Þjóðviljinn - 19.09.1959, Page 11

Þjóðviljinn - 19.09.1959, Page 11
Laugardagur 19. september 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 2 ',J Ví •' ■ 4í -ZAl VICKI BAUM: hana Bess. Það var ein af ástæðunum til ’ þess að Bess heimtaði að Marylynn yrði Ííynnt með skírnarnafni og aðeins skírnarnafni. Hvað_ Sfd ’snferti, þá var hann alveg nýlega kvæntur indælustu og skemmtilegUstu stúlku í heimi og „góð þóknun“ var einmitt það sem hann vantaði og hann tók að sér hið erfiða hlutverk. — En við verðum að vera mjög klók, sagði Bess. Ég er tunga •s>- ■ .Á.>4Íl|) - JWtiurstiseti — Ágætt, þá höldum við áfram, sagði Fowler, ánægður með þetta litla gos. Segið mér þá, hvernig þér fóruð að því að skapa Marylynn? — Ég stritaði við hana eins og ég gat, og hún er mitt verk, allt frá nafninu og að litnum á naglalakkinu hennar. — Og Marylynn — sætti hún sig við þessa meðferð? — Hún vissi hvað henni var fyrir beztu. — Vissuð þér það lfka? — Auðvitað, Finnst yður hún ekki hafa staðið sig vel? — Og fá kúlu í hjartað að lokum. Þér sköpuðuð hana og tortímduð henni — er þetta ekki rétt’hjá mér? Hvers ! vegna hatið þér hana svona innilega? — Ég hata hana alls ekki, fulltrúi. Yður er óhætt að trúa því. Ég gæti eins hatað; sjálfa mig-. — Gerið þér það þá ekki-? spurði Fowler. Bess lokaði augunum. — Ég veit það ekki. Eftir kvöldið í gær veit ég ekki neitt. Ég var viss um að allt sem ég gerði fyrir Mary- lynn væn henrti fyrir beztu, ég var alltof viss um það. En ef til vill skjátlaðist mér. Ef til vill hefur mér skjátl- azt allan tímann, sagði hún að lokum. Hún var orðin ná- föl og titraði öll. — Ef til vill hefur mér skjátlazt frá upphafi. Ef til vill hefði ég átt að gefa henn þrjátíu dollara íyrir farinu og senda hana aftur til Blythe. Ef til vill hefði það verið farsælla fyrir hana að fara heim, ganga í hjónaband, eignast börn, bleikan kjól og ódýr bómullargluggatjöld úr kaupfélaginu. Ef ég hefði hlust- að á Jack, hefði þetta aldrei komið fyrir. Fowler var vakandi eins og veiðihundur sem veit af bráð. — Hver er Jack? Hvert er ættarnafn hans? — Það veit ég ekki. Það er ungur maður sem Marylynn þekkti í Blythe. Þegar ég íhuga málið betur, þá hefði mér sennilega ekki tekizt að gera Marylvnn það sem hún varð, ef hann hefði ekki birzt þetta kvöld .... — Hvaða kvöld? — Fyrir átta árum. Kvöldið sem hún söng fyrst í Pigalleklúbbnum. Krástjoff Framhald af 1. síðu. veg fyrir skyndiárásir og afnám herstöðva erlendis. Kína fái sæti hjá S.Þ. Krústjoff kom víða við í ræðu sinni. M.a. sagði hann að Peking- stjórninni bæri skýlaus réttur. til að eiga fulltrúa hjá Samein- uðu þjóðunum en ekki Formósu- stjórninni, sem væri afturganga löngu dauðrar afturhaldsstjórn- ar. . • ■ ■ Krústjoff ræddi um nauð.syn þess að - hætt verði að , béita hótunum og ofbeldi í alþjóðavið- skiptum. Hann sagði að nýléndtf- stefnan hefði nú runnið sitt skeið. Nýlenduveldunum, " sem arðrænt hefðu nýlendurnar, bæri skylda tii að hjálpa þeim efna- hagslega til þess að komast á hærra þróunarstig. Um heimsókn sína til Banda- ríkjanna sagði Krústjoff að hann hefði ástæðu til að vona að ís kalda stríðsins væri tekinn að bráðna milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en það -ylti á miklu fyrir velferð alls mann- kyns, hvernig sambúð þessara tveggja voldugustu þjóða heims værí. Ræðu Krústjoffs var útvarp- að á 35 tungumálum frá New York í gær. Þegar hann kom til aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna tóku á móti honum Hammar- skjöld framkvæmdastjóri S.