Þjóðviljinn - 24.10.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.10.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 24. október 1959 Frá þeim5 sem Framhald af 6. síðu Sjálfstæðismenn áð‘‘''þ'ótt':stefii‘ an -Sé sú sama muni þeir fram- 'kvæma hana ennþá, betur, en Alþýðuflokkurinn. Um það er ég ekki dómbær. Er þá ekki gott fyrir okkur launþega að losna við að greiða beinu skattana? Sannar- lega væri það gleðiefni ef við með því móti iosnuðum við 600—700 milljóna króna skatta- byrði, en málið er því miður ekki svo auðvelt, enda ekki við því að búast. Sannarlega eigum við að halda áfram að borga okkar 600—700 milljónir, það á bara að breyta svolítið inn- heimtuaðferðinni. Gerum ráð fyrir að beinu skattarnir sem '"TT- ætti að „leggja niður“ næmu 650 milljónum króna. Það svar- aði til tæplega 4000 króna á hvert mannsbarn í landinu. Til- lögur Alþýðuflokksins um að leggja niður beinu skattana þýða það, að hann vill ekki að þessi upphæð sé borguð eftir efnum og ástæðum. Hann vill að allir borgi sem næst jafnt, að hvert mannsbarn borgi sín- ar 4000 krónur án tillits til efna og ástæðna. Ilann vill láta bæta þessari lítilfjörlegu upp- hæð við verð neyzluvara okk- ar. Hann vill að vörurnar, sem keyptar eru til íslenzkra heim- ila og ýmis þjónusta sem látin er í té hækki um 650 milljónir frá því sem nú er, áður en hækkanir vegna fyrirhugaðrar gengisfellingar bætast við. Með þessu móti slyppi t. d. meðal krataforstjóri með konu og tvö börn á skólaskyldualdri með að borga 16 þúsund krónur í nýja tolla nema þau árin, sem hann fengi sér nýjan bíl eða ísskáp í stað þess að þurfa ,r,: nú að greiða árlega kannske 50—100 þúsund krónur í beina skatta. Verkamaður með konu og 6 börn á skólaskyldualdri þyrfti að borga allt að 32 þús- und krónur í nýja tolla. Þar með væri réttlætinu fullnægt. Að vísu er venja að telja verka- menn og aðra launþega þeirrar náttúru að þurfa minni hátolla- vörur heldur en forstjórar til að lifa mannsæmandi lífi, en ég verð að telja þá skoðun litla sanngirni. Ekki verður gengið framhjá þeirri staðreynd að verkamaður þarf næstum því eins mikið til fæðis og klæðis og forstjóri. Hins vegar gæti forstjórinn sparað sér mörg útgjöld sem verkamaðurinn gæti ekki losn- að við. Forstjórinn gæti t. d. oftast keypt sparifötin sín er- lendis og þannig losnað við háa tollinn á þeim. Kannske gæti hann keypt ísskápinn þar líka og jafnvel bílinn. Hann gæti meira að segja búið einhvern hluta ársins í einhverju ,,ódýru“ suðrænu landi með fjölskyldu sinni og losnað við alla neyzlu- skatta heima á meðan. Hinir sem hefðu ekki efni á því að taka sig upp og fara suður í lönd þyrftu bara að borga ofurlítið meira. Þegar þessi skipan væri kom- in á mundi það verða feykileg- ur lúxus að eignast hús, slíkt mundi engin verkamannafjöl- skylda láta síg dreyma um fremur en að eignast ísskáp eða bíl. Verkamenn og flestir aðrir ekki heíui:,,, v ,. *C/ (TH: launþegar og smábæn(jypí;q mundu verða. að neita sér um : allt nema frpmstæðusfu þarfir. Stéttamunurinn, sem hefur far- ið ört minnkandi úndanfarið þar til nú allra síðustu árin; mundi óðum vaxa. " Margur bjargálná maður yrði fátækur og fátækir menn blásnauðir. Örbirgðin héldi