Þjóðviljinn - 26.08.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.08.1959, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 26. ágúst 1959 „Orlög manns” hlaut 1. verðlaun í Moskvu ★ Það er oft búið að geta Ingmars Bergmans, sænska kvikmyndaleikstjór- ans, og verka hans hér í blaðinu, ekki hvað sízt hinn- ar heimsfrægu verðlauna- myndar „Sjöunda innsigl- isins“. Nafn myndarinnar er nefnt hér nú til þess eins að minna lesendur þátt- arins á sýningar hennar i Tjarnarb'íói þessa dagana. Nú býðst sem sagt tæki- færi til að sjá þessa ein- stæðu og margumtöluðu kvikmynd Bergmans. Sjolokoff höfundur sögunnar „Örlög manns“ hlaut aðalverðlaunin ★ Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Moskvu, hinni fyrstu sem haldin er þar í borginni. lauk fyrir rúmri viku með því að lýst var úrsiitum samkeppninnar og verðlaun afhent. Aðalverðlaun hátíðarinn- ar hlaut sovézka kvikmynd- in „Örlög manns“, sem gerð vár undir stjórn Bondarts- júks eftir samnefndri smá- sögu Mihail Sjolokoffs., Þetta er saga Andrei Sokoloffs manns sem kallaður er frá fjölskyldu sinni í herinn í upohafi innrásar Þjóðverja í Sovétr'íkin og tekinn af þeim til" fanga. Rakti Árni Bergmann efnisþætti mynd- arinnar glögglega í grein, sinni um sovézkar 'kvi- myndir sem birtist hér í Þjóðviljanum 7. ágúst sl. Bondartsjúk hefur ekki ein- ungis haft leikstjórnina með höndum, heldur fer hann einnig með aðalhlutverkið í myndinni, leikur Andrei Sokoloff, sögumanninn og söguhetjuna. Eina kvikmyndin frá Vestur-Evrópu, sem gull- verðlaun hlaut á kvikmynda- hátíðinni í Moskvu, var vestur-þýzka myndin „Wun- derkinder". Þá má að lok- ’■ ■íí&W'Wi' te i 1 m ■ú- ' ■ ■ V'. h._ v . - r-~> jpF mgF1 um geta þess, að kvikmynd frá Pakistan og tékknesk mynd skiptu á milli sín öðr- um gullverðlaunum. Pakist- an-myndin nefnist „Dagur- inn mun rísa“, en tékkneska ikvikmyndin „Flótti skugganum“ undan Sovézlía kvikmyndastofn- unin, 40 ára ★ Dagana, sem kvik- myndahátíðin i Moskvu stóð yfir, var þess minnzt að réttir fjórir áratugir vom liðnir síðan Kvikmyndastofn- un Sovétríkjanna tók fyrst til starfa, en frá stofnun þessari hafa útskrifazt allir eða a.m.k. „langfiestir þeir kvikmyndagerðarmenn, sem starfað hafa í Sovétríkjun- um. Það var í ágústmánuði árið 1919, sem kyjkmynda- iðnaðurinn í Sovétríkjunum var þjóðnýttur. Fáeinum dögum s'ðar var kvikmynda- stofnunin sett á stofn og gefið nafnið Fyrsti ríkis- skólinn í kvikmyndagerð. Meðal þeirra kvikmynda- gerðarmanna, sem nám hafa stundað í og útskrifazt frá kvikmyndastofnuninni, eru Púdovkin og Komaroff, Kok- hlova og Gorsjilin. I dag stunda á sjöunda hundrað nemendur nám við kvikmyndastofnunina í Eitt af áhrifamestu at- riðuin kvikmyndar Ing- mars Bergmans „Sjöundi ÍEinsigIisins“: píslarganga og krossburður trúarof- stækismannanna. Moskvu. Námstíminn er hálft. sjötta ár og snerta kennslugreinar alla þæt.ti kvikmyndagerðar, leiklist, leikstjórn, samningu töku- rits, myndatöku o.s.frv. Meðal kennara eru ýmsir af fremstu kvikmyndastjór- um Sovétríkjanna, t.d. Gera- simoff, sem frægastur hefur orðið fyrir myndina „Lygn streymir Don“, og Grigori Roshal, sem m.a. stjómaði gerð kvikmynda um ævi tveggja frægra rússneskra tónskálda: Musorgskí og Rims'kí-Korsakoff V; ; 'v:^ ' fT'"T.T Hainast enn gegn viðræðum æðstu manna Það hefur vakið almenna áthygli hversu fálega Morgun- b'laðið hefur tekið fregnunum um viðræður æðstu manna Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Þegar fréttin kom fyrst valdi Morgunblaðið tvo gamla nazista' og einn pýramídaspá- mann til þess að lýsa yfir því að þessar viðræður væru stór- bæþuieéar og ÍEjsenhower hefði í rauninni svikið hugsjónir vestursins með því að bjóða Krústjoff til Bandaríkjanna og áefla síðan að heimsækja Sov- élríkin (þetta hættulégá jand «,-r-{a,r| Q*mí'rp 4- ■;■ c , jhj • 1 séjh ( þíngmerin , 'Sjálfsjæðis- ftokksjns þorðu ekþi a(5 stíga fæti'áV)' Sami tónn hefur verið í Morgunblaðinu síðan. í gær birtir það t. d. forustugrein um þessar viðræður og hefur enn allt á hornum sér. Þar birtir einhver sérfræðingur blaðsins ,m. a. þessar aðvaranir til vest- urveldanna: „En samt er Vest- urveldunum nauðsynlegt að vera vel á verði og kannski hefur þeim aldrei verið jafn , mikil hætta búin og einmitt nú. Samkomulagið milli Frakka og Þjóðverja annars vegar og . ;Breta og Bandaríkjanna hins vegar virðist ekki vera upp á það bezta“. Sem sagt, áhyggj- urnar eru þungar. Þó mun niðurlag forustu- greinarinnar vekja mesta at- hygli, en þar segir svo: „Þegar Hitler var að undir- búa heimsstyrjöldina síðustu talaði hann mikið um frið, og það er einkennileg tilviljun að Danzig vírðist hafa farið jafn- mikið í taugarnar á honum á sínum tíma og Vestur-Berlín fer í taugarnar á Krúsjeff upp á síðkaStið. Allir muna hvérnig fói-: Hitlér innlimáði Danzig 1. serit. 1Í39’ — ög' hof heirrisstyrj- öldina miklu“. Hér er ekki rðpt't, um hirin dólgslega og fíflaléga saman- burð Morgunblaðsins á mönn- um og sögulegum atburðum — þótt allir viti hvar hershöfð- ingja og sálufélaga Hitlers, þá sem enn lifa, er að finna. Hitt er mjög athyglisvert að Morg- unblaðið virðist með þessum orðum vera að spá því að ný heimsstyrjöld sé yfirvofandi, kunni jafnvel að skella á eftir nokkra daga!! Erfitt er að yita hvort hér er um að ræða ósk- hyggju eða löngun til að halda hugarfari kalda striðsins sem Skoda-bifreiðar frá Tékkó- slóvakíú eru velþekktar hér á landi, enda hafa fjölmarg- ar þeirra verið fluttar hing- að á undanförniun árum og reynzt vel. Nýjasta gerðin af fólksbílunum frá Skoda- verksmiðjunúm er sú t senj- mýndin hér fyrir ófan ér af og nefnist Skoda-450. I bíin- um er 45 hestafla aflvél, 5500" snúningar á mínútu. Hámarkshraði, sem upp er gefinn af verksmiðjunum, er 135 ltílómetrar á klukku- stund. lengst á íslandi, en hitt er f.ullvíst að leitun mun á öðru íhaldsblaði í,; heimifium sem iðkar slíkan málflutning þessa dagana. anal •■■:> snsrfii maa nulenvafl ienyabiar stðfssa nýjan fíekk Stofnaður1 He1 u r V'-rið í Kenya nýr flokkur-, Sjálfstæðishreyfing- ,in? og verýur ’jj’om Mboya, ,fram- kvæmdastjpri , v^rkalýcissam- bands nýlendunnar, einnig fram- kvæmdastjóri hans. Flokkurinn hefur krafizt þess að Jomo Ke- nyatta sem afplánað hefur 7 ára fangelsisdóm fyrir tengsl við mau mau hreyfinguna, en samt er enn geymdur í fangabúðum verði látinn laus, sem og aðrir þeir Afríkumenn sem geymdir eru í fangabúðum án þess að þeir hafi nokkru sinni verið leiddir fyrir dómara. Þá krefst flrikkurintí ' áð Afríkúmöririúm verði heimilað að setja upp bú í hálöndum Kenya. .unad iiJ I „Stjómarhét" í Ipsalandi Sir Robert Armitage, nýlendu- stjóri Breta í Nyasalandi, boð- aði „stjórnarbót“ þar nýlega. Er hún fólgin í því að Afriku- mönnum sem sæti eiga á löggjaf- arsamkundu nýlendunnar verð- ur fjölgað úr 5 í 7, og jafnframt mun 2 Afríkumönnum veitt sæti í framkvæmdaráði nýlendunnar. Allir þessir Afríkumenn eru skipaðir af nýlendustjóranum og hann hefur heimild til þess að svipta þá þingsætum. Hann til- kynnti þá einnig í gær að hann hefði ákveðið að svipta einn þeirra Afríkumanna sem sæti ’hafa átt á löggjafarsariikúndunni þingsaétinu, en aðúr hefur ritari afríkanska þjóðflokksins, Chi- ume, sem dvelst í London, einn- ig verið rekinn af, þingi. , , ! ' Rássar eiga eld- r<! Burke aðmíráll, foringi bar- dagadeildar bandaríska flotans, hefur skýrt frá því á blaða- mannafundi, að Rússar 'hafi sennilega yfir að ráða kafbát- |um, sem geta skotið eldflaug- !um, þótt þeir séu undir yfir- borði sjávar. tJTBREIÐIÐ WÓÐVHMANN .Jfjdmsi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.