Þ. og einnig forseti Allsherjarþingsins. HPritehaFti Framhald af 1. síðu. ienzkra stjórnarvalda vegna á- rekstranna á Keflavíkurvelli und- anfarið“ •ár Um miðnætti, begar blaðið var að fara í barst þessi tilkynning símleiðis frá utanrík- isráðuneytinu: ..Undanfarna daga hafa farið fram Viðræður milii ríkisstjórna íglands og Bandarikjanna vegna þc-ir.ra atburðai er gerzt hafa á Kefjavíkurflugvelli. Var ríkis- stjorn Bandaríkjanna gerð grein fyri'r því, hve alvarlegum aug- um ríkisstjórn íslands liti á mál- ið bg bornar fram ákveðnar kröfur til úrbóta. Stjóm Bandarikjanna tók kröfu Tslendinga af vinsemd og skilningi og iagði áherzlu á, að allt yrði gert, sem hægt væri til að leysa vandamólin á þann hátt, að fyrirbyggja árekstra í fram- tíðinni og koma á sem beztri samvinnu. Seint í kvöld barst utan- ríkisráðuneytinu tilkynning um að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði ákveðið að flytja yfirhers- höfðingja varnarliðsins á ís- landi, Pritchard hershöfðingja, í aðra stöðu til að fullnægja ósk- um ríkisstjórnar ísl&nds. Val eft- irmanns hershöfðingjans hefði ekki verið ákveðið ehnþá, en því myndi verða flýtt og til þess vandað“ Pigalleklúbburinn hafði verið bílageymsla í 55. stræti austur áður en Candescu keypti hann og breytti honum j glæsilegan og vinsælan kabarett. Hann skreytti vegg- ina mvndum af húsum frá Montmartre, vegfarendum und- ir götuljósum, hvolpum sem snuðruðu kringum götusal- erni. Þar var franskara en í Frakklandi. Þjónarnir frá Brooklyn urðu að láta sem þeir skildu ekki orð í ensku og kartöflusúpan sem Jitfu. matsöluKýsin,.neðar J götunni seldu fyrir næstum ekki neitt, var nú skírð Vishyssoise og kostaði 2 dollara diskurinn. Candescu var klókur og duglegur lítill náungi sem minnti á þungaða konu. Þrem mánuðum áður en hann opnaði klúbbinn hóf hann dýra og skemmtilega auglýsingaherferð. Bess uppgötvaði fyrir- tækið og sagði við Luke: — Luke, við verðum að reyna að ráða Mary í Pigalle- klúbbinn, það er okkar eini möguleiki. — Af hverju endilega Pigalle? — Af því að Pigalle er blekking — og það er Marylynn líka.. — Eins og þú vilt, sagði Luke. Ég skal tala við Sid. Meðan Sid Carp var skrifstofumaður hjá Grayson, Cald- well & Grayson, hafði hann kynnzt talsvert bandarískri auglýsingatækni, og nú var hann fullmótaður blaðafulltrúi sem vantaði viðskiptavini. — Heyrðu mig, Sid, ég er alveg auralaus núna og ég getækkert .borgað þér eins og stendur, sagði Bess við hann, en éf þú getiir talið Candescu á að ráða Marylynn í kabar- ettinn sinn skal ég borga þér góða þóknun fyrir utan umboðslaunin þín. Sid andvarpaði. — Það er skoljans ári erfitt hlutverk, ungfrú Pokle. Ungfrú Pokle var nafnið sem herra Grayson yngri hafði gefið henni, þegar hann notaði þá ekki nöfnin Pókerfés eða Pokey. Ekki einu sinni í skólanum hafði neinn kallað Heimsötti frú Roosevelt í gær ók Krústjoff með föru- neyti sínu um 100 km. vegalengd til bústaðar Roosevelt fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, sem