Þjóðviljinn - 19.06.1959, Blaðsíða 7
\
Föstudagur 19. júni 1959 — ÞJÖEÍVILJINN — (7
Sömu laun íyrir jaínverð
mæta vinnu er réttlætis
lEUlefu ár eru liðin frá því
að Hannibal Valdimarsson
flutti á Alþingi frumvarp um
réttindi kveima, en hann var
þá nýkominn á þing. Frum-
varpið var flutt í því ekyni
að algert jafnrétti karla og
kvenna yrði þannig bumdið í
lögum, að ekki yrði fram hjá
því gengið, ekki heldur á sviði
launamálanna, þar sem
tryggja skyldi algert jafnrétti
kvenna. Flutningsmaður hélt
ýtarlega framsöguræðu og
gerði grein fyrir hvernig laga-
ákvæðin um réttindi kvenna
hefðu verið sniðgengin í reynd
á ýmsum sviðum þjóðlífsins og
skoraði hann á þingmenn að
bæta úr því með eamþykkt
frumvarpsins.
Þingmenn Alþýðuflokksins
Hannibal Vjaklimarsson
í efri deild (nema Guðmundur
í. Guðmundsson) vildu sam-
þykkja frumvarpið og allir
þingmenn Sósíalistaflokksins,
en þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar voru
sammála um að koma því ein-
hvemveginn fyrir kattamef
(nema einn Framsóknarmaður
sem horfinn er af þingi).
Vildu sumir vísa málinu til
ríkisstjóminnar' en aðrir
fel’a það hreinlega.
Þá reis upp einn af leið-
togum Sjálfstæðisflokksins,
úr stóli dómsmálaráðherra,
Bjami Benediktsson. Mót-
mælti hann því að málinu
væri vísað til ríkiestjórnarinn-
ar, á þeim forsendum að hún
vissi ekkert hvað við það
ætti að gera! Taldi hann sér
alveg ókunnugt um ef konur
hefðu ekki á öllum sviðum
jafnrétti við karlmenn að lög-
um og á ýmsum sviðum meiri
rétt. „Það jafnrétti sem flutn-
ingsmaður talar um er fyrir
löngu fyrir hendi, og hann
er þess vegna heilan manns-
aldur á eftir með tillögum sín-
um hér“. Annar þingmaður
Sjálfstæðisflokksins lét svo
um mælt að elckert þingmál
hafi sér virzt annar eins
„krypplingur" og þetta mál,
og var það rökstuðningur
hans til að vera á móti mál-
inu: „Ég treysti mér ekki til
að setja þennan kryppling á
og segi því nei“.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknar gerðu svo
atkvæðagreiðsluna um málið
að hreinum skrípaleik. Fyrsta
grein frumvarpsins var sam-
þykkt með atkvæðum Alþýðu-
flokksmanna og Sósíalista-
flokksins og eins Framsóknar-
manns. En hinar greinar
frumvarpsins léku þingmenn
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknar sér að því fella og
felldu síðan að vísa frv. til
3. umræðu og hentu mikið
gaman að. Þetta var áður en
Sjálfstæðisfl. og Bjarni Bene-
idiktsson gerðu sér ljóst að
hægt var að gæla við svona
mál í áróðri og með sýndar-
tillögum á Alþingi en hindra
engu að síður í áratugi fram-
gang réttlætismáls eins og
launajafnréttis kvenna og
karla.
★
Hannibal flutti aftur frum-
varp um launajafnrétti
kvenna og karla 1953 og hafði
nú fleiri flokksmenn sína að
meðflutningsmönnum. Efni
þess frumvarps var að lög-
fest yrði að konum skyldi
hvarvetna greiöd sömu laun
fyrir jafnverðmæta vinnu og
körlum. Flutningsmaður ræddi
þetta mál og réttindamál
kvenna yfirleitt í langri
og fróðlegri ræðu, og sagði
þar m.a.:
„Ég held að þeir verði fáir,
sem treystast til þess að mæla
gegn því að þetta frumvarp
flytji réttlætismál. Þetta mál
er fyrst og fremst flutt af
Alþýðuflokknum sem réttlæt-
ismál. Það er ekki flutt sem
neitt sérmál kyenna. Það er
jafnréttismál og réttlætismál
sem ætti ekki að þurfa að
gera ráð fyrir að yrði bar-
izt á móti af neinum.
