Þjóðviljinn - 19.09.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.09.1959, Blaðsíða 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur. 19. september 1959 ■ þJÓÐVILIINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. - Rltstjórar: Magnús KJartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Eysteinn Þorvaldsson, Guðmundur Vigfússon,, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ititstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2. PrentsmlðJa ÞjóðvilJans. Alvarlegt i greiningur sá sem upp er kominn í verðlagsnefnd landbúnaðarafurða er mjög al- varlegur. Nú um alllangt skeið tiefur sá háttur verið á hafð- ur við ákvörðun verðlags að lulltrúar bænda og neytenda hafa samið um grundvöllinn, cg forsendur hafa verið þær að ,,meðalbóndi“ eigi að fá sam- bærilegt kaup fyrir vinnu sína og verksmenn og iðnaðarmenn fa í bæjum. Það hefur verið mjög rökrétt og skynsamleg meginccgla að afurðaverð beri að ákveða með samningum fiamieiðenda og neitenda, þótt ýmislegt í fyrirkomulaginu standi mjög til bóta. En þetta camstarf verkamanna og bænda hefur á undanförnum árum verið að molast sundur fyrir tiistilli Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Sú stofnun hefur um skeið reynt að sölsa undir sig sjálfdæmi um mikilvæga þætti í verðlagningunni, eink- anlega hefur hún talið sér heimilt að ákveða milliliða- kostnað samkvæmt eigin mati og að leggja á íslenzka neyt- endur aukaskatt til þess að sfanda undir útflutningi á land- búnaðarvörum. Framieiðsluráð- ið hefur á undanförnum árum t-dvetíis riftað ákvörðunum r erðlagsnefndarinnar og ákveð- ið hærra verð en samið hafði verið um í nefndinni á þessum forsendum, og eftir að undir- réttardómur taldi nýlega að T'ramleiðsluráð hefði lagaheim- ild til þe"s=rar iðju hafa full- trúar rev'enda að sjálfsögðu talið í'orsen^ur samstarfsins í v^rðl .Ter>r=rnóinni brostnar og hætt þai störfum um sinn. Það er að sjálfsögðu fráleitt fyr'rkomulag að Fram- ieiðsiuráð IQndbúnaðarins hafi siálfdæmi um að ákveða milli- iiðakostnað; slíkt sjálfdæmi hafa ermir aírir aðilar í þjóð- félaginu. hvorki kaupmean, beildsal- r, iðnrekendur, frysti- húsaeig°ndur né aðrir. Enda hefur afleiðingm orðið sú að óhemjulegum fúlgum hefur ver- ið sóe* í vinnslu- og dreifing- rrkerfi I!'ndbúnaðarins án til- lits til kostnaðar í fullvissu -þess að neytendur yrðu látnir berga brúsann. Nægir í því Sombandi að minnast á hneyksl- ið á Selfossi, þar sem hin rmkla oí vel nothæfa bygging sem míólkurbúið var áður í var níin til grunna af ein- hverju.n annarlegum ástæðum og milljónum kastað á glæ. Á þennrn hátt hafa neytendur verið látnir greiða mjlljónir og milliónir að óþörfu í of háu landbúnaðarvsrði á undanförn- um árum. Enn alvarlegra er þó hitt atriðið, að neytendur skúli akattlagðir sérstaklega vegna •útflutnings á landbúnaðarafurð- um. Þar er verið að byggja vandamál upp kerfi sem verkar þannig, að eftir því sem framleiðslan terður ódýrari á einingu og meiri með aukinni tækni eftir eftir því verða neytendur að greiða hærra verð. f stað þess að aukin og hagkvæmari fram- leiðsla færi neytendum lægra verð, verður hún til þess að auka dýrtíðina. Almenningur er þannig fyrst skattlagður til þess að tryggja bændum styrki og hagkvæm lán til þess að auka ræktun og eignast fullkominn yélakost, og afleiðingarnar verða síðan enn meiri álögur! Þetta er þegar orðið alvar- Icgt ástand, og þó eru horf- uinar enn alvarlegri, því ekki er annað sýnt en framleiðslan aukist svo ört á næstu árum að mjög verulegan hluta henn- ar verði ekki unnt að selja á innlendum markaði, og hvert verður þá verðið sem íslenzk- ir neytendur eiga að greiða, ef fylgt verður stefnu Fram- leiðslutáðs landbúnaðarins? ¥»etta eru mikil vandamál sem * verður að leysa sem fyrst r: eð beinum samningum bænda og verkafólks. Markaðurinn hér innanlands er að sjálfsögðu undirstaðan undir öllum at- höfnum og afkomu bændastétt- aiinnar, og forustumenn henn- ai verða að gera sér það ijóst. Launþegar í bæjunum hafa einnig hag af því að afkoma bænda sé góð og að þeir hafi sem bezt tök á því að fram- leiða góðar — og ódýrar — vörur. Hér er um sameiginlega og gagnkvæma hagsmuni að ræða sem ættu að auðvelda lausn á þessum vanda ef góð- ur vilji er á báða bóga. Hins vegar eru til öfi sem af ann- orlegum ástæðum reyna að egna til átaka milli bænda og verkafólks og búa til hags- munaandstæður milli þeirra, en þau ófl eru sízt af öllu holl raunverulegum hagsmunum bændastétarinnar. Ijau átök sem upp eru komin *■ vaida þegar vanda við á- kvörðunar landbúnaðarverðs í haust. Sá