Þjóðviljinn - 05.08.1959, Side 11

Þjóðviljinn - 05.08.1959, Side 11
Miðvilíudagur 5. ágúst 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 BDDD SCHTJLBERG: Sapn af Samma Glick 89 „Ég ætti að hafa rétt til að tala í þessu húsi“, sagði Sammi. „Vinn ég ekki fyrir meiri peningum en þú?“ „Peningum!“ hrópaði pabbi. „Þú hugsar ekki um annað en peninga, pen- inga. . .“ „Já, peninga, peninga", hermdi Sammi eftir hon- um. „Ég gef skít fyrir þetta bar-mitzvah. Nei, peningar í vasanum, það gerir mann að karlmanni“. Daginn sem Sammi hefði átt að ganga undir bar- mitzvah fór pabbi í sýnga- góguna og bað fyrir honum eins og hann væri dáinn. Hann kom heim með jakka- lafið rifið eins og hann vaerí ' í sorg. Hann hefði helzt viljað læsa sig inni allan daginn, því að hann gat ekki afborið ^mánina. En það var virkur dagur og á virkum dögum var hann aðeins framlenging á létti- vagninum sínum. Fólkið sá hann ýta vagn- inum sinum eftir götunum og hann starði sljóum aug- um á ekki neitt. Bílstjórinn sem ók á hann sagðist hafa ýtt margsinnis á flautuna, en gamli maður- inn hefði ekki virzt heyra neitt. Þegar hann var borinn upp í rúmið sitt, sátu Ísra- el og mamrna þar grátandi og horfðu á hann deyja. Á eftir vissi ísrael ekki hvað hann átti af sér að gera, svo að hann fór upp á þakið til að horfða á stjörn- urnar. Þar fann hann Samma sem var að reykja sígarettustubb. „Er það búið?“ sagði Sammi, þegar hann sá bróður sinn. ísrael kinkaði kolli. Hann var ekki almennilega búinn að átta sig á þessu enn, en þessi spurning varð til þess að hann féll saman. Hann grét, djúpt og innilega, eins og gyðingar einir geta gert, vegna þess að þeir hafa svo mikla æfingu í því. ísrael var átján ára, en nú var hann aðeins lítill drengur að gráta af því að hann hafði misst pabba . sinn. Sammi var þrettán ára, en hann var lífsreynd- ur, hann hafði lært ýmis- legt sem kom í stað tára. Þegar ísrael áttaði sig á því að hann grét einn, fór hann fyrst hjá sér og varð síðan reiður. „Hvers vegna segirðu ekki neitt?“ sagði ísrael. „Af hverju græturðu ekki?“ „Nú, hvað á ég að segja?“ sagði Sammi. „Þú ættir þó að minnsta kosti' að geta sagt að þú sért hryggur.“ „Auðvitað", sagði Sammi. ,Ég er hryggur yfir því hvað hann var mikill auli.“ „Ég ætti að gefa þér ut- anundir," sagði ísrael. „Þú ættir að reyna það,“ sagði Sammi. „Ég þori að veðja að ég ræð við þig-“ Sammi sat þarna þurreygð- ,ur og á nálum. „Æ, vertu ekki að æsa þig upp,“ sagði hann. „Sammi,“ sárbæni ísra- el. „Hvað hefur hlaupið í þig? Hvers vegna gengurðu alltaf um með reiddan hnefann? Af hverju ertu alltaf upn á kant við allan heiminn?“ , ..Hvað Ju'ldurðu að ég sé, auli eins og þú?“ sagði Sammi. .^ap ye,r;ður eng- inn fyrri t’il áð gefa mér á hann.“ „En við erum ekki að slást núna,“ sagði ísrael. Það var rétt’ hjá ísrael að hann þekkti ekki Samma. Það voru engar hvíldir milli lotanna hjá honum. Sammj hafði lært af viðskiptum sínum við heiminn. Hann var reiðu- búinn til að mæta honum einn og óstuddur og þetta var barátta frá upphafi til fyrir því að fæðast á East Side, hann hafði slegið, bit- ið og klórað fyrst til að fá að lifa þar og nú þegar hann var þrettán ára og karlmaður, búinn að undir- gangast annars konar bar- mitzvah, var hann reiðubú- inn til að berjast fyrir að komast þaðan aftur, á þön- um í aflóga skónum hans ísrael, léttur á sér og far- angurslaus, án nokkurra siðalögmála til að íþyngja sér. Ég sat í horninu við endann á barnum og eins og öllum hugsuðum sem eru í þann veginn að kom- ast að mikilli niðurstöðu, leið mér bölvanlega. Henry hallaði sér yfár ar- inn og tók upp tómt glas- ið mitt. „Henry, veiztu hvað ég hefi verið að gera síðustu tvo tímana?“ spúrði ég. ,.Já,“ sagði llenrv. „Fá þér neðaní því.“ .' „Nei,“ sagði ég. „Full- komna kenningu sém bind- ur endi á allt hatur í heiminum.“ „Það er eitt og hið sama,“ sagði Henry. „Henry minn, nú vil ég að þú hlustir með athygli,11 sagði ég. „Vegna þess að örlögin hafa útvalið þig sem hinn fyrsta til að heyra boðskap minn. Manstu ' eftir Samma Glick?“ „Gefurðu mér nokkurn tíma tækifæri til að gleyma lionum?