Það er skammt síðan kon-
ur höfðu ekki rétt til náms
í skólum ríkisins. Þær höfðu
ekki rétt til að taka próf,^
þó að þær hefðu fengið að
njóta námsins. Þær höfðu ekki
rétt til íslenzkra embætta í
þjónustu ríkisins, hvaða lær-
dóm sem þær höfðu, fyrr en
það var tekið í lög árið
1911. Þær höfðu ekki atkvæð-
isrétt, hvorki í sveitarstjórn-
armálum né til Alþingis og
ekki heldur kjörgengi. Og það
eru aðeins örfáir áratugir síð-
an menn opnuðu augun fyrir
því að þetta væri slíkt hróp-
legt ranglæti að það gæti ekki
gengið og það yrði að tryggja
með lögum konum sama rétt
og körlum í þessu efni. Sú
var líka tíðin að foreldrar
gerðu þannig að íslenzkum
lögum upp á milli barna sinna
að sonurinn fékk heilan hlut
þegar skipta skyldi arfi en
dóttirin hálfan — hálfan arf.
Einnig það ranglæti var af
tekið með lögum. Þannig hef-
ur orðið að saxa ranglætið
niður í þessum efnum og er
þó ýmislegt sem máli eliiptir
eftir enn, þar á meðal þetta
sem frumvarp Alþýðuflokks-
ins fjallar um, misrétti
kvenna og karla í launamál-
um.
Vinnuafl konunnar í þjón-
ustu þjóðfélagsins, þjóðfélags-
stofnana, er ekki metið á
í dag, 19. iúní, þykir ástæða til að rifja
upp nokkur atriði úr afgreiðslu Alþingis á því
jafnréttismáli sem nú er brýnust nauðsyn að
fá framgengt, en það er að konum verði
greidd sömu laun fyrir jafnverðmæta vinnu.
Öll verkalýðshreyfingin á íslandi hefur gert
þá kröfu að sinni, öll samtök íslenzkra
kvenna einnig. En ekki hefur tekizt að vinna
bug á ofurvaldi afturhaldsins í samtökum
atvinnurekenda, er staðið hefur sem veggur
gegn þessari kröfu. Á Alþingi hafa einungis
þingflokkar Sósíalistaflokksins og Alþýðu-
flokksins fenaizt til fylgis við þá leið að
lögfesta lausn málsins. Frumvörp um málið
hafa jafnan verið annað hvort felld eða
svæfð af Sjálfstæðisflokknum og Framsókn-
arflokknum.
sama mælikvarða og vinna
etarfsbróðursins. Til þess að
kveða það niður þarf laga-
setningu. Það er alveg greini-
legt að það gerist ekki af
sjálfu sér, og það gerist jafn-
vel ekki því miður við hörð-
ustu baráttu hinna sterkustu
samtaka í landinu, þau áorka
því ekki og eru búin að fást
við þetta verkefni árum og
áratugum saman og hafa ekki
náð marki, eru í rauninni
tiltölulega litlu nær“.
★
í lok ræðu sinnar minnir
Hannibal á, að til skamms
tíma þótti sjálfsagt að kaup
væri til muna lægra úti á
landi en í Reykjavík, og kost-
að hafi harða baráttu að af-
nema það misrétti.
„Alveg eins er með launa-
mismun karla og kvenna.
Þetta eru leifar gamals tíma,
þetta er ranglæti sem menn
einungis geta þolað vegna
vanans, sem menn halda að sé
búinn að helga það. En það á
engan rétt á sér og það á að
hverfa, hverfa sem fyrst, al-
veg eins og launamismunur-
inn á hinum ýmsu stöðum á
landinu hefur horfið.
Ríkið er búið að stíga langt
skref til þess að eyða launa-
mismun kvenna og karla. Það
launar embættismenn eins,
hvort sem það eru konur eða
ltarlar. Það dettur engum í
hug að ríkið eigi að græða á
því að ætla þeim konum sem
eru embættismenn í þjónustu
ríkisins, lægri embættislaun
heldur en körlum, og að
nokkrum árum liðnum munu
allir sjá hvílík fjarstæða það
Framhald á 10. síðu.
