Þjóðviljinn - 07.11.1959, Blaðsíða 12
Hagnaðist um 55 þúsund kr. á að haf a
miillgöngu um sölu á einni ibúð!
Fasteignasali leyndi eiganda íbúðarinnar hagstæðasta
kanptiíboði, keypti hana á laun og seldi þegar aftur
Sakadómur Reykjavíkur gaf í gær út tilkynningu
vegna, máls sem nú er í rannsókn fyrir dómnum. Sam-
kvæmt tiikynningunni sem hér fer á eftir hefur Andrés
Valberg sölumaður í Reykjavík hagnast um 55 þúsund
krónur á því að leyna umbjóðanda sinn, eiganda í-
búðarinnar, hagstæðasta kauptilboði, kaupa íbuðina á
laun á miklu lægra verði en þar var boðið og selja hana
þegar í stað aftur þeim sem tilboðið gerði með áður-
nefndum hagnaði.
ÞlÓÐVIUINN
Laugardagur 7. nóvember 1959 — 24. árgangur — 244. tölublað.
Eins og skýrt hefur verið frá, sýnir Benedikt Guðmundsson
þessa dagana allmörg málverk í Veitingastofunni Mokka-kaffi,
Skóiavörðustíg 3. Alls eru myndirnar 20, 9 olíumálverk og 11
olíukriítarmyndir. Hér að ofan er ein af myndum Benedikts
á sýningunni, málverk frá Reykjavík.
ALÞÝÐUBAN DALAGSFÓLK
HAFNARFIRÐI
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði býður starfsfólki og
stuðningsmönnum G-listans til skemmtunar í Góð-
templarahúsinu í kvöld kl. 9.
DAGSKRÁ:
1. Ávarp.
2. Upplestur: Guðrún Helgadóttir.
3. Samleikur á fiðlu og munnhörpu,
Pétur og Einar_
4. Skemmtiþáttur: Gestur Þor.grímsson og
Haraldur Adolfsson.
5. ? ? ?
KAFFIVEITINGAR.
Allir stuðningsmenn G-listans á Hafnarfirði eru vel-
komnir meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar verða af-
hentir í Góðtemplaraliúsinu í dag kl. 1—3.
Sovézkar kvikmyndir með íslenzkum
skýringartexta teknar til sýninga
í dag, 7. nóvember, hefja tvö kvikmyndahúsanna í
Reykjavík og Hafnarfirði sýningar á sovézkum kvik-
myndum með íslenzkum skýringartexta.
„Með bréfi, dagsettu 2. nóv-
ember s.l. fara þeir Jóhannes
Helgason, útvarpsvirki, Þrast-
argötu 7 og Gunnar Jónsson(
verkamaður, Gnoðarvogi 26,
fram á það að rannsókn sé
látin fara fram vegna kaupa
og sölu á húseigninni nr. 7
við Þrastargötu haustið 1958.
Rannsókn vegna kæru þessar-
ar hófst þegar næsta dag og
var hennj haldið fram þann
dag allan, svo og í allan gær-
dag og fram á síðastliðna nótt.
160 þúsund kr. boðnar
Við rannsókn málsins hefur
komið í ljós', að Gunnar Jóns-
son, sem var eigandi húseign-
arinnar nr 7 við Þrastargötu
ieitaði til málflutnings- og
fasteignasöluskrifstofu Guð-
lau'gs & Einars Gunnars Ein-
arssona, Aðalstræti 18 hér i
bænum og fól skrifstofunni
sölu á húseigninni fyrir sig,
en Jón Andrés Sveinn Valberg
Hallgrímsson annast sölu fast-
eigna fyrir skrifstofuna.
Komu ýmsir til að skoða
húseignina, en ekki munu hafa
komið þau tilboð í hana. lengi
vel, sem Gunnar gat sætt sig
við, enda þurfti hann að fá
eigi lægri útborgun en 70 þús-
und krónur vegna þeirra fjár-
skuldbindinga er á honum
livíldu vegna íbúðar er faann
var sjálfur að festa sér í svo-
nefndum Gnoðarvogshúsum.
