Þjóðviljinn - 07.11.1959, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11
VICKI BAUM:
fullu glasi af baðsalti í baðkerið og henni fannst hún
vera eyðslusöm. En hún hló með sjálfri sér, þegar hún
áttaði sig á því, að hún var alls ekki eyðslusöm, heldur
nízk. Það hefði verið synd og skömm að skilja þetta
baðsalt eftir. Ég kann elcki einu sinni að vera eyðslusöm,
sagði hún við sjálfa sig. Ég hef aldrei vaxið uppúr
pensjónatinu í Brooklyn.
Þegar hún kom úr baðinu var hún bæði hrein og end-
urnærð og eftir andartaks umhugsun, settist hún við
snyrtiborðið og fór að snyrta andlit sitt, vandlegar en
hún hafði nokkurn tíma gert síðan „Hví ekki í kvöld“ var
frumsýnd. Klukkan var tuttugu mínútur yfir níu, þegar
hún var búin að reyta síðasta villuráfandi hárið úr þykk-
um augnabrúnunum og bursta þykkan hármakkann. Þeg-
ar Connie kom heim varð öllu að vera lokið, Ijósið slökkt
og hún sjálf í djúpum, óendanlegum, fullkomnum svefni,
án þess að nokkur vekjaraklukka myndi trufla hana
næsta morgun. Hún vissi þó, að hún var aðeins að draga
á langinn óþægilega skyldu. Áður en hún legði sig, yrði
hún enn einu sinni að líta inn í autt herbergi Marylynns
og endurlifa hvert einasta orð, sem þær höfðu, sagt, hróp-
að og æpt síðastliðna nótt. Það var nauðsynlegt. Hún
hélt sjálf, að hún væri með réttu ráði, en ef Dale Corbett
hefði látið geðlækni rannsaka hana, hefði hann sjálfsagt
úrskurðað hana geðveika á köflum.
Þegar hún opnaði dyrnar að herbergi Mary'lynns, tók
hún fyrst eftir sterkum tóbaksþef. Hún hnyklaði brýrn-
ar, því að það var harðbannað að reykja í þessu flauels-
fóðraða skartgripaskríni. Um leið hristi hún höfuðið yfir
sjálfri sér og fór að hlæja. Það var varla hægt að ætlast
til þess að lögregluþjónar, sem komu til að sækja blóð-
ugt lík, tækju slíkt tillit til viðkvæmrar raddar söng-
stjörnu. Bess vissi ekki hvað hún hafði búizt við að kæmi
yfir sig inní í þessu herbergi, hræðileg iðrun eða yfir-
þyrmandi skelfing. En þegar hún var komin þangað
inn, fannst henni þetta allt ósköp venjulegt. Hún fann
ekkert nema tómleikann, sársaukakennd, söknuðinn sem
gerir vart við sig eftir tapaðan leik. Hún tók ósjálfrátt
upp sígarettustubbana, sem fleygt hafði verið á hvíta
teppið og burstaði öskuna af gljáandi silkiteppinu yfir
rúmi Marylynns. Annars hafði lögreglan ekki rótað neitt
til að ráði, nema Connie væri búin að laga til. Það var
næstum of hljótt þarna inni, því að klukkan á náttborði
Marylynns hafði stanzað. Það var skelfilega hljótt, skelfi-
lega tómt, skelfilega einmanalegt. En það var ekki fyrr
en Bess fann Emily, að einmanaleikinn lagðist að henni
eins og mara.
Einhver hlaut að hafa misst Emily, því að hausinn á
henni var brotinn.
, Marylynn var lifandi, en Emily var dauð. Hún var
dauð lítil brúða. Helmingurinn af heimskulegum hausn-
um var mölbrotinn og þar sem syfjuleg blá augun höfðu
áður verið, voru nú aðeins tvö svört göt. Það skipti engu
máli. Marylynn hafði ekki lengur þörf fyrir Emily. Bess
kraup niður og tók upp brotnu brúðuna, mjúkhent og nat-
in. Henni hafði alltaf verið illa við Emily, en nú tók
hún hana blíðlega í kjöltu sér.
