Þjóðviljinn - 30.10.1959, Síða 9
Föstudagur 30. olctóber 1959
ÞJÖÐVILJINN — (9
sagði íormaður ÍBR við setningu Reykja-
víkurmótsins í handknattleik
Reykjavíkurmótið í handknatt-
leik var sett á miðvikudags-
kvöldið á Hálogalandi, og fram-
kvæmdi formaður IBR þá at-
höfn með stuttri ræðu. Gat hahn
þess að á móti þessu væru leikn-
ir um <80 leikir og að um 50
flokkar tækju þátt í því.
Samta-ls myndu því um 500
manns koma sem þátttakendur
í mótinu. Þetta sýndi hinn mikla
áhuga fyrir þessari íþrótt sem
stöðugt ætti miklu fylgi að fagna
og væri á framfarabraut.
Við þetta tækifæri gat Gísli
þess að þegar væri hafist handa
um byggingu nýrrar íþróttahall-
ar þar sem gólfstærð yrði 20x40
m. Kvað hann að byggingar-
nefn'din hefði fullan hug á að
flýta verkinu svo að húsið geti
komið sem fyrst í notkun. Sagð-
ist hann gera ráð fyrir að eftir
3 ár yrði hægt að keppa í þessu
nýja húsi.
Því má bæta hér við fyrir
handknattleiksmenn sérstaklega
og raunar alla íþróttaunnendur,
að þetta er góð frétt, og von-
andi stenzt þessi þriggja ára á-
ætlun. Það kann að þvkj a frá-
leit skoðun að þrátt fyrir hið
nýja fyrirhugaða íþróttahús, geta
hvorki handknattleiksmenn né
ýmsir aðrir íþróttamenn misst
hið „garnla" Hálogaland, og von-
andi verður því leyft að standa
á meðan það getur. Það mun
koma á daginn að það þarf á
því að halda bæði til æfinga
og ekki síður til keppni í ýms-
um greinum og flokkum.
Þetta er sérstaklega nauðsyn-
legt þar sem farið hefur verið
inn á þá óheillastefnu að banna
einstökum félögum að hafa á-
horfendasvæði við íþróttasali
sína. Á þetta hefur verið minnzt
hér fyrir nokkuð löngu síðan og
munu margir vera að skilja það
betur og betur að síðar mun
þetta vera það sem koma átti
fyrst og verður það ekki rifj-
að upp hér aftur.
EM-kvikmyndin í
Nýjabíói
Kvikmyndin frá Evrópa-
meistaramótinu í frjálsum í-
þróttum, sem haldið var í
Stökkhólmi í fyrra, verður
sýud í Nýja bíói á morgun kl.
2 e. h.
Mynd þessi er þýzk, með
enskum texta, og svipar að
mörgu leyti til hinnar víðfrægu
Olympíumyndar frá Berlíhar-
leikunum 1936, sem kunnugir
telja langbeztu kvikmynd sinn-
ar tegundar.
Auk spennandi úrslitakeppni
í 27 greinum karla og kvenna
er þarna brugðið upp skemmti-
legum svipmyndum frá æfing-
um meistaranna og eru sumar
þeirra kryddaðar ýmsum
spaugilegum atvikum.
Mikið af myndinni er tekið
í svokallaðri „slow motion“ og
^ramhald á 8. síðu.
Kvennaflokkur: Valur vann
Þrótt 7:3
Fyrsti leikur kvöldsins var á
milli Þróttar og Vals í meistara-
flokki kvenna. Til að byrja með
var leikurinn alljafn því í hálf-
leik stóðu leikar 2:1 fyrir Val.
í síðari hálfleik tóku Valsstúlk-
urnar örugglega forustuna, og
voru mun marksæknari og höfðu
betra lag á því að brjótast í
gegn, vörn Þróttar var líka of
opin; þannig að Valsstúlkurnar
fóru svo í gegn að þrjú mörkin
voru t. d. skoruð af línu.
Vörn Vals var mun „þéttari"
og við það bættist að* Þróttar-
stúlkurnar- gerðu -ekki hógar til-
raunir til að nota þær opnur
sem komu, þær skutu ekki nóg.
Þær virðast heldur ekki vera
í þjálfun, hvorki hvað úthald
snertir eða hvað öryggi snertir
í sendingum. Sjláfsagt hefur það
sín áhrif á liðið að Helga Emils-
dóttir er ekki með og er það
stórt skarð fyrir skildi.
Lið Þróttar er sambland af
eldri og yngri konum og fer það
vel saman ef báðar eru í þjálf-
un. Þróttur „brenndi af“ 2 víta-
köst og talar það sínu máli.
Valsstúlkurnar sem allar eru
ungar, eru í stöðugum þroska,
og ef þær halda vel saman getur
Valur eignast þar gott hand-
knattleikslið með tímanum.
Enn skortir á öryggi í send-
ingum, og kraft, en þær hafa
oft nokkuð góðan skiining á
samleik.
Dómari var Daníel Benjamíns-
son.
