Þjóðviljinn - 05.07.1959, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN
6;
Sunnudagur 5, júlí 1959
þlÓÐVIUINN
Útkefandl: Sameinlngarflokkur alþýBu — Sósíallstaflokkurlnn. — Ritst3órar»
Magnús KJartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón
BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Eysteinn Þorvalasson.
Guðmundur Vigfússon,, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Olaísson, Sigurður
T. Friðþjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af-
*r«iðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 17-500 (i
línur). — ÁskriftarverS kr. 30 á mánuði. — LausasÖluverð kr. 2.
Rándýr læðist að bráð
Rétt- vika er nú liðin frá
kosningadeginum og hafa
blöðin rætt úrslitin af kappi.
Framsóknarblaðið Dagur á Ak-
ureyri hefur gefið dálítið kald-
ranalega lýsingu á því sem
gerðist að kosningum loknum,
og nýtur þar efalaust náins
kunnugleika á forustumönnum
Framsóknarflokksins. Dagur
segir í forustugrein 1. júlí:
..Eldmóður sá, sem einkenndi
stjórnmálaílokkana og baráttu-
menn þeirra fyrir kosningarn-
ar er nú að mestu af þeim
r anninn í bráð. Atkvæðatölurn-
ar er það eina tungumál sem
harðsvíraðir stjórnmálamenn
skilja til fulls. Þeir sitja nú
yfir atkvæðatölunum og halda
áfram að reikna eins og kaup-
sýslumenn“.
Tjger er sennilega hárrétt lýst
viðbrögðum reiknimeistara
Framsóknar að minnsta kosti.
Einmitt í þeim fiokki voru um-
skiptin eftir kosningarnar svo
snögg, að þau hafa vakið al-
þjóðarathygli. Eidmóðurinn er
runninn af riddurum hérað-
tnna og dreifbýlisins og menn-
ingarinnar, hans verður hvergi
vart á síðum Tímans. Enginn
minnist þar framar á að kosið
hafi verið um björgun átthag-
anna, hvað þá að menn allra
ílokka hefðu kosið Framsókn
i þessum einu kosningum, ein-
ungis af átthagatryggð. Nú
íitja kaldrifjaðir stjórnmála-
ieiðtogar Framsóknar við út-
reikninga atkvæðatalna. Þeir
reikna í atkvæðum hve vel
þeim tókst ein stærsta kosn-
ingabrella og ein ósvífnasta
kosningalygi sem beitt hefur
verið á íslandi: að afdrif kjör-
dæmabreytingarinnar yltu á
úrslitum kosninganna. Auðvit-
að vissu Framsóknarforsprakk-
arnir eins vel og aðrir að það
rnál var útkljáð, engar líkur
voru til að Framsókn yki fylgi
. itt að því skapi að hún gæti
stöcvað málið á sumarþinginu.
En þetta var íolki talið trú um,
og kjósendur beðnir að greiða
atkvæði um kjördæmamálið
eitt. En daginn eftir kosning-
arnar sneru harðsvíraðir
reiknimeistarar Framsóknar við
blaðinu! Nú var hver einasti
maður. sem bélt hann væri að
verja átthagana með því að
K.iósa með Framsókn í þetta
eina sinn, orðinn gallharður
Framsóknarkjósandi! Allt at-
kvæðamagn Framsóknar var
:iú innskrifað sem gróði og
eign Eysteins og kumpána, og'
hugsjónirnar, eldmóðurinn, átt-
hagatryggðin með öllu gleymd.
41þýðuflokkurinn stórtapaði í
kosningunum, en það er
táknrænt íyrir þann ílokk að
honum finnst hann hafa unnið
frægan sigur fyrst hann þurrk-
aðist ekki út af þingi. Af við-
brögðum hans vikuna eftir
kosningar er einna merlcast af-
dráttarlaus yfirlýsing Alþýðu-
blaðsins að flokkurinn telji
hvert atkvæði sem honum var
greitt, samþykki kjósanda við
launalækkuninni sem nú segir
meira og meira til sín á alþýðu-
heimilunum með hverri viku.
Hlýtur að vera fróðlegt fyrir
verkamenn og aðra launþega
að fá hiklausar yfirlýsingar að
alblaðs Alþýðuflokksins, að at-
kvæði þeirra sé álitið sam-
þykki við kaupránið og jafn-
vel þakkir fyrir það. Þjóðvilj-
inn varaði verkamenn og aðra
launþega við fyrir kosningarn-
ar, að fylgi við Alþýðuflokk-
inn og Sjálfstæðisflokkinn yrði
skilið sem samþykki við launa-
ráninu, og kæmi Alþýðubanda-
lagið ekki steykara út úr kosning-
unum, teldu stjórnarflokkarnir
sér óhætt að halda áfram á
kj ararýrnunarbraut.