“ sagði „Allt í lagi,“ sagði ég. „Þegar Sammi Glick gekk fyrst inn á skrifstofu mína, fékk ég í magann. En hugsaðu þér ef ég hefði þá vitað eins mikið um hann og ég veit núna.“ Ég gerði hlé á ræðu minni til þess að kingja. „Við hötum aðeins útkomuna úr fólki. En fólkið, Henry, er ekki bara útkoman. Það er þró- un. Og til þess að gera því ekki rangt til, verðurn við að meta þróunina sem varð til þess að útkoman varð slík að við segjum að þessi þarna sé þrjótur. Heimur- inn er fullur af fólki sem hatar hvað annað. Allt í lagi. En, Henry, segðu mér eitt, ef hver og einn gæti sér tíma til að ganga eftir Rivington stræti — ég á við hið persónulega Riving-;, ton stræti hvers og eins, Henry? Þá myndi okkur á- skotnast umburðarlyndi, það er heila málið. Ekki eins mikinn sóda í þetta sinn, Henry. „Ég held þú ættir ekki að drekka meira, herra Manheim,“ sagði Henry. „Allt í >agi,“ . sagði • ég. „Þú ráðríki skratti. Enginn mikill hugsuður nýtur sannmælis meðan hann er ofan moldar.“ Eg fór yfir að símanum og hringdi í IJollywood 3187. „Iialló?“ sagði hún. ,,Halló,“ sagði ég og beið í ofvæni. ,,Halló,“ sagði hún. „Manstu að ég sagðist ætla að hringja til þín ef ég kæmist einhvern tíma að því, hvers vegna Sammi hefur svona mikið dálæti á skóm.“ „Al, þú ert fullur!“ Og svo dálítið snuprandi: „Elskan!“ „Og,“ hélt ég áfram. „Ég veit hvers vegna Sammi hatar stéttarfélög og hvers vegna hann meðhöndlar allar konur eins og hórur og alla karlmenn eins og ó- vini. Kit, þú komst mér á sporið. Ég er ekki einungis búinn að fræðast um Samma. Ég hef lært ýmis- legt um kerfið sem fram- leiðir aðra Samma Glick.“ „Til hamingju,11 sagði hún. „Heldurðu að þú ættir ekki að láta senda síma- reikninginn hingað? Þú hcf-. ur ekki efni ó svona lang- línusamtali.“ „Auðvitað hef ég það ekki,“ sagði ég. „Hver sem er gæti hringt til þín ef hann hefði éfni á þvi. En að hafa ekki efni á því og gera það samt — það er ást.“ „Þú hefur ekkert breytzt?“ sagði hún. „Nei. En þú?“ „Nei,“ sagði hún. „Ef ég eignast einhverntma eigin- mann, þá ert þú maðurinn." , Það er huggunarrík vissa til að hafa með sér í gröf- ina,“ sagði ég. „Hér liggur eiginmaðurinn sem Kit valdi sér. — Hefði hún eign- ast manh þá var hann mað- urinn.“ „Þú ert snjall,'' sagði hún, „Hcfur það nokkuð flögr- að að þér að koma til Holly- wood?“ „Elskan,“ sagði ég. „í guðs bænum! Hvenær sjáumst við aftur? „Strax og störf okkar leiða okkur saman aftur,“ sagði hún. „Verk sem þú ættir að vinna eru stundum verri draugar en fjarver- andi elskhugar.“ „Nú þegar ég veit hvað heldur Samma á hlaupun- um, ætti ég þá kannski jð byrjHa á þér?“ „Ég er á engum hlaup- um,“ sagði hún. „Ég verð þar sem þú skildir við mig. En þú gætir kynnt þér hvert harn er að hlaupa.“ „Já, vel á minnzt,“ sagði ég. „Hvéft er hann að hlaupa?“ Bæjarpósturlnn Framhald af 4. síðu það hagi sér yfirleitt illa utan íþróttavallanna, en ofdýrkunin á metinu er orðin slík, að af- rek fólks á einu sviði réttlætir í mörguni tilfellum framferði þess á öllum öðrum sviðum. Guðm. biður í lok greinar sinn- ar ,.um svo heilbrigt mannvit að menn glæði 'áhuga barna sinna fyrir íþróttum hverskon- ar, sem því nafni mega heita með sæmd, heldur en halda að þeim áróðri fyrir mánndróp- um og ofbeldisverkum“. Uncir þetta vil ég taka í fyllstu ein- lægni, og bið til viðbótar um svo heilbrigt mannvit, að menn glæði áhuga barna sinna fyrir íþróttaiðkunum almennt veg.na hollustunnar frekar en mets- ins og afrekaskrárinnar. Konan mín GUBERCN J. G l i; N DSDÓTTII5, frá Mosvöllum- í Önundaffírði verður jarðsungin fimmtudaginn 6. ágúst kl. 2 e.li. Athö-fnin tf'er fram i Fossvogskirkju Og verðúr-út-“i vafpað. ; •„ j Guðmundur Bjarnason. Nýsfárlegf fízkyfyrirbcsri Tízkuhúsin hafa undanfarið verið að undirbúa hausttízkuna. Ein af nýju hugmyndunum sem sýndar era í París, er þéssi kápa, sem hægt er að breyta í dragtarjakka með því að taka ji^ðri hlutann af. Ináanundir er stúlkan að sjálfsögðu í sam-* svarandi pilsi. Samstæðan á myndinni er gerð úr kálfskinni, sem verður mjög í tizku í haust en liugmyndin ætti eins að geta notið sín á flíkum úr léttara efni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.