Meistaraflokkur karla: Ármann
vann Þrótt 1.4:10
Fyrsti leikurinn í meistara-
flokki karla í mótinu var á milli
Þróttar og Ármanns. Leit út
til að byrja með að þar yrði
mikill munur því eftir 7 mín.
höfðu Ármenningar skorað 5
en Þróttur aðeins 1. En Þrótti
tókst að minnka bilið og í hálf-
leik stóðu leikar 7:4 fyrir Ar-
mann og litlu síðar stóðu leikar
9:6, en þá tóku Ármenningaí
sprett og skoruðu 4 mörk í röð,
og var við því búizt að Þróttur
mundi ekki getað svarað, en þeir
áttu svolítið eftir og skora 3
mörk í röð, en lokatölurnar urðu
14:10. Að vísu geta Þróttarar
þakkað Þórði í markinu að mun-
ur varð ekki meiri því hann
varði oft með mikilli prýði og
er tvímæialaust eitt mesta mark-
mannsefni hér nú. Þróttur er
ekki í æfingu og alltof margar
sendingar fóru forgörðum fyrir
ónákvæmni. í þessum ungu
mönnum sem Þróttur teflir fram
er góður efniviður, sem á að
geta náð árangri. Ármenningar
eru sýnilega í mun betri þjálf-
un, en þeir fengu ekki nóg út
úr leik sínum, og hefðu átt að
ná meiri tökum á leiknum, þótt
sigur þeirra væri aldrei í hættu.
Dómari var Óskar Einarsson.
KR ^slapp" með 12:11 fyrir
Víking!
Fáa mun haf órað fyrir því
að KR mundi aðeins ná einu
marki yfir á móti Víking, og
virðist sem Víkingur hefði unn-
ið ef leikurinn hefði verið svo-
lítið lengri, og síðari hálfleik
unnu Vikingar.
Þegar leikar stóðu líka .5:1
nokkru fyrir leikhlé mun al-
mennt hafa verið búist við því
að um „burst“ yrði að ræða,
en í hálfleik stóðu ieikar 5:2.
í síðari hálfleik komst meira
fjör í þetta, en þó er það ekki
fyrr en um miðjan síðari hálf-
leik sem Víkingar fara að láta
verulega að sér kveða og stóðu
leikar þá 10:5 fyrir KR, en eftir
það gera Víkingar 6 mörk en
KR 2.
Sennilega hefur KR ekki tekið
Víking nógu alvarlega, og þeir
komið sterkari en búizt var við.
Vafalaust getur KR meira en
þeir sýndu í þessum leik. Fjar-
vera Þóris og Þorbjörns hefur
iíka haft sín áhrif, og liðið ekki
búið að finna menn sem falla
eins inn í það og þeir gerðu,
en þeir munu hættir keppni.
Hörður Felixson var heldur ekki
með, en hann hefur verið stoð
varnarinnar sérstaklega, en hún
opnaðist illa er á leið. Við það
bættist að Guðjón varði ekki
eins og oft áður.
Valur—Fram 11:11
Valur byrjaði þetur og um
skeið stóðu ieikar 4:1 fyrir Val,
og virtist að Valsmenn myndu
ná öruggum tökum á leiknum,
en svo varð þó ekki. Fram sótti
sig er ó leið og jafnaði smátt
og smátt bilið, og munaði aðeins
2 mörkum — 8:6. Hélt það á-
fram þar til þeir höfðu jafnað
10:10 nokkru fyrir leikslok. Valur
komst þó yfir 11:10 en Fram
jafnaði á síðustu mínútunni.
Hvorugt liðanna er komið í
æfingu og voru sendingar óná-
kvæmar, og hraði ekki mikill,
og til þess að draga úr leikandi
sendingum og of miklum hráða
voru menn að ,;stinga niður“,
„bremsa“ í tírha og ótíma og
gerði Fram þó meir að því.
Var satt að segja byrjenda-
bragur á leiknum eins og raun-
ar á flestum leikjum kvöldsins
og öll einkenni þess að þetta
væri að byrja.
Að sjálfsögðu verður gaman
að fylgjast með framvindu leikja
og liða og eftir þetta fyrsta
kvöld verður erfitt að spá um
það hvaða félag verður Reykja-
víkurmeistari að þessu sinni. ÍR
sat yíir að þessu sinni.
Dómarar heldur ekki í æfingu
Dómarar kvöldsins voru Daní-
el Benjamínsson, Óskar Einars-
son, Stefán Hjaltested og Magn-
ús Pétursson. Magnús komst
næst því að vera í „æfingu", en
ótrúlega margt fór framhjá þeim
af brotum bæði stórum og smá-
um, en þetta lagast sjálfsagt
þegar meiri æfing kemur. Ekki
getur það talist hressileg eða
íþróttamannsleg staða hjá dóm-
ara að vera með hendi stöðugt
djúpt í vasanum við dómara-
störfin. Það á heldur ekki við
að dómari komi á „blánkuðum"
götuskóm og allt að því „sel-
skaps“-klæðnaði til dómarastarfa.
Þeir eru þó þátttakendur í sýn-
ingunni og það þarf að vera
samræmi í hlutunum.
Fimmti flokkur
Víkings í
knattspyrnu
Hér birtist mynd af knatt-
spyrnuliði Víkings í fimmta
flokki, en það var sigursælt í
sumar, eins og getið var hér
á íþróttasíðunni fyrir nokkr-
um dögum. Leikmenn í aft-
ari röð frá vinstri eru: Pétur
Jónsson fyrirliði, Ólafur Þor-
steinsson, Einar Magnússon,
Bragi Guðmundsson, Örn
Guðmundsson og Egill Ein-
arsson. Fremri röð frá vinstri:
Bjarni Magnússon, Jón Þór-
arinsson, Þorbjörn Jónsson,
Þórður Haraldsson, Ómar
Kristjánsson og Magni Jóns-
son. Lengst til vinstri í aft-
ari röð er þjálfarinn Eggert
Jóhannesson, til hægri er
Magnús Thjell. Á myndina
vantar þá Helga Guðmunds-
son og Jónas Bergmann.
(Ljósm. Guðjón Einarsson).
ÞJÓÐVIUANN
vantar unglinga til blaðburðar í eítir-
talin hveríi: .]
Kássnes — Blönduhlíð. ]
Talið við afgreiðsluna sími 17-500
Sendisveinn óskast.
ÞJÓÐVILJINN.