Þjóðviljinn - 05.07.1959, Blaðsíða 1
Sunnudagur 5. júlí 1959 — 24. árgangur — 140. tölublað.
Fundir
í öllum deildum anná<v
ltvöld.
Sósíálistaféláj
Reykjavíkur
Sala íiskiðjuvers ríkisin s
framkvæmd næstu daga?
Rikisstjórn AlþýSuflokksins œtlar að
verða viS kröfu burgeisanna um sölu
dýrmœtra rikiseigna
Nokkrum dögum fyrir kosningarnar skýrði Þjóövilj-
inn frá því að íhaldið heföi nú t jkið rögg á sig og fyrir-
skipaö ríkisstjórn Emils Jónssonar að selja Fiskiðjuver
iikisins.
Þetta mál mun nú vera að komast í kring, eins og
Þjóöviljinn skýrði frá því, en hins vegar farið eins leynt
meö og hægt er, því mikil átök eru um það hver eigi
að hreppa þessa dýrmætu ríkiseign.
Er enn sem fyrr gert ráð
fyrir að Bæjarútgerð Rey'kja-
víkur verði aðaleigandi Fisk-
iðjuversins, en fast er sðtt eft-
ir af ýmsum verðbólgubröskur-
um íhaldsins, eins og t.d. Ein-
ari Sigurðssyni, að verða hlut-
hafi í þessari miklu eign.
Dýrmæt og arðbær eign
Fiskiðjuver ríkisins hefur oft
átt i erfiðleikum vegna skiln-
ingsleysis stjórnarva'da sem
hafa mjög látið þcð skorta
rekstursfé. Undanfarin ár hafa
starfsskilyrði þess batnað veru.
lega, og á sl. ári nam tekju-
afgangur þess kr. 3.670.000,
eftir að búið var að taka
milli 600 og 700 þús. kr. í
afskriftir, Verðmæti framleiðsl-
unnar nam í fyrra um 40
milljónum !kr.
Bæjarútgerðin höfð fyrir
framan
Þegar ljóst var að þarna var
orðið um mjög arðbært fyrir-
tæki að ræða, jó!kst um allan
helming ásókn íhaldsbraskara
að reyna að hremma það. Og
ekki virðist standa á þjónustu-
lipurð stjórnar Emils Jónssonar
iað henda dýrmætri ríkiseign
úr 'eigu þjóðarinnar.
Þó reynt sé að haf'a Bæjar-
útgerð Reykjavíkur fyrir fram-
an í kaupunum, og reyna í
leiðinni að bæta úr þeim ó-
fyrirgefanleiga krakkaskap að
Bæjarútgerðin skuli ek’ki hafa
komið sér upp öðru frystihúsi,
er þess að gæta að íhaldið ræð-
ur mestu um Bæjarútgerðina og
mundi selja togara hennar og
íaðrar eignir íhaldsbröskurun-
G-llsfans
Héraðsnefnd Alþýðubandalagsins í Reykjavík éfnir til
kvöldskemmtunar fyrir starfsfólk G-listans í alþingis-
kosningunum n.k. miðvikudag kl. 8,30 í Lidó. Flutt verð-
ur stutt ávarp, upplestur, tvísöngur (Jón Múli og Jónas
Árnasynir), Gestur Þorgrímsson og Haraldur Adolfsson
skemintú, dans.
Starlsfólk G-Iistans vitji aðgöngumiða í Tjárnargötu 20
á mánudag.
um ef það þyrði, og sú gefur
orðið raunin á ef það telur
sér óhætt að ganga svo langt.
Frakkari eftir kosningarnar
íhaldið og Emil Jónsson
þorði ekki að gera söiu Fisk-
iðjuversins opinbera fyrir kosn-
ingar. Nú munu þeir vera orðn.
ir frakkari að taka að fram-
kvæma kröfu burgeisanna um
sölu á verðmætustu eignum
þjóðarinnar, vegna þess að þeir
fengu ékki nægilega ráðningu
í kosningunum.
Sekf Eretans hækk
ea
uð úr 74 í 100 þús. kr
Hæstiréttur dæmir í rúmlega tveggja ára gömlu
landhelgismáli brezks skipstjóra
Hæstiréttur hefur nýlega kveðiö upp dóm í rúmlega
tveggja ára gömlu landhelgismáli brezks skipstjóra.
