Þjóðviljinn - 29.09.1959, Page 10

Þjóðviljinn - 29.09.1959, Page 10
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 29. september 1959 Auglýsing um framboðslista í REYKJANESKJÖRDÆMI við alþinaiskosningarnar 25. og 26. október 1959 A. Lisfi Alþýðuflokksins 1. Emil Jónsson, forsætisráðherra, Kirkjuvegi 7, Hafnarfirði.' 2. Guðmundur I. Guðmundsson, utanríkisráðherra, Brekkugötu 13, Hafnarfirði 3. Ragnar Guðleifsson, kennari, Mánágötu 13, Keflav. 4. Stefán Júlíusscn, rithöfundur, Brekkugötu 22, Hafnarfirði 5. Ólafur Ilreiðar Jónsson, kennari, Þinghólsbraut 28, Kópavogi 6. Ólafur Thordersen, forstjóri, Grænási, Y-Njarðvík 7. Svavar Árnason, oddviti, Borg, Grindavik 8. Ólafur Vilhjálmsson, oddviti, Suðurgötu 10, Sand- gerði m 9. Ólafur Gunnlaugsson, bóndi, Laugabóli, Mosfells- sveit 10. Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfundur, Silfur- tuni F. 5, Garðahreppi. B. Listi Framsóknarflokksins 1. Jón Skaftason, héraðsdómslögmaður, Álfhólsvegi 24, Kópavogi 2. Valtýr Guðjónsson, forstjóri, Suðurgötu 46, Kefla- vík 3. Guðmundur Þorláksson, loftskeytamaður, Tjarnar. toraut 5, Hafnarfirði 4. Guðmundur Magnússon, bóndi, Leirvogstungu, Mosfellssveit 5. Óli S. Jónsson, skípstjóri, Túngötu 6, Sahdgerði 6. Jón PáJmason, skrifstofmnaður; Ölduslóð 34,: iEIafparfirði .n;.: •; 7. Hilmar Pétursson, skattstjóri, Sólvallagötu 32, Keflavík 8. Jóhanna Jónsdóttir, frú,-Hlégerði 12, Kópavogi 9. Sigurður Jónsson, kaupmaður, Melbraut 57', •% Seltjarnarnesi 10. Guðsteinn Einarsson, útgerðarmaður, Ystafelli, Grindavík. D. Listi Sjálfstæðisflokksins 1. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, Garðastræti 41, Reykjavík 2. Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, Hringbraut 62, Hafnarfirði 3. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, Mánag. 5, Keflavik 4. Sveinn Einarsson, verkfræðingur, Borgarholtsbraut 21 E, Kópavogi 5. Sr Bjarni Sigurðsson, bóndi, Mosfelli, Mosfellssv. 6. Stefán Jónsson, framikvæmdarstjóri, Hamarsbraut 8, Hafnarfirði 7. Karvel Ögmundsson, útgerðarmaður, Bergi, Ytri- Njarðvík 8. Einar Halldórsson, bóndi, Setbergi, Garðahreppi 9. Þór Axel Jónsson, umsjónarmaður, Álfhólsvegi 33, Kópavogi 10. Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri, Suð- urgötu 6, Keflavík. F. Listi Þjóðvarnarflokks íslands 1. Sigmar Ingdson, verkstjóri, Grundarvegi 15, Ytri-Njarðvík 2. Kári Arnórsson, kennari, Tjarnarbraut 29, Hafnarf. 3. Jón úr Vör, rithöfundur, Kársnesbr. 32, Kópavogi 4. Kristján Gunnarsson, skipstjóri, Miðbraut 6, Sel- tjarnarnesi 5. Ari Einarsson, húsgagnasmiður, Klöpp, Miðneshr. 6. Jafet Sigurðsson, verzlunarmaður, Birkihvammi 4, Kópavogi 7. Eiríkur Eiríksson, bifreiðastjóri, Garðavegi 3, Keflavik 8. Jón Ól. Bjamason, skrifstofumaður, Hringbr. 5, Hafnarfirði 9. Bjarni F. Halldórsson, kennari, Grundavegi 15, Ytri-Njarðvík 10. Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustj, Lindar- brekku 1 A Seltjarnarnesi. G. Listi Alþýðubandalagsins 1. Finnbogi R. Valdimarsson, bankastjóri, Marbakka, Kópavogi 2. Geir Gunnarsson, skrifstofustjóri, Suðurgötu 73, Hafnarfirði 3. Vilborg Auðunsdóttir, kennari, Kirkjuv. 11, Keflav. 4. Sigurbjörn Ketilsson, skólastjóri, Þórustíg 7, Ytri-Njarðvík 5. Magnús Bergmann, skipsjóri, Heiðav. 12, Keflavík 6. Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi, Hlíðarv. 19, Kópav. 7. Lárus Halldórsson, skólastj Tröllagili, Mosfellssv. 8. Ester Kláusdóttir, frú, Ásbúðartröð 9, Hafnarf 9. Konráð Gíslas. kompássm, Þórsmörk, Seltjarnarn. 10. Hjörtur B. Helgason, kaupfélagsstjóri, Uppsala- vegi 6, Sandgerði. Hafnarfirði, 24. september 1959. Yfirkjöistjórnin í Reykjaneskjördæmi Guðjón Steingrímsson, Björn Ingvarsson, Ásgeir Einarsson, Árni Halidórsson, Þórarinn Ólafsson. Viðtal við þýzka verkakonu Framhald af 6. síðu. Þýzkalandi svo að sá maður sem hefur t.d. 500 mörk á mánuði er miklu betur settur þar en fyrir vestan". „Þú sagðir mér áðan hvað matur kostaði í verksmiðj- unni, viltu reyna að gefa okk- ur ofurlitla hugmynd um hvað kostar að klæða sig þarna. Hvað kostar t.d. kven- kápa hjá ykkur?