Þjóðviljinn - 26.08.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.08.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 26. ágúst 1959 Kjarnorkusprengingar ekki hafnar í haust? Framhald af 1. síðu. burtu þeirri hulu sem falið hefur staðreyndir málsins og gera verður gagnskör að því að kom- ast að því eins örugglega og unnt er hvar hættumörkin eru. / Einróma samþykkt kirkjuþings Um þessar mundir stendur yf- ir á eynni Rhodos þing mótmæl- endakirkna og rétttrúnaðarkirkj- unnar grisk-kaþólsku. Á þing- fundi í gær var einróma sam- þykkt áiyktun þar sem skorað var á kjarnorkuveldin að hefja ekki tilraunir með kjarnavopn að nyju. í ályktuninni er m. a. komizt svo að orði að „engin þjóð hafi rétt til að gera til- raunir með kjarnavopn þegar því er svo háttað að verkanir þeirra koma niður á fólki í öðr- um löndum". f ályktuninni er þess jafnframt krafizt að komið verði á alþjóðlegu eftirliti með k j arnasprengingum sem kunni að verða gerðar í friðsamlegum tilgangi. Eisenhower Framh. af 12. síðu. verði landbrú undir vesturþýzk- um yfirráðum. Það vakti athygli að forset- inn neitaði því ekki að sér hefðu borizt slík skilaboð, en tók aðeins fram að Milton bróðir sinn hefði ekki komið með þau. Aðspurður sagði Eisenhow- er að hann myndi sjálfur taka á móti Krústjoff á flugvellinurn þegar hann kemur til Washing- ton 15. september. Hann sagð- ist fagna heimsókn Krústjoffs af tveim sökum. I fyrra lagi langaði hann tij að vita hvort hinn sovézki stjórnarleiðtogi hefði nokkuð það fram að færa sem auðveldað gæti samkomu- lagið 'í heiminum. í öðru lagi teldi hann að Krústjoff gæti lært eitthvað af þv'í að kynn- ast því hvemig fólk lifir í „hinum frjálsa heimi“. Þingið samþykkti auk þess á- lyktunartillögu um að næst þeg- ar það kemur saman að ári yrði rætt um trúfrelsi í þeim ríkjum þar sem rómversk-kaþólskan er ríkjandi. Áheyrnarfulltrúar frá kaþólsku kirkjunni sitja þingið. Ekki endanlega ákveðið Eisenhower Bandaríkjaforseti var að því spurður á blaða- mannafundi í Washington í gær hvort Bandaríkin myndu hefja kjarnasprengingar þegar hinu þegjandi samkomulagi um eins árs tilraunahlé lýkur, 31. októ- ber. Sagði hann að enn hefði engin ákvörðun verið tekin um það. Reynt að sætta Framhald af 12. síðu. sem undanfarinn mánuð hefðu átt sér stað í Kabýlafjöllum. Segjast Frakkar hafa gert ó- víga 1400 Serki og tekið her- fangi 800 vopn ýmissa tegunda. IJtlagastjórn Serkja . í. Kaíró gaf jafnframt út tilkynningu um mannfall Frakka og sagði að 600 Frakk^r hefðu verið felldir í vikunni sem lauk sl. föstuidag, en 240 verið særðir. Fimm járnbrautarlestir hefðu verið sprengdar í loft upp, 32 önnur farartæki verið eyðilögð og 2 flugvélar verið skotnar niður. Tíu forust í Austurríki Tjónið af völdum flóðanna miklu í Austurríki nemur sam- kvæmt síðustu rannsóknum yfir tveim milljörðum austurrískra shillinga. Tíu manns hefur beð- ið bana í þessum miklu vanta- vöxtum. - 1 Salzburg-héraði einu hefur tjónið orðið sem svarar hálfri milljarð ‘shillinga. Unnið er af fullum krafti að björgunarstarf- inu eftir að flóðin rénuðu. SÖFNIN Landsbókasafnið er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12, 13—19 og 20—22, laugardaga kl. 10—12. Útlán alla virka daga nema laugar- daga kl. 13—15. Þjóðskjalasafnið er opið aHa virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 14—19, laug- ardaga kl. 10—12. Listasafn ríkisins er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardága kl. 13—15, sunnu- daga kl. 13—16. Þjóðminjasafnið er oþið þriðju- daga, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 13—15, sunnu- daga kl. 13—16. Jstasafn Einars Jónssonar í Hnitbjörgum er opið daglega kl. 13.30—15.30. Minjasafn Iíeykjavíkurbæjar Safndeildin Skúlatúni 2 opin daglega klukkan 14—16. Árbæjarsafn opið daglega kl. 14—18. Báðar safndeildir lok- aðar á mánudögum. Náttúrugripasafnið er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14—15, sunnudaga kl. ^Í3.30—15. Bókasafn Lestrarfél. kvenna að Grundarstíg 10 er opið til útlána í sumar á mánu- dögum kl. 16—18 og 20—21. íæjarbókasafn Reykjavíkur, sími 1-23-08: Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29A Útlánsdeild: Alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga, kl. 13—16. Lestrarsalur fyrir fullorðna: Alla virka daga kl. 10—12 óg 