— Þú ert ljót, sagði hún við brúðuna, og þú ért dauð
og Marylynn saknar þín ekki„ en taktu það ekki nærri
þér, systir, því að á morgun er ég alveg jafndauð og
Marylynn saknar mín ekki heldur. Allt í einu fann hún
sársaukann, kvölina: „Það er ekki þörf fyrir þig leng-
ur. . . “
Fyrir andartaki hafði Bess fundið sig knúða til að tína
upp brotin úr brotnu postulínsbrúðunni og leggja Emily
í rúmið eins og Marylynn var vön að gera. En nú tók
hún brúðuna og fleygði henni í bréfakörfuna, án þess að
finna til minnstu meðaumkunar. Við.kvæmni hennar var
sögunni. Hún vorkenndi hvorki Emily, Marylynn
grönnum mjöðmunum og gekk einbeitt að hinum dyrun-
um til að læsa þeim. Hún yrði fyrir hvern mun, að halda
Connie burtu til hádegis á morgun. Þegar hún sneri
lyklinum fannst henni endilega sem einhver stæði og
biði frammi í dimmum ganginum. Hún stóð grafkyrr,
hélt niðri í sér andanum og hlustaði. Þar var enginn.
Maðurinn með ljáinn, hugsaði hún, bæði í gamni og
alvöru.
Eftir baðið hafði hún tekið fram fallegasta náttkjólinn
sinn og lagt hann á rúmið, en allt í einu fannst henni
það betur viðeigandi að láta finna sig í grænu náttföt-
unum. „Ég myndi ekki kæra mig um að liggja dauð í
svörtum náttkjól, eins og þú ert svo hrifin af“, hafði
hún oft sagt við Marylynn. Nei, tælandi shiffon hentar
mér ekki, hugsaði hún með siálfhæðni. Hún gat ekki
veitt sér þann munað að láta eftir neinni tilfinningasemi.
Hún hneppti náttfatajakkann unp í háls, batt beltið um
grannt mittið og hnýtti grænt band um hárið. Hún von-
aði að hún myndi ekki bylta sér mikið til í rúminu, svo
að hún yrði ki’yppluð og ótútleg í fyrramálið. Þetta átti
að vera snyrtilegt, vel heppnað og á allan hátt, fullnægj-
andi sjálfsmorð. Hún settist á rúmið. ur''1”andi yfir því
að aðeins voru liðnar nokkrar mnútm ?f b“c=ari eilífð.
Það var slökkt á öllum ljósum nema náttborðslampanum.
Hann skein glaðlega og sakleysislega á litlu eulu hrúguna
af svefntöflum. Hann speglaðist í vatnsbo”óipu á vatns
glösunum tveimur sem stóðu og biðu við hliðina á krist-
allskálinni. Bess Poker dró hnén upp að höku, greip um
öklana' og starði sljólega á svefntöflurnar.
— Það verður nú ekki auðvelt, sagði hún hásum rómi
út í djúoa þögnina í herberginu. Það var ekki í samræmi
við áæ+1un hennar, að hún fengi taugakast einmitt núna.
Svitakóf, köfnunartilfinningu, skjálfta og magnleysi á
þessu þýðingarmikla augnabliki. Kverkar hennar voru
þurrar og henni fannst ógei’ningur að eiga að kingja
þessu svefnfjalli. Með érfiðismunum tókst henni að renna
niður munnsopa af vatni en samstundis voru kverkar
hennar skrælþurrar aftur. Láttu nú ekki eins og kjáni,
ságði hún við sjálfa sig. Henni fannst hún heyra fótatak
niðri í gangi, umgang og hlióð í hurð sem var opnuð
varlega og lokað aftur. Skelfingarkennd gagntók hana.
Ef þetta var Connie að koma til baka, mátti hún engan
tíma missa. Hún slökkti ljósið og hjarta hennar barðist
eins og frumskógartrumba og það var eins og fosshljóð
fyrir eyrum hennar.
Svo fór Luke að leika á hljóðfærið niðri í dagstofunni.
Um leið og hendur Lukes snertu hljómborðið, vissi
Bess að þetta var hann, og fjórir taktar úr lagi sem hún
hafði ekki fyrr heyrt liðu inn í dimmt herbergið — eins
og ögrun, frumlag, hljóð sem var engu öðru líkt. Bess
þekkti áslátt Lukes, alveg eins og hundur þekkti þefinn
af húsbónda smum og blindur maður fótatak ástvinu
sinnar í mannfjölda. Hún hafði ekki hugmynd um hvað
gerðist næstu þrjátíu sekúndurnar, en hún stóð í dag-
stofudvrunum áður en Luke fékk tíma til að endurtaka
fjóra fyrstu taktana.
— Sælinú Pókerfés, sagði hann rólega, án þess að hætta
að leika, án þess að líta á hana.
— Luke — Luke — ó, Luke — þú ert kominn —< Luke
— þú ert kominn :— já, en, Luke —
— Auðvitað er ég kominn. Hvar ætti ég annars að vera,
þegar þú átt í erfiðleikum? spurði hann og hélt áfram
að leika.
