Guðjón á leik i stöðunni og leikur 1. De8!!. (Ekki er ann- að að gera en taka drottn- inguna): 1. — Hxe8 2. Hxe8 (Nú gagnar ekki 2. — h6 vegna Hfxf8 og síðan mát). 2. — Bf7. (Tefur aðeins það óumflýjanlega). 3. Hxf7, h6 4. Hexf8f Kh7 5. Hxg7 mát. Ég gafst víst raunar upp einum leik fjtt, sem ekki skiptir verúlégu máli. Margar aðrar bráðsnjallar fléttur eru í bókinni, og er þetta einhver skemmtilegasti kafli hennar. Næstsíðasti kafli bókarinnar, um 30 bls. er svo helgaður endatafli. Er þar farið fljótt yfir sögu og þvi að sjálf- sögðu ekki gerð nein tæmandi skil en þó gripið á ýmsum mikilvægum og læridómsríkum punktum. Mikilvægi fripeða, „góðir“ og „slæmir“ biskupar svo og gildi kóngsstöðunnar, en sem kunnugt er þá likist kóngurinn drottningu og hrók að því leyti að styrkleiki hans nýtur sín bezt í endatafli. Held ég að þeir sem þegar kunna mannganginn geti lært allmikið af þessum kafla. I síðasta kaflanum eru svo birtar 7 tefldar skákir með skýringum, Eru þær ýmist tefldar af Íslendingum inn- byrðis eða vinningsskákir ís- lendinga gegn erlendum meist- urum. Get ég að lokum ekki stillt mig um að taka hér eina skákina traustataki um leið og ég hvet skákmenn og byrj- endur til að kaupa bókina og kynna sér efni hennar í heild. Hún er vel þess virði og vil ég, áður en ég fell í skák- transinn, þakka Memiingar- sjóði og hinum ungu höfund- um fyrir þetta framlag til ís- lenzkra skákbókmennta. Skákin sem ég ætla að birta er tefld á Minningarmóti Guð- jóns M. Sigurðssonar árið 1956. Skýringar eru orðréttar úr bókinni. Hvítt: Guðmundur Ágústsson Svart: Friðrik Ólafsson 1. e4 c5 2. Rc3 Guðmundur ætlar að tefla lokaða afbrigðið. Meðal trygg- ustu áhangenda þess er, auk Guðmundar, Smisloff fyrrver- andi heimsmeistari. Algengast er að leggja hér strax til bardaga um miðborðið, leika 2. Rf3 og síðan 3. d4. 2. -- Iíc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 Það er athyglisvert, að báð- ir keppenda hafa komið bisk- up á homalínu. Takið eftir því, að slikir biskupar valda hvor um sig tvo reiti á mið- borðinu. 5. ð3 d6 6. Be3 Rf6' 7. hS Hvítur hyggur á peðafram- rás á kóngsvæng. Með síðasta leik sinum kemur hann í veg fyrir, að svartur geti komið manni á g4, en liöfuðmark- . miðið með peðasókn er að minnka svigrúm andstæðings- . ins og reyna að flækja menn hans í peðanetinu. 7. _ 0—0 8. Dd2 Rd4 Svartur reynir að spoma við hættunni af væntanlegri peðaframrás með aðgerðum á miðborðinu. 9. Rdl Hvitur ætlar að stugga við Rd4 með c3 og leikur þess vegna riddaranum frá c3, en eðlilegra hefði verið að leika honum á e2. 9. — e5 10. c3 Re6 11. Re2 Þessi leikur gefur svörtum of frjálsar hendur á miðborð- inu. Hvitur hefði því betur hafið peðaframrásina með 11. f4. 11. — d5! Með þessum leik eykur svartur vaTii eitt á miðborð- inu, opnar taflið og aftrar því, að hvítur geti hafið peða- framrás á kóngsvæng. 12. Bh6 dxe4 13. Bxg"J ? Nú var 13. dxe4 nauðsyn- legur leikur, en þá fær svart- ur heldur betra tafl eftir 13. — Bxh6. 14. Dxh6, Dd3. 13. — Kxg7 14. dxe4 Dxd2f Þegar hvítur skipti á bisk- upum, tók hann valdið af drottningunni og verður því að drepa með kóngnum. 15. Kxd2 Htl8f 16. Kc2 Þessi reitur lítur I fljótu bragði ekki illa út fyrir kóng- inn, en reynist honum þeim mun verr. 16. — b6 Opnar biskupnum leiðina til lífsins. 