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13—16. Útibúið Hólmgarði 34. Útlánsdeild fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21, mið- ‘vikudag og föstudaga, kl. 17—19. Útlánsdeild og les- stofa fyrir böm: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. Jtibúið Hofsvallagötu 16. Útlánsdeild fyrir böm og fullorðna: Alla virka daga, nema laugardaga kl. 17.30— 19.30. Útibúið Efstasundi 26 Útlánsideild fyrir börn og fullorðna: Mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 17—19. F.npiii viðskipti Framh. af 7. síðu sinnar verið niðurlægðir". Er augljóst að þetta málgagn Sjálfstæðisflokksins telur að Islendingar hefðu átt að neita að gera þennan samning, en „geð okkar nægði ekki til að firra smáninni“. (Er þessu sérstaklega beint til Jóhanns Hafsteins bankastjóra sem var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sem gerði samning- inn um síldarsöltun?) Og síð- an koma ályktunarorðin, mál- gagn Sjálfstæðisflokksins spyr hvort þessi síldarsala sé „upp- haf tímabils nýrrar þræl- mennsku“ eða hvort nú sé loksins komið að því að svipt verði af þjóðinni „viðskipta- legum þrældómsviðjum við einvaldsríkin“, það er hvort slitið skuli að fullu öllum viðskiptum við sósíalistísku löndin. Hverjar yrðu afleið- ingarnar? I þesSárí grein éíiis af mál- gögnum ' 'Sjálfstséðisflökksiris birtist 'étefria sem öll þjóðiri þárf að veita athygli, og það er vitað að valdamiklir aðilar í Sjálfstæðisflok-knum beita sér af kappi fyrir framgangi hennar. Fái þessir menn að- stöðu til að framkvæma stefnu sína þarf þjóðin ekki að dylja fyrir sér hvað muni gerast: Öllum samningum við sós- íalistísku ríkin verður slitið án tafar, og við verðum eft- jr gersamlega háðir kreppu- mörkuðum í vestrænu lönd- unum. Það verður aftur verkefni stjórnarvaldanna að takmarka framleiðsluna, banna fiskiflotanum að veiða „of mikið“, takmarka afköst hraðfrystihúsanna, stöðva síldarsöltunina þegar „of Stundarósigur Framhald af 6. síðu. það getur íslenzk alþýða •— einmitt í þeim kosningum — flýtt fyrir að sú stund nálgist. Til þess er, eins og nú standa sakir, aðeins ein leið: Það er að efla Alþýðubandalagið. Takist Alþýðubandalaginu að ná aftur fyrri stöðu sinni sem annar stærsti stjórnmálaflokk- ur landsins, er það orðið slíkt afl í íslenzkum stjórnmálum, að ekki verður fram hjá því gengið. Alþýðuflokkurinn ætti þá um tvo kosti að velja, ann- að hvort að halda áfram þjón- ustu við íhaldið, eins og nú, og lognast þar með út af sem verkalýðsflokkur, eða hefja samstarf við Alþýðubandalag- ið, bjarga þannig lífi sínu og sæmd og tryggja um leið stjórnmálalegan sigur íslenzkr- ar alþýðu. Metin verða ,iöfn í haust Fylgismenn Alþýðubandalags- ins munu sýna í væntanlegum kosnineum að „af skaða má nema hin nýtustu ráð“ oe eanga sieurvissir til þeirra átaka, sem framundan eru. (Baldur ísafirði). mikil“ síld berst á Iand! Hver Islendingur getur gert sér grein fyrir afleiðingun- um; þær munu ekki aðeins bitna á þeim sem vinna við útflutningsframleiðsluna, heldur á hverjum einasta landsmanni (nema hluta af auðmannastéttinni), því öll afkoma okkar er háð út- flutningi og gjaldeyrisöflun. Og ekki ætti að þurfa að færa rök að því hver tök við höfum á að berjast fyrir lífshagsmunum okkar í land- helgismálinu og á öðrum sviðum þegar við erum orð. in gersamlega háð Bretum og Bandaríkjamönnum efna- hagslega. Þetta eru engir hugarórar, heldur óhjákvæmileg afleið- ing af þeirri stefnu sem boð- uð er í þessu málgagni Sjálf- stæðisfloksins. Vilja Islending- ar kalla þá stefnu yfir sig í kosningunum í haust? <S>- WELLIT — einangrunarplötur hafa reynzt vel við íslenzkar aðstæður. Verð kr. 46.35 pr. fermetri. Mars Trading Co. h.f. Klapparstíg 20. Sími 1-73-73. LÖGREGLMNSSTABA á ísafirði er laus frá 12. nóv. n.k. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. okt. n.k. Bæjarfógetmn á Isafirði, 24. ágúst 1959. TILKYNNING Silkiprentuðu fyrstadagsumslögin, sem Flugmálafélag Islands gefuri út í tilefni 40 ára afmælis flugs á ís- landi, verða seld í afgreiðslu Flugfélags Islands, Lækj- argötu 4, á morgun og föstudag 'kl. 7—10 e.h. og á laugardaginn frá kl. 3—5 e.h., ef eitthvað verður óselt. Flugmálafélag íslands. HÖTEL BIFBÖST lokar 1. september. — Ennþá nokkur herbergi laus í þessari viku. HÓTEL BIFRÖST.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.