“ „Hún kostar svona frá 100 mörkum upp í 290 mörk, allt eftir gæðum, og kjólar kosta frá 28 mörkum og upp í ég veit ekki eiginlega hvað, ég held að þeir geti jafnvel kom- ist upp í 180—200 mörk ef þeir eru verulega fínir, t. d. handsaumaðir úr Kínasilki. Það efaðist ég ekki um, og vil ég bera það undir íslenzka lesendur hvað slíkir kjólar kosti hjá okkur. <S> „Ég sé á þessu að ekki muni fjarri lagi að tífalda megi kaupgjald og verðlag til þess að við Islendingar skilj- um almennilega samhengið milli þess.“ ‘y,Hvað' liafið þið háún' llf-j eyri með börnurri ýkkar í Austur-Þýzkalandi ?“ „Þegar fyrsta barn fæðist fáum við greidd 500 mörk, þegar annað barn fæðist fá- um við 600 mörk, með þriðja barni 750 mörk, og svo stig hækkandi eftir því sem börn- in eru mörg. Auk þess fáum við um meðgöngutímann greitt fyrir einn 1. af mjólk á dag, en það er talið að hver barns- hafandi kona þurfi og eigi að idrekka". „En er ekki greiddur líf- eyrir með hverju barni eftir að það er fætt?“ „Jú, 20 mörk á mánuði með hverju bami til 16 ára aldurs, svo höfum við skólaskyldu frá 6—16 ára og síðustu tvö árin eru börnunum auk barna- lífeyris greidd 54 mörk á mánuði, og þá vinna þau í verksmiðju einn dag í viku og tilheyrir það náminu. Að öðru leyti tíðkast ekki að börn vinni í Austur-Þýzkalandi, þau hafa hálfs mánaðar frí um jólin, viku frí um páskana, viku.frí um hvítasunnuna og mánaðar sumarfrí; þá eru skipulagðar ferðir með þau til að fræða þau og skemmta þeim.“ „Það hefur verið mikið rætt á þessu landi hversu litlar bætur sjómannaekkjurnar fá, ef maður þeirra ferst. Hvernig er það hjá ykkur?“ „Fiskveiðar eru lítill þáttur í atvinnulífinu hjá okkur, en engu að síður eru fjölskyldur sjómanna tryggðar fyrir slys- um. Fyrst koma ríflegar dán- arbætur, og síðan fær fjöl- skyldan kaup sem nemur %— af kaupi sjómannsins. Þannig er það einnig á öðrum eviðum atvinnulífsins, ef mað- ur deyr af slysi á vinnustað. Styrk fá þeir sem af einhverj- um ástæðum geta ekki unnið og eru fallnir undan þeim á- kvæðum að verksmiðjan borgi eða tryggingarnar. Þeir fá framfærslulífeyri sem nemur 145 mörkum á mánuði, auk þess sem greitt er gas, hiti, húsaleiga, kartöflur o. fl.“ „Hvernig lízt þér svo á þig á Islandi?" „Til þess að svara því hef ég ekki verið hér nógu lengi, en mér finnst fólkið gott og vingjarnlegt, en ég felli mig ekki við matinn ykkar, mér líkar ekki allur þessi fiskur, mér finnst kjötið ykkar ekki eins gott og hjá okkur og alls ekki brauðið". „Er það þá ekki. að lokum eitthvað sérstakt, sem þú vilt segja við íslenzkar konur?“ „Jú, fyrst þú ert búin að hafa við mig allt þetta viðtal, þá segðu íslenzkum konum að ég hafi lifað stríð. Fyrstu tíu ár ævi minnar var stríð, ég hef séð mannvirki eyði- lögð, mannlegar verur breyt- ast í óargadýr, ég hef séð hryllilegar hörmungar allt í kring um mig. Þannig er stríðið, það getur enginn gert sér það í hugarlund, sem ekki hefur reynt það sjálfur, frið- urinn er það dýrmætasta sem við eigum, Austur-þýzk verka- kona þráir ekkert heitara en að friðurinn haldiet í heimin- um, ég vona að þið þráið það lika, þó að stríðið hafi ekki náð til ykkar.“ í Reykjavík, Freyjugötu 41 (inngangur frá Mímisvegi) Kennsla hefst 1. okt. n.k. í eftirtöldudm kvölddeildum: Myndhöggvaradeild, kennari Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari. Málaradeild, kennari Veturliði Gunnarsson, listmálari. Teiknideild, kennari Ragnar Kjartansson, leirkerasm. Upplýsingar og innritun I skólanum í dag og á morgun kl. 6—7 e.h. sími 119 90. Ath. Barnadeildir hefjast um 15. október n.k. Nán- ar auglýst síðar. Afgreiðslnstarf Vér viljum ráða afgreiðslumann, helzt vanan vefnaðarvöru- eða fataverzlun. Umsækjendurl komi til viðtals miðviku- daginn 30. þ.m. kl. 9—12 hjá Starfs- mannahaldsdeild vorri í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Samband ísl. samvinnuíélaga Hefi opnað bifreiðasölu að Bergþórugöfu 3, undir nafninu URVAL sími 11625 Hefi á boðstólum flestar tegundir úrvalsbifreiða. Komið, skoðið og reynið viðskiptin. U R V A L, sími 11625 bifreiðasala, Bergþórugötu 3. Matthías Gunnlaugsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.