Þjóðviljinn - 19.11.1959, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 19. nóvember 1959
Auðvald, kreppur og alþýða manna
Friðrik einn af fimm beztu
Framhald af 7. síðu.
Iægt 2V2 milljón dollara, jafn-
vel þótt amerísku auðhring-
arnir greiddu ekki eyri í vinnu-
laun*.
Með þetta dæmi í huga er
ekki hægt að fara í grafgötur
um þann gróða, sem amerísk
auðfélög raka saman við að
framleiða atómsprengjur, eld-
flaugar o.s.frv., þegar þeim er
gefin einokunaraðstaða með rik-
ispöntunum og engin samkeppni
er af hendi erlendra aðila. í
boðskap sínum til þingsins í
Washington skýrði Eisenhower
frá því að flugfloti Bandarikj-
anna kostaði jafnþyngd sína í
gulli.
Þýðingu hergagnaframleiðsl-
unnar fyrir bandarískan iðnað
er auðvelt að sjá af eftirfarandi
tölum: kostnaður við alla iðn-
aðarframleiðslu nam 1958 um
300 milljörðum dollara*; á
sama tíma eru hergagnapant-
anir ríkisstjórnarinnar um 40
milljarðar dollara. Þetta sýnir
samt sem áður ekki nógsam-
lega, hversu hergagnafram-
leiðslan er þýðihgarmikill þátt-
ur í þjóðarbúskapnum. Nú á
tímum, með hinni stórstígu þró-
un í vígvélagerð, verða hergögn
mjög fljótt úrelt og önnur nýrri
og ennþá dýrari taka þeirra
stað. Þetta þýðir það, að einn-
ig á friðartímum hafa auðhring-
arnir öruggan, stóran og gríðar-
lega arðvænlegan markað fyrir
hergögn. Þetta tryggir vissa
lágmarksframleiðslu á kreppu-
timum lika, og varnar því að
íramleiðslan minnki eins mik-
ið og í 1929—’33 kreppunni.
Þetta er sá hagræni grundvöll-
ur, sem kalda stríðið byggist
á. Þess vegna styðja auðhring-
ar kalda stríðið eftir mætti í
því skyni einvörðungu; að þarf-
ir ríkisins fyrir hergögn skerð-
ist í engu. Og með kalda stríð-
inu láta auðhringirnir fólkið
bera byrðar hernaðarútgjald-
anna.
Ævinlega þegar auðhringur
kemst í kreppuástand, fær hann
beina hjálp frá stjórninni. Járn-
brautir Bandaríkjanna hafa
lengi haft skæðan keppinaut,
þar sem eru vöruflutningar á
bílum, einkum í austurríkjun-
um. f kreppunni hættu járn-
brautirnar að gefa arð. Þá
hljóp Eisenhower undir bagga
og afnam 3% skatt, sem lagð-
ur hafði verið á vergar tekj-
ur þeirra. Það var eins og við
manninn mælt; járnbrautirnar
urðu aftur arðbærar, og hluta-
bréf þeirra stigu óðfluga í
kauphöllinni.
Verðfesting er og mikilvæg
'jyftistöng fyrir auðhringana og
gerði þeim kleift í núverandi
kreppu að forðast þau töp, sem
þeir verða annars venjulega
fyrir á slíkum tímum. Al-
mennt verðlag féll ekki. heldur
þvert á móti steig. Á sama
tírna hélt kaupmáttur alls gjald-
miðils áfram að minnka. Þannig
er kauomáttur dollarans nú
ekki nema hálfur við það sem
hann var fyrir stríð.
Samkvæmt skýrslum Alþjóð-
*) heimild: The Times, 20.
marz 1959.
*) Heimild: Survey of Corrent
Business, janúar 1959, bls. 3.
lega gjaldeyrissjóðsins var
kaupmáttur helztu gjaldeyris-
tegunda svo sem hér segir í
lok ársins 1958 . (miðað við
100 1952):
Svissneskur franki 94,3
Kanadadollar 93,5
vesturþýzkt mark 92,6
belgískur franki 92,6
Bandaríkjadollar 91,9
ítölsk líra 87,7
franskur franki 83,3
sterlingspund 82,0
Rýrnun annarra gjaldeyristeg-
unda, t.d. í Chile og Suður-
Kóreu, var jafnvel,enn þá
meiri.
Fyrir rýrnun gjaldmiðils í
löndum heimsvaldastefnunnar
eru tvær meginástæður:
a) Hin gífurlega háu útgjöld
til hernaðarþarfa sem beina
geysimiklu af afrakstri þjóðar-
búsins út úr hagnýtum fram-
leiðsluferli og leiða til greiðslu-
halla hjá ríkissjóði; en það
veldur aftur verðbólgu.
b) Hið háa verðlag, sem auð-
hringarnir halda við og jafn-
vel hækka í kreppuástandi
(eins og til dæmis í stál-
bræðsíu- og alúmíníumiðnaði
Bandaríkjanna).
Gróðabrall auðhringanna leið-
ir af sér áberandi rýrnun á
kaupmætti g.jaldmiðilsins og al-
menna verðþenslu. í kreppu
draga auðhringarnir sér mis-
muninn á einokunarverðlagi og
■ „frjálsu verðlagi".*
Verð á framleiðslu auðhring-
anna var hátt (og jafnvel
hækkaði) í kreppunni, en aft-
ur á móti gætti töluverðs verð-
falls á vörum frá fyrirtækjum
utan auðhringanna, svo og litl-
um auðhringum og öðrum sem
urðu undir í samkeppninni.
Verð á matvælum, málmgrýti,
bómull, ull og öðrum hráefn-
um og tilbúnum vörum, sem
vanþróuð lönd selja á hðims-
markaðinum, lækaði geysimik-
ið. Á þennan hátt heppnaðist
heimsvaldasinnum, einkum í
Vestur-Evrópu sem flytja inn
mikið af hráefnum, að velta
byrðum kreppunnar yfir á
verkalýð vanþróaðra landa, þar
sem lífskjör voru bágborin fyr-
ir. Samkvæmt eigin áætlun
sankaði vesturevrópskt auðvald
að sér árið 1958, í viðbót við
venjulegan arð og gróða ó-
jafnra vöruskipta, ekki minna
en einum milljarð dollaravegna
mismunar á verði útflutts iðn-
varnings og innflutts hráefnis.
Þetta skýrir það, hvernig Bret-
landi tókst að tryggja sér hag-
stæðará skiptiblutfall milli
dollara og punds á kreupuárun-
um en áður hafði verið.
Framhald.
*) Fyrir heimsstyrjöldina sið-
ari voru birtar vísitölur einok-
unarverðlags og frjáls verðlags
í nokkrum löndum (t.d. í
Þýzkalandi og Póllandi). Seinna
var hætt að birta slíkar skýrsl-
ur, þar eð þær flettu allt of
rækilega ofan af því, hvernig
auðhringar og einokunarstarf-
semi þeirra verka á verðmynd-
un.
Auglýsið í
Þjéðvi!ÍE!iuni
Framhald af 6 síðu.
í 29. leik sleppur úr prísund-
inni kostar frelsi hans peð.
Brátt vinnur Petrosjan annað
pöð, en Gligoric nær gagnsókn
m.eð tveim hrókum á sjöundu
linu. Petrosjan, sem teflir alla
skákina af innsýni snillingsins,
b.afði þó reiknað með slíku og
rétt fvrir biðina hrindir hann
gagnsókninni með fallegri peðs-
f"rn. Staða Gligoric er von-
Iflir v,pcfor skákin fQr í bið.
Finn 30. október, daginn sem
biðskákir s.kvMu fefldar.
brinuUj til Friðriks og
pnf h'ðskák sína. Keres er miög
V, 1 <. op- rnnn ekki
b„r0 ^u-iq^ Tfolfjq fvrir-
b.nfn Friðriki Oa starfqnannnnm
mntpjns með bví að t.efla tap-
q^q c-kqk. hnssijrn sisri
vfír ninnm pf hrom heztu
oVnVvnhnnum hnims. bafði Frið-
riv lokið hnoc.n erfiða skák-
m~H 00 hlntíð tíu vinninsa og
sjöunda sæti. Þessi árangur
hans sýnir enn einu sinni, að
hann er einn af fimmtán beztu
skákmönnum heims og einn
af fimm beztu utan Rússlands.
Síðasta leik mótsins lék
Petrosjan, sem vann Gligoric
eftir þrjá leiki í biðskákinni.
Skákin var ein af beztu skák-
um mótsins og sýnir vel stíl
Petrosjans, þegar honum tekst
unp. Petrosian tókst þannig
að komast aftur upp fyrir
Smisloff og ná þriðia sæti. en
Glieoric féll og deildi fimmta
oe siötta sæti með Fischer.
Þeear áborfendur geneu út
úr skáksal.num, út. í baustkvöld-
ið I Boledrad, bá - höfðu þeir
o-ðið vitni að lokaþætti lang-
vinnrar stvrialdar. Stvrialdar
s»ti l°noi mun í minnum höfð.
Qf'rrialdar bar sem búsundir
féiiu. en onoum bióðdroua var
úthoU:. Vqorj vel pf rh'kqr stvri-
aldir vrðu sem flestar en aðr-
ar ekki.
