Þjóðviljinn - 24.10.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.10.1959, Blaðsíða 1
Laiigardagur 24. október 1959 — 24. árgangur — 232. tölublað Frá G-listafundinura í gær- kvöldi. Ljósm. Sig. Guðm. Leið alþýðunnar tii að standa vörð um lífskjör sín: að kjósa Alþýðubandalagið á sunnudaginn Kjösið gegn kaupráni, gengislækkun, atvinnuleysi og hemámi í kosningunum á sunnudaginn verður albýðan að gæta þess umfram allt að úrslit kosninganna verði ekki til þess að hlutur hennar verði minni, að kjörin verði rýrð. Það er aðeins ein leið til að láta atkvæði sitt þar koma að gagni — að kjósa Alþýðubandalagið, kjósa G-'istann. Á bessa leið fórust Eðvarði Sigurðssyni ritara Dagsbrúnar, þriðja manni á G-listanum, orð á fundinum í Austurbæjarbíói í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn, Ai- þýðuflokkurinn og Framsókn hafa staðið saman að gengis- lækkun, kaupbindingu, kaup- ráni og hverskonar árásum á lífskjör íslenzkrar alþýðu á undanförnum árum og áratug- um, og þeir munu gera það enn o.g í stærri stíl en áður eftir kosningar — ef þeir þora, ef Alþýðubandalagið kemur ekki nægilega sterkt út úr þessum kosningum til að liindra þau áform þríflokkanna. Alfreð Gíslason læknir, ann- ar maður á lista Alþýðubanda- lagsins tók fyrstur til máls á íundinum. Hann kvað skuggaleg öfl nú komin fram á sviðið í kosn- íngabarátunni, nazistarnir í Sjálfstæðisl'Iokknum. sem hefði •verið haldið þar niðri í 20 ár væru nú ekki aðeins vaknaðir aftur heldur hefðu tekið flokks- ráðin .í sínar hendur. Nú teldu :þéir sinn tíma kominn. Nú hyggðust gróðamennirnir ■ná. vöidunum, hafa ríkisvaldið 'i vasánum og leggja undir sig eignir og fvrirtæki ríkis og bæja, ■og rakti Alfreð nokkuð boðskap- inn um þetta, sem fram hefur komið í blöðum og' ræðum Sjálf- stæðisflokksins. Seldi sál sína Alfreð sagði, að enginn kæmi í veg fyrir þessar fyrirætlanir með því að kjósa Alþýðuflokk- inn, flokkinn sem rétti atvinnu- rekendum og auðmönnum millj- ónir, á sama tíma og hann seild- ist í vasa alþýðunnar. Og það stendur heldur ekki á atvinnu- rekendavottorðunum nú um á- gæti Aiþ.flokksins. Hann er al- þýðunni endanlega tapaður, sagði Alfreð, hann seldi sál sína fyrir ráðherrastóla. Fyrirætlanir afturhaldsins verða heldur ekki hindraðar með því að kjósa Framsókn, flokkinn sem krafðist gengislækkunar meðan han var í vinstri stjórn- inni og gerðist samábyrgur um J Aðeins sigur Alþýðubanda*' kaupránslögin með hjásetu sinni lagsins getur komið í veg fyrhW í vetur. | Framhald á 11. síðu. 18 millj. kr. girðing, 750 þús. kr, íbúðir og lauslætiskonur ★ Margt fróðlegt hefur komið upp í deilum her- mangsflokkanna fyrir kosn- ingar; haca þe:r ljóstrað hver upp um annan til skiptis, eins og rakið hefur verið hér í blaðinu. Nýjasta dæmið birt- :st í Morgunblaðinu í gær; þar skýrir maður að nafni Bogi Þorsteins on svo frá: -A- Bandaríkjamenn sakaðir um loítárás á Havana Fidcl Castro forsætisráðlierra var sýnt banatilræði í fyrrakvöld Fidel Castro forsætisráðheiTa Kúbu sagði í sjónvarps- ræðu í gær, að bandarískar flugvélar heföu gert loft- árás á I-Iavana, böfuöborg Kúbu á miövikudag. Castro hélt ■ sjónvarpsræðu sína, sem stóð í 5 klukkustund- ir, skömmu eftir að honum var sýnt banatilræði þar sem ihann var að halda ræðu á úti- fundi í Havana. I tilkynningunni um bana- tilræðið segir að maður nokk- ur hafi ruðzt að Castro með langan hníf í hendi og gert tilraun til að stinga forsætis- ráðherrannn. Tilræðismaðurinn var gripinn og færður í varð- hald. Sama daginn og loftárásin var gerð á Havana, var varpað niður dreifimiðum úr banda- rískum flugvélum yfir Kúpu og hvatt til uppreisnar gegn Castro. 1 ræðu sinni sagði Castro, að þessi árás flugvél- anna væri í beinu sambandi við brottrekstur eins af fylkis- stjórum landsins úr embætti. Fylkisstjóranum Var vikið frá fyrir meinta þátttöku í sam- særi, sem yfirharshöfðingi flug- hersins, er flúið hefur til Bandaríkjanna, stóð fyrir. Dreifimiðarnir yoru undirritað- ir af flugliðsforingjanum, Þessi ásökun á Bandaríkja- menn um vopnaða íhlutun á Framhald á 5. síðu ★ Girðingin fræga, sem aldrei var fullgerð kringum Iíeflavíkurflugvöll kostaði 18 milljónir króna' Girðingin var sem kunnugt er fiutt inn af SÍS, pg eitt af hermangs- fyrirtækjum Framsóknar annaðist uppsetninguna. ★ „VarnarliðCau vcru seld hús, sem íslenzkir starfs- menn bjuggu í, e i Banda- ríkjamenn höfðu 'ður gefið íslendingum húsin. Fyrir and- viriTið voru byggð ný hús ... en framsóknarfjölskyldttfýr- irtækið „Verklegar fram- kvæmdir“ mun hafa fengið drjúgan skilding fyrir bygg- ingar þessar, því að sagt er að hver íbúð hafi komizt upp í 750 þúsund krónur“. Eig- endur Verklegra fram- kvæmda eru liinir ungn hug- sjónamenn Framsóknar- flokksins, Helgi Bergs, Ólaf- ur Jensson og Steingrímur Hermannsson, sá sem borgar 1900 kr. í útsvar og 246 kr. í tekjuskatt. ★ Enn skýrir Bogi Þor- steinsson frá því „að ráð hefði fundizt til að takamrka ferðir lauslætiskvenna á völl- inn. Þær hefðu einfaldlega verið ráðnar til starfa á flugvellinum“. Kjjósið G-listann í öllum kjördæmum landsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.