lézt í jok heimsstyrjaldarinnar. Ekkja forsetans Elenore Roosevelt tók á móti gestunum og stóð við hlið Krústjoffs, er hann lagði blómsveig á gröf forsetans. Framleiðsleráðið FramhaJd af 3. síðu fulltrúa sína hætta störfum í sexmannanefr.dinni og lítur fyrst o gfremst á það, sem til- raun til að ^era merka löggjöf um samstarf framleiðenda og neytenda í þessum málum, ó- virka. Sverrir Gíslason Jón S'gurðsson Einar Ólafsson Páll Metúsalemsson Bjarni Bjarnason Helgi Pétursson Pétur'ibtteseh"J ' Sveinbjörn Högriason Jón Gauti Pétursson“. Vik:ð er að máli þessu í for- ustugrein- Váðsiris í dag. NéSwiljaiii vantar ungling til blaðburðar um Eársnes. Talið við afgreiðsl- una, sími 17 - 500. Framhald af 4. síðu þessu ekki gerð fullnægjandi skil. Stundu' hefur það borið við að menn hafa misskilið heiti bæjarins eíns*%g viljað breyta því þess vegna. Þegar óánægja með bæjarnafnið er sprottin af slíkum misskiln- ingi, á að nægja að leiðrétta misskilninginn til að halda við bæjarnafninu. Hins vegar hafa ýmis bæjarnöfn verið of lág- kúruleg til að menn geti sætt sig við þau. Einkum hefur þetta verið almennt um hjá- leigunöfn ýmiss konar, og koma mér í því sambandi í liug nöfn eins og Voðmúla- staða-Austurhjáleiga og Vatnahjáieiga, sem nú heita Bólstaður og Svanavatn? Nýju nöfnin bæði eru látlaus og stórum mun myndarlegri en hin eldri. Við slíkum nafna- breytingum sem þessum er ekki neitt að segja. Til misskilningsins — eða ef til vill viljandi útúrsnún- ings — má reikna það þegar menn leggja út á versta veg bæjarnöfn eins og Ballará, Tittlingastaðir og Vælugerði. Hið síðasta mún þó merkast þessara allra. Það er sem sé ekki dregið af neinu nafnórði „væl“, „væll“ eða „væla“ eða þess háttar, heldur mun orð sem annars er algerlega týnt í íslenzku koma fram í fyrri hluta þess. Nafnið bendir til kolagerðar, því að vál í norsku er notað um hrúgu af brenndum trjábútum og rót- um (í Norsk riksmálsordbok útskýrt þannig: „haug av kvist, grener ,(mindre) stamm- er (i skog, utmark); avfall i skog; haug, lag av brent kvist, brente rötter og stamm- er pá bráte.“) Og í norsku er einnig til sögnin væle „legge (trær) sammen i haug (særl. for á brenne dem); kase“. Vera má að þessi orð- stofn, væl-, komi fyrir í öðru örnefni einhvers staðar á landinu, en ekki er mér kunnugt um það. Bæjariafnið Ballará ér alþeklU f: \ fornu, en fyrri h’ut.i þc~,s merkir fyrst og fremst ,,poki“, og eru aðrar merkingar af því dregnar. Á Rangárvöllum er til bunguvax- ið holt, langt frá bæjum, og heit’r Ballarholt, en þeir sem eVk’ kunnu við að segja það orð hvar sem var sögðu gjarn- an Vallarholt í þess stað. Gaman væri að frétta það ef einhver lesandi þáttarins þekkti hliðstæða brej’tingu ör- nefnis úr sínum heimahögum. En ekki vil ég mæla með slík- um breytingum. Þriðj'á bæjamafnið sem nefnt var, Tittlingastaðir, er að sjálfsögðu dregið af heit- um smáfugla, spörfugla, hvort sem þeir hafa flykkzt þangað meir en á aðra staði sökum gjafmildi húsráðenda þar eoa ^af öðrum orsökum. Eg tel yfirleitt rétt að fara mjög varlega í að breyta bæj- arnöfnum, þótt sumum kunni að virðast þau ókennileg eða léið við fyrstu kynni. —-------------i OTBRESÐIÐ ÞIÓBVSUAfíN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.