Þjóðviljinn - 19.11.1959, Síða 11
Fimmtudagur 19. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN
(H
H. E. BATES:
RAUÐA
SLÉTTAN
Hann hallaði sér afturábak og horfði upp í trjákrón-
una. Hann andaði að sér þungum ilmi litlu, ljósu blóm-
anna sem blandaðist ilminum frá blómunum í hári
hennar.
Hann langaði líka til að spyrja hana um heitið á
blómunum sem hún hafði í hárinu. En allt í einu fann
hann til feimni og gat ekkert sagt. Og það var eins og
hún væri feimin líka. Hún hallaði dálítið undir flatt
þegar hún talaði, blómið vissi upp, eins og hún væri
hrædd um að það dytti. Og hann fór líka að verða hrædd-
ur um að það dytti, horfði á það heillaður, vonaði næst-
um að það dytti, svo að hann gæti teygt sig og gripið
það. En það datt ekki úr allt kvöldið. Bleikrauðir knúpp-
arnir sátu fastir í svörtu hárinu, og allan tímann fylgd-
ist hann með þeim af eftirvæntingu og undrun.
„Hafið þér-verið hér lengi?“ -
buxum og rauðri skyrtu með grænan flókahatt, inn um
dyrnar.
„Þau eru mæðgin“, sagði stúlkan. „Þau áttu einu sinni
hús í borginni, en það er ekki lengur til“.
„Gleður mig“, sagði maðurinn. „Gott“. Iiann tók með
ákefð í höndina á Forrester og brosti kurteislega og
feimnislega. „Gleður mig. Gott“.
„Þau ætla að sækja steinana“, sagði stúlkan.
Úr tréskáp á veggnum tók gamla konan litla böggla
vafða í brúnan pappír og lagði þá á teakborð í miðju
herberginu og opnaði þá með skjálfandi fingrum. Son-
urinn talaði við hana eins og hann væri að reka á eftir
henni, en hún lét ekki reka á eftir sér og lagði frá sér
hvern einasta böggul með hæglátri gætni, vafði utan af
þeim pappírinn og síðan bómullina, unz litlu rauðu,
bláu og hvítu kornin komu í Ijós. Gamla konan sagði
eitthvað við stúlkuna og stúlkan sneri sér að Forrester.
„Hanai langar til að þér fáið yður sæti“, sagði hún. Stein-
arnir lágu á borðinu á litlum bómullarhnoðrum og
Forrester settist niður til að horfa á þá. Það var orðið
skuggsýnt í litla herberginu og hann sá illa til, og það
var eins og sonurinn læsi hugsanir hans, því hann sótti
lítinn olíulampa úr tini og setti hann á borðið.
„Þetta eru rúbínar“, sagði stúlkan. „En þá þekkið
þér“.
„Já“, sagði hann.
„Þetta eru hvítir safírar og þetta gulir ametystar“.
Hann tók upp fáeina steina og bar þá upp að birtunni
í lófanum. Þeir voru allir litlir og illa slípaðir.
„Þau eiga kannski meira úrval“, sagði hann. Hann varð
íþróttir
Framhald af 9. síðu.
áukið í 7:3 (Reynir Ölafsson)
og skömmu síðar 8:3, en þá
er það að Valsmenn hrista af
sér slenið og byrja að skora
(Hilmar og Geir) og standa
leikar brátt 8:5, en Hörður
Felixson skoi’ar fyrir KR 9:5,
en þá skorar Valur enn tvö
mörk 9:7, og er fjör farið að
færast í leikinn. Reynir Ólafs-
son skorar 10. mark KR
(10:7) og Geir skorar 8. mark
Vals úr vítakasti (10:8).
Reyni Óiafssyni var um sama
leyti vísað af leikvelli fyr:r
brot á leikreglum. Síðasta
mark leiksins skoraði Valur
(Geir Hjartarson) og lauk
leiknum því með knöppum
s:gri KR 10:9. Beztu menn KR
voru Reynir og Karl Jóhanns-
son, en beztir hjá Val voru
Geir .Hjartarson og hinn gam-
alkunni landsliðsmarkmaður
SólmurGur Jónsson, sem oft
varði af mikilli snilli.
