Þjóðviljinn - 30.10.1959, Page 10

Þjóðviljinn - 30.10.1959, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 30. október 1959 Átökin um Stefnu um þremur fyrrveranidi ráð- herrum að gerast aðilar aðl hinum óformlegu samtökum* þeirra. Þeir þekktust það' boð. I H. « Almennar þingkosningar fóru fram í Bretlandi í nóv- ember 1951. Þeim lauk með sigri íhaldsflokksins, sem myndaði ríkisstjórn undir forsæti Churchills að þeim lóknum. Stefna íhaldsflokks- ins var fyrst í stað svipuð því, sem stefna síðari stjórn- ar Verkamannaflokksins hafði verið. í odda milli flokkanna skarst þess vegna ekki fyrstu mánuðina eftir stjórnarskiptin. Þegar víg- búnaðarmálin voru rædd í þinginu nokkrum mánuðum eftir stjórnarskiptin, hugðist stjórn brezka Verkamanna- flokksins ekki bera fram vantraust á stefnu Ihalds- flokksins í þeim málum. Þing- menn vinstri armsins, 57 hinna 295 þingmanna Verka- mannaflokksins, ákváðu hins vegar að greiða atkvæði gegn stefnu Ihaldsflokksins. Átök- in um stefnu Verkamanna- flokksins höfðu nú færst á nýtt stig og fóru nú fram fyrir opnum tjöldum. Ýmsir forystumenn Verka- mannaflokksins viLdu þegar í stað víkja úr þingflokknum þeim, sem forystu höfðu haft fyrir hinum 57. Til þess kom þó ekki. Bent var á, að í gildi væru engar reglur um viður- lög, ef þingmenn greiddu at- kvæði á annan veg en stjórn þingflokksins hafði lagt fyrir. Atvik þetta varð til þess, að þingflokkurinn samþykkti reglur á þá leið, að það varð- aði brottrekstur úr þing- flokknum að greiða atkvæði á annan veg en samþykktir voru um. Umræður þær, sem urðu um atvik þetta bentu til, að til tíðinda mundi draga milli hægri og vinstri arms- Hugh Gaitskell íns á þingi Verkamanna- flokksns í Morecambe í októ- foer 1952. Aðalforystumenn í brezku verkalýðshreyfingunni um þessar mundir voru Arthur Deakin, framkvæmdastjóri sambands flutningaverka- manna, Sir William Lawther, forseti félags námamanna og Tom Williamson, fram- kvæmdastjóri félags almennra verkamattna. Allir voru þeir eindregnir hægri menn og andstæðingar Bevans. Menn þessir höfðu ásamt Morrison öðru fremur forystu um t-il- raunir þær, sem gerðar voru- á næstu árum til að víkja forystumönnum vinstra arms- ins -úr áhrifastöðum eða jafn- vel úr Verkamannaflokknum. Úrslit átaka vinstri og hægri manna á þingi Verka- mannaflokksins í Morecambe 1952 komu á óvart. Þegar Arthur Deakin kosnir voru þeir 7 menn í mið- stjórn, sem fulltrúar flokks- félaganna kjósa, náðu sex vinstri menn kosningu, en að- eins einn hægri maður. Úr miðstjórn Verkamannaflokks- ins féllu Morrison og Dalton eftir 30 og 27 ára setu. Hægri armurinn undi þess- um úrslitum illa, eins og vænta mátti. Aðalforystu- maður hans um baráttuna gegn vinstri arminum, Arthur Deakin, flutti á þinginu harðorða ræðu, þar sem hann komst svo að orði: „Misskiln- ingi verður aðein-s rutt úr vegi, ef þeir aðilar, sem grein- ir á (við meirihlutann), leggja niður þær baráttuað- ferðir sínar, sem þeir hafa við haft að undanförnu. Lát- um þá leysa upp samtök sín, segja upp starfsmönnum sín- um og fylgja starfsreglum flokksins". Ræða þessi þótti fyrirboði þess, að hægri mennirnir væru í þann veginn að láta til skarar skríða gegn vinstri arminum. Eftir flokksþingið í More- cambe bættist hægri mönnum nýr talsmaður, þar sem var Hugh Gaitskell. I ræðu í Stalybridge lét Gaitskell svo ummælt: „Mál er að binda endi á tilraunir hóps vonsvik- inna blaðamanna til að koma á skrílræði, en treysta vald- svið og forystu hins trausta heilbrigða, skynsama meiri- hluta flokksins". 