Þjóðviljinn - 19.06.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.06.1959, Blaðsíða 12
Símcslíimr slitsics - Fé femtlr Vetrarveður gerði aftur um land allt 16.—17. júní. Ák Norðurlandi brotnuðu símastaurar og slitnuðu línur og fé fennti í Mývatnssveit. Snjókoma var á Norður- og Austurlandj og fennti fé á Mý- vatnsheiði. Vaðlaheiðin varð ó- fær af snjó og Siglufjarðarskarð lokaðist enn og mun mikið verk að opna veginn aftur. Fjarðar- heiði og Oddsskarð á Austur- landj urðu að heita ma ófær af snjó. f Skagafirði brofnaði einn símastaur en 10 á Hrútafjarðar- hálsj og 5 drógust upp. í Ólafsfirði slitnaði fisktöku- Barízt í Dnrban í Soðnr-Afríkn Lögreglan í Durban í Suður- Afríku skaut í gær á rúmlega 3000 manna hóp blökkumanna, og svöruðu þeir með skothríð. Ekki var vitað um manntjón í gærkvöld. í hópnum voru aðal- lega konur sem vopnaðar kylf- um höfðu ráðizt inn í ölkrár borgarinnar og brotið þar allt og bramlað. Ástæðan er talin sú að lögreglan gerði nýlega leit að bruggtækjum blökku- manna og eyðilagði þau, en öl- krárnar eru eign bæjarstjórnar- innar. skip frá bryggju og rak upp í sand handan fjarðarins. Einn vélbátur slitnaði þar upp og trillubátur sökk. Útihát-íðahöldin á þjóðhátíðar- daginn féllu niður víðast hvar um landið nema hér í Reykja- vík. Hér fóru hátíðahöldin fram samkvæmt áætlun, þrátt fyrir kuldann, og voru göturnar fullar af kátu og harðfengu fólki langt fram yfir miðnætti, eins og sést á myndum frá þjóðháíðinni á öðrum stað^ í blaðinu. Lár»is Rist Kosningaskrif- stofur Alþýðu- bandalagsins Kosningaskrifstofur Al- þýðubandalagsins eru á eftirtöldum stöðum utan Reykjavíkur: Hafnarfjörður: Góðtempl- aralmsið, sími 50273. — opin kl. 4—10 daglega. Kópavogskaupst.: Hlíðar- vegur 3, sími 22794. Akranes: SUagabraut 8, sími 201 — opin kl. 1—10 e.h. ísafjörður: Skátaheimilið, sími 282. — Opin kl. 5_7 0g 8—10 e.h. Sigluf jörður: Suðurgata 10, sími 210. Akureyri: Hafnarstræti 88, sími 2203. — Opin allan daginn. Vestmannaeyjar: Báru- gata 9, sími 570. Keflavík: Ivirkjuvegur 32, sími 372. Selfoss: v/Tryggvatorg, sími 143. Húsavík: Hringbraut 13, sími 55 — opin kl. G—10 síðdegis. «>- Lárus Rist áttræður Föstudagur 19. júní 1959 — 24. árgangur — 126. tölublað. Bryndís Pétursdóttir flutti ávarp fjallkonumiar af svöium Al- þ/ngisliússins á 15 áha afmajli lýðveldisins 17. júní, hér sést hún sem fjallkonan í garði Alþingishússins. Sýnir Tannhvassa tengdamóður í 101. skipti Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá því Leikfélag Reykja- víkur hóf leikferðir út um lanid. Það slær að sjálfsögðu ekki slöku við nú fremur en endranær og sýnir Tannhvassa tengdamóður í Vestmannaeyj- um í 101. skipti. Leikfélagið hefur sýnt Tann- hvassa tengdamömmu í 100 skipti. Nú hyggst það hafa 2 sýningar í Vestmannaeyjum en fara síðan eftir helgj til Norð- ur- og Austurlands og sýna hana þar. — Verður nánar sagt frá leikförinni eíðar. Lárus Rist, hinn landekunni íþróttafrömuður er 80 ára í dag. Hann varð fyrst lands- frægur fyrir Oddeyrarsund sitt, sund sitt yfir Eyjafjörð sjó- klæddur. Mestan hluta ævinnar, allt frá unga aldri helgaði hann íþrótta- og líkamsræktar- málum á Akureyri, en á full- orðinsaldri fluttist hann suður til Hveragerðis, settist þar að, byggði sundlaug í Laugaskarði og gerðist þar forustumaður Eldur í vélbáti 1 gærmorgun var slökkviliðið kvatt að vélbátnum Hörpu SH 90, sem lá við Grandagarð. Hafðj kviknað í káetu bátsins en eldurinn var fljótlega slökkt- ur og urðu skemmdir litlar. um sundmál. Störf Lárusar Rists í þágu íþrótta hafa ekki miðað að því fyrst og fremst að þjálfa methafa, heldur hinu að ala upp hrausta menn, and- lega og líkamlega. Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, var fyrirhugað að afhjúpa í Hveragerði myndastyttu af honum við sundlaugina, í til- efni af afmæli hans, en þar sem myndin er steypt úti í Kaup- mannahöfn og ekki komin það- an, varð að fresta því. Þjóðviljinn færir hinum sí unga, forustumanni um fjölda framfaramála, Lárusi Rist, beztu hamingjuóskir á áttræðis- afmælinu og þakkar fyrir af- burðagotl ævistarf. Togarinn Elliði skemmist af eldi Viðgerð mun taka hálfan mánuð Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í fyrrakvöld var slökkvilið Siglufjaröar kvatt að vél- bátnum Særúnu frá Siglufirði. Meðan það var að slökkva í bátnum var það kvatt að togaranum Elliða og’ skemmdist hann svo að viðgerð mun taka hálfan mánuð. 1 Særúnu hafði kviknað í lúk- ar út frá eldavél og gekk greið- lega að slökkva og urðu skemmdir ekki miklar. Meðan slökkviliðið var í Særúnu var það kvatt að togaranum Elliða sem lá úti við Öldubrjót og var að losa fullfermi af karfa, sem hann hafði fengið á Nýfundna- landsmiðum. Ekki var verið að vinna við skipið þegar eldurinn kom upp. Þegar slökkviliðið kom að togaranum var tölu- verður eldur uppi í káetu skips- ins, sem fljótlega tókst þó að slökkva. Allmiklar skemmdir urðu á innréttingu og er talið að viðgerð muni taka hálfan mánuð. Finnbogi Rútur Valdimarsson ------------------ Kiósendafundur Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi Alþýðuþandalagið í Kópavogi hoðar til kjósenda- fundar í Félagsheimil/nu í kvöld. Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru vel- komnir á fundinn meðan liúsrúm leyfir. Hveríisstjórafundur Alþýðu bandalagsins á föstudaginn Hverfisstjórafundur Alþýðubandalagsins verður haldinn í dag 19. júní klukkan 8,30 e.h. í Iðnó niðri. Hætt verður um al- þingiskosningarnar 28. júní 1959. Hverfisstjórar eru beðnir að fjölmenna á fundinn. Alþýðubandalagið. er í Tjarnargötu 20. Opin alla virka daga kl. 9—22, og sunnudagn klukkan 1.30—6.30 síðdegis. — SÍMAR: Utankjörfundaratkvæðagreiðsla: 2 35 15. Kjörskrár af öllu landinu: 2 35 09. Kosningasióður: 2 37 63. Almennar upplýsingar: 1 75 11 og 2 34 95. Framkvæmdastj óri Alþýðubandalagsins: 1 75 12. UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLA stendur yfir. Kosið er í Melaskólanum, 1. hæð, gengið inn úr portinu. Kosning fer fram alla virka daga frá kl. 10—12 fli., og 2—6 og 8—10 e.li. Á sunnudögum kl. 2—6 e.h. TILKYNNIÐ skrifstofunni um þá stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins, sem dvelja erlendis eða kunna að vera fjar- verandi á kjördegi. IIAFIÐ samband við skrifstofuna, sem veitir allar npp- lýsingar varðandi kosningarnar. Sendið framlög ykkar í kosningasióð fil skrifstofunnar Tjarnargötu 20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.