Þjóðviljinn - 07.11.1959, Blaðsíða 6
€) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 7. nóvember 1959
|)IÓÐVI1IINN
öameiuuiKarilofcKur alÞýOu aotiittnstttíloKkurinn. - Rnstjorar.
M*Knú» KJartanfl«.or -ttb.). 8i«urður OuðmundssoD - Fréttarltfltjórl: Jón
8)arnason Biaðamenn: Ásmundur 8lKurjóni,son Eysteinn Þorvaldsson
Öuðmundur VlKfUR«on. fvar H Jónsson. MaKnút Torfl Ólafsflon SlKurður
T PrlðbJóf8son AuKlýsln«:astJóiT Ouðsrelr Ma^nú.sson - Rlr.fltjórn at*
vralðsla. auKlýslngar. orentsmlðja: 8kólavftrðustÍR IW - 8iml 17-500 <•
Mnur» Askrlftarverð kr 30 A mánuðl Lauflttsðluverð kr 9
PrentsmldJa ÞJÓðviljttUS
Sovétríkin sanna heiminum
yfirburði sósíalismans
„ly.eir munu lýðir löndum
“ráða, er útskaga áður of
byggðu“, — mælir hið forn-
kveðna. — Fyrir 50 árum var
veidi Rússakeisara aftur úr í
allri þjcðfélagslegri og tækni-
legri þróun mannkynsins,
skoðað sem hálfnýlenda
franskra okrara og ensk-
hollenzkra olíuhringa til að
arðræna bláfátækar bænda-
þjdðir, er vöfðu töturdruslum
um fætur sér mann fram af
míanni í stað skóa.
T dag stendur á þessu sama
■*■ landsvæði veraldar þjóðfé-
lag vérkamanna og bænda, er
skarar í tækni og þjóðfélags-
háttum fram úr öllum þjóð-
um veraldar, hefur sannað
voldugu auðvaldi Ameríku
svo áþreifanlega yfirburði
sína i stríðstækni að það auð-
vald er nú að hugsa um að
láta af draumum sínum um
hernaðarárás. Meðan eld-
flaugar Ameríkana, er for-
ustu höfðu um tækniþróun
heims í hálfa öld, hrapa nið-
ur hver af annarri, skjóta
sovétþjóðir gervihnöttum til
tunglsins, ráðgera ferðalög
mannanna til Marz og Venus-
ar, hefja tímabil geimsigiinga
mannanna eins og Leifur
heppni og Kolumbus sigling-
ar heimsálfa á milli fyrir
nokkrum öldum. Meðan stál-
bræðsluofnar Bandaríkjanna
kólna fyrir einræði og þursa-
þykkju auðhringa, tendrast
hvert iðjuver af öðru á sós-
íalistískum þriðjungi jarðar,
er enga kreppu þekkir og að-
eins síauknar framfarir á
framleiðslusviði. Sovétríkin
voru sem lönd Rússakeis-
ara öftust allra, en hafa nú
ótvíræða forustu heims í vís-
indalegum efnum, leiða mann-
kynið nú í nýja öld ótrúlegra
tækniafreka, er opna mann-
kyninu eigi aðe:ns þá gullöld
allsnægta er framkvæmd hins
fullkomna sameignarskipu-
lags boðar, he’dur byrjar og
það tíinabil sögunnar, er ger-
ir sólkerfið mannkyninu und-
irgefið á sama hátt og jörðin
hefur orðið því undirgeíin á
síðustu árþúsurdum.
að er sósíalisminn, sem
gefur Sovétþjóðunum
þe">.nan mátt, opnar þeim
] ’nan draumsjónarheim sem
venileika. Það er ekki ein-
hvér sérstaicur máttur, sem
Rússum, Kínverjum eða öðr-
um siíkum ágætum þjóðum
er gefinn, heldur máttur scs-
íai'smans, — stórfenglegrar
vísindakenningar, er hrifið
hefnr hug a’þýðunnar,
mátfkvað hana og stækkað,
— sem Ameríkanar, Englend-
inýfir, Þjóðverjar eða aðrar
elíkar fornar öndvegisþjóðir,
gæ-tu í jafn ríkum mæli hag-
nýtt sér, ef aðeins alþýða
þessara landa, — verkamenn,
menntamenn og aðrir starfs-
menn handa og heila, —
megnuðu að brjóta á bak
aftur steinrunnið auðvalds-
kerfi þessara landa, er hindm
ar nú þróun á sköpunarmætti
þeirra.
Sovétríkin eru nú loks, —
eftir að hafa orðið að
verja háifri ævi sinni í að
verjast í innrásarstyrjöldum
og byggja upp úr rústunum
eftir þœr, — að byrja að
sanna mánnkyninu svo á-
þreifanlega að ekki verði um
villzt yfirburði sósíalismans
yfir auðvaldsskipulagið. Alda-
gamall draumur mannkynsins
um að losna úr þrældómi erf-
iðisins, breyta vinnunni í í-
þrótt og leik, er að byrja
að rætast. Það er verið að
stytta vinnutímann í Sovét-
ríkjunum í 6 til 7 stundir á
dag, jafnvel bara 5 daga vik-
fjramundan sjáum við rísa
upp sjálfvirkar verksmiðj-
ur, þar sem maðurinn situr
við mælaborð sem verðimir
í Sogsvirkjuninni og láta hrá-
efnið umbreytast i bíla eða
aðrar afurðir, án þess manns-
höndin komi nærri. Við sjá-
um þegar þann tíma er sjálf-
virkar verksmiðjur leysa
mannshöndina þannig af
hó'mi í mestölium iðnaði sós-
íalistískra landa, — og skapa
ástand, sem þeim útþrælkuðu
konum og börnum, sem fyrir
rúmri öld þrælkuðu fyrir
sultarlaunum í 14—16 tíma í
verksmiðjum Englands í
„morgunroða“ h’ns „frjálsa"
kapítaiisma, hefði þótt para-
íiís. Við sjáum um leið hvern-
ig auðvaldsskipulagið mun
engjast sundur og saman
undir áhrifum þessarar stór-
felldu tækniþróunar, sjálf-1>
virkninnar, sem það á svo
erfitt að hagnýta sér, nema
skapa ægilegt atvinnuleysi
um ieið. Og v'ð sjáum fram á
hina auknu erfiðleika kapítal-
ismans, þegar sjálfvirk verk-
smiðjubákn scsíalismans
þeyta ótölulegum grúa afurða
á þröngan markað auðvalds-
ins, sem verður þá í álíka
vandræðum og aðalssk'pulag-
ið var, er „kínverskir múrar“
handverks hrundu fyrir hinni
stórkostlegu vöruframleiðslu
vélrekinna verksmiðja auð-
valdsskipu'agsins.
Tsland hefur orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að undan-
förnu fyrir áhrif íslenzks
sósíalisma og alþýðuhreyfing-
ar að komast í slík vaxandi
efnahagssambönd við Sovét-
ríkin og þjóðfélög sósíalism-
ans yfirleitt, að útrýmt hef-
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Sex persónur
leita höíundar
eftir Luigi Pirandello. — Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson.
Þegar stórskáldið ítals'ka
Luigi Pirandello orti sjónleiki
sína eftir heimsstríðið fyrra
var hann af mörgum álitinn
hættulegur niðurrifsmaður,
sakaður um vísvitandi til-
gerð og öfga, aðrir töldu verk
hans heilabrot ein og heim-
spekilegar vangaveltur sem
engan þegnrétt ættu á leik-
sviði, enda óskiljanleg venju-
legum mönnum. Árin liðu,
beztu verk Pirandéllo eru sí-
gild orðin og það viðurkennt
af öllum að hann sé í fremstu
röð nútímaskálda, mikill ný-
sköpuður er haf} fært leik-
húsinu þau verðmæti sem
mölur og ryð fá ekki grand-
að.
Pirandello var mi'kill hugs-
uður, maður þrotlausrar efa-
girni og bölsýni, kíminn og
hæðinn og deildi ósleitilega á
margt það sem heilagt var
hinum betri borgurum. Hvað
ur verið um hríð atvinnu-
ieysinu í landinu og mögu-
leikar opnaðir til óþrotlegra
efnahagsframfara, hækkandi
launa og batnandi lifsaf-
komu, ef þess er gætt að við-
halda þessum samböndum og
efla þau og stefna í innan-
iandsmálum áfram í átt til
þjóðfrelsis og sósíalisma, en
ekki aftur á bak til nýlendu-
ástands og stjórnleysis auð-
valdssk'pulagsins.
Tslenzk alþýða hugsar í dag
■* með hljóðri þökk til þeirra
brautryðjenda alþýðuveld:iS-
ins, er lögðu lífið að veði til
að gera fyrstu sigursælu
byltingu sósíalismans á jörð-
inni og byggja upp fyrsta
varaniega þjóðfélág alþýð-
unnar, samvinnu og eameign-
ar mannanna.
erum við menn?, spyr bann
meðal annars í „Sex persón-
um“, erum við til í raun og
veru?
Allt er áf stætt að dómi
skáldsins og hvergi fast land
undir fótum, maðurinn ekki
sá sami í sjálfs sin augum og
annarra, síbreytilegur frá degi
til dags, allt og ekki neitt;
lífið er blekking. Raunveru-
leiki er aðeins til í listinni,
verur þær sem skáldin skapa
óumbreytanlegar og geta lif-
að að eilífu
„Sex persónur leita höf-
undar“ er frægasta verk Pir-
andelio, Bernard Shaw taldi
það frumlegast allra leikrita.
Við erum stödd í leikhúsi,
þar er allt á rúi og stúi og
leikstjóri að hefja æfingu með
sínu fól'ki. Þegar minnst var-
ir gengur sex manna fjöi-
skylda inn í salinn, ldædd
sorgarbúningum og sýnilega
stödd í sárustu neyð. Það
kemur brátt á daginn að fólk
þetta eru persónur úr leik-
riti sem aldrei var samið —
skáldið skapaði þær í huga
sér, sumar að visu aðeins til
hálfs, en sveik þær síðan í
tryggðum; nú krefjast þær
þess að saga þeirra sé leikin
svo þær megj hljóta varan-
legt líf í heimi listanna. Leik-
stjórinn hristi höfuðið í
fyrstu, en hrífst brátt af
sögunni og ákveður að reyna;
og persónurnar ókunnu taka
í óða önn að skýra frá lífi
sínu, leika það, reyna að rétt-
læta gerðir sínav það er levk-
urinn innan leiksins. Ófull-
gerðri sögu þeirra verða á-
horfendur að kynnast af eig-
iu raun, hún er æsileg og
hryllileg um flest, saga um
þjáningar, mannlega niður-
lægingu og smán, um voveif-
legan dauða, áhrifamikil og
átakanleg. Leikararnir hiýða
á í fyrstu en farc FÍðan sjálf-
ir að leika -— og það kemur
brátt í ijós að þeim er óger-
legt að sýna veruleikann eins
Framhald á 9. síðu-
Þóra Friðriksdóttir, dóttirín og Ragnheiður Steindóredóttir*
litla telpan. ,