Þjóðviljinn - 19.09.1959, Qupperneq 12
Yfirgangur hernámsliðsins
v' -Jr" ■ y.** ’.v- ■ • *
/ærisf stoðugt í aukana
Herlögreglumenn á Keflavlkurvelli tóku
sér islenzkt löggœzluvald i fyrradag
Enn dró til tíðinda á Keflavíkurflugvelli í fyrra-
dag, er lögreglumenn úr bandaríska hernámsliðinu
gerðu sig seka um að taka sér löggæzluvald og
beita því gegn íslenzkum leigubifreiðastjóra.
þiómnuiNH
Laugardagur 19. septcmber 1959 — 24. árg, — 202. tölublað
Listamaðurinn við eitt af málverkum sínum.
Þorvaldur Skúlason opnar mál-
verkasýniugu kl. sex í dag
Sýningin er í Listamannaskálanum og verð-
ur hún opin næsta hálfan mánuð
í dag kl. 6 síðdegis opnar Þorvaldur Skúlason list-
málari málverkasýningu í Listamannaskálanum.
Sam'kvæmt upplýsingum lög-
reglustjórans á Keflavíkurflug-
velli, Björns Ingvarssonar,
varð atburður þessi laust eft-
ir klukkan eitt síðdegis í fyrra-
dag, er bandarísk herlögregla
stöðvaði íslenzkan leigubíl, G—
938, á mótum svonefnds Inter-
national Highway og Vestur-
forautar á vallarsvæðinu.
Krafðist ökuskírteinis
Leigubílnum ók stúdent, sem
stundar láganám við Háskóla
Islands en hefur unnið við
leigubifreiðaakstur í sumar.
Nam hann staðar, er hann sá
stöðvunarmerki herlögreglu-
mannsins og spurði hvort hann
vildi fá far. Hernámsliðinn kvað
nei við og sakaði bílstjórann um
of hraðan akstur, en hámarks-
hraði á Keflaví'kurflugvelli er,
samkvæmt reglugerð frá 20.
ágúst sl., 35 km á klst. Bíl-
stjórinn neitaði þessari ásök-
un og ók bi.freið sinni að úti-
búi fólksbifreiðastóðvarinnar
þar á vellinum.
Herlö.greglan fylgdi piltinum
eftir að útibúinu og er þangað
var komið krafði hún hann
um ökuskírteini. Bílstjórinn
neitaði að afhenda það, kvaðst
aðeins sýna það íslenzkum lög-
gæzlumönnum. Fór herlögregl-
an nú til sinna stöðva, en Is-
iendingurinn tilkynnti íslenzku
lögreglunni um atburðinn_
Umkringdur af herbílum
Þegar leigubílstjórinn hugðist
leggja upp I aðra ökuferð var
þrem herbílum ekið í veg fyr-
ir bifreið hans, svo að hann
komst hvergi og tók hann því
það ráð að „bakka“ aftur inn
á stöðina. Var bifreið hans þar
umkringd af fimm herbílum.
Islenzka lögreglan var nú til
kvödd. Héldu herlögreglumenn
enn fast við fyrri ásakanir um
að leigubílstjórinn hefði ekið
á meiri hraða en lögboðinn er.
Kváðust þeir hafa mælt hraða
leigubílsins á vegarkafla frá
barnaskólabyggingu að yfir-
mannahúsi, en sú vegalengd
er um 4/10 úr enskri mílu eða
673,6 metrar. Annar herlög-
reglumannanna hefur borið
fyrir dómi að hraði bílsins hafi
verið 35 mílur á klukkustund,
en hinn að hraðinn hafi verið
Fimm sækja um
skólastjórastöðu
við Vogaskóla
Fimm hafa sótt um skóla-
stjórastöðu við Vogaskóla. Þeir
eru: Bjarni Jónsspn Ásvalla-
götu 17, Eirikur Hreinn Finn-
bogason Álfheimum 52, Guð-
mumdur Þorláksson Eikjuvogi
25, Helgi Þorláksson Nökkva-
vogi 21 og Jónas Eysteinsson
Álfheimum 72.
um 50 mílur. Sá síðarnefndi
breytti síðar framburði' sínum
á þá lund, að leigubílnum hafi
verið ekið með 50 mílna hraða
áður en þeir hófu fyrrgreinda
mælingu.
Vildu kyrrsetja bílinn
Bandaríkjamennirnir vildu að
leigubílstjórinn yrði þegar sak-
felldur, en hann neitaði ein-
dregið að hafa ekið hraðar en
lö,gleyft er. Vildu hernámslið-
arnir þá kyrrsetja bílinn þar
Forráðamenn Tónlistarfélags-
ins héldu í gær fund með frétta-
mönnum og tékknesku lista-
mönnunum, sem staddir eru hér
á landi. Tékkarnir héldu tón-
leika í Austurbæjarbíói í gær
og í fyrrakvöld. Aðsókn var mjög
góð og listamönnunum ákaft
fagnað af áheyrendum. Árdegis
í dag fljúga Tékkarnir til Akur-
eyrar, og halda þar tónleika kl.
5 síðdegis og að Skjólbrekku í
Mývatnssveit kl. 5 á morgun. Á
þriðjudaginn skoða þeir Þing-
velli, halda tónleika á Selfossi
kl. 9 sama dag. Síðustu tónleik-
ar þeirra verða í Keflavík kl. 9
á miðvikudagskvöld.
Dr. Václav Hubácek, farar-
stjóri Tékkanna, skýrði svo frá,
að í Tékkóslóvakíu væru starf-
til fslendingurinn hefði hlotið
sekt. Varð um þetta nokkurt
þref, þar til fulltrúi lögreglu-
stjórans kom á vettvang. Var
leigubifreiðinni þá ekið niður
að lögreglustöð og dómsskýrsla
tekin af ökumanni hennar á
venjulegan hátt. Við réttar-
höld báru þrír Bandaríkjamenn
vitni og töldu að íslenzka leigu-
bílnum hafi verið ekið á ólög-
legum hraða,
Þegar Þjóðviljinn féhk fram-
angreindar upplýsingar hjá
Birni Ingvarssyni lögreglu-
stjóra á þriðja fímanum í gær-
dag, var verið að vélrita rétt-
arskýrslur, en þær yrðu síðan
sendar utanríkisráðuneytinu og
ákæruvaldinu til fyrirgreiðslu.
inn í Prag er stofnaður 1811 og
á því nær 150 ára starfsafmæli
að baki. Hann er stærsti skóli
sinnar tegundar í Mið-Evrópu.
Um 600 nemendur stunda nám í
skólanum og við hann starfa nær
100 kennarar. Námstíminn er sex
ár og er einkum lögð áherzla á
að þjálfa einleikara og söngvara.
Einnig starfar við skólann sér-
stök deild fyrir alþýðleg og þjóð-
leg hljóðfæri.
Auk tónlistarháskólanna eru
starfandi um 360 tónlistarskól-
ar í landinu, eða í öllum stærri
borgum. Skólar þessir eru rekn-
ir af rikinu.
Listamenn frá tónlistarháskól-
anum í Prag hafa heimsótt all-
mörg Eviópulönd s.s. Þýzkaland,
Ungverjaland, Frakkland og
Belgíu, en dr. Hubácek kvað
Fréttamaður frá Þjóðviljanum
hitti Þorvald að máli í Lista-
mannaskálanum í gær, er hann
var að undirbúa sýninguna, og
innti hann frétta.
Á sýníngunni verða um 60
málverk, bæði oliumálverk og
vatnslitamyndir og eru myndirn-
ar allar málaðar á síðustu þrem
árum.
Síðasta málverkasýning Þor-
valdar var haldin árið 1956. Var
það yfirlitssýning í tilefni af
fimmtugsafmæli listamannsins
og flest gamlar myndir, sem þar
voru til sýnis. Síðasta sjálfstæða
sýning Þorvaldar með nýjum
verkum eingöngu var hins vegar
haldin árið 1953, en hann hefur
þessa för þá lengstu, sem þeir
hefðu ráðizt í til þessa. Kvaðst
hann mjög' ánægður með ferðina,
móttökur og undirtektir áheyr-
enda.
Tékkarnir halda héðan á laug-
ardag áleiðis til London, en þar
munu þeir halda tónleika í The
Royal Academie of music.
oft sýnt á samsýningum á þess-
um árum, bæði hér heima og
erlendis.
Sýning Þorvaldar mun standá
í hálfan mánuð og verður hún
opin kl. 1—10 e.h. daglega.
Öryggið vestan
járntjalds
★ Alþýðublaðið birtir í gær
á baksíðu mynd af rammbyggi-
legri gaddavírsgirðingu. Fyrir
ofan girðinguna etendur með
stóru letri: „Þetta er öryggið
austan járntjalds". Og undir
girðingunni stendur með enn
stærra letri: „20.000 verðir“.
★ En þegar greinin undir
myndinni og fyrirsögnunum er
lesin, kemur í Ijós að efni henn-
ar er það að bandarískir valda-
menn telja sig þurfa að hafa
20.000 varðmenn tii að tryggja
það að opinberir gestir þeirra
verði ekki fyrir árásum, mis-
þyrmingum eða morðum. Þetta
er sem sé lýsing á „öry.gginu
vestan járntjalds" sem virðist
ekki vera meira en svo að op-
inberir gestir Bandaríkjafor-
seta geta ekki verið óhultir um
líf sitt án hinna víðtækustu ör-
yggisráðstafana.
★ En Alþýðublaðið býr til
fyrirsögnina „Þetta er öryggið
austan járntjalds“! Hún er ætl-
uð þeim sem sjá Alþýðublaðið
en nenna ekki að lesa greinar
þess af eðlilegum ástæðum. Hér
er sem sé um að ræða visvit-
andi fölsun og er það í góðu
samrærni við annan málflutn-
ing Alþýðublaðsins.
Tékkneska tónlistarfólkið á-
samt Árna Kristjánssyni, talið
frá vinstri: Árni Kristjánsson,
dr. Václav Hubách, farar-
stjóri, Vácslav Iíyzivát, klariu-
ettleikari, Jana Svejnochová,
píanóleiliari, Jiri Koutny
söngvari, Ludmila Skorpilová,
söngkona, Miloslav Mikula
píanóleikari og Petr Vanek,
fiðluleikari.
andi sex tónlistarháskólar. Skól-
Téldtnesku tónlistarmennirnir
héldu tónleika í gær og fyrrakv.
í dag fara þeir til Akureyrar í tónleikaför
Tékknesku tónlistarmennirnir héldu fyrstu tónleika
sína í fyrrakvöld við mikla hrifningu áheyrenda. í gær-
kvöld héldu þeir aftur tónleika, en í dag fara þeir til
Norffurlands.