Staðan í meistaraflokkum
kvenna og karla er nú þessi:
Meistaraflokkur kvenna
„Næstum þrjá rnánuði", sagðúhann.
„Kunnið |iér vel við yður?“
Hann hikaði andartak. Hann vildi ógjarnan styggja
hana og sagði: „Ég þekki varla landið enn“.
„Enginn þekkir það“, sagði hún. „Allt Burma. Enginn
þekkir það allt“.
„Nei“, sagði hann.
„Það er mjög fallegt hér á þurra svæðinu á kalda tíma-
bilinu“, sagði hún. Hún talaði með nákvæmni eins og hún
færi eftir kennslubók. „En það þekkir enginn allt landið“.
„Hrísgrjón og rúbínar“, sagði hann. „Það var það sem
ég vissi um Burma, áður en ég kom hingað“.
„Þér getið fengið keypta steina“, sagði hún.
Hann vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann kærðí
sig ekki um að kaupa steina, hann hafði ekki áhuga á
þeim. Stundum hélt hann að hann væri eini hermaðurinn
í austurlöndum sem ekki átti dálitla hrúgu af gimstein-
um 1 bómull.
„Við gætum litið á þá, ef þér viljið“, sagði hún.
„Það er vingjarnlégt af yður“, sagði hann.
„Það er ekki langt héðan“.
Hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Honum þótti það
hvimleið tilhugsun að eiga að horfa á gagnslaus söfn
mislitra steina og hann fór að hugsa um lækninn, önn-
um kafinn við lyfjablöndun og sálmaval, og hann sagði:
„Læknirinn þarf að fara til baka“.
„Nei, nei“, sagði hún. „Hann fer seint. Alltaf. Honum
stendur alveg á sama“.
„Gott og vel“, sagði hann. „Mér væri það ánægja“.
Hún reis samstundis á fætur og gekk að húsdyrunum,
opnaði þær og kallaði nokkur orð án þess að bíða eftir
svari. Forrester lauk við ávaxtasafann og reis á fætur,
skildi höfuðfatið eftir á borðinu. Hann var ekki búinn
að jafna sig eftir viðbrigðin, þegar hann sá hana á
pallinum eftir blundinn, og þegar þau gengu saman yf-
ir hlaðið, gegnum hliðið og upp eftir rykugum stígnum,
sem var þorpsgatan, lét hann hana stundum ganga nokk-
ur skref á undan sér, svo að hann gæti virt hana vel fyrir
sér. Hún var mjög lítil við hliðina á honum, mjaðmir
hennar næstum beinar í Ijósgræna pilsinu og brjóst henn-
ar lyftu tæpast gegnsæju blússuefninu. Hún gekk með
hógværum þokka í rykjnu á stígnum, talaði fátt en sneri
sér stundum að honum og brosti.
Þegar þau gengu u'pp gegnum þorpið, milli lágreistra
húsa og laufgerða, sá hann milli trjákrónanna hvernig
rauðbrúnn kvöldroðinn breiddist yfir himininn. Hann
sá þorpsbúa liggja eða sitja í skuggunum við húsin, eins
og hvíta eða rauða flefeki í rauðgulri kvöldbirtunni og
hann heyrði hvernig golan bærði löng og gljáandi blöð-
in á bananatrjánum.
„Hingað förum við“, sagði hún og hann fylgdi henni
yfir eitt húshlaðið og að húsi með pálmaþaki og gekk
inn í það á eftir henni.
Inni var næstum dimmt og þar sat öldruð Burmakona
á gólfinu. Stúlkan ávarpaði hana og hún spratt á fætur
í skyndi, feimin og áköf þegar hún sá Forrester. Varir
hennar skulfu svo að hún kom ekki upp orði, en eftir
andartak kom maður um fimmtugt, klædgiur svörtum
vandripðalegur þegar hann horfði á ákaft, titrandi andlit
gömlu konunnar og kurteisisbros sonarins, og hann vildi
vera kurteis.
„Þau segjast hafa meira úrval á morgun“, sagði stúlk-
an.