— Já, en, Luke — þú veizt ekki — þú komst alveg
á réttum tíma — þú veizt ekki —
— Og ætli ekki það, sagði hann og hélt áfram að leika,
og allt í einu skildi Bess að hann vissi það, að Luke vissi
allt og hafði alltaf vitað það.
Þarna sat hann, svo dásamlega líkur sjálfum sér í fasi
og hreyfingum; langir, eirðarláusir fingurnir, það var eins
og hver einasti fingur væri sterkur og þó ástúðlegur elsk-
hugi sem strauk fílabeins og ebonítkroppa nótnanna, bein,
sterkleg hakan, augu hans sém horfðu íhugandi upp í
loftið, hnakkagrófin sem minnti enn þann dag í dag á
soltinn smástrák. Úfið og óviðráðanlegt xautt hárið, ó-
reglulegt andlitið, innri eldurinn sem -logaði í mögrum
líkama hans, skilningsríkt þunglyndi augnanna, yfirlæt-
issvipurinn á stórum munninum, bjánalegi sígarettu-
stubburinn sem sveið næstum munnvik hans. . .
— Ó, Luke — hvernig stendur á því að þú ert alltaf
Skólakerfi
Framhald af 10. siðu.
verki hvers virði þeir eru fá
í rauninni embætti ævilangt
og öll nauðsyrileg skilyrði til
að stunda rannsóknarstörf sin.
Athafnafrelsi þeirra er að vísu
nokkuð komið undir því á
hvaða sviði þeir starfa, en eng-
inn vafi virðist á að þeir geta
gert sér vonir um fjárhags-
stuðning sem heita má ótak-
markaður.
Það vakti sérstaka athygli
okkar að Vísindaakademían og
akademíur einstakra lýðvelda
veittu vísindarannsóknum í víð-
tækasta skilningi þess orðs,
svo til ótakmarkaðan stuðning.
Sovétstiórnin virðist teija að
engu fé sé betur varið en því
sem fer til vísindarannsókna.
Þessi afstaða, ásamt þeirri
miklu virðingu sem í Sovét-
r'kjunum er borin fyrir andieg-
um hædleikum, gerir Vísinda-
akademíuna að voldugustu vís-
indastofnun sem við höfum
nokkru sinni kynnzt“.
Isleiizk tunga
Framhald af 4. síðu.
lega- í málið ef þeir þekkja
efnið vel, skilja inntakið eins
og þeir ætluðust upphaflega
til að það væri skilið. Þetta
er þó aðeins skýring á vill-
unum, engin afsökun á að
sleppa þeim lausum.
Sex persónur ,..
Framhald af 8. síðu.
er að skilja að Baldur Hólm-
geirsson skuli bera hið virðu-
lega heiti 1. leikari.
Þó að ýmislegt megi að
sýningunni finna er boðskap
verksins og inntaki til skila
haldið, enda hlýddu áhorfend-
ur á leikinn með auðsærri
athygli og fögnuðu vel leik-
endum og leikstjóra. Leikfé-
lag Reykjavíkur sýndi „Sex
persónur" árið 1926 undir
stjórn Indriða Waaige og hef-
ur eflaust þótt djarflega teflt
í þá daga,. Sú sýning vakti
nokkurt i'mí-al, en var sótt
af fáum • vona má að snilldar-
vervt P>n,ndello verði meiri
gaumur gefinn að þessu sinni.
Á. Hj.
Trúlofunarhringir, Stein-
hringir, Hálsmen, 14 ou
18 kt. gull.
ur
eða sjálfri sér. Nú var hún reiðubúin.
Hún slökkti ljósið, fór út úr herberginu og læsti dyr-
‘unurii Húri herti þunna, græna silkijakkann þétt að
... $paríð ýðtxr lilauþ á milli xnaigra verzktna-
^ ;WW6L MlUM
Félagslíf
Sunddeild KR
Sundæfingar eru a£ fullurn
krafti í Sundhöllinni. Þjálf-
ari er Helga Haraldsdóttir
Æfingatímar eru sem hér seg-
ir á kvöldin;
Yngri félagar; Þriðjudaga og,
fimmtudaga kl. 7
Eldri félagar: Þriðjudaga. og
fimmtudaga kl. 7.30 og föstu-
daga kl. 7,45.
Sundknattleikur; Mánudaga
og miðvikudaga kl. 9,50.
Nýir >féjiagar korpi á framan-
greindum tímum.