Þjóðviljinn - 19.11.1959, Page 9
Fimmtudagur 19. nóvember 1959 — ÞJÖÐ'VILJINN — (9
Frá sundmóti Ármanns í Sundhöll Reykjavíkur í fyrrakvöld:
Austur-þýzku karlarnir iinnu „sérgreiuar64 sínar
Þetta Ármannemót var
skemmtilegt og miðað við að
þetta er fyrsta mótið á keppn-
istímabilinu hér náðist góður
árangur í mörgum greinum.
Skemmtilegasta keppnin var
að sjálfsögðu þegar Ágústa
Þorsteinsdóttir lagði til einvíg-
is við hina ágætu og vaxandi
eundkonu frá Austur-Þýzka-
landi Gisela Weiss í 200 m
skriðsundi.
Fyrstu 25 m eru þær jafnar
en eftir 50 m er Weiss aðeins
á undan. Þegar þær snúa við
eftir 75 m eru þær að kaþla
jafnar, en nú er það Ágústa
sem tekur forustuna og dregur
stöðugt sundur með þeim og
eftir 175 m er Ágústa orðin
nokkrum metrum á undan en
þá tekur Weiss mikinn sprett
og dregur nú saman með þeim
aftur. En hún hefur tekið
sprettinn of seint, Ágústa læt-
ur engan bilbug á sér finna
og hún heldur forustunni í
mark og lýkur sundinu á nýju
íslandsmeti 2.28.6. Weiss var
líka undir gamla íslenzka met-
inu, tími hennar var 2.29.0.
Ágústa átti gamla metið og
var það 2.33.0, svo að þetta
var ekkert smáafrek.
Tími Guðmundar Gíslasonar
í 100 m skriðsundinu var líka
mjög góður eða aðeins 3/10
úr sek. frá meti hans, 58.5.
Þjóðverjinn vann á tímanum
58.1. Guðmundur var á und-
an á tveimur fyrstu snúning-
unum og á 75 m voru þeir
jafnir, en Wiegand átti betri
endasprett. Er hann eins og
Guðmundur skemmtilegur sund-
maður.
Guðmundur náði ekki eins
góðum árangri í 100 m bak-
sundi, enda tæpast búinn að
jafna sig eftir 100 m skrið-
sundið. Þjóðverjinn Dietze
vann þetta sund með yfirburð-
um og glæsilegum endaspretti.
Landi hans Wiegand kom með
í keppni þessa og varð ann-
ar á ágætum tíma 1.07.4. Guð-
mundur varð þriðji á 1.11.2.
Konrad Enke sýniii að hann
er frábær sundmaður, þó hon-
um tækist ekki að ná sínu
bezta, var hann í sérflokki og
synti langt undir meti Sigurð-
ar Þingeyings. Tími hans er
2.41.3 en Evrópumet hans er
2.38.6 mín. og var það sett í
50 m laug. Keppni við hann
kom aldrei til greina frá okk-
armönnum en keppnin þeirra í
milli var ákaflega hörð, jöfn
og tvísýn. Áttust þar við Sig-
urður af Akranesi Einar
Kristinsson og Hörður úr
Keflavík. Sigurður hafði lengst
af forustuna af þeim þremur,
og munaði nokkru, en er á
sundið leið drógu þeir Einar
og Hörður á hann og eru all-
ar likur til að báðir hafi byrj-
að endasprettinn of seint, en
Sigurður kom 1/10 úr sekúndu
á undan Einari í mark og
Hörður 1/10 þar á eftir.
Flestum mun hafa komið á
óvart að Pétur Kristjánsson
skyldi vinna 50 m flugsund en
hann vann það á góðum tíma
eða aðeins 5/10 sek. frá meti
sínu.
Wiegand varð annar, en
hann brá sér í þetta sun.d sér
til ,,gamans“ en var . ekki
skráður.
Efnilegt sundfólk
frá Akureyri
Á móti þessu yoru nokkrir
ungir sundmenn frá Ákureyri
og voru þeir ekki af lakari
endanum. I 100 m bringusundi
drengja vann drengur frá Ak-
ureyri, Júlíus Björgvinsson á
allgóðum tíma eða 2.23.8.
Björn Þórisson vann 50 m
skriðsund drengja á ágætum
tíma 27.8 sek., og stóð keppn-
in þar milli hans og beztu
drengja hér, og má þar nefna
Sigmar Björnsson og Þorstein
Ingólfsson. Tími Björns er
meðal 10 beztu til þessa.
Tveir aðrir piltar frá Akur-
eyri tóku einnig þátt í sundi
þessu og voru um 30 sek. og
tveir fyrstu í sínum riðli.
Ein stúlka keppti í 50 m
skriðsundi telpna, Erla Hólm-
steinsdóttir, og byrjaði hún
vel, var jöfn hinni ágætu
Hrafnhildi Guðmundsdóttur á
25 m en við snúninginn rann
hún til og missti alla ferð, en
varð þó í öðru sæti. Hefði ver-
ið gaman að sjá þær í enda-
spretti og jöfnum snúningi.
Var skemmtilegt að komast í
kynni við þetta efnilega sund-
fólk og vonandi á það eftir að
setja svip á fleiri mót. Þess
má geta að Helga Haralds-
dóttir frá SRA, varð 3. í 100
m bringusundi kvenna, og var
það vél gert. Hún er einnig
snjöll í frjálsum íþróttum.
Virðist sem þetta nafn allt frá
fornu varpi ljósi á íþróttir,
og þá ekki sízt sund, en þar
hafa þjár nöfnur komið við
sögu.
Hún Sigrún frá Hafnarfirði
setti líka sannarlega svip á
100 m bringusundið og keppni
hennar og Hrafnhildar var á-
kaflega skemmtileg og tvisýn
allan tímann, og endaði með
jöfnum tíma, en Hrafnhildur
var sjónarmun á undan. Var
þetta mjög vel gert hjá Sig-
rúnu.
Sem sagt skemmtilegt kvötd
með óvæntum atburðum og
góðum gestum.
Á undan keppninni ávarpaði
formaður Ármanns gesti og
aðra keppendur, og skiptust
þeir á fánum hann og farar-
stjóri austurþýzku sundmann-
anna, Gerhard Lewin, og flutti
hann einnig stutt ávarp.
Úrslit í einstökum greinum:
100 m skriðsund karla:
Frank Wiegand A-Þ. 58.1. Guð-
mundur Gíslason ÍR 58.5. Er-
lingur Georgsson SH 1.06.3.
Fyrsti íslendingurinn í sundi
þessu fékk bikar fyrir afrekið.
Var hann á sínum tíma gef-
inn fyrir keppni í skautahlaup-
um og vann Sigurjón Péturs-
son frá Álafossi hann á þeim
tíma. Nú hafa aðstandendur
Sigurjóns ráðstafað honum til
bezta íslenilings í 100 m skrið-
sundi, og hlaut Guðmundur Ól-
afsson hann að þessu sinni.
Frarnhald á 10 síðu
Þetta er Evrópumethafinn í
200 metra bringusundi, Kon-
rad Enke, sem sigraði með
yfirburðum í fyrrakvöld.
Handknattleiksmeistaramót Reykjavík ur:
KR hefur forustuna í meistcsr®
flokkum karla og kvenna
Handknattleiksmót Reykja-
víkur hélt áfram á sunnudags-
kvöldið og var leikið í meist-
araflokkum kvenna og karla.
í meistaraflokki kvenna fóru
fram tveir leikir: Ármann —
Valur og KR — Víkingur, og
voru báðir leikirnir skemmti-
legir, þar eð „stóru“ félögin
Ármann og KR urðu bæði að
heyja baráttu til að bera sig-
urorð af andstæðingum sín-
um.
M.fl. kvenna:
Ármann sigraði Val 8:5
Leikur Ármanns og Vals
varð mun skemmtilegri, en við
var búizt, einkum þó síðari
hálfleikurinn.
I hálfleik stóðu leikar 5:1
fyrir Ármann, en í síðari hálf-
leik náðu Valsstúlkurnar sér
á strik og tókst að vinna hálf-
leikinn með 4:3. en forskot
Ármanns frá fyrri hálfleik
nægði til sigurs 8:5. I liði Ár-
manns voru beztar Sigríður
Lúthersdóttir og markvörður-
inn (Ruth), en í Valsliðinu
Sigríður Sigurðarídóttir. Ann-
ars er Valsiiðið skipað mjög
jafngóðum einstaklingum.
Víkingur veitti KR
mótspyrnu
Árangur Víkingsstúlknanna
gegn KR kom mjög á óvart.
Meiri hluta leiksins voru þær
annað hvort jafnar KR eða 1
eða 2 mörkum á eftir. Víking-
ur byrjaði að skora. en KR
tókst að ná 3:1, og leit nú
út fyrir að KR hefði náð und-
irtökunum, en svo var þó
ekki, því Víkingar „kvittuðu"
3:3. Rétt fyrir hálfleik skor
uðu KR-ingar 4:3.
Um miðjan síðari hálfleik
stóð 6:6, en þá tókst KR að
ná leiknum í sínar hendur og
sigruðu með 9:6. I liði KR
voru beztar Gerða Jónsdóttir
og Perla Guðmundsdóttir. Vík-
ingsliðið er skipað jöfnum ein-
staklingum, en beztar í leik
þessum voru Rannveig Lax-
dal og Ingibjörg Pétursdóttir.
Meistaraflokkur karla:
Víkingiir vann Þrótt 7:6
I meistaraflokki karla átt-
ust fyrst við lið Víkings og
Þróttar. Leikur þessi var í
einu og öllu eins og fyrri leik-
ir þessara félaga, þ.e. fram úr
hófi rólegur og lognmollulegur.
Enda þótt markatalan hafi
gefið upp spennandi leik var
rauninni þó allt önnur, þvi leik-
urinn var eins leiðinlegur og
einn leikur mest getur verið.
Víkingur hafði eitt mark yf-
ir í hálfleik 5:1. I síðari hálf-
leik tókst báðum aðilum að
skora tvisvar, og sigraði Vík-
ingur því með 7:6.
Bæði liðin áttu sem fyrr seg-
ir lélegan leik; það er þó eink-
um Þróttur, sem veldur von-
brigðum með tveimur síðustu
leikjum sínum, þar eð menn
voru farnir að tengja miklar
vonir við Þrótt sem góðan
harídknattleiksflokk, eftir sig-
urinn yfir ÍR.
ÍR vann Fram í spennandi
lcik 12:9
Von manna um fjörugan
lék Fram og IR brást ekki að
þessu sinni.
Framarar tóku forystuna, en
Hermann Samúelsson „kvitt-
aði“ fyrir ÍR, Fram nær 2:1,
ÍR skorar 2:2. Framarar skora
nú tvisvar. 4:2, en Gunnlaug-
ur Hjálmarsson minnkar for-
skotið 4:3 fyrir Fram. Rétt
fyrir hálfleik skora báðir sitt
hvort markið, 5:4. I byrjun
síðari hálfleiks ná iR-ingar
jafntefli 5:5, en Karl Bene-
diktsson nær forystunni fyrir
Fram 6:5, en Matthías jafnar
enn fyrir ÍR 6:6. Sjöur.da
mark Fram skorar svo Guðjón
mjög glæsilega eftir að hafa
skotið í stöng og náð boltan-
um aftur á línu. 8:6varstaðan
fyrir Fram eftir að þeir skor-
uðu úr vítakasti, en Gunnlaug-
ur og Matthías jafna fyrir ÍR
með góðum skotum, og Pétur
skorar glæsilega af línu, og
I.R-igar ná nú forystunni í
fyrsta sinn í leiknum. Gunn-
laugur Hjálmarsson kemst nú
loks í gang svo um mun?’\
skorar 10. 11. og 12. mark ÍR
með glæsilegum skotum. Rétt
undir lokin var Fram dæmt
vítakast, sem þeir skoruðu ör-
ugglega úr og lauk leiknum
því með sigri IR 12:9.
Leikurinn var skemmtilegur
og allvel leikinn. Lið IR lék
nú ekki nándar nærri eins
hratt og gegn Ármanni á dcg-
unum, enda var hraðinn þá
meiri en liðið ræður við í
þeirri æfingu sem það er í.
Beztu menn IR voru Pétur,
Matthías og Gunnlaugur. Einn-
ig sýndu Hermann og Böðvar
í markinu ágætan leik. 1 liði
Fram var beztur Guðjón Jóns-
son. Framarar sýndu ágætan
leik, en voru óheppnir með
skot sín.
Vahir kom 4 óvænt
í leiknum við KR
Leikur Vals við KR kom
mjög á óvart, þar eð birzt
var við nokkrum vfirburðum
KR. KR-ingar höfðu yfir í
hálfle’k 6:3. I byrjun síðari
hálfleiksins var forskotið
Framhald á 11. síðu.