Þjóðviljinn - 26.04.1959, Blaðsíða 12
Skil ekki þá slysni Breta að láta
héKtar brezka flotans farast i bar-
áttu ¥ið vopnlausa íslenzka sjómenn
segir Eggert Steíánsson — hann hefur nú skrifað nýja bók um
ttalíu — Menningarsjóður gefur hana út einhvern næstu daga
Eggert Stefánsson söngvari hefur skrifaö’ bók um ítaliu,
cg kemur hún út hjá Menningarsjóöi einhvern næstu
daga. Er það sjötta verkiö fx*á hans hendi síöan fyrsta
bók hans, Fata morgana kom út áriö 1943.
Er þa® ekki hægt?
Bókin um Italíu er nú full-
prentuð, en ekki lokið við að
binda nema nokkur eintök til
áskrifenda, en hún kemur í
búðirnar innan fárra daga.
Þau hjónin, Lelía og Eggert
Stefánsson, hafa dvalið hér í
Reykjavík í vetur og búið of-
arlega við Háteigsveginn. Er
þaðan víðsýnt enda sagði
Eggert í viðtali við blaðamenn
í fyrradag: Ég bý við eitt idá-
samlegasta útsýni sem til er,
og þaðan sé ég að íslending-
ar hafa varið peningum sín-
um vel; þeir hafa byggt hús,
og skip o.s.frv. — með því
segi ég ekki að þeir hafi tekið
mikið af fegurð inn í þetta;
en þeir hafa varið peningun-
um vel, — og nú verða þeir
að fara að standa sig á and-
lega sviðinu.
Æ, við þurfum að gera okk-
ar Reykjavík að unaðslegri
borg, ekki bara ríka, lieldur
líka unaðslega, — er það ekki
hægt? Þetta segir heimsborg-
arinn Eggert Stefánsson, sem
alinn er upp hérna við Tjöm-
ina, í næstum biðjandi rómi.
Kona Eggerts segir að
hvergi í Evrópu sé betra að
verá að vetrarlagi en einmitt
í Reykjavík.
Hvað á ég að segja þeim?
Talið berst að landhelgis-
málinu, og varð þá Eggert að
orði: Ég skil ekki hvaða slysni
hefur komið yfir Breta að þeir
skuli láta heiður brezka flotans
— flota Nelsons — farast í
þaráttu við vopnlausa íslenzka
sjómenn við Islandsstrendur!
Eggert hefur skrifað töluvert í
itölsk blöð um lanidhelgismálið,
og segir ítali etanda með okkur
í landhelgismálinu. Þeir hafa
mikinn áhuga fyrir málstað
okkar, segir hann, og þegar við
komum heim verður setzt að
mér með spurningum hvað líði
landhelgismálinu og hvað við
ætlum að gera í landhelgismál-
inu. Hvað á ég að segja? Að
við ætlum að haga okkur eins;
og aumingjar, kyssa á vöndinn
og spyrja kúgarann að því hvað
við megum gera!
Skilja handritamálið
En Eggert hefur ekki aðeins
skrifað um landhelgismálið í í-
tölsk blöð, heldur einnig um
handritamálið, og hefur m.a.
elzta blað ítalíu birt greinar um, mann sundlar
undir margra dálka fyrirsögn- mettast — svimar
um um það mál, ásamt mynid-
um, m.a. af háskólanum hér.
Eggert segír Itali einnig standa
með okkur í handritamálinu —
og eigi þeir létt með að skilja
það, því sjálfir eigi þeir handrit
og listaverk dreifð um allan
heiminn, en sem þeir kysu helzt
að fá heim til Italíu.
Um bókina segir Eggert m.a.
svo í formála hennar:
Bókin um ftalíu
„Að einu leyti hefur þessi bók
sérstöðu, því hún er fyrsta bók-
in skiifuð af Islendingi, sem
er búsettur þar.