Hann vissi ekki hvað hann átti að segja. Gamla kon-
an fór aftur að tala við stúlkuna.
Þau segjast hafa betri steina á morgun, ef þér komið
þá. Kannski zirkona og smaragða“.
Hann horfði á andlit hennar, fölt í lampaljósinu. Svört
augu hennar voru rannsakandi og hann vissi allt í einu
að hún las hugsanir hans: að hann væri í vandræðum
og kærði sig ekki um steinana og vissi ekki hvernig
hann ætti að fara að því að afþakka þá.
„Segið þeim að ég komi aftur“, sagði hann.
„Á morgun?“
„Ef það er hægt“.
„Reynið það“.
Áður en hann náði að svara, fór hún aftur að tala við
gömlu feonuna og son hennar. „Gleður m.ig“, sagði son-
urinn. „Gott“. Hann tók allt í einu ofan hattinn fyrir
Forrester og hneigði sig.
„Þau segjast ætla að útvega yður fallega steina“, sagði
stúlkan.
„Ég þakka þeim kærlega fyrir“, sagði hann.
Hann reis á fætur og tók fyrst í höndina á gömlu kon-
unni og síðan syni hennar. Sonurinn hélt hattinum á loft
eins og regnhlíf og fvlgdi Forrester og stúlkunni til
dyra og sagði hvað eftir annað: „Gleður mig. Sælir!“
og hneigði sig með lotningu og hægð eins og hann stæði
fyrir altari.
Úti var sólin sezt og undir trjánum var hið skamm-
vinna húm næstum orðið myrkur. Þegar andvarans naut
ekki, var loftið algerlega kyrrt undir þéttum, ilmandi
trjánu.m, og hann fann hvernig þögnin lagðist yfir slétt-
una. Og eins og ævinlega máði hún burt grimmd og ofsa
dagsins.
„Þér kærðuð yður ekkert um steinana", sagði stúlkan.
„Nei“.
„Það þykir mér leitt“.
„Ég get engum gefið steina",. sagði hann,
, „Engum“?
„Erigum“, sagði hann. ' '
„Þá þurfið þér ekki að' koma aftur“, sagði hún.
„En ég hef bara gaman af því“, sagði hann. Hann gekk
áfram, heillaður af kyrrðinni í vaxandi myrkrinu og
. litlu ljósunum sem birtust eitt af öðru undir trjánum.
Hún þagði nokkra stund og hann vissi af þögn hennar
að hún var að hugsa um það sem hann hafði sagt. Iion-
um fannst hann hafa talað eins og hræsnari, en þögn
... sþarió yður hlaup á milli maxgra yervfeuia!
- “OofUJOóL ÁMfi mm
KK Ai 0, fi 30:17
Armann 2 2 0 4 19: 7
Valur 3 1 2 2 18:20
Þrótíur 3 1 2 2 13:23
Víldngur 3 0 3 0 12:25
Meistaraflokkur karla
KK 4 3 0 1 6 54:37
Ármann 3 2 0 1 4 37:35
IR 3 2 0 1 4 32:30
Fram 3 1 1 1 3 33:29
Vík. 4 1 1 2 3 33:40
Valur 3 0 2 1 2 29:30
Þróttur 4 1 0 3 2 31:48
Iánurnar í meistaraflokkn-
um eru því teknar að skýrast.
a.m.k. í meistaraflokki kvenna,
en þar eru KR og Ármann lík-
legir til að berjast um sigur-
inn. í meistaraflokki karla eru
línurnar aftur á móti hvergi
eins vissar, en þó eru KR og
ÍR mjög fíkleg til að leika til
úi’slita.
Dómarar í fyrrakvöld voru
Jóhann Gislason Hannes Sig-
urðsson, Magnús Pétursson og
Daníel Benjamínsson og leystu
allir hlutverk sín vel af hendi.
— hip —
a'ir
pípulagninga-
menn
óskast.
Upplýsingar gefur frú
In.gibjörg Ingóli'sdóttir,
Seljaveg 13.
Trúlofunarhringir, Stein-
hrirjgir, Hálsmen, 14 ost
18 kt. gull.
liqaut «»«^10