innreið sína á fjölmörg íslenzk heimili, þaðan sem hún um skeið var að verða útlæg. Nú vaknar spurningin: Hvers- vegna vilja mennirnir vera að níðast á efnalitlu fólki á þenn- an hátt? Hvað Alþýðuflokkinn snertir kann svarið einfaldlega að vera það, að stefnu hans móta aðal- lega hálaunaembættismenn eða forstjórar. Sumir þeirra verða trúlega iað gefa megnið af tekjum sínum upp til skatts og má vera að þeim blæði hversu stórt skarð er höggvið í launafúlgu þeirra. Þó mun or- sakarinnar ekki síður að leita í þeirri kenningu sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ávallt verið aðalfulltrúi fyrir hér á landi og vissulega er einnig sprottin af hagsmunahyggju peningamanna; sem sé: laun- þegar fá of mikið. Látið fjár- málamennina fá nokkuð af þeirra hlut því þeír kunna bet- ur að ráðstafa honum. Þetta er kenningin. Einhvers staðar stendur: Sérhverjum sem hefir, mun verða gefið, en frá þeim sem ekki hefir, mun jafnvel það, sem hann hefir, tekið verða. Það er þessi skoðun sem ávallt liggur til grundvallar kröfum um gengislækkun og það er þessi skoðun sem liggur til grundvallar tillögunni um afnám beinu skattanna. Verkamenn og aðrir launþeg- ar, við öll sem höfum fram- færslu okkar af fastákveðnu kaupi, það er sótt að okkur á tvennum vígstöðvum. Það á að lækka gengið til þess að hver matarbiti og hver flík sem auð- mennirnir flytja inn kosti okkur fleiri vinnustundir, og svo á að jafna því sem auðmennirnir hafa til þessa greitt til hins opinbera fram yfir okkur niður á okkur og börn okkar, ná- kvæmlega jafnt á alla. Alþýðuflokksmennirnir og Sjálfstæðismennirnir koma og segja við okkur: Þið borgið of litla skatta. Þið berið of mik- ið úr býtum, börn ykkar þurfa ekki svona mikinn mat og þau eru of vel klædd. Afhendið forstjórunum okkar og fram-^_ kvæmdamönnum svo sem þriðj- unginn af því sem þið nú haf- ið svo börnin þeirra geti skemmt sér, svo þeir geti siglt oftar, svo þeir geti reist ís- sjoppur í öðruhver'ju húsi, ann- azt framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli, sýnt leikni sína í að reka útgerð á Patreksfirði, eða Akureyri, verzlað með olíu; unnið fyrir krossum. Eigum við, launþegar góðir, að sjá eftir svo sem þriðjungn- um af launum okkar til þess- ara manna? Finnst ykkur þeir ekki vel að þeim komnir eða veit nokkur til að þeir verji fjármunum okkar öðru vísi en með allra hag fyrir augum? Ég segi já. Þótt þejr hafi fæðzt með hundruð þúsunda eða milljónir milli handanna eða tengzt áhrifamiklum mönnum og á þann hátt komizt til auðs og .metorða, eða séu spila- eða drykkjufélagar éinhverra mátt- arstólpá óg hafi þar af leið- andi komizt í góð ,,sambönd“, eða jafnvel þótt þeir hafi hafizt fyrir eigin dugnað og hörku, þá gefur það þeim ekki rétt til að hrifsa af okkur, sem ekki erum fæddir til auðs, eða tengdir áhrifamönnum og ekki erum drykkjufélagar höfðingja, krónuna okkar og bæta henni við þúsundið eða milljónina sína. Við svörum beiðni þeirra um að við gefum þeim hluta af lífsviðurværi okkar með því að kjósa ekki gengislækkun í stað framfara, ekki neyzlu- skatta í stað stighækkandi skatta. Við kjósum ekki Al- þýðuflokkinn eða Sjálfstæðis- flokkinn. Kjósandi. P. S. Sunnudaginn 18. október hrópar Alþýðublaðið: í Sovét- ríkjunum borga menn næstum enga beina skatta, þeir nema aðeins 7,8% af tekjum ríkis- ins. Þetta finnst Alþýðublaðs- mönnum mjög merkilegt og er það að vonum þar sem varla má ætlast til, að þeir geri sér grein fyrir því að munur sé á sósíalistískri stjórn — þar sem þjóðarbúskapurinn er skipulagður og framleiðslutæk- in þjóðnýtt — og íhalds-krata- stjórn með skipulagsleysi og rán ríkiseigna. En því er sem sagt svo varið — og reynið nú að skerpa skilning ykkar Al- þýðublaðsmenn — að Rússar þjóðnýta framleiðslutækin, ekki aðeins þau sem voru vanhugs- uð og bera sig ekki eða þau sem slyngum fjárplógsmönnum tekst að láta tapa á pappírun- um til að fá ríkisstyrk eða rétt- læta gengislækkun, heldur og þau sem mestan arð gefa, og ekki aðeins framleiðslutækin, heldur líka bankana, samgöngu- tækin, utanríkisverzlunina, allt þetta er þjóðnýtt. Fyrst svo virðist sem Alþýðublaðsmenn- irnir vilji fara sömu leið og Rússar til að afla ríki og bæjarfélögum tekna, hvernig væri þá að þeir bættu þegar i stað inn í stefnuskrá sína kröf- um um álíka víðtæka þjóðnýt- ingu hér og í Rússlandi? Þeg- ar þær kröfur næðu fram að ganga gætum við líklega lækk- að beinu skattana ekki aðeins niður í 7,8% ríkistekna, heldur niður í ekki neitt og það án þess að auka óbeina skatta um eyri. Kjósandl. Umboðssalan (SMÁSALA) selur ódýrt. • — — ' Kvensbór nieð uppfyllt- um- og kvarthælum. (kostuðu kr. 197.00 kosta nú kr. 50.00 til 75.00) • '---- Umboðssalan LAUGAVEGI 81. (smásala). MinníngarorS Framhald af 4. síðu. fógeti í Neskaupstað frá 1. jan. 1929 til 1. okt. 1937'. Fluttist þá. aftur til Vest- mannaeyja og vann við bæjar- fógetaembættið og stundaði málflutningsstörf. Til Hafn- arfjarðar fluttist hann 1. 10. 1943 og gerðist fulltrúi bæjar- fógetans og starfaði hér til dauðadags. Kristinn var maður fríður sýnum, fremur lágvaxinn en herðabreiður og karlmannleg- ur, þróttmikill og fjaður- magnaður í hreyfingum og bar þess merki að hann hafði ungur stundað íþróttir, en sund ið'kaði hann til æviloka. Hann virtist hraustur maður og með sinni kjarkmiklu og lífsglöðu skapgerð tókst hon- um að dylja sjúkleika sinn þar til yfir lauk. Kom því fráfall hans flestum á óvart. Lögfræðistörf urðu eins og áður segir lífsstarf Kristins Ölafssonar. Embættisverk sín vann hann af glöggskyggni, samvizkusemi og réttlætis- kennd og naut virðingar jafnt starfsbræðra sinna sem hins almenna manns. Embætt- ishroki var fjarri skapgerð hans, en hann skóp sér virð- ingu með einlægni og alúð- legri framkomu jafnhliða ein- beitni og festu er hann hafði fengið yfirsýn yfir mál. Það var hans æra að halla aldrei réttu máli hver sem í hlut átti. Þrátt fyrir það að hann vann lögfræðistörf með þeim ágætum er hann gerði, er ég þess fullviss af nánum kynn- um við Kristin, að hugur hans stóð til annars en lög- fræðistarfa. Kristinn var fjöl- hæfur gáfumaður, listhneigð- ur og tilfinningaríkur. Á titil- blaði af fyrstu útgáfu Illgres- is eftir Magnús Stefánsson sést að útgefandi er Kristinn Öíafsson. Kristinn var þá ung- ur maður í Vestmannaeyjum, samtíða Magnúsi. Magnús var þá óþekktur sem skáld og fór mjög dult með kvæði sín en fyrir áeggjan Kristins heimilaði Magnús