Þjóðviljinn - 19.09.1959, Qupperneq 10
2)' — ÓSKASTUNDIN
er^-.. ..... —....
i
OTLAGÍNN
Það hefur oft verið óskað eftir því, að við
birtum dægurlagatextann ÚTLAGANN, eft-
ir Jón Sigurðsson. Gjörið svo vel, hér kem-
ur óskatextinn.
Upp undir Eiríksjökli
á ég í helli skjól.
Mundi þar mörgum kólna,
mosa er þakið ból.
Útlagi cinn í leyni
alltaf má gæta sín.
Bjargast sem bezt í felum
breiða yfir ;porin mín.
Ungur ég fór til fjalla,
flúði úr sárri nauð.
Úr hreppstjórans búi hafði
ég hungraður stolið sauð.
En hann átti hýra dóttur
sem hotfði ég tíðum á.
Nú fæ eg aldrei aftur
ástina tnína’ að sjá.
Stundum mig dreymir drauma
dapurt ei líf mitt þá.
Aldrei rnun litill lófi
leggjast á þreytta brá.
Ef til vill einhverntíma
áttu hér sporin þín.
Grafðu i grænni lautu
gulnuðu beinin mín.
SKOLINN ER BYRJAÐUR
1 REYKJAVIK
Hestur: Ina Dagbjört 9
ára, sem á heima í Sel-
dal í Norðfjarðarsveit,
sendi okkur þessa mynd
af hryssunni Stjörnu.
Hún getur þess fð
Stjarna eigi folald, en
það er ekki með á mynd-
inni. Enda er ekki hlaup-
ið að því að fá folalds-
tryppi til að standa
kyrrt meðan það er
teiknað. ína Dagbjört
sendi okkur líka mynd
af kúnni Drottningu, þá
mynd birtum við seinna.
Við sendum ínu kveðju
með þakklæti fyrir mynd-
irnar.
Beggi níu ára gamall
Reyk j avíkurdr engur
teinkaði þessa mynd af
síldarbátum, sem eru á
leið til Siglufjarðar með
fullfermi. Það er svo
sem auðvitað að afla-
kóngurinn Víðir II er
j með á myndinni.
Fyrsta september byrj-
aði skólinn að venju. Það
eru 7, 8 og 9 ára börn
sem sækja skóla í sept-
embermánuði, en 1. októ-
ber byrjar svo skólinn
fyrir alvöru. Vissulega er
gaman í skólanum og
börnin koma full eftir-
væntingar á haustin
reiðubúin að troða koll-
ana fulla af vísdómi.
Stundum reynir á þolrif-
in, þegar lítill lærdóms-
maður á að svara flókn-
um spurningum, sem
kennarinn leggur fyrir
hann á prófum.
Mönnum verður þó
ekki svarafátt.
— Kona Kólumbusar
var víst Kólumbía.
— Neró var grimmur
harðstjóri, sem kvaldi
veslings þegnana sína
með því að spila á fiðlu
fyrir þá.
— Malajar eru venju-
lega brúnir og búa í
Malaríu.
— íbúar Egyptalands
eru kallaðir múmíur.
— Faðir hans var mið-
alda maður.
— Budda lifði venju-
legu lífi með konum og
börnum, þangað til hann
' var um þrítugt. Þá fór
hann að heiman til að
leita hamingjunnar.
— Syndaflóðið var á-
kveðið af því, það var
svo mikið af skítugu
fólki.
— Fólkið ætti að fara
í bað einu sinni á sumri
ÖSKASTUNDIN — :« ,
og ekki alveg eins offl
á vetri.
— Beindagrind er mað-
ur, sem hefur hvorki kjöjS-
né skihn.
— Hryggurinn er löng
beinaröð. Höfuðið situn
efst, en þú neðst.
— Kviðurinn eh
skammt fyrir sunnan rif-i
beinin.
HVER LIKIST ÞER?
Á myndinni sérðu 8
andlit sem sýna ólík
skapbrigði; Gleði, ákvörð-
un, reiði, sorg, áhyggjur,
hræðslu, mont og undrun.
Reyndu að finna hvað
á við hverja mynd, og
svo hver þeirra líkist þér
mest.
Þú getur látið vini þína
spreyta sig á þessu, það
má ekki taka lengri tíma
en hálfa mínútu.
