Þjóðviljinn - 05.08.1959, Page 4
4) - ÞJÓÐVILJINN — miðvikudagur 5. ágúst 1959
Dagbók Onnu Frank og framhald
hennar í iveini útgáfum kvikmynda
Þess hefur áður verið
getið hér í kvikmyndaþætti
Þjóðviljans, að Bandaríkja-
menn hafi fyrir fáeinum
mánuðum lokið við kvik-
mynd eftir hinní frægu og
víðlesnu „Dagbók Önnu
I'rank“. Frá því hefur einn-
ig .verið skýrt hér á þessum
.stað, að Austur-Þjóðverjar
hafi gert heimildarkvikmynd,
sem byggð væri á örlögum
Önnu Frank, gyðingastúik-
unnar sem lét lífið í ger-
eyðingarbúðum þýzku naz-
istanna á styrjaldarárun-
um.
★
Þeir sem séð hafa segja
að kvikmyndir þessar séu
jafn ólíkar og dagur og
nótt. Bandariska myndin
styðst við frásögn Önnu
Frank, eins og hún er skráð
í dagbókinni, og lýsir ein-
göngu því er gerðist þau
tvö ár, sem Anna leyndist
ásamt fjölskyldu sinni og
fleiri gyðingum á pakkhús-
lofti einu í Amsterdam.
Óttinn setur svip sinn fyrst
og fremst á þessa dvöl í
fe’ustaðnum, en þar gætir
þó einnig bjartari stunda
stöku sinnum.
★
á
Austurþýzka kvikmyndin
hefst, þar sem Dagbók Önnu
Frank og bandarísku mynd-
inni lýkur, í ágústbyrjun
1944, er lögreglumenn og
sporhur.dar nazista fundu
felustaðinn, ruddust inn í
hann, tóku' "alla sem þar
dvöldust ' 'höndufn ' og: fi'ultu
í fangabúðir í Þýzkalandi
eða Hollandi. Énginn þeirra
átti afturkvæmt nema Frank,
faðir Önnu. Hún lézt í fanga-
búðunum Bergen — Belsen í
marzmánuði 1945, tveimur
mánuðum áður en Holland
losnaði úr áþján og viðjum
nazistaherjanna.
★
Kvikmynd Austur-Þjóð-
verjanna er sem sagt eins-
konar framhald dagbókar-
innar; reynt er að draga
upp mynd af dvöl Önnu í
fanga- og gereyðingarbúðun-
um Auschvvitz og Bergen-
Belsen, en fyrst og fremst
lögð áherzla á að sýna sam-
hengi atburða sem þá gerð-
ust og nú eru að gerast, at-
hygli áhorfandans er beint
að. þeirri. sþaðreynd, að
ýmsir þeirra manna, sem
beint og óbeint báru*ábyrgð
á morðinu á Önnu Frank og
sex milljónum annarra gyð-
inga, eru í miklum metum
og áhrifamenn í Vestur-
Þýzkalandi, Sambandslýð-
veldinu Þýzkalandi öðru
nafni, í dag.
Það geríst fátt spaugi-
legt í austur-þýzku kvik-
myndinhi, nakinn sannleikur^
inn er einn látinn tala sínu
máli. Notaðár eru m.a. ýms-
ar gamlar fréttamynldir sem
þýzku nazistarnir tóku á
velmektardögum sínum; er
brugðið upp svipmj'ndum af
allmörgum þeirra sem á-
byrgð báru á grimmdar-
verkunum í fangabúðunum.
T. id. er fléttað saman göml-
um upptökum af SS-foringj-
anum Karl Wolf, sem var
persónulegur samstarfsmað-
ur Himlers, hins alræmda
böðuls, um nokkurt skeið, og
nýjum myndum sem teknar
voru á s.l. ári við skrauthýsi
hans hjá Starnberger-vatni í
V-Þýzkalandi. Á sama hátt
er t.d. fortíð Max Faust
verkfræðings dregin fram í
þar síðustu stríðsárin. Nýjar
myndir eru sýndar af Faust,
teknar í fyrirtæki hans í Ru-
bensstrasse 32 í Ludwigs-
hafen og er ekki sjáanlegt af
þeim að hann líði á nokkurn
hátt skort.