1 ræðu þess- ari sagði hann ennfremur, að sjöttungur fulltrúanna til flokksþingsins í Moreeambe hefðu verið kommúnistar eða stuðningsmenn þeirra. Látlausri sókn gegn vinstri arminum var haldið uppi um allt Bretland í blöðum og á málfundum. Loks reið Attlee á vaðið og krafðist þess, að lagður yrði niður „flokkurinn innan flokksins". Bevan sá sig þá tilneyddan til að lýsa því yfir, að fundir þingmanna vinstri armsins stæðu öllum þingmönnum opnir. Attlee bar þá fram tillögu í þing- flokknum um bann við starf- semi allra hópa innan hans. Sú tillaga var samþykkt með 188 atkvæðum gegn 51. Þeir þingmenn, sem gengu • • • á milli í átökum hægri og vinstri armanna, horfðu ekki með velþóknun á þessar að- farir. John Strachey komst svo að orði, að „hreyfingin gæti ekki sætt sig við orð- bragð“ (eins og það, sem Gaitskell notaði í ræðu sinni). Strachey vakti máls á því við Bevan, að vin-stri armurinn reyndi að fá mann kjörinn í stjórn þingflokksins og hét stuðningi til þess. Vinstri armurinn ákvað að reyna það. 1 kosningum þeim náði Bevan þó einn kjöri og var um atkvæðatölu neðstur þeirra tólf, sem >sæti eiga í stjórn þingflokksins. Þótt væringar væru milli hægri og vinstri arms flokks- ins 1953 kom ekki til beinna átaka þeirra á milli 1953. Á flokksþinginu 1953 var Morri- son kjörinn í miðstjórn Verkamannaflokksins á nýj- an leik fyrir atbeina laga- breytingar. Við kosningu til stjórnar þingflokksins 1953 náði Bevan níunda sæti af tólf, en Wileon varð fyrsti Varamaður. m. Á arinu 1954 blossuðu upp deilur hægri og vinstri arms Verkamannaflokksins. Tilefn- ið var ágreiningur um afstöðu Verkamannaflokksins til end- urvígbúnaðar Vestur-Þýzka- iands. Brezka íhaldsstjórnin lýsti því yfir í febrúar 1954, að hún væri samþykk hervæð- ingu V-Þýzkalands. Verka- mannaflokkurinn þurfti þá að taka afstöðu til málsins. Þeg- ar málið kom til kasta þáng- flokksins, hafði Morrison orð fyrir þeim, se msamþykkir voru hervæðingunni, en Wil- son hafði sig mjög frammi gegn hervæðingunni. Að lok- um féllst þingflokkurinn á endurvígbúnað V-Þýzkalands með 113 atkvæðum gegn 104. Ákvörðun þessi þarfnaðist þó staðfestingar þings flokksins. Á hæla þessa ágreinings kom annar um stofnun hemaðar- bandalags í Austur-Asru og litlu síðar enn annar, að því sinni um afvopnunarmál. Be- van, sem litlu sem engu réð innan stjórnar þingflokksins, sagði sig þá úr henni. Wilson tók þá sæti Bevans án sam- ráðs við hann. Eftir það var færra með þeim en áður. Talsmenn hægra armsins lýstu því opinskátt yfir, þeg- ar Bevan sagði sig úr stjórn þingflokksins, að þeir teldu að .Verkamannaflokkurinn mundi ekki geta komizt til valda, meðan hann hefði Be- van innan vébanda sinna og að þeir munidu neyta hvers færis, sem gæfist, til að víkja honum úr flokknum. — Um þetta leyti lézt gjaldkeri flokksins, en gjaldkeri flokks- ins á jafnframt sæti í mið- stjórn. Hægri armurinn á- kvað að styðja til þessa starfs Gaitskell. Bevan lýsti því þá yfir, að hann mundi afsala sér hinu örugga sæti sínu í miðstjórn flokksins til að keppa við Gaitskell um gjaldkerastöðuna. Leikar fóru svo, að Gaitskell náði kjöri, en Bevan féll úr miðstjórn- inni. I þann mund voru áhrif hægri armsins hvað mest. Gaitskell hafði bætzt í hóp þeirra í miðstjórninni, en Deakin var allsráðandi í verkalýðshreyfingunni. Þá var það, að Bevan gaf höggstað á sér. I