Þjóðviljinn - 29.09.1959, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 29.09.1959, Qupperneq 11
 Þriðjudagur 29. september 1959 -— ÞJÓÐiVILJINN — (11 VICKI BAUM: MTT sérstakt. Meðan ég kraup þarna innan um kjötið í kæli- klefanum og beið þess að komið vrði okkur til bjargar, spurði ég guð og sjálfa mig hvað vrði um okkur ef feg- urð Marylynns eyðilegðist. Ég fékk ekkert svar við þeirri spurningu. Bess þagnaði skyndilega, því að hún var komin út á hálan ís. Hún var komin inn í vítahring. Það var sama hvar hún byrjaði, alltaf var hún'komin að atburðunurn frá í gærkvöld. Þá hafði hún líka spurt sjálfa sig, hvern- ig hún gæti haldið áfram án iMarylynns og þegar hún fékk ekkert svar, greip hún byssuna. Hún titraði núna, alveg eins og hún titraði fyrir sex árum, þegar hún starði á skaðbrennt andlitið á Marylynn. í gærkvöld hafði hún líka beygt sig yfir máttvana líkamann og óskað þess að það væri hún sjálf sem þarna laegi. Fangelsishjúkrunarkonan var ekki sérlega áhrifagjörn en nú var hún hrifin. — Þér hefðuð sannarlega átt skilið björgunarverðlaun, góða mín, sagði hún með aðdáunarhreim í röddinni. — Ég gerði víst allt of mikið úr sjálfri mér áðan. Það var, engin hetjudáð að draga Marylynn og sjálfa mig inn í þennan kæliklefa. Það seml, á eftir kom var miklu erfiðara. Ég var gersamlega úttauguð. Ég þráði ekkert heitar en leggjast út af og missa meðvitund. En ég vissi að það mátti ég ekki. Ég vissi að ég varð að halda vörð um Marylynn og það gerðj ég. Það er það eríiðasta sem ég hef gert á æfinni. Allar þjáningarnar og uppskurðirnir á eftir voru barnaleikur hjá því. Mér fannst eins og heilt ár liði áður en þeir fundu okkur og enn fleirf ár í sjúkra- bílnum. Þegar þar var komið, var ég orðin eins og frosið kjötstykki, en þ>að leið ekki einu sinni yfir rrug meðan við biðum í hinni óendanlegu röð af sjúkrabörum og ekki heldur þegar þeir báru Marvlynn inn á skurðstof- una. Ég er hreykin af því ennþá. Ég átti ekki mikið þrek eftir, en þó nóg til þess að berjast við læknana og ég sigraði. Ég tók ekki í mál að dauðþreyttir og skelfdir sjúkrahúslæknarnir snertu við henni. Ég æpti og öskraði og leyfði þeim ekki að skera hana í parta og sauma hana saman og eyðileggja andlitið á henni um alla eilífð. Ég krafðist þess að kallað væri á dr. Wieselfinger. Þér vitið kanpski að hann er einn hinna fremstu í plastiskum skurðaðgerðum og til allrar hamingju fyrir okkur var hann einmitt um þessar mundir í leyfi í Florida. Þótt ég hafi ef til vill gert marga skyssuna um dagana, þá er hreykin af sjálfri mér þessa nótt Það var ekki fyrr en dr. Wieselfinger var kominn á ’ættvang að ég lét það eftir mér að falla í öngvit og ég var meðvitundarlaus í sautján klukkustundir. Eða kannski hafa þeir deyft mig vegna þess að þeir voru hræddir við mig. :— Ég kannast við yðar manntegund, sagði fangelsis- hjúkrunarkonan með alla sína lífsreynslu. Þér þurfið alltaf að leggja áherzlu á yðar eigíð kaldlyndi — en þér eruð ekki nærri eins kaldlynd og þér haldið. Og svo verð- ur sprenging. Þegar þér hugsið um allt sem þér hafið gert fyrir þessa ÍMarylynn. . . . — Nei, nei, ég hef ekki gert,neitt sérstakt fyrir hana. Við áttum alltTsámeiginlega, — Það má vera. En hún hlýtur að hafa gert eitthvað meira en lítið, fyrst yður langaði til að ganga af henni dauðri. Hvað gerði hún eiginlega? Reyndi hún að stela frá yður kærastanum? — Ég hef aldrei átt neinn kærasta sem hægt væri að stela frá mér. — Ekki það? Þér ætlið þó ekki að segja mér að falleg og gáfuð kona eins og þér hafi farið á mis við alla rómantík. Já, þarna sjáið þér, nú getið þér hlegið. Og það kemur svolítill roði í kinnarnar, sagði hjúkrunarkorí- an ánægð, þegar Bess roðnaði lítið eitt. — Þökk fyrir .vinsemdina, sagði hún. Það segja svo sem nógu margir að ég sé skynsöm, en færri hafa sagt að ég væri falleg. , — Nú er allt annað að sjá yður. Ég vissi að það væri betra fyrir yður að tala um þetta. Líður yður betur núna? — Ég veit það varla. Það er næstum eins og að vakna af svæfingu eftir uppskurð. Maður er enn stirður og syfjaður, en sársaukinn er að byrja að gera vart við sig — Ég má víst ekki. segja þetta við yður, en ég ráðlegg yður að útvega yður verjanda