Frá 1919, eða í 40 ár, er ég
kom fyrst til ítalíu hefi ég
skrifað dagbækur, og eru sum-
ar greinar bókarinnar byggðar
á þeim. Þær eru því opinskáar,
og sterkra áhrifa gætir þar frá
voldugri, afar gamalli menn-
ingu, einkanlega þegar litazt er
um í heimi listarinnar. Það er
því von, að Islendingurirtn, sem
einagraður hefur verið í marg-
ar aldir fái ofbirtu í augun.
Ég sé hana í dagbókarblöð-
um: „Svo rík er ítalía af list-
maður of-
tærist, af
þessum unaðsfyllingum allra
sansa. Einnig landið, sem held-
ur mér hrifnum og hamingju-
þrungnum af sælu — yfir að
vera kominn þangað, sem mað-
urinn hefur ekki fleiri óskir.
Og áfram: „Það er eins og
listin sé svo mögnuð í sköpun-
arkrafti sínum, að allt virðist
sjálfsagt og létt, og þessi létt-
leiki er vottur snilldarinnar í
öllum listaverkunum, sem stráð
er um alla Italíu. Frá höll til
hallar, — frá kirkju til kirkju
— alltaf eitthvað undravert.
Nýr stfll, ný dularfull hugsun,
Framhald á 11. síðu
Fullir ameríkanar réðust með
ofbeldi og barsmíð á íslendinga
Bandarískir hermenn gáfu stríöseðli sínu útrás á
fimmtudagsnóttina með því að ráöast út úr gleÖihúsinu,
Bókhiöðustíg 7, á íslendinga meö hrottalegu ofbeldi.
Undanfarið hafa íbúar í
Þingholtunum veitt athygli
tíðum heimsóknum bandaríákra
og tóku þeir að láta vígalega
og mönuðu Islendinginn að
slást við ameríkana. Spurðu
hermanna og fylgimeyja þeirra lnnir bandarisku verndarar þá,
í húsið númer 7 við Bókhlöðu-
stíg. Hafa kanarnir og gleði-
freyjurnar, stundum sézt híma
undir veggjum hússins eða biða
á tröppunum, eins og verið
væri að bíða eftir húsrúmi.
Aofararnótt Ammtudagsins,
um kl. eitt, var ungur Reyk-
vikingur, sem býr við (Berg-
staðastræti, að ganga heim til
sín, og lá leið hans um Bók-
hlöðustíg. Fyrir utan húsið nr.
7 stóðu 2 ameríkanar og köll-
uðu þeir á piltinn og báðu
hann að tala við sig. Brátt
bættist þriðji kaninn í hópinn
ynd þessi er tekin eftir ntálverki er Gunniaugur Blöndal hefur
niálað af Eggert Stefánssyni.
hvort Reykvíkingurinn væri
kommúnisti og dró hann enga
dul á það. Samstundis fylltust
hinar bandarísku striðshetjur
miklu æði. Tóku þeir að stíga
trylltan stríðsdans hrópandi
„Krústjoff, Krústjoff“.
Þegar þeir höfðu dansað í
sig kjark réðust þeir umsvifa-
laust á Islendinginn allir þrír
og börðu hann til óbóta, Tókst"
honum iþó að komast undan
niður á Lækjargötu. Þar hitti
hann þrjá kunningja sína og
tjáði þeim að hann væri á leið
á lögreglustöðina til að kæra
árásina. Félagar hans fylltust
hefndarhug og ákváðu allir að
fara aftur upp á Bókhlöðustíg
og vita hvað hermönnunum
liði. Skipti það engum togum,
að er þeir koma að húsinu
númer 7, þustu þaðan út sjö
bandarískir hermenn og réðust
með ofbeldi og barsmíð á Is -
lendingana. Hófust hin heiftar-
legustu slagsmál, sem lyktaði
með því að lögreglan kom á
vettvang og skakkaði leikinn.