vandi verður eflaust leystur til bráðabirgða; sú rík- isstjórn sem nú er í landinu ei þess ekki megnug að leysa neinn vanda til frambúðar. En fulltrúar bænda og verkafólks verða þegar að hefjast handa um • að finna frambúðarlausn, sem trvggi bændum góðan og öruggan markað hér innanlands og launþegum að þeir njóti einnig ávaxtanna af tækniþró- un og framförum í landbúnaði. jafnframt verður að tryggja hagsmuni beggja aðila fyrir of- urafli skriffinna þeirra sem hafa hreiðrað um sig í milli- liðakerfinu og valda því nú að dreifingarkostnaður hér er mun hærri en þyrfti að vera og fer sífeilt vaxandi. Bandarísk herflugvél á flugvelli í Marokkó. t Marokkómenn losna við bandaríska hersetn Bandarik]ast]6rn hefur hestiS oð rýma fjórar kjarnorkuárásarstoSvar Kort af vesturhluta Norður-Afríku, Marokkó, Alsír og Túnis. höfðu einnig mikið lið á sér- réttindasvæðum sínum, Loks höfðu Bandaríkjamenn komið sér upp fjórum flugstöðvum fyrir l'jarnorkuárásarflugvélar. Síðan Marokkómenn endur- heimtu sjálfstæði hefur það verið ’nelzta markmið utanrík- isstefnu þeirra að losna við hina erlendu hersetu. Skæru- hermenn þjörmuðu að Spán- verjum í Ifni og víðar. Franska herliðinu var þjappað saman á takmörkuðum svæðum. Hvað Bandaríkjamenn snertir viður- kenndi Marokkóstjórn ekki að þeir ’nefðu neinn rétt til að hafa herstöðvar í landinu, bví að þeir höfðu aldrei beðið Mar- okkóstjórn leyfis. Bandaríkja- stjórn hafði látið nægja að semja við Frakka um bygg- ingu ílugstöðvanna, og Mar- okkóstjórn neitaði að viður- Kenna að þeir samningar hefðu neitt gildi í hennar augum. Að þjóðarétti var Marokkó aldrei frönsk nýlenda heldur vernd- arríki, og Frakkar gátu ekki ráðstafað landsréttindum þar að Marokkómönnum forspurð- um. andaríkjamenn sáu sig til- neydda að viðurkenna þetta halda stöðvum sínum. Mar- okkómenn voru þó ekki á því að gera land sitt að frambúð- arhlekk í bandarískri her- stöðvakeðju. Bandarískar fé- gjafir og vinmæli fengu þar engu um þokað. Þegar Banda- 17'réttaritari New York Times segir að Bandaríkjastjórn sé lítið um það gefið að samn- ingurinn um rýmingu banda- rísku ílugstöðvanna í Marokkó komist í hámæli. Ástæðuna segir hann vera, að Frakkar muni telja sér erfiðara að halda til streitu hersetu í landinu, eftir að komið sé í almæli að Framhald á 10. siðu. Bandaríkjastjórn hefur lagt mikið kapp á að vingast við stjórnendur Marokkó til að fá þá til að samþykkja áfram- hald bandarískrar hersetu í landi sínu. Múhameð V. Marökkó* konungi (t.h. á myndinni) var boðið í opinbera heimsókn til Washington í hitteðfyrra og þar tók Eisenhower á móti honum eins og myndin sýnir. Við öxl forsetans sést andlitið á Nathan Twining, forseta yfirherráðs Bandaríkjanna. Vin- mælin hafa ekki fengið Marokkómenn ofan af þvj að Iosa - sig við erlenda hersetu. Þrjú ar eru liðin síðan Mar- okko losnaði undan franskri stjórn og fékk sjálfstæði sitt og fullveldi viðurkennt. Frakk- ar, sem áttu fullt í fangi með skærúner sjálfstæðishreyfingar Alsír, treystu sér ekki til að leggja einnig til atlögu gegn þjóðum Marokko og Túnis. Múhameð V. Marokkókonungur fékk að snúa heim úr þriggja ára útlegð á Korsíku og Madagaskar. Menjar um ára- tuga erlend yfirráð voru þó ekki úr sögunni með fullveldis- yfirlýsingunni einni saman. Þrír enendir herir sátu í Mar- okkó. Fjölmennastur var franski herinn, en Spánverjar sjónarmið Marokkóstjórnar. Þeir skirrðust við að sitja sem fastast í herstöðvum sínum í trássi við vilja landsmanna, því að slíkar aðfarir hefðu mælzt illa fyrir meðal allra Afríku- og Asíuþjóða. Banda- ríkjastjórn gekk því til samn- inga við Marokkóstjórn og fór þess á leit að hún veitti banda- ríska flughernum rétt til að ríkjamenn gerðust óþjálír í samningum, settu hafnarverka- menn f Casablanca afgreiðslu- bann á skipin sem fluttu banda- riska setuliðinu birgðir. í sunnudaginn skýrði frétta- Á*- ritari New York Times í Madrid frá því að lokið væri samningum Bandaríkjamanna og Marokkóstjómar um fram- tíð flugstöðvanna. Bandaríkja- menn skuldbinda sig til að vera búnir að yfirgefa stöðvarnar xjórar með öllu ekki síðar en 1964. Nú er í þessum stöðvum 8000 manna bandarískt setulið og þar hafa aðsetur sveitir stærstu sprengjuflugvéla Banda- rvkjamanna sem sérstaklega eru ætlaðar til kjarnorkuárása, enda eru stöðvarnar undir stjórn Stratecic Air Command, árásarflugflota bandaríska flug- hersins. Flugstöðvarnar í Mar- okkó hafa kostað bandaríska skattgreiðendur 400 milljór.ir dollara og skammt er liðið síð- an sú nýjasta var fullgerð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.