Þyngdi Hæstiréttur refsingu Bretans úr 74 þús. kr. sekt,
eins og héraösdómur hafði ákveöið hana, í 100 þús. kr.
Athygli skal vakin á því, tsl
sanianburðar við þá dóma sem
kveðnir hafa verið upp síðan
íslen/ka fiskveiðilögsagan var
færð út í 12 sjómílur, að hér
var um fyrsta brot brezka skip-
stjórans, John Henry Hogarth,
að ræða og \ið handtöku sýndi
hann ekki lxinn minnsta mót-
þróa. Eins og lesendur minnast
hlaut Pretious skipstjóri á
Valal'elli 74 þús. kr. sekt og
Harrison skipstjóri á Lord
Montgomery 147 þús. kr. sekt
auk nokkurra mánaða varð-
haldsrefsingar — og voru þó
báðir og eru enn (a.m.k. Harri-
son) liluttakendur í ofbeldis-
og stríðsaðgerðum Breta í ís-
lenzkri landhelgi.
Skekkja í mælitækjum
varðskipsins
í dómi Hæstaréttar í máli
Hogarths skipstjóra segir svo
m.a.: „Friðrik Ólafsson skip*
stjóri hefur markað á sjóupp-
drátt staðarákvörðun varð-
skipsins Ægis 30. april 1957
Framh. á 3. síðu
Það er alltaf mikiil spenn-
ingur. ekki aðeins á Siglu-
firði, heidur um land allt,
þegar fyrsta síldin kemur að
landi. Hér að ofan sjáið þið
Heiðrúnu, ÍS 4 koma hlaðna
inn til Siglufjarðar með fyrstu
veiði sína á sumrinu.
Þegar að landi kemur bíða
allir með mikilli eftirvænt-
ing'u eftir niðurstöðum fyrstu
fitumæling'arinnar. Myndin til
vinstri er einmitt af því þegar
verið var að veg'a og' meta
fyrstu síldina sem til Sig'lu-
fjarðar barst. Þá var fitumagn-
ið 12—14%, en síðan hef-
ur það hækkað töluvert. Samt
hefur síldarútveg'snefnd ekki.
leyft söltun ennþá, en 5—6
stöðvar hafa saltað í óleyfi,
— Það munar sjómennina um
70% í hlut hvort síldin er:
brædd eða söltuð.
Brezkur fogari reynir að sigls
á uestfirzkan tr&llubáft
Brezkur togarí gerði aöfaranótt s.l. föstudags tilraun
til þess að sigla á lítinn trillubát frá Patreksfirði, en 25
—30 trillubátar hafa undanfarið stundað veiöar frá Pat-
reksfirði og aflað ágætlega þar til síðustu dagana að
brezkir togara hafa flykkzt á rniðin.
Báturinn, sem Bretinn reyndi
að sigla á, Nonni frá Patreks-
firði, var aðfaranótt föstudags-
ins að veiðum 5—6 mílur frá
landi á svonefndri Eyrarhlíð.
Kl. 3 um nóttina. var brezkur
togari að toga frá landi um
200 faðma frá bátnum, er hann
snarbeygði allt í einu af fyrri
stefnu, jók ferðina og stefndi
beint á trillubátinn.
Formaðurinn á bátnum, Gunn-
ar J. Waage, dró þegar inn
færi sitt og setti vél trillunnar
í gang og stefndi frá togar-
anum. Félagi hans varð of
seinn að draga upp færið, enda
missti hann það í togvír tog-
arans um leið og hann f.ór
framhjá. Svo naumt varð’ bát-
urinn fyrir að beygja undail
togaranum, að báturinn livarf
undir kinnung togaran.s svo
bátsverjar sáu ekki stjórnpall
togarans meðan á þessu stóð.
Brezku sjómennirnir stóðu á
þilfarinu og æptu á íslending-
ana tvo í trillubátnum.
Ekkert varðskip var á þess-
um slóðum þegar þetta gerðist.
Ekki sáu Islendingarnir nafn
brezka togarans, en einkenn-
isstafir hans sögðu þeir liafg,
verið GY 205.
4*