janúar 1955 bar Bevan fram þá til- lögu í þingflokknum, að Verkamannaflokkurinn beitti sér fyrir, að kallaður yrði saman stórveldafundur um Þýzkalandsmálin. Sú tillaga Bevans var felld með 93 at- kvæðum gegn 70. Samt sem áður bar 'hann ásamt um hundrað öðrum þingmönnum fram þingsályktunartillögu, í eigin nafni, en ekki Verka- mannaflokksins. Sú ráða- breytni var litin illu auga af meirihluta þingflokksins. — Samþykktar voru á Bevan vítur vegna þess máls með 132 atkvæðum gegn 72. Litlu síðar kom til orðaskipta milli Attlees og Bevans á þing- funídi. Og að þeim loknum var Bevan einn þeirra 62 þingmanna, sem greiddu at- kvæði á annan veg en meiri- hluti þingflokksins. Hægri armurinn ákvað þá að láta sverfa til stáls. I stjórn þingflokksins var boðaður fundur til að ræða þetta aga-brot Bevans 7. marz 1955. Attlee setti fundinn með þessum orðum einum saman: „Eg er á móti brott- rekstri". Að því búnu gaf hann orðið laust og tók að pára á blað. Morrison tók fyrstur til máls og krafðist þess, að Bevan yrði vikið úr þingflokknum (withdrawal of the wip). Morrison studdu að máli Edith Summerskill, Dal- ton, Robens og Gaitskell, sem þó var hikandi í fyrstu. Til- laga Morrisons var eamþykkt með miklum atkvæðamun. Á öðrum fundi etjórnar þing- flokksins um mál þetta var samþykkt, að stjórn þing- flokksins segði öll af sér, ef tillaga hennar um brottvikn- ingu Bevans yrði ekki sam- þykkt. Þegar tillagan um brott- vikningu Bevans úr þing- flokknum kom fyrst fyrir fund þingflokksins, létu margir þingmenn í ljós óánægju með, að þeir væru knúðir til að velja milli Be- vans og stjórnar þingflokks- ins. Tveir þingmenn báru þá fram breytingartillögu á þá leið, að þingflokkurinn lýsti yfir" trausti á Attlee, vítti Be- van, en héti á flokkin að taka höndum saman gegn Ihalds- flokknum. Breyingartillaga þesei var felld með 138 at- kvæðum gegn 124. Brottvikn- ing Bevans úr þingflokknum var að því búnu samþykkt með 141 atkvæði gegn 112. En áður en Bevan varð vikið úr Verkamannaflokknum, þurfti miðstjórn flokksins að fjalla um mál hans. Bevan barst hjálp úr óvæntri átt. Meðan þessu fór fram innan Verkamanna- flokksins, gaf Churchill út yfirlýsingu um, að hann mundi draga sig í hlé, en Eden taka við störfum for- sætisráðherra. Af yfirlýsingu þessari varð ráðið, að þing yrði senn rofið og efnt til nýrra kosninga. — Stuðnings- menn Bevans lágu ekki á liði sínu. Sex miðstjórnarmenn, gáfu i skyn, að þeir kynnu að segja sig úr miðstjórninni, ef Bevan yrði vikið úr flokkn- um. Margar flokksdeildir gerðu samþykktir gegn brott- vikningu Bevans og nokkur verkalýðsfélög. Miðstjóm Verkamanna- flokksins skipa 28 menn, en 18 þeirra eiga sæti sín undir atkvæðum verkalýðsfélag- anna. Deakin og stuðnings- menn hans voru þess vegna vongóðir um að brottvikning Bevans úr Verkamanna- flokknum yrði samþykkt. En þegar nær dró miðstjómar- fundinum, kom í ljós, að ýms- ir fulltrúar verkalýðsfélag- anna voru á móti brottrekstri og úrslit yrðu tvisýn. Fundur miðstjómar Verka- mannaflokksins um mál Be- vans, var haldinn 23. marz 1955. Tvær tillögur komu fram. Önnur var borin fram af tveimur stuðningsmönnum Deakins og var í þeim kraf- izt brottrekstrar. Hin tillagan var borin fram af Attlee. Til- laga Attlees var á þá leið, að Bevan gæfi út yfirlýsingu, sem miðstjómin gæti sætt sig við. Attlee lét þau orð falla, Framh. á 11. siðu. Aneurín Bevan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.