Jóhannes Hel'gason var um
þetta leyti á hnotskóg eftir
húsnæði. Hann þekkti Andrés
Valberg og bað hann að veita
sér lið við útvegun húsnæðis.
Fór Andrés síðan með Jóhann-
esi og sýndi honum húseign
Gunnars og tjáði honum að
eignin ættj að kosta 160 þús.
krónur.
: Jóhannes fékk þegar áhuga
'á kaupunum, og eftir að hafa
athugað eignina betur kom
hann hinn 5. september og
gerði tilboð ’í húseignina og
var tilboðsfjárhæðin 160 þús.
þrónur, en útborgun 65 þús-
und, en til tryggingar þvi að
hánn stæði við tilboð sitt af-
faenti hann Andrési 5000.—
kr til geymslu, en Andrés lét
hann fá kvittun fyrir greiðslu
tryggingarfjárins. Er þetta
gerðist var Gunnar Jonsson i
sumarleyfi með fjölskyldu
sinni norður í landi. _ _____
Kunninginn var leppur
Andrés Valberg hefur haldið
því fram, að hann hafi kynnt
sér möguleika Jóhannesar á
þvi að greiða útborgunina sam-
kvæmt tilboðinu, kr. 65 þús.
og taldi þá vera fyrir hendi,
svo sem siðar hafi í ljós kom-
ið. Hann kveðst þá hafa eygt
möguleika á þvi að hagnast
sjálfur á eigninni með þv’i að
kaupa hana sjálfur af Gunn-
ari, en selja hana síðan aftur
Jóhannesi. Kveðst hann því
hafa haldið. tilboði þessu al-
gerlega leyndu fyrir starfs-
mönnum skrifstofunnar og öðr-
um og eigendum hennar. Þeir
Einar Gunnar og Guðlaugur
Einarssynir hafi enga vitn-
eskju um það fengið. Andrés
kveðst hafa staðið í þeirri
meiningu að fasteignasalar
mættu ekki kaupa húseignir
sjálfir í eigin nafni, og fyrir
því hafi hann fengið kunn-
ingja sinn og vin, Guðvarð
S'kagfjörð Sigurðsson, kaup-
mann, til þess að gera tilboð
í húseignina, þannig að Guð-
valdur Sigurjónsson.
Bæði stjórnandi hljómsveitar-
innar og einleikari hafa nýlega
unnið merk afrek, hvor á sínu
sviði. Róbert hlaut fyrir skömmu
Myndir eftir Haf-
stein Austmann
að Týsgötu 1
Listverzlun Guðmundar Árna-
sonar, Týsgötu 1, hefur nú
tekið upp nýtt fyrirkomulag.
Verða einungis til sýnis í
verzluninni myndir eftir einn
listamann í senn, og er fyrir-
hugað að hver þeseara sölu-
sýninga standi í 10 daga. Er
hér um athyglisverða ný-
breytni að ræða, sem er þess
virði að henni sé gaumur gef-
inn.
Verzlunin verður opnuð í
Framhald á 4. síðu.
varður Skagfjörð væri aðeins
kaupandi til málamynda, en
hann sjálfur hinn raunverulegi
kaupandi.
Tók 50 þús. kr. lægra tilboði
Er Gunnar Jónsson kom í
bæinn aftur, hinn 10. sept-
ember, hafði hann þegar sam-
band við fasteignasöluskrif-
stofuna, og lá þá þár fyrir
tilboð Guðvarðar Skagfjörð um
kaup á húseigninni fyrir 110
þús. krónur, með 60 þús. króna
útborgun. Gunnar ræddi tilboð-
ið við Einar Gunnar Einars-
son og sagði honum að hann
gæti ekki sætt sig við lægri
útborgun en 70 þús. krónur,
en í samráði við Andrés Val-
berg, sem kvaðst hafa umboð
Guðvarðar, var útborgun skv.
tilboðinu þá hækkuð í 70 þús.
krónur og kveðst Gunnar
Jónsson þá hafa samþykkt
tilboðið og síðan fengið greidd-
ar þar á skrifstofunni þá þeg-
ar 50 þús. krónur af útborg-
unarfjárhæðinni, en Andrés
Valberg hafi næsta dag greitt
Framhald á 6. síðu.
doktorsnafnbót fyrir ritgerð sína
um Þorlákstíðir, en Rögnvaldur
er nýlega kominn úr tónleikaför
til Þýzkalands, þar sem hann
hlaut mikið lof fyrir tónleika í
Köln og víðar og lék auk þess
í útvarp og á plötur.
