Þjóðviljinn - 30.10.1959, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.10.1959, Qupperneq 7
----------------------------------Föstudagur 30. október 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (T . | M enskum bókamaikaði Átokin um steinu brezka Verkamannailokksins 1M7-195Z Clement Attlee í ræðustól ' Brezki Verkamannaflokk- \ Urinn hefur þá sérstöðu með- j al scsíaldemókratíakra flokka ‘ en til þeirra verður hann tal- ' inn, að hann einn þeirra á ' síðustu árum hefur farið með 1 völd i landi, sem er stórveldi. ' Sú aðstaða hans hefur gefið honum forystuhlutverk meðal .sósíaldemókratískra flokka. ' Átök þau, sem urðu um istefnu hans 1947-—1957 vöktu ' þess vegna athygli víða um '' lönd. Úrslit átaka þessara móta nú afstöðu hans. I. I þingkosningunum, sem fram fóru í Bretlandi 1945, iéftir að .styrjöldinni í Evrópu lauk, vann brezki Verka- ' mannaflokkurinn mikinn sig- ur og hlaut hálft annað líundrað þingmanna umfram iandstæðinga sína. Stjórn sú, sem ’ Verkamannaflokkurinn myndaði að kosningum lokn-. um, framkvæmdi á fyrstu ár- um sínum þó róttæku stefnu- skrá, sem hann hafði barizt fyrir í kosningunum. Ind- landi var veitt sjálfstæði; lögfest var þjóðnýting Eng- landsbanka, kolanámanna, 1 járnbrauta og flutninga á þjóðvegum með bifreiðum, 1 járn- og stáliðnaðarins, gas- ' stöðva og raforkuvera; skóla- '! skylda var lengd, komið var ■ á almennum sjúkratrygging- ’ um og almannatryggingar auknar; og kjördæmin endur- skipulögð. Þegar liðið var fram á árið ’ 1947, hafði miklum hluta kosningastefnuskrár flokks- ‘ ins verið hrundið í fram- kvæmd, en sú almenna hrifn- ing, sem fylgdi kosningasigri 1 ílokksins 1945 horfið. Ágrein- ingur var risinn upp um stefnu Verkamannaflokksins í utanríkismálum, sem naum- ast varð aðgreind frá stefnu hanciarí :ku stjórnarinnar. >— Skiptar skoðanir voru einnig um vmsa þætti efnahagsmál- anna. Þá var það, að hópur þingmanna Verkamanna- flokksins, sem voru hvað óánægðastir með stefnu hans gáfu út þjóðmálabækling, sem þeir nefndu Keep Left (Verið vinstra megin). í bæklingi þessum var ágrein- ingur þingmanna þessara við forystu flokksins settur skel- egglega fram og nokkrar til- lögur til úrbóta. Gagnrýni á stefnu flokksins bitnaði að sjálfsögðu öðrum fremur á Attlee, leiðtoga flokksins. Þegar hann sýndist ætla að Sir Stafford Cripps virða gagnrýni þessa að vett- ugi, fengu byr ur.dir vængi þeir í hópi hinna óánægðu, sem vildu, að Attlee viki. Fremstur í þeim hópi var Sir Stafford Cripps. En þegar Cripps sá, að Attlee naut stuðnings allflestra forystu- manna flokksins, hvarf hann frá andstöðu sinni og vann trúlega með Attlee eftir það. I bæklingi sínum höfðu hinir óánægðu þingmenn borið fram þá tillögu meðal ann- arra, að efnahagsmálin yrðu sett undir einn ráðherra. Á þessa tillögu féllust forystu- menn flokksins. Cripps var ráðherra sá, er falin var um- sjá efnahagsmálanna ann- arra en f jármálanna. Með útgáfu bæklings þessa verður sagt, að hafizt hafi átök þau um stefnu flokks- ins, sem yfir stóðu með hlé- um áratug. Nýlega er kom- in út í Bretlandi bók* eftir blaðamann, Leslie Hunt- er að nafni, við málgagn Verkamannaflokksins, Daily Herald, þar sem saga átaka þesara er ítarlega rakin. Blaðamaður þessi var kunn- ur helztu forystumönnum Verkamannaflokksins. Hann skrifaði að jafnaði um stjórn- mál ár þessi og hélt dag- bók, eem hann hripaði upp í viðtöl sín við foryatumenn flokksins. Úr efnivið þessum heTur hann unnið þessa bók. Frásögn lians verður stutt- lega rakin í grein þessari. Þegar frásögnin hefst á ár- inu 1948, voru helztu forystu- menn Verkamannaflokksins þessir: Attlee forsætisráð- herra, sem hvorki varð talinn til hægri eða vin;;tri arms flokksins; Bevin utanríkis- ráðherra, sem stóð til hægri við Attlee; Morrison aðstoð- arforsætisráðherra, aðalmál- svari f’okksins á þingi, sem stóð lítið eitt til hægri við Bevin; Dalton fjármálaráð- herra, sem um skoðanir mun ekki hafa verið fjarri Attlee. Þótt róttækni Cripps væri farin að láta á sjá 1947, tald- ist hann vera vinstra megin í flokknum. Einn nánasti sam;tarfsmaður hans innan ríkisstjórnarinnar var Bevan, heilbrigðismálaráðherra, sem gat sér gott orð, þegar hann hafði forystu um setningu löggjafarinnar um sjúkra- tryggingar. Er Dalton fyrir slysni varð að láta af starfi fjármálaráðherra, var það starf einnig lagt undir Cripps. Ýmsir ungir forystu- menn flokksins, sem höfðu verið handgengnir Dalton, tóku upp góða samvinnu við Cripps, meðal þeirra Hugh Gaitskell, eldsneytismálaráð- herra, og Harold Wilson við- skiptamálaráðherra. I tíð þessarar stjórnar Verkamannaflokksins liörðn- uðu átökin í alþjóðamálum með ári hverju. Eftir stofn- un Atlanzhafsbandalagsins var tekið til hervæðingar á nýjan leik og til liennar koct- að miklu fé. Tilkostnaður sá bitnaði bæði á framkvæmd stefnumála Verkamanna- flokksins og lífskjörum al- mennings. Stjórn Verka- mannaflokksins í samráði við Atlanzhafsbandalagið hafði camið þriggja ára áætlun um vígbúnað, sem kosta átti 3.600 milljónir sterlings- punda. Bandaríska stjórnin mun fyrir sitt leyti hafa heit- ið að bæta Bretum upp greiðsluhalla í viðskiptum við dol’arasvæðið af völdum framkvæmdar vígbúnaðar- áætlunar þessarar. Sumarið 1950 brauzt út styrjöld í Kór- eu. Nokkru síðar var Eisen- hower hershöfðingi sendur til Evrópu til að taka við The Itoad to BrigKton Pier. By Leslie Hunter. Arthur Barker. 16 s. yfirstjórn herja Atlanzhafs- bandalagsins. Bandaríska rík- icstjórnin lagði þá enn að brezku ríkisstjórninni að auka vígbúnað sinn. Almennar þingkosningar stóðu fyrir dyrum í Bretlandi 1950. Til átaka kom innan Verkamannaflokksins um kosningastefnuskrá hans. — Hægri armur flokkcins vildi láta staðar numið í þjóðnýt- ingarmálunum, en vinstri armurinn vildi halda áfram Herbert Morrison á þeirri braut, sem mörkuð hafði verið. Ofan á varð, að upp í stefnuskrána voru tek- in fyrirheit um þjóðnýtingu sykuriðnaðarins, sements- verksmiðja og vatnsveitna, sem ekki væru þegar í al- menningseigu. Hvorugur arma flokksins sætti sig við þessi málalok. Úrslit brezku þingkosning- anna 1950 urðu þau, að V erkamannaf lokkurinn hlaut sjö þingmanna meirihluta. Verkamannaflokkurinn mynd aði ríkisctjórn að nýju, en sýnt þótti, að hún mundi ekki eiga langt líf í vændum. Snemma á þessu nýkjörna þingi sá Verkamannaflokkur- inn af tveimur forystumönn- um sínum. Cripps varð að láta af störfum sökum Van- heilsu í október 1950 pg Be- vin af cömu ástæðu í marz 1951. Gaitskell var skipaður utanríkisráðherra í stað Be- vins. . Afleiðing þessara mannaskipta urðu þau, að mjög dró úr áhrifum vinstri arms Verkamannaflokksins innan ríkisstjórnarinnar. 1 janúar 1951 ákvað rík:s- stjórnin að auka framlag sitt til vígbúnaðar á næstu þrem- úr árum úr 3.600 millj. sterl- ingspundum i 4.700 millj. pund. Til þess að spara fé á fjárlögum, meðal annars í því skyni að greiða fyrir kostnað af hervæðingunni, var horfið frá þeirri meginreglu sjúkra- trygginganna, að öll læknis- hjálp skyldi vera ókeypis. Sú ákvörðun var tilefni þe s, að þrír ráðherrar sögðu sig úr ríkisstjórninni, Bevan, sem þá var verkamálaráðherra, Wilson viðskiptamá’aráðherra og Freeman aðstoðarbirgða- máiaráðherra. Sex mánuðum eftir brottför Cripps úr rík- isstjórninni var -:vo komið, að enginn úr vinstri armi flokksins gegndi lengur ráð- herrastör'um. Þeir þingmenn, sem gefið höfðu út bækl:nginn Keep Left höfðu óformlega haldið hópinn. Þeir buðu nú þess- Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.