Þjóðviljinn - 06.11.1959, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. nóvember 1959 *— ÞJÓÐVILJINN •— (7
Hrafn Sæmundsson:
Til hvers erum við fœdd?
Niðursetningurinn er per-
sóna, sem um síðustu alda-
mót var mjög algengt að sjá
á íslandi.
Niðursetningurinn var sá
réttlausasti af öllum réttiaus-
um, sá smáðasti af öllum
smáðum, notaður sem húsdýr
í sveitum. landsins og fékk
sjaldan nóg að borða.
Nú eru niðursetningar ekki
lengur til nema í bók'um Nú
hafa allir ncg að borða á
Islandi og enginn er nú leng-
ur smáður og réttlaus, eða.
hvað ?
Sú spurning hefur oft
hvarflað að mér undanfarin
ár, hvort íslenzkur Verkalýð-
ur sé ekki að verða niður-
setningur í sínu eigin þjóð-
félagi. Það hefur oft hvarfl-
að að mér hvort verkalýður-
inn sé ekki að ganga afturá-
bak til þess að verða rétt-
lausari og réttlausari og að
þróunin stefni í þá átt að
verkamenn séu að verða hálf-
ge^-ðir þrælar í þjóðfélaginu.
Undarlega kann þetta að
hljóma á því góða ári 1959,
þegar aliir hafa nóg að bíta
og brenna og mannréttindi
svo mikil að aldrei hefur ann-
að eins þekkzt í landinu. Það
fer varla að verða til sú teg-
und af mannréttindum sem
Islendingar hafa ekki bréf
upo á.
Og eitt þeirra bréfa hljóðar
á þá leið að allir meg{ vinna
eins mikið og þá lystir. Þess
vegna vinna menn og vinna
mikið af því að það hefur
verið mikil atvinna í landinu.
Og menn vinna ekki ein-
ungis sína lögboðnu 48 stunda
vinnuviku, heldur miklu
meira, stundum allt að því
tvöfaldan þann vinnustunda-
fjölda og aldrei minna en
10—12 stunda vinnudag.
Þannig hefur þetta gengið
til síðastiiðin 10—12 ár
Hrafn Sæmundsson
í upphafi litu menn á þessa
mikhi vinnu sem einskonar
vertíð, þar sem væri um að
gera að halda út meðan góð-
ærið héldist. En það urðu
bara engin vertíðarlok
Það getur enginn komizt
fram hjá þeirri staðreynd að
í dag höfum við aftur feng-
ið 10 stunda vinnudag í fjöl-
mörgum starfsgreinum.
Og af hverju eru Islend-
ingar að leggja þetta á sig?
Það er sagt að það sé
vegna þess að íslendingar séu
að byggja unp, og lika vegna
þess að Islendingar séu svo
fáir.
Þessvegna þurfi einstak-
lingurinn að vinna meira. Við
erum meira að segja stundum
hreyknir af því hvað við er-
Bréí enn
til Sveinbjarnar Beinteinssonar
Þú hefur skrifað mér bréf-
stúf sem ég þakka hér með.
Engu að síður þykir mér
mælirinn ekki fullur; og öll
rök málsins helzti loðin og
óglögg í þinni umsjá.
Þar er fyrst til að taka, að
sé grunur minn ekki á rökum
rejstur ■ gagnvart þér, þ.e. um
óheilindi í skoðanaflutníngi
varðandi nútímaskáldskap, þá
■ertu maður svo kærulaus
gagnvart rituðu máli og les-
endum þess, að vítavert er.
Þú hefur gefið yfirlýsíngu um
merkíngu þá sem þú leggur
í orðið atómskáldskapur, og
er það að sínu leyti gott. Þú
telur atómskáldskap verá mis-
notað orð en hvar er þá
misnotkunin mest? Svar: i 2.
tbL. Vestlendíngs 1959. Þrátt
fyrir^ dilkadrátt,. þinn varðandi
hugtakið vona ég að þú gángir
þess ekki dulinn, að það er
fyrir laungu orðið ríkjandi
heiti yfir allar nýjúngar í
ljóðagerð síðustu áratugi, sér-
Stakléga .þó meðal • þeirra sem-1
andúð haía á þeim ljóðum (og
þeir eru ekki síður í Vestur-
landskjördæmi en öðrum kjör-
dæmum). Þessvegna er yfirlýs-
ing þín heldur seint á ferð-
inni; í það minnsta verkaði
notkun þín á orðinu (í Vest-
ler.díngi) neikvætt, niðrandi
(nánast sem illmæli) gagnvart
seinni tima ekáldskap í heild
sinni.