LANDHELGIN; framh. af 1. s.
anlegur af réttinum á Seyðis-
firði, skipstjórinn dæmdur í
lágmarksrefsingu og honum af-
hent veiðarfærin svo 'að hann
gat haldið áfram að stela á
leiðinni út! Verður fróðlegt að
sjá hvort slíkir atburðir endur-
taka 6Íg i Vestmannaeyjum.
Tengdasonur óskast
N. lt. miðvikudagskvöld
frumsýnir Þjóðleiklhúsið
gamanleik ineð framangreindu nafni eftir skozka leikritaskáld-
ið YYiiliam Douglas Home. Skúli Bjarkan hefur þýtt leikritið
á íslenzku, Giuinar Eyjólfsson er leikstjóri og Lárus Ingólfsson
hefnr gert leiktjöldin. Leikendur eru Kristbjörg Kjeld, Indiiði
Waage, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Rúrik Haraldsson, Bessi
Bjanjason, Inga Þórðardóttir og Brynja Benediktsdóttir. —
Myndin var tekin á leikæfingu í Þjóðíeikhúsinu fyrir helgina
og sjást á henni m.a. leikstjórinn Gunnar Eyjólfsson og Inga
Þórðardóttir.
Austurrískur píanóleikari
heláur tónleika hér í dag
Austuri'íski píanóleikariiin Walter Klien heldui' tón-
leika í dag í Þjóöleikhúcinu og á þriðjudaginn leikur
hann meö hljómsveit Ríkisútvarpsins á sama staö.
Walter Klien er þrítugur að
aldri, fæddur í Graz í Austur-
ríki. Árin 1951, 1952 og 1953
hlaut hann verðlaun fyrir leik
sinn á tónlistarhátíðum í Boz<
en og París og árið 1953 lilaut
hann einnig hin sígildu píanó-
leikaraverðlaun Vínarborgar
„Bösendorferpreis“. Walter
Klien hefur haldið tónleika
víða um lönd og m.a. leikið
með sinfóníuhljómsveitum und-
ir stjórn von Karajan, Scher-
chen o. fl. Á seinni árum hefur
hann auk þess farið margar
tónleikaferðir m.a. til Banda-
ríkjanna, Suður-Ameríku og
Suður-tA.fríku. Hefur hann
hvarvetna þótt aufúsugestur og
gagnrýnendur borið lof á leik
hans.
Á tónleikum sínum í dag
Orgeltónleikar í
Dómkirkjunni
Ragnar Björnsson efnir til
fyrstu orgeltónleika sinna í
Dómkjrkjunni á morgun og
þriðjudag á vegum Tónlistar-
félagsins. Leikur hann eingöngu
verk eítir Baeh: Þrjár prelúdí-
ur og fúgur, tvo orgelkonserta
og sónötu.
leikur Walter Klien verk eftir
Bach, Bralims, Strawinsky og
Beethoven. Á þríðjudagstón-
leikunum leikur hann með út-
varpshljómsveitinni píanókons-
ert í a-moll eftir Schumann.
Héðan fer Walter Klien aftur
til Vínarborgar, en þar biða.
hans ný verkefni við „Wiener
Festwochen“. Einnig mun hann
í sumar koma fram á tónlist-
arhátíðinni í Prag, í London
og París.
UmferSarslys á
Laugavegi í gær
Skömmu fyrir hádegi í gær;
varð umferðarslys á Laugavegi,
móts við húsið nr. 58. Eldri
maður, Þorleifur Erlendsson,
til heimilis í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, varð þar fyrir lít-
illi pallbifreið, féll í götuna og
meiddist nokkuð, hlaut m. a.
heiiahristing. Bifréiðin ' var á
leið niður' Laugaveginn, er
Slysið varð, en maðurinn að
gánga norður yfir götuna,
Kveðst bifreiðarstjórinn ekki’
hafa séð Þorleif fyrr en bíllinn,
var kominn alveg að bonum.
Maðurinn var fluttur í Landa-
kotsspítala.