★
Myndirnar frá fangabúð-
unum eru sagðar einhverjar
þær óhugnanlegustu, sem á
léreft hafa komið. T. d. sést
það á einum stað, hvernig
jarðýtur eru látnar ryðja
stórum haugum af líkum
fanga í einum fangabúðanna
saman og þjappa þeim ofan
í fjöldagrafir. Einn þeirra
kvikmyndagagnrýnenda sem
skrifað hafa um myndina
segir að þessar aðfarir er
þar sjáist séu svo dýrslegar
og óskiljanlegar að skilning-
arvit venjulegra manna neiti
að fylgjast með og því séu
öllu áhrifameiri svipmyndir
sem sýni hópa gyðinga flutta
til gereyðingarbúðanna.
Austur-þýzka kvikmyndin
felur í sér mikla gagnrýni
á stjórnarvöld Vestur-Þýzka-
lands, sem halda verndar-
hendi sinni yfir fjöímörgum
manna þar í landi, því að
sýningar á henni í Vestur-
þýzkum kvikmyndahúsum
hafa algerlega verið bannað-
ar. Kemur sú ákvörðun víst
fáum á óvart, en hitt þykir
ýmsum furðulegt að sýning-
ar á kvikmyndinni hafa
einnig verið bannaðar í Hol-
landi, landinu þar sem Anna
Frank aldist upp.
★
Svo kunn er Dagbók Önnu
Frank orðin hér á landi,
bæði vegna útgáfu hennar í
þýðingu Sveins Víkings og
sýninga Þjóðleikhússins á
leikritinu sem gert var eftir
henni, að vafalaust má telja
að bandaríska kvikmyndin
verði einhvern tíma á næstu
árum sýnd í íslenzkum bíó-
um. Hinsvegar-eru víst litlar
líkur til að hin almennu
kvikmyndahús leiti eftir
austur-þýzku kvikmyndinni,
en vonandi verða þá aðrir
aðilar til að sýna hana hér,
því að erlendum gagnrýnend-
um ber saman um að gilldi
hennar sé ekki aðeins póli-
tískt heldur og menningar-
sögulegt og kvikmyndasögu-
legt.
Anna Frank ritar í dagbók síiia.
dagsljósið, en hann var sér- fangabúðamorðingjum. Mynd-
stakur fulltrúi auðhringsins in virðist líka hafa komið
IG Farben í Aúschwitz og við viðkvæm kaun ráða-
hafði; jdirstjórn :.'»000 fangá
BÆJARPÓSTURINN
<■
Um íþróttir — Ummæli póstsins gagnrýnd
— Athugasemdir Bæjarpóstsins —
BÆJARPOSTURINN minntist
á íþróttaíréttirnar í blöðum og
útvarpi um daginn, og fannst
fuUmikið af svo góðu. Sunnu-
daginn 1,9. f. m. skrifar. Guð-
mundur Böðvarsson athuga-
semdir við þennan ,,póst“ hér í
blaðið. Vil ég ræða þær lítið
eitt nánar. Guðm. finnst fáar
fréttir betri eða skemmtilegri
en íþróttafréttir, og skiist mér,
að honum finnist sízt of mikið
af þeim í útvarpi og blöðum.