honum að gefa út sína fyrstu Ijóðabók. Fyrir Kristni vakti ekki fjár- ■hagsleg hagnaðarvon, því þá var ekki gróðavon af útgáfu nokkurra kvæða óþékkts skálds. Títgáfan vitnar um að Kristinn hefur þá þegar þroskaðan bókmenntasmekk. Alla ævina viðaði Kristinn að sér bókum bæði innlendum og erlendum og las mikið. Hann unni og mjög tónlist og myndlist. Yndi var að hlýða á Kristin ræða þessi áhugamál sín. Hann réði yf- ir lifandi frásagnargáfu og fágætri kímni enda var hann hrókur alls fagnaðar í kunn- ingjahópi. En Kristinn var ekki aðeins faguúkeri sem unnj fögrum listum heldur var hann líka raunsær bar- áttumaður sem fann til með þjóð sinni í sorg hennar og gleði. 1 Sósíalistafélagi Hafnar- fjarðar var hann virkur fé- lagi frá því hann kom til bæjarins og eru óteljandi hin fjölmörgu störf er hann vann og sá tími er hann fórn- aði fyrir flokkinn og mál- efnið, Öbilandi trú hans á framfarir mannkynsins og vissa hans að sós'íalisminn væri- leiðin að ' því marki, gerði hann að einum bezfa málsvara samtaka okkar. Fyir- ir nokkrum árum auðaaðipt honum að ferðast um Sovátf ríkin og sjá uppbyggingu sós- íalismans í verki. Áður hafði hann ferðazt um flest lönd Vestur-Evrópu og átti því hægt um samanburð. Glaður 'kom hann heim úr þeirri ferð, vissari en nokkru sinni fyrr um yfirburði hins sósíalist- íska skipulags. Hamingju- samur yfir að sjá þær hug- sjónir er hann barðist fyrir- verða að veruleika stig af' stigi. Sósíalistaflokkurinn hefur orðið fyrir miklu áfalli við fráfall okkar góða félaga Kristins Ólafssonar, megi æviferill hans verða okkur- félögum hans hvöt til enn meiri þrautseigju og baráttu fyrir hugsjónum okkar. Kristinn Ólafsson vár gift- ur hinni ágætustu konu Jónu Jóhönnu Jónsdóttur og eign- uðust þau fimm mannvæn- leg börn. Hamingja þeirra hjóna var rík pg inniieg og bar heimili þeirra þess ijós- an vott. Fjöls'kyldu hans og öðrum ættingjum votta ég mina innilegustu samúð I hinni miklu sorg þeirra. K.A. ★ - „Það syrtir að er sumir kveðja“ verður mér og mörg- um öðrum vinum Kristins Ól- afssonar í huga, þegar hann hverfur héðan fyrir aldur fram, fullur af starfsfjöri og áhuga. Fátt varpar meiri birtu á brautir en gott og göfugt samferðafólk á lífs- leiðinni. Kristinn var einn þeirra manna, sem alltaf mátti leita til, honum mátti treysta til þess bezta, enda réttsýnn maður svo af bar, grandvar og prúðmenni í hvívetna. Og hann skipaði sér þar í fylkingu, sem hann hugði bezt unnið að sigri hins sanna og rétta og fyrir hönd hins smáa og smáða, án þess að líta á eigin hag og ver- aldargengi. Það er ekki ætlun mín með þessum fátæklegu kveðjuorð- um að rekja fjölþætt ævi- starf og lífsferil Kristins Ólafssonar, það verður gert af öðrum. Eg vil aðeins votta honum látnum þakklæti mitt og samstarfsmanna minna fyrir hið óeigingjarna starf hans og allar leiðbeiningar, sem haan veitti okkur, s'kemmtilegur í viðræðu, hug- kvæmur i orði og athöfn. Þannig er mér Ijúft að hugsa um þennan góða vin okkar allra nú þegar ævi hans er öll og fela framtíð Islands óskir hans og vonir. Innilega samúð votta ég konu hans, börnum og ást- vinum öllum. Þorbergur Ólafsson. Kjésið G-Eistann !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.