Og Sjálfstæðisflokkurinn. í
skrifum blaða hans um
kosningarnar er ymprað á því.
sem verða mun aðalviðfangs-
efni áróðurs hans í sumar:
Reynt er að vekja þá hugmyqd
og viðhalda henni, að Sjálf-
stæðisflokkurinn gæti fengið
einn hreinan meirihluta í
haustkosningunum. Þó er farið
varlega með þann áróður að
sinni. íhaldið minnir í sumar á
rándýr sem læðist að bráð. í-
haldið er í þeirri merkingu
ekki þeir tugir þúsunda kjós-
enda sem látið hafa blekkjast
af lýðskrumi til að ljá Sjálf-
stæðisflokknum fylgi, heldur sú
tiltölulega þrönga klíka auð-
burgeisa, milljóna- og skulda-
pésa sem notar Sjálfstæðis-
flokkinn eins og þjófalykil að
bönkunum og ræður flokknum
m.a veg'na ólýðræðislegs skipu-
lags hans. Bráðin er íslenzka
þjóðin og einkum þó ísl. alþýða.
Jhaldið fer sér hægt í sumar,
hremmir eitt fiskiðjuver eða
svo úr eig'n þjóðarinnar, hefur
fjóra sjöttu þingflokks Alþýðu-
flokksins í ráðherrastólum og
undirbýr annað og þriðja skref-
ið á braut kauplækkunar, geng-
isfellingar. kjararýrnunar og
,.hæíilegs atvinnuleysis“.
Alþýðubandalagið eitt kemur
hreint og hiklaust fram
fyrir þjóðina, nákvæmlega
sama sinnis að kosningum lokn-
um, berst fyrir sömu málum.
Fólkið hefur í viðbrögðum
flokkanna fyrstu vikuna eftir
kosningar fengið staðfestingu
ó að viðvaranir Alþýðubanda-
lagsins voru ekki ófyrirsynju.
Stjórnarflokkarnir skoða úr-
slitin samþykki við kaupráni og
kjararýrnun. Brezkir og banda-
rískir óvinir íslenzks málstaðar
teíja sig hrósa sigri. Og sann-
ast mun það, að einungis efl-
ing' stjórnmálasamtaka hinn-
ar róttæku verkalýðshreyf-
ingar ‘getur afstýrt því að
rándýrsklær íhaldsins læsist
um þjóðlífið nú á þessu hausti.
Hvers átti Gilfer að gjalda?
Meðal hinna mörgu, sem
sóttu um listamannastyrk í ár
var Taflfélag Reykjavíkur, er
sótti um hann Eggerti Gilfer
skákmeistara til handa. Mun
fyrrverandi stjórn Taflfélags-
synjað, þótt hitt kynni að
orka tvímælis um hve háan
styrk yrði að ræða. Vitað er
að ýmsir góðir listamenn
njóta tiltölulega lágra lista-
mannalauna og hefðu umsækj-
Eggert Gilfer við skákborðið.
ins hafa talið, að það mál
yrði auðsótt, þar sem um er
að ræða mann, sem hefur
helgað skapandi list allt sitt
líf, og berið hróður lands síns
fyrr á árum um mörg þjóð-
lörd með skákafrekum sinum.
Hefur hann með fordæmi sínu
og áhrifum stuðlað manna
mest að gróskuríkri framþró-
un íslenzkrar skáklistar með
þeim árangri, að við höfum
eignazt skákmenn sem þolað
hafa og þola samjöfnuð við
meistara frá milljónaþjóðum.
Þroskaðasti ávöxtur þessa
gifturíka brauðtryðjandastarfs
er svo stórmeistarinn Friðrik
Ólafsson, sem hefur náð þeim
árangri að fá að tefla um
réttinn til að skora á sjálfan
heimsmeistarann til einvígis
og nýtur þess álits bæði er-
lendis og hér heima að vera
einn af efni’egustu yngri
skákmönnum í heimi.
0
En á svo gildum rökum
sem ofannefnd umsókn virtist*
reist, þá sá þó úthlutunar-
nefnd listamannalauna ekki á-
stæðu til að sinna henni, og
Eggert Gilfer er því ekki
meðal þeirra sem listamanna-
styrks njóta í ár. Er slík
afstaða hnefahögg í andlit ís-
lenzkra skákmanna almennt
og með öllu óskýranleg.