Sólveig Ólafsdóttir:
Jafnréttismál
kvenna í dag
Ekki er hægt að minnast svo
á 19. júní — kvenréttindadag-
inn — að ekki sé jafnframt
minnzt konunnar, sem mei’kið
hóf fyrir almennu jafnrétti
kvenna í þjóðfélaeinu við karl-
menn, — konunnar sem va«
lífið og sálin í réttindabaráltu
kvenna um áratugi, — Brietar
Bjarnhéðinsdóttur.
Hún varð fyrst kvenna til að
rita grein í íslenzkt blað
(Nokkui- oro um frelsi og
menntun kvenna). Hún var
fyrsta íslenzka konan, sem
hélt fyrirlestur, og það sem
henni lá þyngst á hjarta var,
að ræða „Um hagi og réttxncli
kvenna “ Hún stofnaði og hélt
lengi úti Kvennablaðinu og hún
var stofnandi og leiðandi kraft-
ur Kvenréttindafélags íslands
alla tíð, meðan henni entist
aldur til. Bríet Bjarnhéðins-
dóttir var mikilhæf kona,
gagntekin af frelsisþrá og jafwn
réttisanda og sá langt inn í
framtíðina — ég held jafnvel
betur og skýrar, en við ílestaiy
sem nú erum unni. — Hún var
hugsjónamaður, ekki aðeins í
orði, heldur einnig á borði.
Framhald á 10. síðu
Hulda Bjarnadóttir:
Við heimtum lull mannréttmdi
— Hvað hefurðu mikið
kaup? —
— Ég hef tvö þúsund átta
hundruð og sex krónur á mán-
uði. —
— Hvað borgarðu mikla
húsaleigu? —
— Átta hundrað krónur á
mánuði fyrir eina stofu með
eldhúsaðgangi. —
Ég kvaddi kunningjakonu
mína og rölti heim á leið
döpur í skapi. Þessi stúlka
hefur fyrir barni að sjá. Hún
er að ala upp nýjan þjóðfé-
lagsþegn, og enginn sendi-
sveinn myndi líta við þeim
launum, sem henni eru
skömmtuð til þess að fram-
fleyta sér og barni sínu, og
samt vinnur hún í þjónustu
ríkisins, þar sem launajafn-
rétti á að rikja samkvæmt
landslögum. Hún á dreng, og
mér varð hugsað til þess,
hvort hann myndi ekki skilja
það og gera sér grein fyrir
því, þegar honum yxi fiskur
um hrygg, hvers hann hefði
farið á mis í uppeldinu, vegna
óréttlætis þjóðfélagsins gagn-
vart móður hans, og verða
hatramur kvenréttindamaður.
Hulda Bjarnadóttir
Þeim, sem vegna miður á-
reiðanlegra blaðaskrifa, halda
að launamál starfskvenna rík-
isins séu komin í viðunandi
horf fyrir atheina fjármála-
ráðuneytisins á s.l. ári, vil
ég segja, að þar var um hálf-
kák og sýndarmennsku að
ræða, sem lítið á skylt við
að hálf hvað þá full leiðrétt-
ing hafi fengizt. Og ég hef
aldrei heyrt meiri öfugmælí
en þau, að fjármálaráðuneyt-
ið hafi staðið fyrir því að
konur í þjónustu ríkisins
fengju launakjör sín leiðrétt.
Allar, eða velflestar, sta.rfs-
konur ríkisins vita að það
hefur einmitt verið fjármá’a-
ráðuneytið, sem hefur staðið
eins og klettur á móti því að
þau mál fengju réttláta úr-
lausn.
Og í þessum blaðaskr'fum
hefur alveg láðst að geta
þess, að það var eins og fvrir
úlfaldann að komast gegnum
nálaraugað, fyrir ríkisstnrfs-
konurnar að fá leiðréttingu
mála sinna. Hverri umsókn
kvennanna um kiara'eiðrétt-
ingu þurfti' að fylgja þvkkur
bunki af meðmælum. voriorð-
um, umsögrmm og öðru slíkui
um störf þeirra, samfara brá-
beiðni viðkomandi forstióra,
til þess að hún fyrdi náð fvrir
augum fjármálaráðuneytisins.
Framhald á 10. síðu.