Freysteinn.
Kirkjukvöld
Framhald af 2. síðu.
að kvöldvökum þessum verður
20 krónur og greiðist við inn-
ganginn. Öllum er að sjálf-
sögðu heimill aðgangur meðan
húsrúm leyfir, og það er von
mín að safnaðarfólk, og aðrir,
fjölmenni og njóti þessara
kvöldstunda í kirkjunni og
styrki um leið gott málefni.
Mig langar en,nfremur til
að nota. tækifærið og minna á
að Kvenfélag Óháða safnaðar-
ins hefur sinn árlega bazar i
félagsheimilinu við kirkjuna á
sunnudaginn kemur.
Kvenfélagið hefur frá upp-
hafi rlmið ómetanlegt starf
fyrir söfnuðinn og kirkjubygg-
inguna og fjölmargir aðrir í
söfnuðinum og utan hans
stuðlað að kirkjubyggingunni
af veglyndi og fórnfýsi. Enn
er margt ógert og það er von
mín og bæn að kirkjustarfið
eflist og blómgist í vetlr sem
hingað til.
Emil Björnsson.
ÍÞRÓTTm
Framhald af 9. síðu
ICO m baksund karla: Júrg-
en Dietze A-Þ 1.07.0. Wieg-
and AÞ 1,07,4 Guðm. Gísla-
son 1,11,2.
50 m flugsund karla: Pétur
Kristjánss. Á 30.4. Wiegand
31.0. Guðmundur Gíslason
ÍR 31.1.
200 m bringusund karla: Kon-
r?;i Enke A-Þ 2.41.3. Sig-
urður Sigurðsson ÍA 2.50.0.
Einar Kristinsson Á 2.50.1.
Sigurður vann í annað sinn 1
hinn fagra Kristjánsbikar fyrir
þetta sund.
100 m bringusund kvenna:
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
IR 1.28.3. Sigrún Sigurðar-
dóttir SH 1.28.3. Helga Har-
a’dsdóttir SRA 1.33.5.
200 m skr'ðsund kv.: Ágústa
Þorsteinsdóttir Á 2.28.6
Weiss A-Þ 2.29.0.
100 m bringusund drengja:
Júlíus Björgvinsson SRA
1.23.8. Sæmundur Sigurðsson
ÍR 1.27.2. Sigurður Ingólfs-
son Á 1.27.3.
50 m skriðsund drengja: Björn
Þórisson SRA 27.8. Sigmar
Björnsson KR 29.2 Þorsteinn
Ingólfsson ÍR 29.3.
50 m skriðsund telpna: Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir ÍR
33.2. Erla Hólmsteinsdóttir
SRA 34.4. Hrafnhildur Sig-
urbjörnsdóttir SH 36.1.
4x50 m skr'.ðsund karla: Sveit
ÍR 1.50.2. Sveit Ármanns
1.54.6. Sveit KR 1.58.7. Sveit
SH 2.01.7. Sveit SRA 2.02.3.
60 ára afmælisfagnaður
Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður haldinn í
Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 25. nóv. 1959 og
hefst með toorðhaldi kl. 7 e.h.
Aðgöngumiðar verða seldir í Leðurverzlun Jóns
Brynjólfssonar Austurstræti 3, Verzluninni Bristol
Bankastræti 6 og Verzluninni Faco Laugavegi 37.
Allar nánari upplýsingar í símum 14125 — 12423
og 12032.
AFMÆLISNEFNDIN.
ORÐSENDING
4
írá Húseigendaíélagi Reykjavíkur
Vegna umkvartana, er Húseigendafélaginu hafa borizt
frá einstökum húseigendum í Hlíðahverfi, þar sem
þeir telja að miðstöðvarkatlar hafi sprungið nú í "
'haust af óeðlilegum þrýstingi frá kerfi Hitaveitunnar,
hefur félagsstjórnin ákveðið að athuga, hve mikil
brögð eru að þessu, og biður þá húseigendur, sem óska
að Húseigendafél. láti þetta mál til sín taka, að gera
skrifstofu félagsins aðvart hið fyrsta og eigi síðar
en hinn 25. þ.m.
Skrifstof Húseigendafélags Reykjavíkur er í Austur-
stræti 14, 3. hæð. Skrifstofutími er kl. 1—4 og 5—7
alla daga nema laugardaga.
Félagsstjórnin.
FJÖLBREYTT ÚRVAL.
Heilds'jlubirgðir:
ÍSLEMZK EKLENDA VERZLUNARFELAGIÐ Ii.f.
Garðastræti 2. — Símar 15 - 333 cg 19 - 698.