Raunar ber að. viðurkenna,
að úthlutúnarnefnd hefur í
mörg horn að líta, þar sem
margir sækja á garðann og
hún hefur takmarkað fé til
umráða. En því meiri nauð-
syn er henni að meta vel þau
rök, sem liggja að baki hverri
umsókn og verðleika hvers
einstaks umsækjanda, svo hún
geti úthlutað sínu takmarkaða
fjármagni af sem mestri rétt-
sýni.
Skákmenn hafa ekki troð-
ið títtnefndri, háttvirtri út-
hlutunarnefnd, mjög um tær
á undanförnum árum. Stjórn.
Taflfélagsins mun því hafa
talið umsókn þessa mjög
timabæra og ekki órað fyrir
því, að henni yrði algjörlega
erdur því vafalaust sætt sig
við, þótt Gilfer hefði ekki lent
í efstu flokkunum í byrjun.
Það gat verið matsatriði, en
ekki hitt, hvort hann ætti
rétt á styrk eður eigi.
Einhver kann að telja skák-
listina óæðri list en t.d. ritlist,
leiklist og myndlist. Hér skal
ekki farið út í neinn sam-
jöfnuð, enda mun mjög erfitt
að mæla listgreinar hvorar við
aðra og meta þannig afstætt
gildi þeirra innbyrðis. Um hitt
er ei ágreiningur, að skáklist-
in er skapandi list, þar eru
framleidd klassísk listaverk
sem geymast um áratugi og
aldir sem dýrmætar perlur,
er allir vildu skapað hafa.
Gilfer hefur framleitt allmarg-
ar perlur á skáksviðinu, sem
birzt hafa víða um heim og
vakið athygli og aðdáun.
Þess má að lokum geta, að
auk skáklistarinnar hefur
Gilfer helgað tónlistinni mik-
ið starf og verið skapandi
maður einnig á því sviði,
þótt mig bresti þekkingu til
að leggja nokkurn dóm á
hann sem tónlistarmann. En
þetta sýnir hina ríku listhneigð
hans og einnig, að sú stað-
hæfing er ekki úr lausu lofti
gripin, að hann hafi helgað
skapandi list allt sitt líf.
Islendingar eru sannarlega
ekki í listamamiahraki, meðan
þeir hafa efni á að láta menn
Framhald á 10. síðu
Skáldskaparmenning Þing-
eyinga á seinni hluta liðinnar
aldar og fyrri hluta þessarar
aldar var á ýmsan hátt mer'ki.
leg. Guðmundur á Sandi var
umsvifamestur þessara skálda,
stórbrotinn maður í lund og
mikill í verkum sínum. Jón á
Arnarvatni kann að hafa ver-
ið listfengastuur þingeyskra
skálda, en hafði sig ekki mik-i
ið í frammi.
Indriði á Fjalli lagði stund
á ættfræði og sögu meira en
ljóðagerð, og orti þó mörg
ágæt kvæði og góðar v'isur.
Indriði var fæddur 20. okt.
1869 en dó 7. jan. 1943, ári
fyrr en Guðmundur Friðjóns-
son. í ifi i'- I." .
Kvæði Indriða, Næturmara
er ort 1904.
Úti fyrir brattri 'Bólm
brýtur sand af vonum,
skora Rán og Helja hólm
hafs og fjalla sonum.
Tvinnuð bylja og þárumegn
banaöskur hrína.
Þorri allri þjóð í gegn
þeytir skeggraust sína.
Líður austan geiminn grá
Grima, fornar slóðir.
Hneygir bjartan dag í dá
drauga og skrímsla móðir.
Þá hin ytri sjónarsvið.
svelgur næturmara,
augun mega inn á við
alvarlegast stara.
Þá er hljóðast þess um reit,
þá er djúpið lygnast.
,,Þá er hægt um sína sveit
svikalaust að s'kyggnast.“
1 einu mjög löngu kvæðl
segir Indriði m.a.:
Gott er að vera ennþá ungur,
eiga í vændum langan dag,
numið geta nýjar tungur, •
nýja siði og háttalag.
Margar stökur Indriða eru
snjallar.
Þar sem eru þrengslin grýtt
þægindin öll í veði.
liendir þungur tregi títt
tindilfætta gleði.
Eða þessi vísa, sem margir
kunna:
Hrós um dáið héraðslið
hamast sá að skrifa, I
sem er ávallt illa við
alla þá sem lifa. ; :
Skattheimtan
Yfir fölva fold og höf
■feigðarbyljir hvína,
haust og vetur, helja og gröf
heimta inn skatta s'ina.
Og að lokum þessi ágæta
staka:
Eina þá er aldrei frýs
úti á heljarvegi
kringda römmum álnarís
á sér vök hinn feigi.
Kvæðabók eftir Indriða kom
út 1939 og heitir Baugabrot*