hið bráðasta. Ég er viss um að duglegur málaflutningsmaður gæti gert sér mat úr þessum krampaköstum og það sem þér urðuð að reyna í brunanum, og þér slyppuð .vel fyrir kviðdómi. Ég hef heyrt að Dale Corbett hafi hvað eftir annað boðizt til að taka mál yðar að sér. Og hvað sem annars má um hann segja, þá er hann duglegur málafærslumaður. Bess fékk samstundis gamla þrjózkulega kuldasvipinn og hún lokaði sig inni í skel sinni. — Nei, þökk fyrir, systir, sagði hún, svo kuldalega að það jaðraði við ósvífni. Ég kæri mig ekki um neinn verjandi og ég kæri mig ekki um að sleppa vel. Hjúkrunarkonan yppti öxlum og reis á fætur. Henni var dálítið misboðið. — Jæja, jæja, þér um það, góða mm, sagði hún, ég má víst ekki sóa lengri tíma í yðm. Eiymlega kom ég aðeins hingað til að afhenda töskuna Það kom blökku- kona með hana hingað. Connie, hugsaði Bess, og allt í einu fanu him notalegan þef af geri, kanil og mat í tandurhreinu eldhúsinu hjá Connie. — Sagði hún nokkuð? spurði hún lágt. — Hún sagðist hafa látið allt niður sem þér þyrftuð með fyrst'u dagana og þér ættuð að fara í blágræna kjól- inn og fága neglurnar til að komast i betx-a skap. Og svo sagði hún: „Guð blessi hana‘ og hún sagðist biðja fyrir ykkur báðum. Fangelsishjúkrunai'konan lagfærði á sér kjólinn, kippti í lífstykkið og gekk í áttina til dyra. Þá fyrst áttaði Bess Poker sig á því sem lá að baki orðu Conniar. Bess Poker hafði verið eins og svefnengill alveg fram að þessu. Allt í einu var eins og augu hennar opnuðust og hú’n sá veruleikann sem eitthvað í huga hennar hafði reynt að hylja fyrir henni sjálfri. Römm fangelsislyktin — sótthreinsunarlyf, þvottaefni, svitalykt — rauk upp í nef hennar eins og lyktarsalt og hugsanir hennar skýrð- Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu fulítrúar neytenda; og verður ekki ofeögum sagt af heil- indum Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni! . sparið yður iúaup á miili margra. verzlana1 i|$) -A'tstimstiséti ’ (Q|| | ffislj sIoíuf utan Eeykjavlar A K U R E Y R I Alþýðubandalagið á Akur- eyri hefur opnað kosninga- skrifstofu að Hafnarstræti 88. Sími skrifstofunnar «r 2203. Skrifstofan er opin kl. 1—10 síðdegis alla daga KÖPAVOGUR Alþýðubandalagið í Eeykja- neskjördæmi hefur opnað kosningaskrifstofu að Hlíð- arvegi 3 í Kópavogi. Sími 22794. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 4—6 síð- de,gis. HAFNARFJÖRÐUR Alþýðubahdalagið í Eejiija- neskjördæmi hcfur opnað kósningaskrifstofu í Góð- templarahúsinu i Hafnarfirði Sími 50273. Skrifstofan er opin dagiega kl. 4—7 síð- degis. V E S T M A N N A - E Y J A R : Alþýðubandalagið liefur opn- að kosningaskrifstofu að Bárugötu 9. Sími: 570. — Skrifstofan er opin daglega 'rá 5 til 7 og 8.30 til 10.30 síðdegis. Hentugur austan- tjaldsbúningur Það hefur mikið verið gert af því að sproksetja kvenfata- tízkuna i Sovétrikjunum, en þrátt fyrir öll okkar „fínheit" gætum við víst allar verið þekktar fyrir að ganga í þess- um hentuga og snotra bún- ingi sem sýndur er á mynd- inni Hann er engan veginn óalgengur á götum stórborg- anna í Sovétríkjunum og er bæði smekklegur og þægilegur Marrar í skónum? Það er alltaf hvimleitt þegar marrar í nýjum skóm en þó er áuðvelt að losna við marrið. Ástæðan til þess er sem sé ekki endilega að skórnir séu óborgaðir, heldur eru sólarn- ir látnir standa yfir nótt í fati með línolíu. fíeilræði Ef þið notið sama alúmin- íumskaftpottinn i hvert sfcipti sem þið sjóðið egg — og það gera sjálfsagt flestar — verð- ur hann fljótlega dökkur og ljótur. En næst þegar þið sjóð- ið egg skuluð þið hella mat- skeið af ediki í yatnið, og þeg- ar eggið er soðið, komizt þið að raun um að skaftpotturinn er aftur orðinn hreinn og fal- legur. Og eggið hefur ekki haft slæmt af meðferðinni. Vitið þið . . . - að það er auðveldara að þeyta eggjahvítur ef ögn af sítrónusafa er sett samanvið þær? C&IDOGLER HF i r— - - - He£ kennt dans í f jörutíu ár þekki danslistina út og inn. Því ætti ekki unga stúlkan að leitá til mín í dag eins 'og mamman og animan gerðu á sínum tíma. ALLTAF TIL 1 TCSKIÖ Sigurður í Guðmundsson, Laugaveg II (efstu hæð)] Sími 15-982.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.