Nú er það að miklu leyti
smekksatriði, hvaða fréttir
mönnum finnst skemmtilegar
og hverjar ekki, einum finnst
gaman að þessu, öðrum að
hinu, og er varla neitt við
því að segja. Hitt er annað
mál, að mér finnst óþarfi að
blöð og útvarp séu sumar eftir
sumar undirlögð af svo til ná-
kvæmiega sömu afrekaskrán-
um í einstökum íþróttagrein-
um. ÍMeð því er ég alls ekki
að mótmæla gildi íþrótta fyrir
heilbrigði mannslíkamans, en
afrekaskrárnar, sem dembt er
yfir okkur segja ákaflega lítið
til um það gildi, þetta eru nöfn
tiltölulega fárra einstaklinga
(og þeirra sömu ár eftir ár)
ásamt ákveðinni metra eða
sentimetratölu aftan við nafn.
Ég held, að heilbrigði líkam-
ans, að ég nú ekki tali um
innra stolt þjóðarinnar, verði
ekki mælt í metrum og senti-
metrum, mínútum og sekúnd-
um. Um lýsingar Sigurðar Sig-
urðssonar á íþróttakeppni erum
við Guðmundur sammála, mér
finnst eins og honum alltaf
gaman að hlusta á Sigúrð, enda
má ég segja, að ég léti þess
getið í umræddum pósti. Guð- •
mundur telur, að afrek 's- j
lenzkra íþrótta- og listamanna
séu mikils virði „á þá lund,
sem snýr að sjálfum okkur inn
á við.“ Þetta er vafalaust rétt, 4
og þó get ég ekki að því gert, ]
að mér finnst íslenzk íþrótta- !
hreyfing hafa látið furðu lítið
-til sín taka í þá átt að efla !
innra stolt þjóðarinnar, fram i
yfir það að hampa afrekum ör-
fárra einstaklinga. Ég er hjart-"
anlega sammála Guðmundi um L‘
það að gildi útileikja og í-
þrótta sé mikið, eða geti a.
3m. k. verið það. En ég held, að
það sé ekki fyrst og fremst
g þetta almenna gildi, sem 1-
jjj þróttaáhugi fólks byggist á. Sá
sem ekki nær ákveðnum metra-
fjölda í stökkum og köstum,
ákveðnu mínútumarki í hlaup-
um, hann er aldrei .nefndur í
íþróttafréttum, þótt hann hafi
stupdað íþróttir allt sitt líf,
sjálfum sér til ómetanlegrar
hollustu. Og ef maður ætlar að
fara að æfa íþróttir með ein-
hverju íþróttafélagi, þá er ég
hreint ekki viss um, að maður
fái að „vera með,“ ef maður
er ekki nokkuð lfklegur til að
ná árangri, sem frásagnarverð-
ur sé í blöðum og útvarpi. Ég
held sem sé að íþróttaáhuginn
beinist miklu meira að afreki
einstaklingsins en hollustu heild
arinnar, verði einskonar
stjörnudýrkun. Guðmundur seg-
ist ekki skilja afstöðu þeirra
manna, „sem sí og æ fyllast
upp með arg og leiðinlegheit,
stráx og minnst er á þessi
mál,“ og spyr, hvort slíkir
menn vilji heidur ala bÖrn sín
upp á kaífihúsum eða hangandi
á bíóum, jórtrandi seiga
gúmmídrullu. Pósturinn mun
eiga að taka þetta til sín, svo
skemmtilegt sem bað er. En þvi
miður, Guðmundur minn, er
viðhorf æði margra til þessara
mála slíkt, að sá, sem stekkur
eða kastar ákveðinn metra-
fjölda er þjóðhetja, þótt hann
hangi kvöld eftir kvöld yfir
mannskemmandi glæpamynd á
bíó, jórtrandi seiga gúmmí-
drullu; sá, sem hleypur á-
kveðna vegalengd á stytztum
tíma, er aðdáunarverð hetja
hvort sem hann stundar knæp-
ur meira eða minna. Því fer
víðsfjarri, að ég sé hér að
drótta því að íslenzku afreks-
fólki á sviði íþróttanna, að
Framhald a 11. sjðu.