Þjóðviljinn - 19.11.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.11.1959, Blaðsíða 1
Miðstjórn Alþýðuflokksins gafst nppá einróma ákvöðrnn sinni! Emil Jónsson biÓst lausnar i dag en Ólafur Tbors kynnir hina nýju rík isst'iórn sina á morgun Geislavirk úr- - gangsefni í sjé Hafrannsóknafræðingar í Sovétríkjunum segja í nýbirt- um niðurstöðuskýrslum sínum. að það svæði sé ekki til á hafsbotni, þar sem ekki séu einhverjir straumar og hreyf- ing. Muni þetta valda því að úrgangsefni frá kjarnorkuver- um leysist upp á hafsbotni og geta þau hvenær eem er streymt upp á við og upp á yfirborðið. Segja vísindamennirnir, að Strontium 90 og önnur banvæn geislavirk efni muni samlagast svifi í sjónum, sem ýmsar fisk- tegundir lifa á, og þannig geti mönnum stafað mikil hætta af því að úrgangsefnum úr kjarn- orkuverum sé veitt út í sjó. Síðdegis í gær gafst miðstjórn Alþýöuflokksins al-'í> gerlega upp á fyrri kröfu sinni um helmingaskipti á ráðherrastólunum, afturkallaði fyrri samþykkt sína og féllst á að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 4 ráöherra, Alþýðu- flokkurinn 3. Búizt er við að ríkisstjórn Emils Jóns- sonar biðjist lausnar í dag, forseti feli síðan Ólafi Thors að mynda stjórn og hann kynni hana á föstudag, er Bretar lofa Adenauer áfram- haldandi vígbúnaði í Evrópu Adenauer heldur burt frá London í dag þing kemur saman. . Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær hófst miðstjórnar- fundur i.Alþýðuflokknum í fyrra- kvöld, og hafði mikið verið reynt til þess að fá miðstjórn- armenn til að breyta ákvörðun sinni um jafnmarga ráðherra ílokkanna. Ýmsir höfðu þá þeg- ar guggnað, en engu að síður urðu umræður miklar og lang- ar; og stóð fundurinn til kl. að ganga tvö. Ekki þótti þá ráð- )egt að ganga til atkvæðagreiðslu, og .var nýr fundur boðaður kl. 2 í gær. Á þeim fundi var skýrt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn héldi fast við sitt og myndi ekkert verða úr stjórnarmynd- un ef miðstjórn Alþýðuflokksins stæði við ákvörðun sína. Gafst þá miðstjórnin upp skilyrðis- laust, samþykkti að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi meirihluta í rík- isstjórninni — og hafði ekkert upp úr krafsinu annað en að vekja spaug og hlátur bæjarbúa. Kosningar í Marokkó Múhameð V. kóngur í Mar- okkó, tilkynnti í gær, að fyrstu almennu kosningarnar í Marokkó frá því landið hlaut sjálfstæði árið 1956, myndu verða haldnar í maímánuði n. k. Konur hafa kosningarétt til jafns við karla. Ólaíía tekur við af Emilíu Ríkisstjórn Emils Jónssonar mun segja af sér í dag, og for- seti þá fela Ólafi Thors stjórn- armyndun, en hann mun kynna Alþingi stjórn sína á föstudag. Ráðherrar verða þeir sem Þjóð- viljinn hefur áður skýrt frá: Ólafur Thors, Bjarni Benedikts- son, Gunnar Thoroddsen og Ing- ólfur Jónsson frá Sjálfstæðis- flokknum, en Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason og Guðmund- ur í. Guðmundsson frá Alþýðu- flokknum. Enn mun ekki búið að ganga frá verkaskiptingu í smáatriðum milli ráðherra, þótt verkaskipting milli flokkanna sé ákveðin að fullu. i Orðnir þjálfaðir Það er táknrænt að ferill hinn- ar nýju stjórnar skyldi hefjast á því að Sjálfstæðisflokkurinn svínbeygði miðstjórn Alþýðu- flokksins og neyddi hana til að éta ofan í sig einróma ákvörðun á hálfum öðrum sólarhring. Mun miðstjórnarmönnum lítt hafa svelgzt á, enda voru þeir fyrir kosningar í sumar búnir að éta ofan í sig alla fyrri stefnuskrá Alþýðuflokksins, þannig að ekki hefur munað um smávegis á- bæti. Adenauer, kanzlari Vestur- Þýzkalands og Macmillan for- sætisráðherra Bretlands héldu áfram viðræðum sínum í gær, og sömuleiðis utanrikisráð- herrarnir Brentano og Lloyd. I tilkynningu um viðræður þessar segir að ráðherrarnir hafi rætt fyrst og fremst um afvopnunarmálin og einnig um fund æðstu manna austurs og vesturs, og hvernig leiðtogar vesturveldanna geti bezt búið sig undir slíkan fund. Þá var og rætt um ástand í verzlun- armálum Vestur-Evrópu. Sérfræðingur brezka út- varpsins í utanríkismálum seg- ir að Lloyd hafi gefið Bren- tano tryggingu fj'rir því. að brezka stjórnin hafði ekki gert neinar áætlanir um að ilraga úr vígbúnaði í Evrópu. Er Brentano sagður leggja á það mikla áherzlu að vestur- veldin fallist ekki á að minnka herstyrk sinn í Vestur- og Mið- Evrópu. Þá segir brezka út- varpið að ráðherrarnir hafi Á níunda tímanum í gær- morgun vildi það slys til við Laugaland, að maður, Hjálmar Eyþórsson frá Blönduósi, sem var að leysa hey af bíl féll aft- ur yfir sig og fótbrotnaði. Mað- urinn var fluttur í slysavarð- stofuna. orðið sammála um að það væri nauðsynlegt fyrir veeturveld- in að hafa á takteinum áætlun um algera afvopnun áður en æðstu menn þeirra setjast að samningaborðinu með Krúst- joff. Eining ríkti um það með- al ráðherranna að halda fund æðstu manna ekki fyrr en síð- ari hluta apríl. Á fundi stjórnmálanefndar Ahsherjarþingsins í gær, lýsti fulltrúi Indlands yfir fylgi sínu við ályktunartillöguna um að banna skuli allar frekari til- raunir með kjarnorkuvopn. Skal það bann gilda þar til samkomulag hefur náðst á Genf- arráðstefnu kjarnorkuveldanna þriggja um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Fulltrúar Japatis, Lýbiu og Kúbu lýstu einnig yfir fylgi við tillöguna. Hafa þá samtals 23 ríki lýst yfir fylgi við tillöguna, Sá tími nálgast óðfluga þegar mannaðar cldflaugar verða sendar upp í háloftin og látnar fara á braut umhverfis jörðina, og síðar enn lengra út í gcimiun. Áður en slíkar ferðir hefjast verður þó að vinna mikið undirbúnings- starf, og gera þrotlausar til- raunir í þessu skyni. M. a. verður að þjálfa væntanlega geimflugmenn á jörðu niðri og láta þá venjast þeim skil- yrðurn sem þeir mæta í há- loftunum. Myndin, sem tekin er í Sovétríkjunum, sýnir geimflugmenn í fullum her- klæðum í eldflaugastjórn- klefa. og íer þeim stöðugt fjölgandi. Þau riki eru aðallega í Asíu og Afríku. Geníarráðstefnan um bann við tilraunum með kjarnavopn hefstj aftur í dag eftir nokkurra daga fundarhlé. Lýðveldisbandalagið á Kýp- ur hefur hótað að bjóða fram á móti Makaríosi í forsetakosn- ingunum, ef liann lofar ekkt að þingið skuli velja ráðherra í stjórn. , i í fyrrakvöld komu söngmennirnir Deep river boys til Reykja- víkur með Viscount f'Iugvél Flugfélags íslands. Þessi vinsæli kvartett sem margir þekkja hér vegna söngs á hljómplötum, mun koma fram á skemmtunum Björgunarsveitar skáta á- samt ’ innlendum listamönnumi. Á myndinni eru söngmennirnir Deep river boys ásaint umboðsmanni sínum. (Ljósm. Sv. Sæm.) Stöðugt fleiri ríki vilja banna allar tilraunir með kjarnavopn Fulltrúi Indlands lýsir yfir stuðningi við tillögur um bann við slíkum tilraunum Tillaga sú, sem allmörg Afríku- og Asíuríki hafa boriö fiam á allsherjarþinginu hlýtur stööugt meira fylgi með- al aöildarríkja Sameinuöu þjóöanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.