Lausnin er: i hræðsla*
2 áhyggjusvipur, 3 gleði,-
4 mont, 5 sorg, 6 á-
kvörðun, 7 undrun, tt
reiði.
20) — ÞJÓÐiVILJINN — Laugardagur 19. september 1959
Halldér Helgason 85 ára
Framhald af 7. síðu.
mæli, en hann er einn þeirra,
sem afsannar það. Kyrrlátari
maður og friðsamari er naum-
ast til. Mér þætti trúlegt, að
aldrei hafi hann átt persónu-
legan andstæðing. Fyrir per-
sónulega kynningu á hann á
hverjum bæ í umhverfi sínu
virðingu og vináttu allra. Þar
munu því allir biðja honum
blessunar x dag. Þetta veit
hann auðvitað sjálfur, enda
er ég ekki sérstaklega að
segja honum það. Og þó, —
iþó er ég einmitt að segja hon-
um, að ég veit það líka. Það
er ekki til skemmtilegra um-
ræðuefni á afmælisdegi manns
en elskulegar staðreyndir um
hann sjálían.
StefAn Jónsson.
KJÖT
0GSLÁTURÍLAT
nýkomin í ýmsum stærðum
SlS afurðasalan
Símar 3- 26 -78 og 1-70-80
SKðLASTJÓRASTAÐA VIÐ
VERKSTJÓRASKÓLA
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna heíur í
hyggju að stoínsetja verkstjóraskóla og
óskar að ráða skólastjóra með háskóla-
menntun Væntanlegum skólastjóra verður
gefinn kostur á sérmenntun erlendis.
Kjör samkvæmt samkomulagi. Skriílegar
umsóknir óskast sendar fyrir 20. október
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf.
Upnlvsinrrar um starf þetta verða ekki
gelnaz I
Erlend líðindi
r
Sölnmiðstöð Hraðfrystihúsanna
Framhald af 6. síðu.
Bandaríkjamenn séu á förum.
Spánverjar eru þegar búnir að
fækka setuliði sínu úr 60.000
manns í 11.000 og eftir nokkrar
vikur á brottflutningnum að
vera að mestu lokið. Gera má
ráð fyrir að fleira en tillits-
semi við Frakka vaidi því að
Bandaríkjastjórn kýs að hafa
sem hljóðast um samninginn
við Marokkómenn. Loforðið
um brottför frá Marokkó ónýtir
nefnilega gersamlega helztu
röksemdina sem Bandaríkja-'®’
menn og málpípur þeirra hér á
landi og annarsstaðar beita nú-
orðið til að réttlæta bandaríska
nersetu og þó alveg sérstaklega
bandarískar flugstöðvar. Stag-
azt er á því að friður í heim-
inum sé undir því kominn að
herstöðvakerfið sé óskert; ,,eng-
inn hlekkur í varnarkerfinu má
bila“, eins og það er orðað.
Með brottför bandaríska flug-
hersins frá Marokkó hverf-
ur enginn smáræðis hlekkur úr
bandaríska flugstöðvakerfinu.
Því hefur verið marglýst yfir
í Bandaríkjunum, að flugstöðv-
arnar þar séu einhverjar þær
allra mikilvægustu sem Banda-
ríkjamenn hafa í öðrum lönd-
um. Sérstök áherzla hefur ver-
ið lögð á að þær séu örugg-
ar fyrir sovézku herhlaupi vest-
ur Evrópu. Hernaðarþýðingu
Marokkó í augum bandarísku
herstjórnarinnar má marka af
því að ekki var látið nægja að
hafa þar eina flugstöð heldur
komið upp fjórum. Fordæmi
Marokkómanna sýnir, að engri
þjóð er ofætlun að losna við
bandarískar herstöðvar úr
landi sínu, ef hún aðeins kem-
ur fram af einurð og festu.
M. T. Ó.
M.s. Henrik Daniea fer frá
Kaupmannahöfn 25. sept. til
Færeyja og Reykjavíkur. S'kip-
ið fer frá Reykjavík 5. okt.
til Færeyja og Kaupmanna-
hafnar.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
TERYLE
skyrtan
N E
□ oubie Tw
COLLAR—ATTACHED SHIRTS
Fæst hjá okkur
HERRADE
I L D
Austurstræti 14 — Sími 1-2-3-4-5.
Skrifstofur vorar og vörugeymslur eru fluttar að
VATNSSTÍG 3
i
ARNl QESTSSON
Vatnsstíg 3
Sími 17930