Þar fyrir utan skil ég ekki
hvernig atómskáldskapur „hrá-
ar stælíngar á útlendum skáld-
skap eða fáránleg þjónusta við
erlendar stefnur í ljóðagerð")
kemur jafn-átakanlega til
greina í dollaraviðskiptum og
þú gefur í skjrn i Vestlendíngs-
pistlinum. Að minnsta kosti
veit ég þess ekki dæmi hér.
Hvað þetta snertir má heita
að. spurhingu nr. 2 sé ósvarað
af þinni hálfu.
Satt segir þú: „Gáleysi og
undirgefni ráða of miklu í
samskiptum okkar við aðrar
þjóðir, Þessvegna er gleypt of
Framhald & 10. eiðu.
um fáir og hvað við vinnum
mikið í samanburði við aðrar
þjóðir.
Á striðsárunum sat stór
hluti af íslendingum inni í
hlýjum stofum og hlustuðu
á stríðsfréttirnar. Hlustuðu á
það, hvernig her, grár fyrir
járnum, æddi yfir útlönd og
ski'd; eftir si^ brennandi hús
og blóðidrifna jörð. Islending-
nr heyrðu einnig um það,
hvernig sprengjuflugvélar
fi„.orn vf!r óvinalandið og
hentu. sprengjum á borgir
svo að sumsstaðar stóðu að-
eins eftir rústirnar einar.
Meðan þessu fór fram í út-
löndum græddu Islendingar
svo mikla penginga, að þegar
str'ðinu lauk, gátu þeir end-
urnýjað fiskiskipaflota sinn
fyrir þá peninga sem eftir
voru þegar allir milljónamær-
ingarnir höfðu fengið sitt.
Stríðið hjó stórt skarð í rað-
ir íslenzkra sjómanna en það
hafði ekki hrunið eitt einasta
hús á Islandi.
Þegar stríðinu lauk, þurftu
margar aðrar þjóðir að byrja
á því að hreinsa rústirnar og
bvggja upp heilar borgir.
Þessar þjóðir voru úttaugað-
ar og með flakandi sár eftir
stríðið.
Ein þjóð sem telur um 160
milljónir íbúa missti um 20
milljónir manna í stríðinu,
að meiri hluta menn í blóma
lífsins. Varla mun sú borg til
í því landi að þar hafi
ekki orðið meiri eða minni
skemmdir, sumar milljóna-
borgið varð að byggja aftur
frá grunni.
Margur myndi ætla að slík
þjóð hefði ástæðu tii að
lengja vinnudag þegna sinna.
En fregnir herma að nú sé
stefnt að 41 stundar vinnu-
viku í því landi og eftir-
vinna bönnuð. Eitthvað í
þessa átt stefnir þróunin einn-
ig í ýmsum öðrum löndum.
Það er vegna alls þessa að
ég spyr þessarar spurningar:
Hvers vegna erum við Islend-
ingar að lengja okkar vinnu-
dag þegar aðrar þjóðir leggja
svona mikla áherzlu á að
stytta sinn vinnudag.
Er það kannski vegna þess
að aðrar þjóðir líti á mann-
inn öðrum ar jum en við ger-
um. E.t.v. lita þær þannig á
málin að hinn almenni þegn
eigi að öðlast meiri og meiri
mannréttindi, verða raun-
frjáls.
iÞó að við Islendingar höf-
um svona margvíslega papp-
íra upp á mannréttindi, þá
gagnar það lítið, þegar við
höfum ekki tima til að njóta
þeirra.
Þegar menn hafa uhnið 10
—12 stunda vinnudag, þá
stefnir hugur þeirra ekki
fyrst og fremst til þess að
njóta mannréttinda, t.d. fara
í leikhús eða á söfn eða kynn-
ast fögrum bókmenntum.
Hugur manna stefnir heldur
ekki til félagsstarfa ýmis-
konar eða tómstundastarfa og
Framhald á 11, síðu.
-• ■— 1 . . ' ■ •
Réttarhöld
í Laos
— - •■■■
I einni af fyrrverandi ný-
lendum Frakka í Austur-Asíu
konungsríkinu Laos, eru und-
irbúin svívirðileg réttarhöld.
Leiðtogi þjóðfre’sisflokksins
Neo Lao Hak Sat, prins Sú-
fanúvong ,og átta aðrir
flokksforingjar hafa verið
teknir höndum, ákærðir um
„samsæri gegn þjóðinni" —'
en falli dómur eftir slíkri á-
kæru getur það leitt t:l lífláts
þessara manna.
Hvaða menn eru bornir svo
þungum sökum?
Súfanúvong fæddist árið
1909 og er fullg'ldur prirs að
ættgöfgi, meðlimur konungs-
fjölskyldunnar. Að loknu
námi í Frakk'andi, en þar
nam hann vegaverkfræði,
settist hann að í Vietnam og
lagði þar vegi og brýr. Þeg-
ar Japanir réðust inn i Indó-
kína í seinni heimsstyrjöld,
sneri hann aftur til ætt’ands
síns Laos. Efldi hann þar
flokk manna til baráttu gegn
Japönum, sýndi það lið mik-
inn hetjuskap og varð vel á-
gengt. Þegar Japanir voru að
lokum yfirbugaðir sneri prins
Súfanúvong og hans lið sér
að öðru brýnu verkefni: að
binda að fullu enda á yfirráð
Frakka í landinu. Börðust
stuðningsmenn hreyfingar-
innar, sem nefndist Patet
Lao, við franskan nýlenduher
frá 1946 — 1954 samfleytt.
Og þegar Genfarráðstefnan
1954 komst að samkomulagi
um mál Indókína, höfðu Pat-
et Lao frelsað um % hluta
landsins undan Frökkum.
Eftir að landið hafði öðl-
ast sjálfstæði og friður var
kominn á, vann prins Súfanú-
vong mikið starf í þá átt að
koma á eðlilegu ástandi í La-
Súfanúwong prins
os, en afturhaldsöfl ýmisleg,
einkum hirðliðið, tortryggðú
mjög Patet Lao og þótti sú
hreyfing óþarflega róttæk.
1957 tókst prinsinum og hans
mönnum þó að komast að
samkomulagi við konungs-
valdið og önnur slík öfl um
samvizkusamlega framkvæmd
Genfarsáttmálans og svo um
myndun samsteypustjómar
með þátttöku Patet Lao.
Prinsinn varð ráðherra ásamt
ýmsum öðrum úr flokki sín-
um ,sem nú nefndist Neo Lao
Hak Sat. Og í kosningunum
1958 fékk þessi flokkur
meirihluta atkvæða.
En á þessu sama ári 1958
tekur afturhaldið að hugsa
sér til hreyfings. Það brýtur
hvað eftir annað samninginn
frá 1957, og að lokum bætir
það gráu ofaná svart og
ræðst með vopnavaldi á fyrr-
verandi liðssveitir frelsishers-
ins Patet Lao, og efnir ^þar
með til borgarastyrjaldar.
Hér má geta þess, að sam-
kvæmt Gen'arsáttmálanum
Afturlialdsleiðtogínn
Sanaíone
var Patet Lao tryggð frið-
helgi. Um sama leyti voru
leiðtogar flokksins Neo Lao
Hak Sat handteknir sem fyrr
er sagt. Þessi átök notar síð-
an hin afturhaldssama stjórn
Sanaíone til þess, að efla til
millirikjavandræða og ásakar
Vietnam um vopnaða árás, en
þær ásakanir reyndust hreipn
uppspuni eins og kom á dag-
inn þegar rannsóknarnefnd
Sameinuðu þjóðanna skilaði
áliti um málið. Bak við allt
þetta bauk leyndist síðan á-
form Bandaríkjanna um að
gera landið sér háð, eða jafn-
vel draga það inn í SEATO
þvert ofan í samþykktir
Genfarráðstefnunnar 1954.
Og nú bíða þeir dóms, prins
Súfanúvong og félagar hans,
— menn, sem áratugum sam-
an hafa barizt fyrir fullveldi
og frelsi landsins bæði gegn
Japönum og Frökkum, menn
sem hafa að verðskulduðu
verið álitnir þjóðhetjur. Á
þeim hafa verið rofin almenn
mannréttindi, þinghelgi, og
samningar, bæði um innan-
landsmál svo og alþjóða-
samningar.
Málaferlin skyldu hefjast
í lok október ,en hefur nú
verið frestað fram í nóvem-
ber, líklega af þvi að aftur-
haldinu hefur enn ekki tfekizt
að sjóða saman sæmilega
frambæri'egar „sannánir“
gegn hinum handteknu. En á
meðan senda félög og ein-
staklingar úr öllum heimsálf-
um mótmælaorðsendingar til
Laos.