17. Re3 Ba6 18. Rcl Svartur hótaði að vinna e- peðið með Bd3f. 18. — Bb7! Með þessum leik þvingar svartur hvítan til að taka valdið af g-peðinu, en síðan ræðst hann að því og neyðir það til að forða sér fram á við og taka valdið af f4 reitn- um. Þá er svartur búinn að fá ákjósanlegan stökkpall fyrir riddara á f4. ' 19. f3 Rh5 20. g4 Rhrf4 21. h4 Svartur svarar 21. Bfl með Rg5 21. — Ha-c8 Hvítur er nú svo aðþrengd- ur, að homun eru allar bjarg- ir bannaðar nema nábjargirn- ar. 22. Bfl Rd4f! 23. cxd4 Annarra kosta er ekki völ. 23. Kbl, Rxf3 og vinnur einn- ig e-peðið. 23. — cxd4f 24. Kd2 dxeSt 25. Kxe3 Hc2 26. Rd3? Stöðumynd Svart: Friðrik abcdefgh Ilvítt: Guðmundur 26. — Hxd3f og hvítur gafst upp, því hann er mát í næsta leik. Rg2t. Alþýðukveðskapur — Sjúkrasamlog og trygging- ar — Tryggingar á innbúr íólks. TORNÆMUR sendi eftirfarandi stökur: 1. Ef ég skríð með þræl og 1 Þýi þá er ég settur hátt á blað, en hafi ég móðgað hræsni og íygí hefnast skal mér fyrir það. 2. Margur hefur farið flatt, sem flýtti sér að trúa, því allir þykjast segja satt, — sama hvað þeir ljúga. 4. Viðreisn okkar verður rýr vestheimskum á leiðum: þrælslund vex, en frelsi flýr, fjölgar Bjarnar-greiðum. ar svo ekki neitt í meðulun- um, sem maður kaupir. Það er jafnvel til, að fólk segi eitthvað á þessa leið: Eg hef nú borgað í sjúkrasamlagið í tiu ár, én aldrei þurft á neinni læknishjálp að halda: ekki hef ég mikið gagn af því að vera í samlaginu, ekk- ert nema kostnaðinn. — Mér finnst, að hér gæti allmikils misskilnings í garð sjúkra- samlaga og trygginga. Það orkar varla tvímælis að al- mannatryggingar og sjúkra- samlög eru eitthvert þýðing- armesta hagsmunamál al- mennings; þeim mun fuU- komnari tryggingalöggjöf, þeim mun meira öryggi al- mennings gagnvart atvinnu- missi af völdum heilsuleysis, slysum sem leiða til meiri eða minni örorku, o.s.frv. Fólk finnur það bezt, ef það þarf að liggja á sjúkrahúsum eða gang.a til læknis að stað- aldri í lengri eða skemmri tíma, hvílík stoð því er að sjúkrasamlaginu. Hitt er ann- að mál, að sjálfsagt er ým- islegt í tryggingalöggjöf okk- ar, sem betur mætti fara, og ber að stefna að þvi að koma henni í fullkomnara ^orm; og virðist mér, að fólk ætti fremur að berjast fyrir því að endurbæta hana en að afneita henni. — Iðulega heyrum við þess getið, þeg- ar sagt er frá húsbruna eða íkviknun í íibúðarhúsnæði, að innanstokksmunir hafi verið óvátryggðir. En það segir sig sjálft, að iafnvel þótt það takist að slökkva eldinn áð- ur en mikið tjón hlýzt af, verða oft stórskemmdir á inn- anstokksmunum af vatni og reyk, og skaði fólksins mik- ill, því að húsgögn eru yfir- leitt dýr. Eg held að það sé álitamál hvort ekki er rétt að koma á skyldutryggingum á innbúi fólks, að sínu leyti eins og á bifreiðum. Það er hart til þess að vita, að fólk skuli iðulega verða fyrir miklu tilfinnanlegra tjóni en þyrfti að vera, vegna kæru- leysis eða vegna þess, að því ofbýður að borga iðgjald af tryggingu á innbúi sínu. 3. Vér ‘heiðrum þá, er sann- leik aldrei sviku, og sækjum fram, þótt barátt- an sé hörð. — Að fá að deyja fyrir Ameríku er frjáisra manna æðsta sæla á jörð. PÓSTURINN furðar sig stund- um dálítið á því, hve fólk fárast mikið um að borga sjúkrasamlagsgjöld, trygging- argjöld og iðgjöld af ýmis konar tryggingum. Oft heyri ég fólk segja sem svo; Það er til nokkurs að vera í þessu sjúkrasamlagi, sem borg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.