Tónleikarnir hefjast með for-
leik að óperunni „Töfraflautan“
eftir Mozart. Síðan leikur Rögn-
valdur píanókonsert nr. 1 í C-
dúr eftir Beethoven, og hefur
þetta undurfagra verk ekki heyrzt
hér mjög lengi. Eftir hlé verða
Framhald á 4. síðu.
Síðara hluta dags í gær kom
varðskipið Maria Júlía að brezka
togaranum Stella Dorado H307,
þar sem hann var að ólöglegum
veiðum um 8,5 sjómilur fyrir
innan fiskveiðitakmörkin suð-
austur af Langanesi, setti varð-
skipið út dufl við togarann og
bjó sig undir að taka hann.
en þá kom þar að brezka her-
Eru þetta fyrstu kvikmynd-
írnar, sem hingað koma frá
Sovétríkjunum, með skýringar-
skipið Dunkirk, sem fór á milli
skipanna og hindraði frekari að-
gerðir. Þessu var þegar í stað
mótmælt, en það kom fyrir ekki,
kvað herskipið togarann utan
gömlu íslenzku fiskveiðimark-
anna og því allt í lagi, sagði
það þó togaranum að halda sig
utar og hefur síðan haldið sig
í námunda við hann.
(Frá landhelgisgæzlunni.)*
textum á íslenzku, en fleiri
munu á eftir koma.
„Dóttir höfuðsmannsins“
Kvikmyndahúsin, sem sýna
framangreindar myndir, eru
Gamla bíó og Bæjarbíó í Hafn-
arfirði. Sýnir Gamla bíó létta
mynd, sem nefnist „Stúlkan
með gítarinn", en aðalleikend-
urnir eru Ljúdmila Gursjenko,
Zharoff og Filippoff. Bæjarbíó
sýnir hinsvegar umtalaða kvik-
mynd, „Dóttir höfuðsmanns-
ins“, sem byggð er á einu
helzta skáldverki Alexenders
Púskins. Þetta er breiótjalds-
mynd og aðalleikendurnir heita
Iya Arepina, Oleg Strizhenoff,
Sergei Lukjanoff, Doroféff og
Zarubina.
Islenzku skýringartextana
með framangreindum kvik-
myndum hefur samið Árni
Bergmann, sem lesendum Þjóð-
viljans er að góðu kunnur fyr-
ir fréttabréf sín frá Moskvu.
Þess má geta að Tjarnarbíó
sýnir þessa dagana einnig Sov-
ézka kvikmynd, „Einfeldning-
inn“, afburða mynd sem hlotið
hefur mjög góða dóma þar
sem hún hefur verið sýnd.
Róbert og Rögnvaldur á næstu
tónleikum Sinfóníusveitarinnar
Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar á næstu tón-
leikum hennar, í Þjóðleikhúsinu n.k. þriðjudagskvöld,
verður Róbert Abraham Ottósson, en einleikari Rögn-
Brezkt herskip hindrar enn
einu sinni töku veiðiþjófs
Togarinn var að ólöglegum veiðum 8,5
sjómílur suðaustur af Langanesi
Enn einu sinni hefur brezkt herskip hindrað íslenzkt
varðskip í að taka brezkan veiöiþjóf í íslenzkri land-
helgi. Gerist það um sama leyti og sendiherra íslands
í Lundúnum heldur aftur tjl dvalar þar í landi eins og
ekkert hafi í skorizt á milli landanna. Skýrsla land-
helgisgæzlunnar um þennan atburð er svohljóðandi: